Morgunblaðið - 18.08.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.08.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2020 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666      Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Meirihluti farþega Icelandair hefur óskað eftir breytingum á flugáætlun eða inneign hjá félaginu við niður- fellingu flugs. Félagið hefur í heild- ina endurgreitt rúmlega 104.000 bókanir frá öllum markaðssvæðum frá því að heimsfaraldur kórónu- veiru skall á. Á þessari stundu eru um 31.000 beiðnir útistandandi að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Ásdís segir að til að setja þetta í samhengi hafi millilandaflug verið í lágmarki í alllangan tíma vegna faraldursins og niðurfellingar á flugi hafi haft áhrif á hundruð þúsunda farþega Icelanda- ir. Eðli málsins samkvæmt sé því um gríðarlegan fjölda mála að ræða sem þurfi að vinna úr fyrir viðskiptavini, auk þess sem meirihluti starfsmanna Icelandair var í hlutastarfi um tíma. Þess vegna hafi endurgreiðslur tekið mun lengri tíma en undir venjuleg- um kringumstæðum. „Það er mark- mið okkar að leysa úr þessum málum gagnvart viðskiptavinum okkar eins fljótt og auðið er og við höfum til að mynda innleitt tæknilausn til að ein- falda endurgreiðsluferlið og auka af- kastagetu,“ segir Ásdís. Morgun- blaðið greindi frá því 11. júlí síðastliðinn að um 71.000 bókanir Icelandair hefðu verið endurgreidd- ar frá því um miðjan mars. Þá voru um 41.500 útistandandi endur- greiðslubeiðnir. Þá kom fram í árs- hlutauppgjöri Icelandair sem birt var í lok júlí að félagið hefði gefið út inneignarnótur fyrir 9,1 milljarð króna á fyrri hluta þessa árs. 31 þúsund útistandandi endurgreiðslubeiðnir  Icelandair hefur endurgreitt rúmlega 104 þúsund bókanir Morgunblaðið/Árni Sæberg Flug Icelandair hefur endurgreitt um 104 þúsund bókanir frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Jóhann Ólafsson Tvö kórónuveirusmit greindust hjá sýkla- og veirufræðideild Landspít- alans á sunnudag og eru 166 með virk smit. Níu sýni sem tekin voru við landamærin reyndust jákvæð fyrir kórónuveirunni, en niðurstöðu mótefnamælingar vegna þeirra er enn beðið, auk niðurstöðu úr tveimur jákvæðum sýnum sem greindust við landamærin á laugardag, alls ellefu talsins. Heildarfjöldi sýna við landa- mærin er orðinn 101.129 frá því landamæraskimun hófst 15. júní og hafa virk smit verið 57, en óvirk 106. Viðbúið er að álag vegna landamæraskimunar muni aukast talsvert á morgun, en nýjar reglur um tvöfalda sýnatöku og sóttkví fyr- ir alla þá sem koma til landsins taka gildi á miðnætti. Álag hefur farið vaxandi undanfarna daga og hefur fjöldi sýna farið yfir 3.000 á sólar- hring og má búast við að þeim fjölgi enn frekar þegar farþegum frá lönd- um sem áður höfðu verið tekin af lista yfir áhættusvæði verður einnig gert að undirgangast sýnatöku, auk þess sem allir farþegar þurfa nú að fara tvisvar í sýnatöku. Páll Þór- hallsson, verkefnastjóri forsætis- ráðuneytisins, er þó bjartsýnn á að verkefnið gangi upp með samstarfi sýkla- og veirufræðideildar og Ís- lenskrar erfðagreiningar. Vanti fleiri stór hótel Um hundrað gististaðir um land allt hafa skráð sig reiðubúna að taka við ferðafólki í sóttkví. Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður Ferðamála- stofu, sem heldur utan um skrán- inguna, segir hana hafa tekið við sér, en á vef Ferðamálastofu má finna leiðbeiningar fyrir gististaði sem þjónustað geti gesti í sóttkví. Þar er m.a. kveðið á um að herbergi sem séu ætluð gestum í sóttkví þurfi að vera í sér álmu, á hæðum þar sem aðrir gestir dvelja ekki eða stakstæð gestahús. „Reyndar hefur það komið okkur á óvart, að enn sem komið er er minna af þessum stóru hótelum [sem hafa skráð sig] og það mætti hvetja þau til að taka við sér. Það myndi hjálpa,“ segir Elías í samtali við Morgunblaðið. Gististaðirnir sem hafa skráð sig eru vítt og breitt um landið, en Elías segir að horfið hafi verið frá því að einskorða skráninguna við suðvesturhornið og Austurland. „Það er alveg tilgreint í tilmælunum frá landlækni að fólki er frjálst að keyra frá flugvellinum eða Seyðis- firði og að gististaðnum, þó svo farið sé milli sveitarfélaga. Síðan er ætlast til þess að fólk sé ekki að þvælast, þótt það geti farið út að ganga og í bíltúr, að það sé þá ekki að fara lengri leiðir.“ Ferðamálastofa hefur sent á alla gististaði og raunar alla ferðaþjón- ustuaðila um land allt og beint því til þeirra að senda viðskiptavinum sín- um tilmælin frá landlækni. Það sé áhrifaríkasta aðferðin til þess að ná til allra sem hingað koma, svo þeir hafi öll tilmæli á hreinu við komuna hingað til lands. Tryggi 5 daga birgðir og að- gengi að upplýsingum Það sem gestir mega gera í sóttkví, samkvæmt leiðbeiningum frá Ferðamálastofu, er að fara út í göngutúr, þó með því skilyrði að halda tveggja metra reglu og mega þeir ekki staldra við á sameiginleg- um svæðum gististaðarins. Hafi gestir bíl til umráða mega þeir fara í ökuferð, en ekki fara í skoðunarferð- ir á fjölmennum ferðamannastöðum eða nota almenningssalerni, en með- al þeirra skilyrða, sem gististöðum sem þjónustað geta fólk í sóttkví eru sett, er að gestir hafi sér baðher- bergi og salerni. Þá þarf að tryggja að nægar birgðir séu af handklæð- um, salernispappír og sápu til fimm daga, enda má starfsfólk ekki fara inn á herbergin meðan á sóttkví stendur. Öll þjónusta fer fram við herbergisdyr og þurfa upplýsingar um sóttkví og COVID-19, sem og upplýsingar um þjónustu, að vera aðgengilegar gestum inni á her- bergjum þeirra. Þá skulu gististaðir vera reiðubúnir að liðsinna gestum sínum við að panta tíma í síðari skimun á næstu heilsugæslustöð, og leiðbeina þeim varðandi staðsetn- ingu og hvernig best sé að komast þangað. Þá er ítrekað að gestir séu ábyrgir fyrir allri þjónustu sem veitt er og eru gististaðir ekki ábyrgir fyrir hegðun gesta. Leiki grunur á að gestur sé að brjóta sóttvarnareglur skuli hafa samband við lögreglu. Ljósmynd/Lögreglan Íhugul Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Páll Þórhallsson frá forsætisráðuneytinu og Ólöf Snæhólm Baldursdóttir frá Veitum. Nýr veruleiki ferðalanga  Tvöföld sýnataka og sóttkví fyrir alla frá miðnætti  Hundrað gististaðir vilja taka við gestum í sóttkví  Mega aka á gististað hvar á landinu sem er Innanlands Landamæraskimun: Virk smit Með mótefni Beðið eftir mótefnamælingu Kórónuveirusmit á Íslandi Fjöldi jákvæðra sýna frá 15. júní til 16. ágúst 528 einstaklingar eru í sóttkví 2.014 staðfest smit 116 er með virkt smit Heimild: covid.is Nýgengi smita innanlands: 18,0 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 1 einstaklingur er á sjúkrahúsi, enginn á gjörgæslu júní júlí ágúst 183.283 sýni hafa verið tekin Þar af í landamæraskimun 101.129 sýni 20 15 10 5 0 „Við höldum í raun bara áfram í sama gír og við höfum verið. Maður verður bara að sjá hvernig þetta þróast,“ segir Guðni Sigurðs- son, talsmaður Isavia. Vísar hann í máli sínu til hertra aðgerða á landa- mærunum. Frá og með morgundeg- inum, 19. ágúst, verður farþegum sem hingað koma til lands gert að undirgangast tvær sýnatökur. Á milli sýnataka þurfa umræddir far- þegar að sæta fjögurra til sex daga sóttkví. Að sögn Guðna hefur fram- angreind reglubreyting ekki haft áhrif enn sem komið er. Ekki sé þó hægt að útiloka að hægja taki á straumi ferðafólks þegar fyrir- komulagið tekur gildi. „Þetta er væntanlega eitthvað sem kemur fram þegar líður á. Þetta er ekki eitthvað sem við finnum daginn eftir að það er tilkynnt,“ segir Guðni og bætir við að Isavia haldi áfram að sinna sínu hlutverki. „Flugstöðin er náttúrlega bara aðstaða sem Isavia skaffar til skimunar. Við munum sjá hvernig málin þróast á næstu dög- um.“ Alls er gert ráð fyrir því að 20 flugvélar lendi á Keflavíkurflugvelli í dag. Einungis einni ferð hefur verið aflýst. Þá eru 19 flugferðir á áætlun á morgun, en nú þegar hefur þremur verið aflýst. aronthordur@mbl.is 19 ferðir á áætlun á morgun Guðni Sigurðsson  Nýtt fyrirkomulag enn ekki haft áhrif Íbúar í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og í Norðlingaholti í Reykjavík þurfa ekki að örvænta þótt heitavatnslaust verði hjá þeim í um 30 klukkustundir fram á mið- vikudagsmorgun, sagði Ólöf Snæ- hólm Baldursdóttir, upplýsinga- fulltrúi Veitna á upplýsingafundi almannavarna í gær, því kór- ónuveiran deyr með sápunni hvort sem notast er við kalt eða heitt vatn við handþvott. Sápan virki jafn vel með kalda vatninu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.