Morgunblaðið - 18.08.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.08.2020, Blaðsíða 26
FÓTBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Hlín Eiríksdóttir var hetja Vals þegar liðið mætti KR í 10. umferð úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, á Meist- aravöllum í Vesturbæ í gær. Leiknum lauk með 1:0-sigri Ís- landsmeistaranna en Hlín skoraði sigurmark leiksins með skalla strax á 14. mínútu eftir fyrirgjöf Hall- beru Guðnýjar Gísladóttur. Valskonur hafa skorað 22 mörk í deildinni í sumar eða 2,4 mörk að meðaltali í leik. Síðasta sumar þegar liðið varð Íslandsmeistari skoruðu Valskonur 65 mörk eða 3,6 mörk að meðaltali í leik. Sóknarleikur liðsins hefur verið hikstandi á köflum í sumar en liðið er tveimur stigum á eftir toppliði Breiðabliks sem á leik til góða og hefur ekki tapað stigi í sumar. „Valur hefur oft spilað betur og var sóknarleikur liðsins frekar flatur. Fremstu leikmenn Vals náðu sér ekki sérstaklega vel á strik; Ásdís Karen Halldórsdóttir var klaufi, Ída Marín Her- mannsdóttir sást varla og Elín Metta Jensen spilar oftast betur. Hlín Eiríksdóttir skoraði sig- urmarkið og gerði það vel og sýndi enn og aftur að hún er góð að klára færin, hvort sem það er með löppunum eða höfðinu,“ skrif- aði Jóhann Ingi Hafþórsson m.a í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is.  Ásgerður Stefanía Bald- ursdóttir, leikmaður Vals, var að leika sinn 250. deildarleik í efstu deildum Íslands og Svíþjóðar. Hall- bera Guðný Gísladóttir var að leika sinn 200. deildarleik í efstu deild á Íslandi og Elísa Viðarsdóttir sinn 100. í efstu deild.  Hlín Eiríksdóttir var að skora sitt sjöunda mark í sumar en hún og Sveindís Jane Jónsdóttir, leik- maður Breiðabliks, eru jafnar í 3.-4. sæti yfir markahæstu leik- menn deildarinnar. Komast ekki í fluggírinn  Valskonur minnkuðu forskot Breiðabliks  Fimmta tap KR í deildinni í sumar Morgunblaðið/Eggert Skot Hlín Eiríksdóttir lætur vaða á markið á Meistaravöllum í Vesturbæ. FÓTBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Halldór Orri Björnsson reyndist örlagavaldur Stjörnunnar þegar lið- ið heimsótti FH á Kaplakrikavöll í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, í frestuðum leik sem átti að fara fram í byrjun júlí í 4. umferð deildarinnar. Halldór Orri, sem lék með FH í þrjú ár áður en hann samdi við uppeldisfélag sitt Stjörnuna á nýj- an leik síðasta haust, skoraði sigur- mark leiksins með hælspyrnu í uppbótartíma í 2:1-sigri Garðbæ- inga eftir laglegan undirbúning Hilmars Árna Halldórssonar. Halldór Orri náði sér aldrei al- mennilega á strik í Hafnarfirðinum en hann lék 42 leiki í efstu deild með FH þar sem hann skoraði ein- ungis 3 mörk en hann hefur nú þegar skorað 2 mörk í sjö deild- arleikjum með Stjörnunni í sumar. „Stjarnan varð síðast meistari sumarið 2014 og hefur liðið verið eitt af þeim stóru í íslenskum fót- bolta síðan. Þó hafa Garðbæingar aldrei verið sérlega nálægt því að vinna titilinn aftur, nema kannski 2016 þegar þeir enduðu fjórum stigum á eftir FH-ingum sem kærðu sig reyndar ekki um að vinna nema einn af síðustu fimm leikjum sínum. Formúlan virðist þó kannski vera fundin í Garðabænum,“ skrifaði Kristófer Kristjánsson m.a. í um- fjöllun sinni um leikinn á mbl.is.  Markaskorar Stjörnunnar í leiknum, þeir Hilmar Árni Hall- dórsson og Halldór Orri Björnsson, eru markahæstu leikmenn Stjörn- unnar í efstu deild frá upphafi. Halldór Orri hefur nú skorað 58 mörk og Hilmar Árni 49 mörk.  Þorsteinn Már Ragnarsson, sóknarmaður Stjörnunnar, var að leika sinn 250. deildarleik á ferl- inum. Þorsteinn Már er uppalinn hjá Víkingi úr Ólafsvík en hann hefur leikið með Stjörnunni, KR, Víkingi Ó., Raufoss og Snæfelli á sínum ferli. Formúlan fundin í Garðabænum?  Stjarnan ósigruð í fyrstu átta leikjum tímabilsins  Fyrsta tap FH undir stjórn Eiðs og Loga Morgunblaðið/Eggert Sending Þórir Jóhann Helgason og Alex Þór Hauksson eigast við í Kaplakrika. Ljósmynd/@FCRosengard Jafntefli Glódís Perla Viggósdóttir er lykilmaður í liði Rosengård. Glódís Perla Viggósdóttir og liðs- félagar hennar í sænska knatt- spyrnufélaginu Rosengård misstigu sig á útivelli gegn Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Leikn- um lauk með markalausu jafntefli en Glódís Perla lék allan leikinn með Rosengård líkt og Guðrún Arn- ardóttir, varnarmaður Djurgården. Rosengård, sem á titil að verja, er með 26 stig í öðru sæti deidlarinnar, þremur stigum minna en Göteborg eftir ellefu umferðir. Djurgården er í níunda sætinu með 10 stig. Markalaust í Íslendingaslag AFP Mark Romelu Lukaku fagnaði vel og innilega í Þýskalandi í gær. Sevilla og Inter Mílanó leika til úr- slita í Evrópudeild UEFA í knatt- spyrnu þann 21. ágúst næstkom- andi í Köln. Sevilla lagði Manchester United að velli í undan- úrslitum á sunnudaginn, 2:1, á með- an Inter Mílanó vann 5:0-stórsigur gegn Shakhtar Donetsk í gær. Ekkert lið hefur oftar unnið sig- ur í Evrópudeildinni en Sevilla eða fimm sinnum, síðast árið 2016. Inter hefur unnið keppnina þrisv- ar, líkt og Liverpool, Juventus og Atlético Madrid, síðast árið 1998. Sigursælustu félögin mætast 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2020 Pepsi Max-deild karla FH – Stjarnan........................................... 1:2 Staðan: Valur 10 7 1 2 22:8 22 Stjarnan 8 5 3 0 16:7 18 Breiðablik 10 5 2 3 23:17 17 KR 9 5 2 2 14:9 17 FH 10 5 2 3 18:16 17 Fylkir 10 5 0 5 16:17 15 ÍA 10 4 1 5 24:23 13 Víkingur R. 10 3 4 3 18:17 13 HK 10 3 2 5 18:23 11 KA 9 1 5 3 6:11 8 Grótta 10 1 3 6 10:21 6 Fjölnir 10 0 3 7 9:25 3 Pepsi Max-deild kvenna KR – Valur ................................................ 0:1 Staðan: Breiðablik 8 8 0 0 35:0 24 Valur 9 7 1 1 22:8 22 Fylkir 8 4 3 1 12:11 15 ÍBV 8 4 0 4 11:17 12 Þór/KA 8 3 2 3 14:14 11 Selfoss 8 3 1 4 10:9 10 Stjarnan 9 2 2 5 15:22 8 Þróttur R. 9 1 4 4 14:22 7 KR 8 2 1 5 9:18 7 FH 9 1 0 8 3:24 3 3. deild karla Reynir S. – KV.......................................... 5:2 Vængir Júpíters – Ægir .......................... 0:1 Elliði – Álftanes ........................................ 1:5 Staðan: Reynir S. 10 8 2 0 32:14 26 KV 9 6 0 3 25:15 18 Tindastóll 9 4 4 1 19:16 16 Sindri 10 4 2 4 18:24 14 KFG 9 4 1 4 20:18 13 Augnablik 9 3 4 2 19:17 13 Ægir 9 4 1 4 14:16 13 Einherji 10 3 1 6 16:23 10 Vængir Júpiters 9 2 3 4 9:14 9 Höttur/Huginn 9 2 2 5 13:17 8 Álftanes 10 2 2 6 15:20 8 Elliði 9 2 2 5 15:21 8 Lengjudeild kvenna Fjölnir – Grótta ........................................ 0:2 ÍA – Víkingur R. ....................................... 1:1 Augnablik – Haukar................................. 0:3 Staðan: Keflavík 8 6 2 0 25:5 20 Tindastóll 8 6 1 1 20:4 19 Grótta 8 5 2 1 10:5 17 Haukar 8 4 2 2 13:8 14 Afturelding 8 2 3 3 10:12 9 ÍA 8 1 5 2 13:12 8 Víkingur R. 8 2 2 4 11:16 8 Augnablik 7 2 2 3 9:15 8 Fjölnir 8 1 1 6 4:19 4 Völsungur 7 0 0 7 3:22 0 2. deild kvenna Hamar – HK ............................................. 1:0 Staðan: HK 7 7 0 0 32:1 21 Hamrarnir 8 4 2 2 14:11 14 Grindavík 7 4 1 2 18:7 13 Fjarð/Hött/Leikn. 7 4 1 2 17:16 13 ÍR 8 2 3 3 18:19 9 Álftanes 5 3 0 2 8:15 9 Sindri 8 2 0 6 11:20 6 Hamar 6 1 1 4 10:20 4 Fram 8 0 2 6 12:31 2 Svíþjóð Gautaborg - Norrköping ........................ 1:3  Ísak B. Jóhannesson lék fyrstu 82 mín- úturnar fyrir Norrköping. Häcken - Varberg.................................... 2:1  Oskar Tor Sverrisson var ekki í leik- mannahópi Häcken. Djurgården - Rosengård ........................ 0:0  Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn fyr- ir Djurgården. Guðbjörg Gunnarsdóttir er í barnsburðarleyfi.  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn fyrir Rosengård. Noregur Start - Vålerenga..................................... 0:0  Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í leikmannahópi Start. Jóhannes Harðarson þjálfar liðið.  Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn fyrir Vålerenga. B-deild: Lillestrøm - Raufoss ................................ 2:2  Björn Bergmann Sigurðarson og Arnór Smárason voru ekki í leikmannahópi Lil- lestrøm. Jerv - Tromsø........................................... 1:0  Adam Örn Arnarson kom inn sem vara- maður hjá Tromsö á 82. mínútu. KNATTSPYRNA Úrslitakeppni NBA Denver – Utah.......................... (frl.) 135:125  Staðan er 1:0-fyrir Denver. Toronto– Brooklyn........................... 134:110  Staðan er 1:0-fyrir Toronto. KÖRFUBOLTI Knattspyrna Mjólkurbikar karla, 16-liða úrslit: Origo-völlurinn: Valur - ÍA...19.15 2. deild karla: Garður: Víðir - KF......................................18 Breiðholt: ÍR - Fjarðabyggð .....................18 Í KVÖLD! FH – Stjarnan 1:2 0:1 Hilmar Árni Halldórsson 68. 1:1 Steven Lennon 90. 1:2 Halldór Orri Björnsson 90. MM Hilmar Árni Halldórsson (Stjörn- unni) M Björn Daníel Sverrisson (FH) Steven Lennon (FH) Þórir Jóhann Helgason (FH) Alex Þór Hauksson (Stjörnunni) Daníel Laxdal (Stjörnunni) Emil Atlason (Stjörnunni) Halldór Orri Björnsson (Stjörn- unni) Rautt spjald: Guðmundur Krist- jánsson (FH) 70. Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarins- son – 7.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti. KR – Valur 0:1 0:1 Hlín Eiríksdóttir 14. M Ingibjörg Valgeirsdóttir (KR) Ingunn Haraldsdóttir (KR) Lára Kristín Pedersen (KR) Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (KR) Angela Beard (KR) Guðný Árnadóttir (Val) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Val) Hallbera Guðný Gísladóttir (Val) Hlín Eiríksdóttir (Val) Lillý Rut Hlynsdóttir (Val) Ásgerður S. Baldursdóttir (Val) Dómari: Jóhann Atli Hafliðason – 7.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.