Morgunblaðið - 18.08.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.08.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2020 50 ára Bensi er fæddur og uppalinn í Bolungarvík en býr í Reykjavík. Hann lærði rafeindavirkjun í Iðn- skólanum í Reykjavík. Frá útskrift hefur hann unnið í tölvugeiranum og vinnur í dag hjá Sensa. Maki: Hólmfríður Bjargey Hannesdóttir, f. 1973, aðstoðarleikskólastjóri í Ártúns- skóla. Börn: Elva Björk Benediktsdóttir, f. 1996, nemi í háskólanum í Lundi, og Egill Hrafn Benediktsson f. 1998, nemi í HÍ. Foreldrar: Egill Hrafn Benediktsson, f. 1947 og Þórlaug Guðfinna Þorleifs- dóttir, f. 1948. Benedikt Gabríel Egilsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þetta er góður tími til að endur- meta sambönd þín við vini þína. Að öllum líkindum ertu ekki alveg með á nótunum í dag. Njóttu þessa því ekkert varir að eilífu. 20. apríl - 20. maí  Naut Á leið þinni að markmiði, færðu á til- finninguna að þú sért að missa af stuðinu. Talaðu við vini þína og segðu þeim frá fram- tíðaráformum þínum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur tök á að fegra heimili þitt með nýjum hlutum. Njóttu lista, hlustaðu á ljóð, þú átt eftir að skilja það sem þú heyrir betur en nokkru sinni fyrr. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú er ekki rétti tíminn til þess að skipta einhverri eign til helminga. Nýttu stressið og stjórnaðu því, og þú munt slá í gegn. Leitaðu hana uppi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sýndu börnum þolinmæði í dag og hugaðu vandlega að öryggi þeirra. Láttu það ganga fyrir öðru til að byrja með. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er ekki alltaf rétta ráðið að grípa inn í líf annarra þótt aðstæður séu til þess. Aðrir hlusta á þig og þú skalt nýta það til að reyna að hafa bætandi áhrif á samfélag þitt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Truflanir eru líklegar í vinnunni í dag. Njóttu þess að vera með vinum þínum og fjölskyldu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Taktu ekki allt bókstaflega sem þú heyrir heldur sannreyndu það sjálfur. Að gera það sama aftur og aftur leiðir aug- ljóslega til sömu niðurstöðu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú verður ekki lengur undan því komist að hrinda í framkvæmd áætlun sem hefur verið í startholunum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Efasemdir um sjálfa(n) þig og lísviðhorf þitt valda þér hugarangri. Gerðu nú eitthvað fyrir sjálfan þig og heilsu þína svo þú getir sinnt starfinu ótrauður á nýjan leik. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það getur stundum tekið á að velja milli þess sem rétt er og rangt. Ein- hver ágreiningur gæti komið upp varðandi heimilisþrifin og þá er að komast að sam- komulagi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vertu ekki að sífra það, þótt störf þín hljóti ekki stöðugt lof annarra. Og ekki hætta fyrr en listinn er tæmdur. ánsson, f. 4.8. 1947, fyrrverandi flugstjóri, búsettur í Neskaupstað. Börn hans eru Hörður Steinar Sig- urjónsson, f. 8.10. 1975, viðskipta- fræðingur; Christine Stefansson Hann hefur til þessa verið við ágæta heilsu og býr enn heima. Fjölskylda Eiginkona Stefáns var Guðrún Sigurjónsdóttir, f. 30.5. 1925, d. 19.12. 2013, skrifstofustarfsmaður í Neskaupstað. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurjón Jónsson, f. 3.9. 1901, d. 29.3. 1984, múrara- meistari í Hafnarfirði, og Vilborg Pálsdóttir, f. 1.9. 1907, d. 31.10. 1999, húsfreyja. Börn Stefáns og Guðrúnar eru 1) Elínbjörg Stefánsdóttir, f. 23.10. 1945, fyrrverandi móttökuritari sjúkrahússins í Neskaupstað, bú- sett í Neskaupstað. Eiginmaður: Þórarinn Smári Steingrímsson prentari. Dætur þeirra eru Guðrún Smáradóttir, f. 27.7. 1966, dans- kennari, og Vilhelmína Sigríður Smáradóttir, f. 11.7. 1974, grunn- skólakennari. Börn Guðrúnar eru Eyrún Björg Guðmundsdóttir, f. 30.7. 1995 og María Bóel Guð- mundsdóttir, f. 8.7. 2001. Börn Vil- helmínu eru tvíburarnir Elmar Örn Svanbergsson og Ólafía Ósk Svanbergsdóttir, f. 2.1. 2003. Barn Eyrúnar er Eyleifur Oddi Björns- son, f. 6.7. 2020; 2) Sigurjón Stef- S tefán Þorleifsson er fæddur 18. ágúst 1916 í Naustahvammi í Norð- firði og ólst þar upp. Frá 8 ára aldri til 14 ára aldurs var hann í Sandvík sem léttastrákur, bæði við barnfóstru- störf, við sveitastörf og einnig sjó- sókn á árabátum. Stefán fór í barnaskóla 10 ára og síðar í unglingaskóla 14-15 ára. Hann fór þá að vinna til þess afla ð tekna svo hann gæti farið í frekara nám. Vann hann við sjávarútveg, bæði í landi og á sjó. Fór hann á vertíðir m.a. á Hornafjörð og í Sandgerði. Árið 1937 hóf hann nám í Héraðsskólanum á Laugar- vatni og var þar tvo vetur. Árið 1940 hóf hann nám í Íþróttakenn- araskólanum á Laugarvatni og lauk þaðan íþróttakennaraprófi. Að loknu námi hóf Stefán að kenna íþróttir við Gagnfræðaskól- ann á Norðfirði og var líka þjálfari hjá íþróttafélaginu Þrótti. Árið 1942 var hann ráðinn fram- kvæmdastjóri við byggingu sund- laugar Norðfjarðar og umsjón- armaður hennar þegar hún var opnuð 8. ágúst 1943. Áfram hélt hann að þjálfa bæði knattleiki og frjálsar íþróttir og skíði hjá íþróttafélaginu Þrótti. Árið 1956 var Stefán ráðinn framkvæmda- stjóri sjúkrahússins í Neskaupstað og ráðsmaður þess og gegndi hann því starfi til 70 ára aldurs er hann lét af störfum. Samhliða forstöðumannsstarfinu kenndi Stefán sund af og til og eft- ir að hann lét af störfum sem for- stöðumaður kenndi hann leikfimi eldri borgara hjá félagi eldri borg- ara á Norðfirði til 92 ára aldurs. Hann skrifaði bókina Heilbrigðis- þjónusta á Norðfirði 1913-1990 sem gefin var út árið 1993. Stefán hefur alltaf verið virkur í félagsstörfum, í íþróttafélaginu Þrótti, í Leikfélagi Norðfjarðar, í rótarýklúbbi Norðfjarðar, í Golf- klúbbi Norðfjarðar, í félagi eldri borgara Neskaupstað. Stefán hef- ur verið heiðraður af hinum ýmsu félögum og einnig hlaut hann Fálkaorðuna. Helstu áhugamál hafa alltaf verið íþróttir og leiklist. Pfeiff, f. 21.8. 1984, einkaþjálfari; Karina Stefansson Pfeiff, f. 12.7. 1986, skrifstofumaður. Börn Harð- ar eru Sóley Birta Harðardóttir, f. 10.3. 1999, Ásdís Guðfinna Harð- ardóttir, f. 12.9. 2006 og Hrafnhild- ur Sara Harðardóttir, f. 5.1. 2012. Börn Christine eru Ava Kagelmac- her Stefansson, f. 10.5. 2014 og Amélie Kagelmacher Stefansson, f. 23.5. 2018; 3) Þorleifur Stefánsson, f. 4.9. 1955, sjúkraþjálfari, búsett- ur á Akureyri. Eiginkona: Helga Kristín Magnúsdóttir, f. 29.5. 1957, svæfingalæknir. Dóttir Helgu er Selma Aradóttir, f. 14.3. 1974. Son- ur Þorleifs og Helgu er Stefán Grétar Þorleifsson, f. 12.2. 1987, verkfræðingur. Synir Stefáns eru Bastían Ravn Stefánsson, f. 18.9. 2015 og Júlíus Ravn Stefánsson, f. 12.7. 2017, dætur Selmu: Margrét Tinna G. Petersson, f. 9.5. 1991, d. 16.10. 2012, og Saga Marie Pet- ersson, f. 24.7. 2001; 4) Vilborg Stefánsdóttir, f. 27.4. 1961, sjúkra- þjálfari, búsett í Neskaupstað. Eiginmaður: Stefán Már Guð- mundsson, f. 18.7. 1961, d. 13.3. 2017, framhaldsskólakennari. Son- ur Vilborgar er Sævar Steinn Friðriksson, f. 18.6. 1997. Dóttir Stefán Þorleifsson, fyrrv. forstjóri Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað – 104 ára Elstur núlifandi karlmanna Íþróttamaður Stefán á göngu síðastliðið vor. Kylfingur Stefán níræður á fyrsta Stefánsmótinu, en það er haldið árlega honum til heiðurs í Neskaupstað. Hjónin Guðrún og Stefán um 1950. Svavar Egilsson og Berglind Ólafsdóttir, til heimilis að Kvistalandi 6, eiga 25 ára brúðkaupsafmæli í dag. Þau gengu í hjónaband í Wayfarer Chapel í borginni Rancho Palos Verdes í Kaliforníu 18. ágúst 1995. Árnað heilla Silfurbrúðkaup 50 ára Leifur ólst upp á Patreksfirði til 14 ára aldurs er hann flutti til Reykja- víkur. Hann er kristniboði að mennt, lærði í Nor- egi og Bandaríkj- unum. Hann starfað fyrst í Keníu en er nú starfandi í Japan. Maki: Katsuko Sigurðsson f. 1977, menntuð í dönskum bókmenntum frá Háskólanum í Osaka. Börn: Hannes, f. 2005, Lilja, f. 2009 og Elín, f. 2015. Foreldrar: Fjóla Guðleifsdóttir, f. 1944, hjúkrunarfræðingur, og Sigurður G. Jónsson, f. 1940, d. 2008, lyfja- fræðingur. Leifur Sigurðsson Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.