Morgunblaðið - 18.08.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.08.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2020 Eitthvert ykkar kann að muna eftir því að svolítið var rætt um skerðingar á launum þegar „hlutabótaleiðin“ var virkjuð. Meðal ann- ars skrifaði ég grein í Mbl. og furðaði mig á því að í lögin um hluta- bótaleiðina nr. 23/2020 var laumað inn ákvæði um að ef launamaður væri með greiðslur úr lífeyrissjóði, eða aðrar greiðslur sem meta má sem tekjur, þá ætti að skerða launin sem því næmi samkvæmt reglum um atvinnuleysisbætur. Þegar hlutabótaleiðin var kynnt til sögunnar var ekki minnst á það að þeir launþeg- ar sem eldri væru myndu bara fá hluta af launum sínum greidd fyrir mars, apríl og maí. Þetta var kynnt sem aðferð ríkisstjórnarinnar til þess að ráðningarsamband héldist við starfsmenn fyrirtækja í stað þess að segja þeim upp vegna heimsfaraldurs- ins sem skall á. Ég og fjöldi annarra launþega gerðum um þetta samning við fyrirtækin og leist vel á. Svo kom skellurinn þegar Vinnumálastofnun reiknaði hlut ríkisins (algeng skipting 25/75) en þá voru launin mín skert samkvæmt reglum um atvinnuleysis- bætur vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Enginn minntist á að þetta óréttlæti yrði viðhaft. Svo sneri ríkið blaðinu við og hvatti fyrirtækin til þess að segja öllum upp og fá 85% styrk frá ríkinu á móti launagreiðslum í uppsagn- arfresti. Skipti sem sagt um hest í miðri á. Ég og eflaust fleiri litum svo á að við værum að fá launin okkar að 75% hluta frá Vinnumálastofnun en reyndin varð innan við 50%. Ég fékk þá tilfinningu, að þegar eldra fólk á í hlut, sé það orðið svo inn- byggt í kerfið og huga þeirra sem um það véla, að það sé nánast orðið lögmál að skerða allar greiðslur svo fátæktar- helsið haldi nú örugglega. En af hverju er ég að stíla þetta er- indi á alþingismenn og væntanlega frambjóðendur? Jú, öll lög og reglu- gerðir eru á ykkar ábyrgð. Þið og ráð- herrar setjið leikreglurnar sem farið er eftir. Það er ekki við stofnanir eða starfsmenn þeirra að sakast. Eftir þá meðferð sem við þessi eldri fengum í hlutabótaleiðinni finnst mér tilefni komið til þess að taka þetta samtal upp við ykkur. Ég skrifaði orðsend- ingu til þingmanna Suð- urkjördæmis því ég bý í því kjördæmi og spurði nokkurra spurninga. Tveir þingmenn létu mig vita að erindið hefði bor- ist til þeirra og þakka ég fyrir það. En frá flestum fékk ég engin viðbrögð enda málið sjálfsagt lít- ilsvert í þeirra augum. Bara eldri borgari að kvabba. En þetta kenndi mér það, að nú er rétt að brýna kutana og ræða við ykkur og sérstaklega þau ykkar sem hyggja á framboð að nýju á árinu 2021. Þessi fátæktarfangelsi sem þið búið eldri borgurum þessa lands er ekki hægt að líða lengur. Ég mun styðja baráttu 60+ fólks fyrir leiðrétt- ingum og hvet alla á því æviskeiði til þess að gera slíkt hið sama. Óljós lof- orð sem hægt er að túlka út og suður og svíkja að vild eftir kosningar, verða ekki tekin gild. Við höfum séð nóg af sviknum loforðum sem gefin hafa ver- ið í aðdraganda kosninga Krafan er að ellilífeyrir verði það hár að hann dugi til eðlilegrar fram- færslu. Engar skerðingar verði vegna annarra tekna. Það er ekki sjálfgefið að hækkandi aldri fylgi skert geta til framfærslu vegna skerðinga á ellilíf- eyri frá Tryggingastofnun. Þið alþingismenn og væntanlegir frambjóðendur hafið tækifærið nú og á næstu mánuðum til þess að reka af ykkur slyðruorðið og taka af öll tví- mæli um að við svo búið verði ekki un- að. Það er kominn tími til þess að eldra fólk taki höndum saman og knýi á um umbætur. Að halda fólki í fátæktargildru og helsi af því tagi er ólíðandi og á ekki að þekkjast í vel- ferðarríki sem Ísland vill vera. Að venja sig af því að telja sjálfsagt að skerða greiðslur til eldra fólks er lík- lega svipað og að hætta að reykja. Best er að taka skrefið hiklaust og strax. Skerðingar, skerð- inganna vegna? Eftir Guðmund Inga Gunnlaugsson Guðmundur Ingi Gunnlaugsson » Orðsending til al- þingismanna og þeirra sem hyggja á framboð til Alþingis 2021. Höfundur er í hópi fólks sem er 60+ og var á hlutabótum vegna Covid-19. gig@rang.is Ég hafði ætlað mér að láta gott heita eftir tvær greinar sem ég skrifaði í Morg- unblaðið um endalok geirfuglsins og meinta aðkomu langafa míns, Ketils Ketilssonar, út- vegsbónda á Suður- nesjum, að þeim enda- lokum. Tilefnið var umfjöllun Andra Snæs Magnasonar, rithöfundar, um þetta efni í bók hans, „Um tímann og vatnið“. Fyrri grein mín, „Ég vil vera Ketill“, var söguleg upprifjun málsins þar sem ranghermi var leiðrétt með vísan í frumheimildir. Síðari greinina skrifaði ég eftir að í ljós kom að Andri Snær hafði haft ábendingar mínar að engu. Það kom í ljós þegar bók hans var endurútgefin, að þessu sinni á ensku. Hins vegar skrifaði hann eins konar málsvörn í Morgunblaðið hinn 15. ágúst og skal honum þakk- að fyrir að vilja ræða efnið þótt ekki sé ég sáttur við efnistökin fremur en fyrri dag- inn. Því fer fjarri. Langar mig því enn að leggja fáein orð í belg. Andri Snær furðar sig á því að til staðar skuli vera núlifandi fólk sem „teldi sig vera aðila“ að máli manns sem fæddist fyrir næstum 200 ár- um. Þetta þótti mér sérkennilegt í ljósi þess að bók hans „Um tímann og vatnið“ fjallar einmitt um það hve nærri kynslóðirnar standi hver annarri í tímanum og að við þurf- um að skilja ábyrgð okkar og hve mikilvægt það sé að við lærum af fyrri tíðar mönnum og miðlum síð- an áfram til okkar niðja. Þannig skildi ég það alla vega þegar Andri Snær segir frá því í bók sinni hvernig hann vildi færa dóttur sinni heim sanninn um hve stutt væri á milli gamals og nýs svo hún kæmi auga á samfelluna í lífi kynslóðanna. Hann hefði fengið dóttur sína til þess að reikna út með tilvísan í fæðingarár lang- ömmu sinnar og síðan hugs- anlegrar langömmudóttur dótt- urinnar, árafjöldann sem minni og reynsla þeirra langmæðgna kæmi til með að spanna þegar þær legðu saman. Það væru 262 ár. Svo vill til að það er rúmlega árafjöldinn sem liðinn er frá fæð- ingarári langafa míns, umrædds Ketils Ketilssonar, sem með reglu- legu millibili hefur verið borinn þeirri sök að vera valdur að því að reka smiðshöggið á útrýmingu fuglastofns og er nú á góðri leið með að verða vítið til varnaðar ekki bara hér á landi heldur í öllum hin- um enskumælandi heimi! Fyrir alla muni gætum okkar, segir Andri Snær, og heggur í sama kné- runn og áður, ef við ekki hverfum frá villu okkar vegar verður orð- spor okkar sveipað skömm: „Our existence will be shrouded in shame. Our entire story will likely be heavy with meaning because of the consequences. We knew what was happening. We were all Ket- ill.“ Andri Snær segir í Morg- unblaðsmálsvörn sinni að fráleitt sé að taka þetta persónulega fyrir hönd Ketils Ketilssonar, því í reynd sé þetta dæmisaga og sem höfundur sé hann að snúa „spegl- inum“ að sjálfum sér og sam- tímamönnum sínum, því við öll „er- um Ketill en í stærra og alvarlegra samhengi“. Síðan vísar hann í fullyrðingar sem í ljós hefur komið að eru rang- ar og stangast á við afdrátt- arlausar heimildir frá þeim tíma sem þeir atburðir áttu sér stað sem vísað er til. Allt þetta hef ég rakið lið fyrir lið en því miður virðist það koma fyrir ekki. Um einstök atriði vísa ég til fyrri greinar minnar. Í mínum huga snýst þetta um hið fornkveðna, að hafa það sem sann- ara reynist. Umhverfisváin, megin- viðfangsefni Andra Snæs, er graf- alvarleg og viðbrögð við henni bráðanauðsyn. Tvennt þarf þar að koma til. Í fyrsta lagi vitundar- vakning í samfélögum stórum og smáum. Hitt er þekking og fræðsla. Auðvitað er þetta tvennt nátengt enda magnast nú umræða um allar álfur um hvað sé rétt og hvað sé rangt hvað varðar aðkomu mannsins að lífríkinu. Í þessari umræðu þurfa menn að vanda sig, fara rétt með stað- reyndir og leiðrétta rangfærslur hafi þeim orðið á. Það gengur ekki að nota sem dæmisögu ósannindi um nafngreinda menn og halda þeim síðan til streitu þegar bent er á rangfærslurnar. Rangfærslur eru rangfærslur hversu gamlar sem þær verða og eiga fyrir vikið aldrei erindi í um- ræðu sem á að byggja á því sem satt er og rétt – og kannski sann- gjarnt líka. Eftir Ólaf Bjarna Andrésson » Andri Snær furðar sig á því að til staðar skuli vera núlifandi fólk sem „teldi sig vera að- ila“ að máli manns sem fæddist fyrir næstum 200 árum. Ólafur Bjarni Andrésson Höfundur er afkomandi Ketils Ketilssonar. Enn vil ég vera Ketill Ég er enginn sér- fræðingur í Njálu en þó fæddur og uppal- inn á Njáluslóð og hef þar af leiðandi leitt hugann að ýmsu því sem deilt hefur verið um af seinni tíma sér- fræðingum. Þar er eitt atriði sem sér- fræðingar hafa deilt um, það hvort Skarp- héðinn hafi getað rennt sér fót- skriðu yfir Markarfljót. Hafa menn deilt nokkuð hart um þetta en ég undirritaður lít svo á að ekki sé nokkur vafi á því að þetta muni hafa verið rétt eins og Njála grein- ir frá. Menn í nútímanum skoða fljótið og álíta að það muni ómögu- lega geta staðist og auðvitað stenst það engan veginn eins og fljótið rennur í dag, en menn gleyma því gjarnan að á dögum Skarphéðins var ekki búið að setja Markar- fljótið í einn farveg eins og gert hefur ver- ið í dag. Þá rann fljótið vítt og breitt um Landeyjarnar í smáum sprænum hingað og þangað og út um allt og því einfalt að renna sér yfir slíkt. Auðvitað hefði Skarphéðinn ekki getað rennt sér fótskriðu yfir fljót- ið eins og það er á okkar dögum. Það væri líklega erfitt fyrir okkur nútímamenn að gera slíkt en á hans dögum voru ekki til jarðýtur eða stórvirkar vinnuvélar og því ekki hægt að koma fljótinu á þann stað sem það rennur núna. Það var því mjög auðvelt fyrir hann að renna sér við þær aðstæður sem þá ríktu. Menn geta deilt um þessi atriði en svona lítur málið út frá mínum sjónarhóli. Eftir Hjálmar Magnússon Hjálmar Magnússon »Menn hafa deilt nokkuð hart um það hvort Skarphéðinn hafi getað rennt sér fót- skriðu yfir Markarfljót. Höfundur er fv. framkvæmdastjóri. Fótskriða yfir Markarfljót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.