Morgunblaðið - 24.08.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 24.08.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Unnið er að klæðningu um fjögurra kílómetra kafla af Dettifossvegi við Ásbyrgi. Til verksins er vatn sótt í Jökulsá á Fjöllum, þar sem ekkert annað vatn er að hafa á þessum slóðum. Vatnið er notað til að rykbinda mölina undir klæðn- inguna, en hún þarf að vera rök þegar vegurinn er klæddur. Við verklok verða aðeins eftir fimm kílómetrar óklæddir á Dettifossvegi, að sögn Guðmundar Hjálmarssonar verktaka. Klæða fjögurra kílómetra kafla Dettifossvegar Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Rykbinda mölina með vatni úr Jökulsá á Fjöllum Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is „Við ætlum ekki að taka þátt í laga- klækjum af hálfu fyrirtækisins til að takmarka og torvelda þann tak- markaða verkfallsrétt sem starfs- menn hafa,“ segir Vilhjálmur Birg- isson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um skriflega áskorun Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Norðuráls, þess efnis að boðuðu yfir- vinnubanni verði aflýst. Vilhjálmur segir að samkvæmt kjarasamningi hafi félagsmenn sem starfa hjá Norðuráli takmarkaðan verkfallsrétt, sem birtist m.a. í því að boða þurfi verkfall með a.m.k. þriggja mánaða fyrir- vara. Hann segir samningsaðila þeirra líta svo á að yfirvinnubann sem hefjast átti 1. september, sé í eðli sínu verkfall og því ekki löglega boðað. Hjá verkalýðsfélaginu ætli menn ekki að elta ólar við lagaklæki heldur að efna til nýrrar atkvæða- greiðslu um verkfall 1. desember. „Það eina sem þetta framferði skilar sér í er að auka samstöðu verka- fólks,“ segir Vilhjálmur og bendir á að verkfall hafi þegar verið sam- þykkt með 97% atkvæða. Kjarabætur lífskjarasamnings Vilhjálmur rekur að kjaraviðræð- ur hafi staðið í níu mánuði og hvorki hafi gengið né rekið. Hann segir kröfur verkalýðsfélagsins lúta ein- göngu að því að ákvæði lífskjara- samningsins verði uppfyllt. „Það kemur mér verulega á óvart að fulltrúar SA séu ekki tilbúnir að fullnusta hann, sem þeir tóku þátt í að móta á sínum tíma,“ segir Vil- hjálmur og bætir við að kröfur Norð- uráls séu þær að laun verði hækkuð samkvæmt „launavísitölu“ en ekki krónutölu á grunntaxta eins og lífs- kjarasamningurinn kveður á um. Nú hafi félagsmenn verið „reittir til reiði“ og látið verði reyna á rétt þeirra með verkfallsboðun í annað sinn. Í samtali við blaðið sagði Sólveig Bergmann, yfirmaður samskipta hjá Norðuráli, að viðræður væru í gangi, en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Reiði ríkir meðal félagsmanna  VLFA efnir til annarrar atkvæðagreiðslu um verkfall félagsmanna sem starfa hjá Norðuráli  Vilja að ákvæði lífskjarasamnings verði efnd  Kjaraviðræður staðið í níu mánuði og hvorki gengið né rekið Vilhjálmur Birgisson Morgunblaðið/Hari Kjaramál Hlaupin er harka í kjara- viðræður starfsmanna Norðuráls. Stofnendur nýs félags sem ber heitið Garðyrkjuskóli Íslands, sem er að mestu leyti starfandi fagfólk í garðyrkju, hafa óskað eftir fundi við menntamálaráðherra um hvort hægt verði að halda úti námi í garðyrkju á framhaldsskólastigi í sérstökum skóla. Í samtali við Morgunblaðið segir Gunnar Þorgeirsson, einn stofn- enda Garðyrkjuskóla Íslands og garðyrkjubóndi, að félagið hafi verið stofnað sem viðbragð fag- fólks við áhyggjum um garðyrkju- nám á vegum Landbúnaðarháskól- ans. Morgunblaðið hefur áður greint frá deilum sem risið hafa um rekst- ur Garðyrkjuskólans á Reykjum, eftir að hann var settur undir Landbúnaðarhá- skóla Íslands. Sjá mögulegar fyrirmyndir Deilurnar snúa meðal ann- ars að nýju skipuriti skólans og hugmyndum um breytingar á umgjörð námsins, sem kynntar voru hagaðilum í byrj- un árs. Að sögn Gunnars voru strax gerðar athugasemdir við skipuritið, en ekki hafi verið hlustað á þær. Töldu fagaðilar að breytingarnar myndu veikja garðyrkjunámið. Það ætti ekki heima í háskóladeildum. Gunnar bendir meðal annars á Fiskitækniskólann í Grindavík sem mögulega fyrirmynd Garðyrkju- skóla Íslands. „Við viljum gjarnan tengja þetta framhaldsskóla og út- skrifa nemendur úr Garðyrkju- skólanum með stúdentspróf á garðyrkjubraut,“ segir hann. „Við sáum ekki annan flöt á þessu nema að stofna Garðyrkju- skóla Íslands og óska eftir viðræð- um við menntamálaráðherra um hvort við getum komið náminu fyr- ir í sérskóla. Ef ráðuneytið hefur engan áhuga á að vinna með okkur þá sjáum við ekki fyrir okkur að það verði einfalt að leysa þetta á annan hátt.“ petur@mbl.is Áhyggjur af garðyrkjunámi  Fagfólk í garðyrkju stofnaði Garðyrkjuskóla Íslands vegna áhyggja af garðyrkjunámi innan Landbúnaðarháskólans Gunnar Þorgeirsson Fresta þurfti skólasetningu í tveim- ur skólum í Reykjavík, sem fram átti að fara í dag, vegna smits hjá starfsmönnum. Þetta eru Hvassa- leitisskóli, sem verður lokaður fram til 3. september, og Álftamýr- arskóli, þar sem skólasetning verð- ur 7. september. Þá hefur Barnaskólanum í Reykjavík, sem Hjallastefnan rek- ur, verið lokað vegna smits og sóttkvíar starfsmanna, en gert er ráð fyrir að skólahald hefjist þar að nýju hinn 7. september. Eins voru meira en 30 starfs- menn Hins hússins sendir í sóttkví vegna smits hjá starfsmanni. Starf- semi í húsinu, miðstöðvar Reykja- víkurborgar fyrir ungt fólk, hefur verið hætt fram til 2. september. Foreldrar og forráðamenn hafa einnig verið upplýstir um stöðuna. Þrír skólar og Hitt húsið lokuð vegna smits og sóttkvíar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vita af hverjum líkið, sem fannst í skóginum neðan við Hóla- hverfi í Breiðholti á föstudag, er. Kennslanefnd hefur þó ekki lokið störfum og því ekki hægt að full- yrða með vissu af hverjum líkið er. Líkið er af eldri manni en þrátt fyrir að hann hafi sennilega verið látinn í skóginum í vikur eða mán- uði var ekki lýst eftir honum. Rannsókn málsins heldur áfram hjá lögreglu. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Telur sig vita af hverjum líkið er

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.