Morgunblaðið - 18.08.2020, Blaðsíða 32
Ný tónleikaröð, Söngljóðasúpa, hefur göngu sína í nýju
kaffihúsi Norræna hússins, MATR, í kvöld kl. 20 og
verður tónleikagestum boðið upp á súpu fyrir tónleika.
Hrafnhildur Árnadóttir sópran og Ingileif Bryndís Þórs-
dóttir píanóleikari ríða á vaðið og flytja góða súpu af
sönglögum, innlendum sem erlendum. Tónleikaröðin er
unnin í samstarfi við Óperudaga, Norræna húsið og
Sumarborgina Reykjavík.
Söngljóðasúpa í Norræna húsinu
talið eitt besta lið álfunnar. Hafa
ber í huga að skosk lið eins og til
dæmis Aberdeen, Dundee United
og Kilmarnock höfðu staðið sig vel
í Evrópumótum undangengin ár og
voru ekki lakari en bestu ensku
liðin og Jimmy Johnstone hjá Cel-
tic skyggði jafnvel á George Best
hjá Manchester United. Leik-
mennirnir mættu sigurvissir til
Ítalíu, en gerðu sér ekki grein fyr-
ir því að hollenska bylgjan var í
fæðingu. Feyenoord braut ísinn
með 2:1 sigri og síðan hélt Ajax
uppteknum hætti næstu þrjú ár-
in.“
„Sófasérfræðingur“
Jón æfði fótbolta í yngri flokk-
um KR en hætti eftir 3. flokk.
Hann hvarf þó ekki af sviðinu
heldur þvert á móti jók hann jafnt
og þétt viðveruna, hefur fylgst vel
með æfingum og leikjum, meðal
annars verið liðsstjóri 2. flokks,
og iðulega haft mikið til málanna
að leggja. Verið sannur „sófa-
sérfræðingur“. „Ég var misskilinn
fótboltamaður og ekki batnaði það
eftir að ég hætti því enginn hlust-
ar á aðfinnslur mínar!“
Á 100 ára afmælisári Celtic
1988 sá Jón fyrst leik á Celtic
Park og síðan hefur hann farið
reglulega út til að styðja sína
menn. Væri allt með eðlilegum
hætti væri hann núna í Glasgow
vegna leiks Celtic og KR í Evr-
ópukeppni meistaraliða í kvöld, en
eins og aðrir verður hann að láta
sér nægja að fylgjast með lýsingu
frá leiknum í sófanum heima.
„Undanfarna daga hafa margir
spurt mig með hvoru liðinu ég
haldi í leiknum og því er til að
svara að ég er fæddur Vestur-
bæingur með KR-hjarta, sem slær
líka í takt við Celtic.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Ekkert fótboltalið þrífst án stuðn-
ingsmanna og þótt stuðningur
Jóns Ásgeirssonar við skoska fé-
lagið Celtic í um 55 ár hafi ekki
vegið þungt, þegar á heildina er
litið, er hann ánægður með sinn
hlut. „Hann hefur gefið mér mik-
ið,“ segir KR-ingurinn, sem býr í
grennd við Stjörnuna í Garðabæ
og starfar í Þróttarahverfinu í
Reykjavík.
Margir knattspyrnuunnendur
víða um heim eiga sér enskt uppá-
haldslið, en ekki Jón. Engu að síð-
ur hefur hann fylgst náið með
enska boltanum í nær sex áratugi.
„Á unglingsárunum las ég allt
sem ég komst yfir um enska fót-
boltann og byrjaði snemma að
fylgjast með lýsingum og úrslitum
í breska ríkisútvarpinu BBC. Dav-
id Francey gerði skosku knatt-
spyrnunni skil. Hrein unun var að
hlusta á skoskuna hans og lýsing-
arnar voru svo lifandi að það var
eins og maður væri að horfa á út-
sendingu í sjónvarpi eða væri á
vellinum. Þetta var um það leyti
sem Jock Stein tók við Celtic 1965,
um leið hófst dýrðartími félagsins,
löngu áður en peningarnir tóku
völdin í íþróttinni, og ég hef fylgt
félaginu síðan.“
Eftirminnileg lýsing frá 1967
Evrópumeistaratitillinn 1967 er
sá eftirminnilegasti, að mati Jóns.
„Argentínumaðurinn Helenio Her-
rera, „Herra Inter“, sem fullkomn-
aði varnartaktík ítalska liðsins,
mætti ofjörlum sínum í Lissabon.
Inter átti eitt eða tvö skot að
marki en Celtic sótti stanslaust og
átti um 15 skot að marki í 2:1 sigri.
Lýsing Davids Franceys gleymist
ekki, en þetta var fyrsti Evrópu-
meistaratitill skosks liðs.“
Umrætt lið var það besta í sögu
félagsins, að sögn Jóns, og liðið,
sem lék til úrslita á móti
Feyenoord í sömu keppni 1970, var
einnig í fremstu röð. „Þá held ég
að Celtic hafi verið með mun betra
lið en Feyenoord, en drambið varð
því að falli í Mílanó. Í undanúr-
slitum sigraði Celtic Leeds í tví-
gang, en enska meistaraliðið var
Skoska var það heillin
KR-ingurinn Jón Ásgeirsson hefur stutt Celtic í 55 ár
Unnandi enska fótboltans en á þar ekki uppáhaldslið
Morgunblaðið/Eggert
Afslappaður Jón Ásgeirsson fagnar í kvöld, hvernig sem fer. Annaðhvort í
eftirgerð treyju Celtic frá 1967 eða KR-treyju frá því fyrir aldamót.
SÆKTU APPIÐ
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store og Google Play
Sæktu appið frítt
á AppStore
eða Google Play
Hreyfils
appið
Pantaðu
leigubíl
á einfaldan
og þægilegan
hátt
Með Hreyfils appinu er fljótlegt
og einfalt að panta leigubíl.
Þú pantar bíl, færð SMS skilaboð
þegar bíllinn er mættur á staðinn.
Þú getur fylgst með hvar bíllinn er
staddur hverju sinni.
Ef þú ferðast á vegum fyrirtækis
getur þú valið viðskiptareikning
og opnað aðgang.
Hreyfils-appið er ókeypis.
ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 231. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Stjarnan er komin í annað sæti úrvalsdeildar karla í
knattspyrnu eftir 2:1-sigur á FH í Kaplakrika í gærkvöldi
úr seinkuðum leik úr fjórðu umferðinni en sigurmark
leiksins kom í blálokin. Halldór Orri Björnsson skoraði
það og sökkti FH-ingum en hann spilaði einmitt með
Hafnarfjarðarliðinu síðustu þrjú tímabil áður en hann
sneri aftur til uppeldisfélagsins í Garðabænum.
Stjörnumenn eru ósigraðir eftir átta leiki og eru fjórum
stigum á eftir toppliði Vals en eiga tvo leiki til góða. Það
stefnir því í gríðarlega spennandi toppbaráttu. »26
Stjörnumenn nálgast toppinn eftir
sigurmark Halldórs í blálokin
ÍÞRÓTTIR MENNING