Morgunblaðið - 18.08.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2020
Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á heimavorn.is
HVARSEMÞÚERT
SAMSTARFSAÐILI
Öryggiskerfi
15:04 100%
Sævars er Andrea Von Sævars-
dóttir, f. 28.2. 2019.
Systkini Stefáns: Þóra Aðal-
heiður Þorleifsdóttir, f. 18.10.
1912, d. 12.7. 2006, húsfreyja á
Akureyri; Ari Ásmundur Þorleifs-
son, f. 3.11. 1913, d. 24.1. 2005.
Bóndi á Klausturhólum í Gríms-
nesi; Guðni Þorleifsson, f. 4.10.
1914, d. 10.10. 2002, bóndi í
Naustahvammi; Ingvar Þorleifs-
son, f. 8.10. 1917, d. 24.2. 1963,
stýrimaður í Neskaupstað; Gyða
Fanney Þorleifsdóttir, f. 20.7.
1919, d. 15.8. 2009, húsfreyja í
Neskaupstað; Lukka Ingibjörg
Þorleifsdóttir, f. 8.8. 1921, d. 11.5.
2016, húsfreyja á Akureyri; Lilja
Sumarrós Þorleifsdóttir, f. 30.10.
1923, d. 26.2. 2014, starfsmaður í
frystihúsi SVN í Neskaupstað;
Guðbjörg Þorleifsdóttir, f. 1.12.
1924, húsfreyja í Garðabæ; Ásta
Kristín Þorleifsdóttir, f. 7.10. 1926,
fyrrverandi starfsmaður osta- og
smjörsölunnar, búsett í Reykja-
nesbæ; Friðjón Þorleifsson, f. 13.8.
1928, d. 26.1. 2004, bensín-
afgreiðslumaður hjá Olís í Kefla-
vík; Guðrún María Þorleifsdóttir, f.
27.10. 1930, húsfreyja í Reykja-
nesbæ; 12) Sigurveig Þorleifs-
dóttir, f. 14.2. 1933, d. 13.1. 2009,
húsfreyja í Reykjanesbæ; Vil-
hjálmur Norðfjörð Þorleifsson, f.
18.1. 1936, fyrrverandi starfs-
maður Keflavíkurbæjar, búsettur í
Reykjanesbæ.
Foreldrar Stefáns voru Þorleif-
ur Ásmundsson, f. 11.8. 1889, d.
10.10. 1956, útvegsbóndi í Nausta-
hvammi, og María Jóna Aradóttir,
f. 4.5. 1895, d. 15.12. 1973, hús-
freyja.
Stefán Þorleifsson
Bjarni Sveinsson
bóndi í Viðfirði
Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja í Viðfirði
Vilhelmína María Bjarnadóttir
húsfreyja í Naustahvammi
Ari Marteinsson
bóndi í Naustahvammi
María Jóna Aradóttir
húsfreyja í Naustahvammi
Málfríður Jónsdóttir
húsfreyja á Parti
Marteinn Magnússon
bóndi á Parti í Sandvík
Dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði, skrifaði
bókina Íþróttir fornmanna á Norðurlöndum
Guðný Jónsdóttir
húsfreyja í Vindheimi
Halldór Halldórsson
bóndi í Vindheimi
Þórunn Halldórsdóttir
húsfreyja á Karlsstöðum
og síðast í Vindheimi
Ásmundur Jónsson
útvegsbóndi á Karlsstöðum í Vöðlavík
og síðast í Vindheimi í Norðfirði
Þuríður Jónsdóttir
húsfreyja á Kirkjubóli II
Jón Þorgrímsson
bóndi á Kirkjubóli II í Reyðarfirði
Úr frændgarði Stefáns Þorleifssonar
Þorleifur Ásmundsson
útvegsbóndi í
Naustahvammi í Norðfirði
„MIKIÐ ER GOTT AÐ ÞÉR LÍKAR ÞETTA.
HUNDURINN FÚLSAÐI VIÐ ÞESSU.”
„SJÓNVARPIÐ SKIPTIR ALLTAF AFTUR
YFIR Á „VILLIDÝR Í AFRÍKU”!”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... gómsæt!
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
„KÆRA SPYRÐU HUNDINN.
HVERNIG FÆ ÉG SEPPA TIL AÐ
HÆTTA AÐ ELTA Á SÉR SKOTTIÐ?”
SEGÐU SKOTTINU AÐ
HÆTTA AÐ HLAUPA
VOFF! VOFF! VOFF!
VOFF! VOFF! VOFF!
MIG VANTAR LÁSASMIÐ TIL
AÐ OPNA LÁSINN!
HVERS VEGNA ERTU SVONA LENGI? VEISTU
YFIR HÖFUÐ HVAÐ ÞÚ ERT AÐ GERA?
ÉG HEF EKKI
HUGMYND, EN ÉG
ELSKA AÐ LIGGJA Á
HLERI!
Íþessari miklu veðurblíðu umhelgina langaði mig að leggja
land undir fót. En úr því varð ekki
svo að ég greip Ferðabók Þorvalds
Thoroddsen og ferðaðist með hon-
um í huganum frekar en ekki. Þar
segir, að Benedikt Jónsson í Hrapps-
ey (1658-1746) hafi verið hinn mesti
dugnaðarmaður, varð 88 ára gamall
og heilsuhraustur til dánardægurs;
þó þótti honum mjög gott í staupi,
eins og mörgum á þeirri tíð:
Þótt Bensa þyki brennivín sætt,
bragna meir um varðar,
að hann er lifandi ljós í ætt
og laukur Breiðafjarðar.
Þorvaldur kemst svo að orði, að
„yfir hin eyðilegu hraun mæna
Lóndrangar eins og stórkostleg
bygging með risavöxnum turnum.
Það er satt, sem stendur í hinni al-
kunnu vísu“:
Um Lóndranga yrkja má,
eru þeir Snæfells prýði;
yst á tanga út við sjá
aldan stranga lemur þá.
„Á vestari dranginn,“ segir Þor-
valdur, „er ekki hægt að komast
upp, því ekki er hægt að reka þar
nagla í bergið; þó er það í munn-
mælum, að maður hafi komist þar
upp og hlaðið þar vörðu, en síðan
hefur enginn komist þangað eins og
segir í gamalli vísu“:
Enginn þorir upp á drang
að yngja upp hruninn vörðu bing;
gengin er þeim frægð í fang,
sem fingrar við þá spássering.
Árið 1830 gerðu Mývetningar út
fimm menn vopnaða suður á Öræfi
til að leita útilegumanna, höfðu þeir
allir byssur og sumir stórar sveðjur:
Mývatns horsku hetjurnar
herja fóru í Dyngjufjöll,
sverð og byssur sérhver bar
að sækja fé og vinna tröll.
Þorvaldur segir, að í fyrri daga
hafi tóvinna mikið verið stunduð á
kvöldin og tekur upp lýsingu Egg-
erts Ólafssonar á baðstofulífinu:
Sauma, greiða, karra, kljá,
kappið sagan eykur,
spinna prjóna, þæfa þá,
það er eins og leikur.
Sjöstjörnu spyr enginn að
inni í bóndans garði,
hún er komin í hádegisstað
hálfu fyrr en varði.
Gömul vísa í lokin:
Boðar úfinn útsynning
og ei sem ljúfast veður
þegar hann kúfar Þríhyrning
þokuskúfum meður.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af lauki Breiðafjarðar
og Lóndröngum