Morgunblaðið - 24.08.2020, Side 6

Morgunblaðið - 24.08.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2020 Vilt þú sitja ASÍ þing fyrir VR? VR óskar eftir frambjóðendummeðal félagsmanna á framboðslista stjórnar og trúnaðarráðs félagsins. Ákveðið hefur verið að viðhafa listakosningu með allsherjaratkvæðagreiðslu um þing- fulltrúa VR á þing Alþýðusambands Íslands dagana 21.–23. október næstkomandi. VR KRINGLUNNI 7 103 REYKJAVÍK SÍMI 510 1700 WWW.VR.IS Þar sem fjöldi er takmarkaður er ekki hægt að lofa að allir sem bjóða sig frammuni hljóta sæti á listanum. Einnig verður stillt upp lista varamanna sem oftar en ekki þarf að grípa til þar sem algengt er að fólk heltist úr lestinni er nær dregur. Ef þú vilt gefa kost á þér á listann sem þingfulltrúi VR á þinginu vinsamlega sendu tölvupóst á anna@vr.is fyrir kl. 12.00 á hádegi þann 31. ágúst næstkomandi með upplýsingum um nafn, kennitölu og starfssvið. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Staða fjölda fólks úti í þjóðfélag- inu er að þrengjast, atvinnuleysi að aukast og fleiri leita á bráða- móttöku vegna heimilisofbeldis. Allt þetta helst reynslu sam- kvæmt í hendur við meiri áfengis- drykkju, enda er reiknað með þunga í starfseminni hér í haust,“ segir Einar Hermannsson formað- ur SÁÁ. Um 500 manns bíða þess nú að komast í meðferð á sjúkra- húsinu Vogi og getur bið sjúk- lings verið allt að fjórir mánuðir. Til mikils er að vinna með börnunum Vegna kórónaveirunnar og aðstæðna vegna á Vogi þurfti að fækka rúmum þar úr 60 í 40 rúm og verður sá háttur hafður um sinn. Á sjúkrahúsinu eru um 2.200 innlagnir á ári í afeitrunarmeð- ferð. Talan verður þó væntanlega lægri í ár. Á Vík á Kjalarnesi, þar sem eftirmeðferð fer fram, er rýmra um allt og þar geta 60 manns verið á hverjum tíma. Ótal- in er þá starfsemi á göngudeild- um SÁÁ við Efstaleiti í Reykjavík og á Akureyri. Þangað koma allt að 27 þúsund manns á ári í viðtöl hjá ráðgjöfum og læknum svo sem í eftirmeðferð, á hópafundi, viðtöl og fleira. Þá er mikið leitað til þeirra þriggja sálfræðinga sem sinna meðferð og þjónustu við börn foreldra eða aðstandenda með fíknisjúkdóma. „Ef barn elst upp í fjölskyldu alkóhólista geta áhrifin verið skaðleg,“ segir Einar. „Meiri hætta á því en ella að barnið sjálft fái þá þennan sjúkdóm. Því er til mikils að vinna með starfi sál- fræðinga, sem bjóða átta viðtöl og ýmis verkefni sem við vitum að gera börnum og ungmennum í þessum aðstæðum gott. Núna eru alls 60 börn á þessum biðlista sem tekur væntanlega þrjá mánuði að vinna niður. Því var gripið til þess svo með einkenni öldrunarsjúk- dóma. Birtingarmyndir alkóhól- ismans eru margir og allar sárar.“ Vilji er forsenda árangurs Einar Hermannsson glímdi lengi við vanda og vímu, drakk fyrst ellefu ára en hætti 27 ára eftir að hafa verið í stífri neyslu í tíu ár, mikið í hörðum efnum. Bjartir tímar runnu upp á því herrans ári 1995 – og eftir það fór Einar að beita sér í félagsmálum í þágu áfengissjúkra og stuðningi við fólk. „Vilji til bata er forsenda ár- angurs. Sem stjórnarmaður í SÁÁ í átta ár hef ég fengið símhring- ingar á öllum tímum sólarhrings frá foreldrum, systkinum, ömm- um og öfum sem eru áfram um að koma sínu fólki í meðferð eða að það fái hjálp. Ákall þess fólks er jafnan þungt. Að vera fárveikur er einskis einkamál, en þau sem leita sér aðstoðar eiga alltaf von.“ svo framvegis. Lækning er ekki nóg heldur þarf fólki að vera í virkni, svo líf þess fái tilgang. Að setja svona ráðgjöf á laggirnar gæti kostað 2-3 stöðugildi og von- andi verður þetta að veruleika fyrr en síðar. En svo þarf líka að horfa til fleiri hópa í meðferð- arstarfi. Áfengisneysla eldra fólks er um margt dulið vanda- mál. Gjarnan á þar í hlut fólk sem er eitt heima, drekkur þar og er Hann segir mikilvægt að í fram- tíðinni verði nýjum þáttum bætt við, svo sem ráðgjöf til ungs fólks sem hefur verið lengi í neyslu og á erfitt með að fóta sig. Sumt af þessu fólki þurfi aðstoð við að að- lagast samfélaginu. „Eftir meðferð hafa sum þessara ungmenna að fáu að hverfa. Mörg þurfa hjálp til dæm- is félagsráðgjafa í húsnæðisleit, við að komast í vinnu eða nám og ráðs nýlega að fjölga sálfræðing- unum okkar úr tveimur í þrjá, því við reiknum með meiri aðsókn nú þegar starfsemi grunnskóla hefst að nýju.“ Sjúkrahúsið verði flutt á Kjalarnesið Stórt mál í starfsemi SÁÁ nú er, að sögn Einars, að ná nýjum samningum við Sjúkratryggingar Íslands um greiðslur ríkisins til starfsemi samtakanna. „Ríkið greiðir verulegan hluta af þeirri starfsemi og þjón- ustu sem hér er veitt, en alls 420 milljónir kr. í okkar veltu er sjálfsaflafé,“ segir Einar. Nefnir þar sem dæmi að rekstur Vogs kosti 987 millj. kr. á ári, en þar af séu greiðslur ríkisins 773 millj. kr. Starfsemi göngudeildar kosti um 200 millj. kr. og af því fjár- magni SÁÁ sjálf helminginn. Svipaða sögu sé að segja um starfsemi meðferðarstöðvarinnar í Vík á Kjalarnesi og nú eru uppi hugmyndir innan SÁÁ um að reisa þar sjúkrahúsbyggingu, sem kæmi í stað Vogs á Stórhöfða í Reykjavík. Málið er enn á byrj- unarreit en verði af þessari fram- kvæmd mun margvíslegt hagræði nást, að mati formannsins. „Meðferð vímuefnasjúklinga er í stöðugri þróun,“ segir Einar. Aukin áfengisdrykkja og búist við þunga í starfsemi SÁÁ nú á haustdögum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Formaður Að vera fárveikur er einskis einkamál, en þau sem leita sér aðstoðar eiga alltaf von, segir Einar Hermannsson um sýn sína á málefni áfengissjúkra og hjálpina sem fólki stendur jafnt og víða til boða. Þungt ákall Morgunblaðið/Eggert Vogur Innlagnir á sjúkrahúsið hafa verið um 2.200 á ári hverju.  Einar Hermannsson er fædd- ur árið 1968. Hann stundaði nám við menntaskóla í Lúx- emborg auk þess að hafa sótt fjölda námskeiða. Hefur starfað mikið við auglýsingamál, birt- ingar og ráðgjöf.  Einnig starfað á vettvangi íþróttafélagsins Fjölnis í Graf- arvogi, KSÍ, Alliance Francaise og verið í stjórn SÁÁ með hléum frá árinu 2012. Hver er hann? Jón Birgir Jónsson, fv. ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneyt- inu, er látinn, 84 ára að aldri. Jón Birgir fæddist hinn 23. apríl 1936 í Reykjavík. Hann lauk prófi í verkfræði frá Háskóla Íslands árið 1959 og prófi í bygg- ingaverkfræði frá Danska tækniháskól- anum (DTH) árið 1962. Hann stundaði framhaldsnám við há- skólann Berkeley í Kaliforníu og síðar bæði við DTH og Bath-háskóla á Englandi. Hann hóf störf sem verkfræð- ingur hjá Vegagerð ríkisins árið 1962, varð umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Norðurlandi vestra 1964-65, umdæmisverk- fræðingur á Suðurlandi og sam- hliða því deildarverkfræðingur vegadeildar 1966-74. Hann var yfirverkfræðingur framkvæmda- deildar frá 1974 og forstjóri tækni- deildar frá 1987. Jón Birgir varð aðstoðarvegamálastjóri 1. febrúar 1992, en var settur ráðuneyt- isstjóri í samgönguráðuneytinu síðla árs 1993 og hlaut skipun árið 1994, þar sem hann starfaði til ársins 2003. Hann varð stjórnarformaður Farice, félags um lagningu og rekstur fjarskipta- strengs til útlanda um nokkurt skeið, en síðan vann hann sem ráðgjafi og talsmaður fyrir erlend fyrirtæki, sem leggja og reka fjarskiptasæstrengi, enda var honum það mikið áhugamál að byggja upp tryggar og greiðar samgöngu- brautir hinnar nýju upplýsingaaldar til og frá landinu. Jafn- framt var hann til ráðgjafar um upp- setningu alþjóðlegra gagnavera hér á landi. Jón Birgir sat í umferðarráði frá stofnun þess árið 1968 til ársins 1975 og í framkvæmdanefnd um- ferðarráðs 1973-75. Hann var for- maður hafnaráðs 1995-2002, for- maður siglingaráðs 1996-97 og formaður almannavarnaráðs 2003- 04. Hann sat í stjórn Verkfræð- ingafélags Íslands 1979-81 og var formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur 1979-87. Jón Birgir var félagi í Frímúr- arareglunni á Íslandi og í æðstu stjórn hennar um árabil. Eftirlifandi eiginkona Jóns Birgis er Steinunn Kristín Nor- berg og eignuðust þau þrjá syni, Aðalstein, Jón Birgi og Kristin Karl, og sjö barnabörn. Andlát Jón Birgir Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.