Morgunblaðið - 24.08.2020, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2020
Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Þú finnur
gæðin!
Skoðaðu úrvalið
í netverslun
isleifur.is
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Bandaríski athafnamaðurinn Josh Linkner
ætti að vera íslensku fagfólki kunnur en hann
var fyrirlesari á morgunverðarfundi Origo í
ársbyrjun 2019 þar sem hann fjallaði um
hvernig betur megi virkja sköpunargáfur og
frumkvöðlaeðli fólks. Linkner er raðfrum-
kvöðull, fjárfestir og rithöfundur en tvær bæk-
ur hans hafa komist á metsölulista New York
Times.
Þann 27. ágúst efnir Origo aftur til fundar
með Linkner, en í þetta skiptið mun hann
ræða við gesti rafrænt frá bækistöð sinni í
Detroit. Umræðuefnið er hvernig nýsköpun og
frumkvöðlastarf þarf ekki að snúast um risa-
hugmyndir og tímamótauppfinningar heldur
geri margt smátt eitt stórt. Linkner hefur
skrifað nýja bók um þetta efni sem gefin verð-
ur út í apríl á næsta ári: Big Little Breakthro-
ughs: How Small, Everyday Innovations
Drive Oversized Results.
Mikla nýsköpun fyrir sér
Linkner kveðst vera þess fullviss að allir búi
yfir þeim hæfileika að geta verið skapandi í
störfum sínum og fundið nýjar og betri leiðir
til að gera hlutina, hver með sínum hætti. „En
gallinn er sá að fólk miklar það fyrir sér að
vera frumkvöðull og stunda nýsköpun, og læt-
ur það aftra sér frá því að stíga fyrsta skrefið
á meðan nýsköpun ætti að vera eitthvað sem
við stundum daglega,“ segir hann og bendir á
að umræðan um nýsköpun virðist oft snúast
öðru fremur um risaverkefnin og risasigrana
þar sem allt var lagt undir og frumkvöðlunum
sem þar voru að verki tókst að leggja heiminn
að fótum sér. „Það er heilmikið að græða á
smásigrum hér og þar, og minni háttar fram-
förum sem eru viðráðanlegar og safnast upp í
tímans rás uns þær verða að meiri háttar
ávinningi. Bara það eitt að auka t.d. afköst
fyrirtækis eða stofnunar um 5% er ekki lítið
afrek, hvað þá ef afköstin aukast um 5% ár eft-
ir ár. Þá er áhersla á mörg smá framfaraskref
besta leiðin til að auka líkurnar á að takist að
koma auga á lausnirnar sem verða að risa-
skrefum.“
Sem dæmi um hvað tiltölulega litlar hug-
myndir úr grasrótinni geta breytt miklu fyrir
rekstur fyrirtækja nefnir Linkner hvernig
starfsfólk ferðavefsíðunnar Expedia kom auga
á að algengasta ástæðan fyrir því að viðskipta-
vinir hringdu í símaver fyrirtækisins var til að
fá afrit af ferðaáætlun sinni. „Hjá svo stóru
fyrirtæki þýddi það um 20 milljónir símtala ár-
lega, og ef það kostaði um fimm dali að svara
hverri beiðni um ferðaáætlun var heildar-
kostnaðurinn af þessum símtölum um 100
milljónir dala ár hvert,“ útskýrir hann. Lausn-
in var ósköp einföld: „Símsvörunarkerfinu var
breytt svo að auðveldara væri að afgreiða
þessar beiðnir, og á vefsíðuna var settur stór
hnappur í áberandi lit fyrir fólk að ýta á til að
fá ferðaáætlunina sína.“
Neikvæð viðbrögð kæfa sköpun
Eldri kenningar um sköpunargleði og ný-
sköpun hafa einblínt á menningu þjóða og fyr-
irtækja og hvernig t.d. flatara stigveldi getur
liðkað fyrir á meðan skrifæði og rótgrónar
hefðir hægja á nýsköpun. Linkner er á annarri
skoðun og telur að breytt og betri nálgun sé á
allra færi, óháð öðrum þáttum. Hann segir það
bæði undir starfsfólki og stjórnendum komið
að gera það að vana að flétta nýsköpun saman
við störf sín. Starfsfólkið verði að tileinka sér
vissan hugsunarhátt, venjur og vinnubrögð en
stjórnendur að skapa umhverfi þar sem frum-
legar hugmyndir fá að þrífast.
„Stærsta hindrunin er hræðsla starfsfólks
við að segja það sem því dettur í hug. Um leið
og stjórnandi bregst með neikvæðum hætti við
hugdettu sem honum hugnast ekki þá gufar
sköpunargleði starfsfólksins upp um leið,“ út-
skýrir Linkner. „Lausnin er ekki heldur að
halda reglulega „hugarflugs-fundi“, því þar
verða yfirleitt ekki til nema miðlungsgóðar
hugmyndir og fólki hættir til að nefna þar
bara „öruggu“ hugmyndirnar sem það fær
frekar en þær frumlegustu og óvenjulegustu.“
Það munar líka um litlu sigrana
Ávinningur Josh Linkner segir brýnt að virkja nýsköpunargetuna í grasrót vinnustaða.
Atvinnulífinu hættir til að einblína á stórafrek á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastarfs en vanmeta
gildi allra litlu framfarskrefanna Nýsköpun í smáum skömmtum ætti að eiga sér stað daglega
töluna vantar enn 6% upp á að ná
síðasta toppi, að því er Reuters
greinir frá.
Mörg hlutafélög lemstruð
Financial Times bendir á að sá
bati sem orðið hefur á bandarísk-
um hlutabréfamarkaði frá því
botni kórónuveiru-niðursveiflunnar
var náð hafi einkum verið borinn
uppi af fyrirtækjum í tækni- og
neytendavöruflokki. Mörgum
stæstu fyrirtækjum Bandaríkj-
anna, eins og Amazon, Apple, Go-
ogle og Facebook, hafi gengið ein-
staklega vel en allur þorri þeirra
fyrirtækja sem mynda stóru vísi-
tölurnar þrjár eigi enn langt í
land með að ná fyrra verði.
Á það við um nærri fimmtung
fyrirtækja í S&P 500 vísitölunni
að hlutabréfaverð þeirra í dag er
meira en 50% lægra en þegar það
var hæst og ef tekið er meðaltal
af fyrirtækjunum fimm hundruð
er hlutabréfaverð þeirra 28,4%
frá því sem það var þegar best
lét.
Markaðsgreinendur segja við-
snúninginn því vera „K-laga“ og
að fregnir af styrkingu vísitaln-
anna þriggja feli þá staðreynd að
ákveðnir geirar vestanhafs glími
enn við mikinn vanda. ai@mbl.is
Bæði S&P 500 og Nasdaq-vísitöl-
urnar slógu met á föstudag og
munaði þar mest um hækkun á
verði hlutabréfa Apple. Naut
Apple, og fleiri félög, góðs af nýj-
um hagtölum sem benda til að
bandaríska hagkerfið hafi tekið að
braggast í júlí eftir samdrátt kór-
ónuveirumánaðanna. Rauk hluta-
bréfaverð Apple upp um 5% á
föstudag en fyrr í vikunni rauf
markaðsvirði bandaríska tækniris-
ans tveggja milljarða dala múrinn.
Bæði S&P 500 og Nasdaq-vísi-
tölurnar hafa núna náð sama styrk
og áður en kórónuveirufaraldurinn
skók markaði en Dow Jones-vísi-
Hlutabréfavísitölur slá ný met
K-laga Stærstu fyrirtækin hafa leitt
batann á hlutabréfamarkaði.
Viðsnúningurinn á Wall Street dreifist ekki jafnt og margir geirar enn í lægð
AFP
● Kínverski sam-
félagsmiðillinn Tik-
Tok sakar Banda-
ríkjaforseta um
að hafa brotið lög
með tilskipunum
sínum fyrr í mán-
uðinum sem tak-
mörkuðu notkun
forritsins á banda-
rískri grundu og skikkuðu eigendur
TikTok til að selja starfsemi félagsins
í Bandaríkjunum til innlendra aðila.
Hyggst fyrirtækið leita réttar síns fyrir
dómstólum og segir Reuters að málið
verði höfðað í þessari viku.
TikTok kveðst hafa leitað allra leiða
til að vinna með bandarískum stjórn-
völdum en rekið sig á að engir ferlar
væru fyrir hendi til að tryggja eðlilega
málsmeðferð og ráðamenn sýnt stað-
reyndum málsins lítinn áhuga.
„Til að tryggja að lög og reglur séu
ekki látin lönd og leið, og að komið sé
fram við bæði fyrirtækið og notendur
[samfélagsmiðilsins] með sann-
gjörnum hætti, sjáum við ekki annan
kost í stöðunni en að leita til dóm-
stóla til að verjast tilskipuninni,“ sagði
í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá
sér.
Þann 6. ágúst ákvað Bandaríkja-
forseti, með vísan til þjóðaröryggis-
hagsmuna, að banna bandarískum
fyrirtækjum og einstaklingum að eiga
í viðskiptum við TikTok frá og með 20.
september. Viku síðar fyrirskipaði for-
setinn að ByteDance, móðurfélag Tik-
Tok, skyldi selja frá sér rekstur sinn í
Bandaríkjunum innan 90 daga og
herma fregnir að bæði Microsoft og
Oracle hafi áhuga á að kaupa.
Eins og Morgunblaðið hefur fjallað
um óttast bandarísk stjórnvöld að Tik-
Tok og önnur vinsæl kínversk forrit
safni miklu magni upplýsinga um
bandarískan almenning, og að kín-
versk stjórnvöld geti mögulega komist
yfir þessar upplýsingar og þannig not-
að forritin sem njósnatæki. Áætlað er
að um 100 milljónir Bandaríkjamanna
hafi aðgang að TikTok en forritið er
vinsælast á meðal ungs fólks.
ai@mbl.is
TikTok hyggst vísa
ákvörðun Donalds
Trumps til dómstóla