Morgunblaðið - 24.08.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 24.08.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2020 Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 ára og eldri Hrafnarnir Huginn og Muninn íViðskiptablaðinu sögðu frá þessu í nýjasta tölublaðinu: „Í lið- inni viku sagði Fréttablaðið frá niðurstöðum könn- unar um fylgi flokka í borgarstjórn sem sýndu að meirihlut- inn virðist hafa bætt við sig. Fulltrúar hans fögnuðu þessu eðlilega. Fagnaðar- læti Sigurborgar Óskar Haralds- dóttur, borgarfulltrúa Pírata og formanns skipulags- og samgöngu- ráðs, vöktu hins vegar sérstaka at- hygli hrafnanna. Sagðist hún óend- anlega þakklát fyrir traustið og að hún héldi „ótrauð áfram að útrýma fjölskyldubílnum“.    Óvanalegt er að stjórnmálamennhendi út í kosmósið jafn af- dráttarlausum yfirlýsingum og raun ber vitni, sér í lagi í ljósi þess að um mikið hitamál er að ræða. Er það til eftirbreytni fyrir aðra í þeirri stétt enda best fyrir kjós- endur að geta áttað sig á því með auðveldum hætti hvaða stjórnmála- menn eru sæmilega jarðtengdir og hverjir ekki.“    Já, það er vissulega til bóta fyrirkjósendur að það liggi fyrir yfirlýsing um að ætlunin sé að út- rýma fjölskyldubílnum þeirra.    Segja má að það hafi ekki þurftþessa afdráttarlausu yfirlýs- ingu til, öll verk núverandi meiri- hluta í borgarstjórn hníga í þessa sömu átt.    En það þarf þó ekki að koma áóvart að almenningur hafi ekki trúað því hvað til stendur í raun. Þegar markmiðið er jafn fjar- stæðukennt þarf mikið til að fólk trúi. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Ætlar að útrýma fjölskyldubílnum STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Við getum ekki látið bjóða okkur þetta,“ segir Skúli Hreinn Guð- björnsson, formaður bæjarráðs Dal- víkurbyggðar, um verðhækkanir í kjölfar þess að Samkaup ákvað í vor að breyta verslun sinni í Búðardal úr Kjörbúð í Krambúð. Hann segir að samkvæmt verð- könnun sem hann framkvæmdi sjálf- ur á 52 vörunúmerum hafi verðlag í búðinni hækkað um 25%, sem sé „himinn og haf“ frá þeirri 7,7% verð- hækkun sem Samkaup hafi gert ráð fyrir við breytingarnar. Skúli segir að mikil óánægja sé á meðal heimamanna og „allir sem maður talar við“, hafi að mestu hætt viðskiptum við Krambúðina, nema brýna nauðsyn reki til. Íbúar geri sér frekar ferð til Borgarness eða Stykkishólms til að kaupa inn til heimilisins. „Ég sagði þeim að þetta væri mesta vitleysa,“ segir Skúli um viðvaranir sínar frá því í vor og bætir við að „ef þeir snúa ekki til baka þá verður opnuð önnur búð“. Undirskriftasöfnun fyrir mótmæli íbúa stendur nú yfir. Í samtali við Baldvin Má Guðmundsson, forsvars- mann söfnunarinnar, segist hann gera ráð fyrir að flestir skrifi undir, enda ríki mikil óánægja. Til stendur að afhenda Samkaupum listann í vik- unni. sighvaturb@mbl.is Dalamenn mótmæla hærra verði  Mikil óánægja vegna nýrrar Kram- búðar  25% verðhækkun skv. könnun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Verslun Mikil óánægja er meðal heimamanna að sögn Skúla. Berglind Gunnarsdóttir, landsliðs- kona í körfubolta og læknanemi við Háskóla Íslands, slasaðist alvarlega í rútuslysi rétt fyrir utan Blönduós í janúar þegar hún var á leið í skíða- ferð til Akureyrar með samnem- endum sínum. Berglind hefur síðan verið í endurhæfingu, en hún hlaut háls- og mænuáverka í slysinu. Aðstandendur Berglindar settu í vor af stað söfnun fyrir Berglindi, en til stóð að hópurinn hlypi í Reykja- víkurmaraþoninu sem fram átti að fara á laugardag. Eftir að maraþon- inu var aflýst fyrr í sumar vegna heimsfaraldurs kórónuveiru ákvað hópurinn að halda sitt eigið hlaup í Stykkishólmi, hvaðan Berglind er ættuð. Sigríður Erla Sturludóttir, vin- kona Berglindar og ein þeirra sem standa að baki söfnuninni, segir í samtali við mbl.is að hlaupið hafi gengið eins og í sögu. Yfir 100 hlaup- arar söfnuðu áheitum fyrir Berglindi en alls tóku 87 þátt í hlaupinu í Stykkishólmi á laugardag. „Hún lenti í rútuslysinu í janúar þegar hún var að fara í skíðaferð með læknisfræðinni, og slasast mjög illa á mænu og hálsi og var í byrjun alveg lömuð fyrir neðan háls. Við er- um að safna núna fyrir endurhæf- ingunni hennar,“ segir Sigríður. Hópurinn hefur alls safnað rétt tæpum 10 milljónum í gegnum Hlaupastyrk, en Sigríður Erla sjálf hefur safnað rúmum 730 þúsund krónum. Hópurinn vonast til að safna yfir 10 milljónum á Hlaupastyrk, en söfnunin heldur áfram út miðviku- daginn. Hægt er að heita á Hlaupum fyrir Berglindi á hlaupastyrkur.is. liljahrund@mbl.is Hlupu fyrir Berg- lindi í Stykkishólmi  Hlaupa til að safna fyrir endurhæfingu eftir rútuslys Ljósmynd/Aðsend Hlaup Aðstandendur hafa safnað rúmlega tíu milljónum króna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.