Morgunblaðið - 24.08.2020, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2020
✝ Hulda VordísAðalsteins-
dóttir fæddist 23.
apríl 1928 á Öxnhóli
í Hörgársveit, hún
lést á Sjúkrahúsinu
á Akureyri 11.
ágúst 2020.
Foreldrar Huldu
voru Elísabet Pál-
íana Haraldsdóttir,
f. 11.maí 1904, d. 2.
september 1993, og
Aðalsteinn Sigurðsson, f. 26.
september 1893, d. 3. september
1971.
Bræður Huldu eru Hákon, f. 8.
desember 1929, búsettur á Akur-
eyri, og Hreiðar, f. 24. desember
1933, búsettur á Öxnhóli.
30. desember 1951 giftist
Hulda Steini Dalmar Snorrasyni
frá Syðri-Bægisá, f. 4. mars 1925,
d. 17. ágúst 1999. Börn þeirra
eru 1) Katrín f. 30. september
1953, gift Jóhannesi Sigfússyni,
f. 13. desember 1951, búsett í
Hafnarfirði, synir þeirra eru 1)
1995, dóttir þeirra er Helena
Vordís, f. 3. febrúar 2020. 3)
Hulda Kristín, f. 10. febrúar
1998, dæturnar eru allar búsett-
ar á Syðri-Bægisá.
Eftir hefðbundna skólagöngu
þess tíma vann Hulda ýmist á búi
foredra sinna eða var í vinnu hjá
konum í sveitinni sem þurftu að-
stoð við heimilisstörfin.
Hún fór í Húsmæðraskólann á
Laugalandi þar sem hún eign-
aðist margar góðar vinkonur
sem voru í sambandi æ síðan,
hún var mikil hannyrðakona og
liggja eftir hana mörg verk,
saumuð, prjónuð og máluð.
Hulda var húsfreyja á Syðri-
Bægisá frá 1. júní 1951 þegar
hún og Steinn keyptu jörðina,
þau voru við búskap til 1992, en
félagsbú með Helga Bjarna var
stofnað 1981, Helgi Bjarni og
Ragnheiður keyptu jörðina og
bústofn 1992, það ár fluttu
Steinn og Hulda í nýbyggt
timburhús á jörðinni og bjó
Hulda í því húsi til æviloka.
Hulda var um árabil virkur fé-
lagi í kvenfélagi Hörgdæla og er
heiðursfélagi þess.
Útför Huldu fer fram frá Gler-
árkirkju í dag, 24. ágúst 2020,
klukkan 13.30. Jarðsett verður á
Bægisá.
Aðalsteinn Arnar, f.
15. ágúst 1972, bú-
settur á Akureyri,
dóttir hans Hulda
Dís, f. 13. febrúar
2006, móðir Erna
Káradóttir, f. 9. jan-
úar 1971. 2) Jóhann-
es Steinn, f. 1. apríl
1980, giftur Erlu
Jónsdóttur, f. 11.
janúar 1983, synir
þeirra eru 1)Jón
Frank, f. 7. september 2007, 2)
Óli Steinn, f. 20. desember 2012,
þau eru búsett í Hafnarfirði.
2) Helgi Bjarni, f. 6. júní 1962,
bóndi á Syðri-Bægisá, kona hans
er Ragnheiður Margrét Þor-
steinsdóttir, f. 22. nóvember
1967, dætur þeirra eru 1) Gunn-
þórunn Elísabet, f. 12. ágúst
1993, gift Arnari Rafni Gíslasyni,
f. 26. desember 1991, þau eiga
Hafþór Dalmar, f. 16. febrúar
2020. 2) Jónína Þórdís, f. 14.
október 1995, sambýlismaður
Arnþór Gylfi Finnsson, f. 19. maí
Elsku Hulda amma, aldrei hélt
ég að sá dagur kæmi að ég þyrfti
að kveðja þig. Þú hefur verið svo
stór hluti af lífi okkar á Bægisá,
við systur höfum hitt þig nær
daglega síðan við fæddumst. Ég
gat farið til þín hvenær sem mér
hentaði, hvort sem það var til að
föndra, prjóna, spila, spjalla,
leika, baka, borða eða hvað annað
sem okkur datt í hug. Elsku
amma, þú kenndir okkur svo
margt, hjá þér lærðum við systur
að skrifa, lesa og prjóna áður en
við hófum grunnskólagöngu, við
lærðum að ganga vel um og vera
þakklátar fyrir allt sem virtist
okkur sjálfsagt. Með þér lærðum
við að fara í berjamó og að fylla
dallana áður en haldið væri heim
aftur. Við systur elskuðum að
fara í berjamó með þér, þú nennt-
ir alltaf með okkur og eftir langan
berjamó fórum við með þér heim
og fengum kakósull.
Þú sagðir okkur margar sögur
í gegnum árin, til dæmis ótrúleg-
ar sögur sem áttu sér stað þegar
þú varst lítil. Þú hafðir alla tíð
verið mikill dýravinur og tengsl
þín við hin ýmsu dýr voru ótrúleg.
Þú varst alltaf með ótrúlega gott
minni og góðan húmor alveg fram
á síðasta dag. Þú samdir margar
vísur og hafðir mjög gaman af
því. Með síðustu vísum sem þú
samdir var þessi, ég skrifaði hana
upp eftir þér í byrjun júní í ár:
Andlitið er aumt á mér
Afar ljótt því miður
En heilabúið heldur sér
Þó hárið hrynji niður
Við systur fórum með þér í
Skorradal á hverju sumri í nokk-
ur ár, þá tókum við rútuna suður í
Borgarnes og borðuðum pylsur í
gamla Staðarskála. Þú varst ótrú-
lega góð með okkur systur, við
urðum fljótt óþolinmóðar í rút-
unni og Hulda Kristín spurði upp
á Öxnadalsheiði hvort við værum
ekki að verða komnar. Við höfð-
um það gott í Skorradal með þér
og Katrínu og Jóhannesi. Þú
samdir Skorradals-lög sem við
sungum oft:
Í Skorradal í Skorradal er skemmtilegt
að vera. Við getum gengið út um allt
grillað kjöt og drukkið malt. Í Skorradal
í Skorradal er skemmtilegt að vera.
Elsku amma við söknum þín og
munum minnast þín að eilífu. Þú
varst alltaf svo glöð og brosandi.
Við eigum svo margar góðar
minningar með þér og munum
vera duglegar að rifja þær upp.
Þú varst svo góð fyrirmynd og
hugsaðir svo vel um fólkið í kring-
um þig. Þér þótti svo vænt um
nýjustu langömmubörnin þín,
þau Hafþór Dalmar og Helenu
Vordísi. Þú hlakkaðir til að kynn-
ast þeim betur. En þau munu fá
að kynnast þér í formi minninga
okkar um þig. Hulda amma, takk
fyrir allt.
Kveðja,
Jónína Þórdís.
Ég kallaði ömmu mína alltaf
Huldu ömmu, hún hefur búið á
Bægisá í húsinu fyrir neðan frá
því ég fæddist. Það hafa verið for-
réttindi að hafa haft hana svona
nálægt alltaf, ég var alltaf vel-
komin til hennar sama hvað, hún
kenndi mér svo margt, m.a. að
lesa, skrifa, prjóna, teikna,
föndra, sauma út og margt fleira.
Mér þótti alltaf svo vænt um
ömmu mína, ég leitaði alltaf til
hennar ef eitthvað var að, því hún
hressti mann við um leið. Þegar
ég var 9 ára gisti ég 10 nætur í röð
hjá henni því mér fannst svo gam-
an að gista hjá henni og vera með
henni. Við systur gistum stundum
allar þrjár hjá henni þegar
mamma og pabbi voru ekki heima
langt fram eftir nóttu. Þá var svo
gaman fannst okkur systrum,
amma gerði pylsupasta handa
okkur í kvöldmat og svo spiluðum
við heilmikið svo las hún bækur
fyrir svefninn. Við systur sóttum
mikið til ömmu að föndra, prjóna
eða spila, við spiluðum rosa mikið
við ömmu alveg þar til hún fór.
Það eru svo margar góðar minn-
ingar að minnast með ömmu en
ekki hægt að fara yfir allar, en
allra helst vil ég bara minnast
þess hversu heppin ég og allir
sem þekktu ömmu voru, vita
hversu góðhjörtuð hún var, vildi
öllum vel og hugsaði alltaf vel um
sína. Takk fyrir allt elsku amma!
Kveðja,
Gunnella Helgadóttir.
Elsku besta amma mín, ég trúi
því ekki að þú sért farin frá okk-
ur. Þú varst besta amma sem
hægt var að hugsa sér. Við syst-
urnar vorum mjög heppnar með
þig, þú varst alltaf til staðar fyrir
okkur og maður treysti þér fyrir
öllu. Það að amma mannns búi á
sama heimili og maður sjálfur er
alveg ómetanlegt. Við systurnar
máttum alltaf koma í heimsókn
sama hvað og ég man hvað það
var alltaf mikið fjör þegar við
systurnar komum í pössun til þín
þegar mamma og pabbi fóru eitt-
hvað.
Ég er endalaust þakklát fyrir
þetta sumar sem við fengum sam-
an, sumarið 2020. Þetta eru
skrítnir tímar núna en eitt af því
sem breyttist ekki var hvað þú
varst alltaf hress og skemmtileg
þrátt fyrir að vera veik. Ég naut
þess að koma í heimsókn á kvöld-
in og spjalla við þig um allt og
ekkert. Ég mun aldrei gleyma
þér elsku amma mín og segi eins
og við systur skrifuðum litlar til
afa:
„Við skiljum ekki alveg hvern-
ig þetta er hjá afa núna en við vit-
um að hann er núna hjá Guði og
hann er ekkert lasinn lengur.“
Það sama á við um þig elsku
amma og ég vona að þú sért með
afa. Ég er svo stolt að vera skírð í
höfuðið á þér og þakklát fyrir allt
sem þú gafst mér.
Kveðja,
Hulda Kristín Helgadóttir.
Elsku amma mín,
Þú varst alltaf svo hress og
skemmtileg, ótrúlega dugleg og
stoppaðir aldrei hvort sem þú
varst að prjóna, mála, spila eða
vinna í eldhúsinu.
Þú kenndir mér svo ótrúlega
margt.
Takk fyrir allar góðu stundirn-
ar sem við áttum saman í sveitinni
þar sem ég fékk sem krakki að
vera svo mikið hjá ykkur Steini
afa.
Takk fyrir allar sögurnar, spil-
in og þegar ég var með þér í eld-
húsinu, allar gönguferðirnar í
skógræktina og berjaferðirnar.
Takk fyrir að taka alltaf á móti
okkur strákunum í rjúpnaferðun-
um.
Elska þig amma mín.
Jóhannes Steinn.
Í dag kveðjum við mikla
kjarnakonu, Huldu á Syðri-Bæg-
isá, hún hefur alla tíð verið heilsu-
hraust og vinnusöm, jafnt við
hefðbundin heimilisstörf sem og
vinnu við búið. Hún hafði einstak-
an hæfileika á að laða að sér dýr
og oft tókst henni að handsama og
gera gæfa hesta sem aðrir höfðu
gefist upp við að ná, klappa og
tala við og fyrsta kálfs kvígur sem
ekki vildu láta mjólka sig.
Hún fór flesta daga tvisvar á
dag í fjós alveg þar til 2018 þegar
hún missti vinnuna eins og hún
sagði sjálf, þegar nýtt fjós með
mjaltaþjóni var tekið í notkun.
Hulda hafði alla tíð gaman af
því að ferðast og fóru hún og
Steinn í nokkrar bændaferðir er-
lendis og margar ferðir hér innan
lands, hún sagði í vor að hún hefði
farið í gegn um öll jarðgöng á Ís-
landi nema Vaðlaheiðargöng, en
henni gafst ekki tími til þess.
Hún og Steinn höfðu bæði mik-
ið yndi af trjárækt og bera skóg-
arreitirnir þess glöggt merki en
byrjað var að gróðursetja sumar-
ið 1962.
Hulda var í félagi eldri borgara
á Akureyri, fór í margar ferðir
innanlands á þess vegum og taldi
það ekki eftir sér að keyra á
mánudögum til Akureyrar til að
spila félagsvist í Víðilundi.
Á heimilinu var oft mann-
margt, vinnumenn og vinnukonur
þar sem búið var stórt, allnokkrir
verknemar frá bændaskólanum á
Hvanneyri og börn sem komu til
sumardvalar, alltaf tókst henni að
baka, elda, sauma, prjóna, mála á
postulín og halda heimilinu í góðu
lagi jafnt innan dyra sem utan.
Margoft tók hún að sér að hafa
vinnuflokka í fæði sem voru í
vegagerð, brúarsmíði og við lagn-
ingu raflína á svæðinu, það er
gott dæmi um dugnað hennar.
Hulda hugsaði alltaf vel um
barnabörnin sín fimm og var dug-
leg að fylgjast með vexti og
þroska þeirra, hún fékk allt of lít-
inn tíma til að kynnast barna-
barnabörnunum tveim sem fædd-
ust í febrúar 2020.
Öll barnabörnin sóttu mikið í
að vera með ömmu sinni, það var
mikið spilað, sögur sagðar og
margvíslegan fróðleik gat hún
gefið þeim.
Hún Bægisár búinu unni
bústofn’ og fólkinu kunni,
blíðu að veita
börn vildu leita
til ömmu af fróðleiksins brunni.
Kæra Hulda, hafðu þökk fyrir
allar góðu stundirnar sem við átt-
um með þér, þín verður sárt sakn-
að af okkur öllum, við vitum að
Steinn mun taka vel á móti þér.
Hvíl í friði.
Katrín og fjölskylda.
Öxnadalurinn er fegurstur
allra dala. Þar lék í ljósi sólar
heiðurskonan Hulda Aðalsteins-
dóttir. Hún fluttist ung yfir
hreppamörkin frá Öxnhóli í
Hörgárdal yfir að Syðri-Bægisá.
Steinn Dalmar beið hennar þar í
hlaðvarpa, en þau höfðu heitið
hvort öðru ævarandi tryggð.
Hver sá ferðalangur sem horfir
og horft hefur heim að Bægisá,
hefur dáðst að glæsilegu bænda-
býli. Betur hýst jörð en gengur og
gerist, túnin græn og grasgefin
og öll umgengni til fyrirmyndar.
Fallegt lítið hús stendur í hlað-
varpa, en þar reistu þau Hulda og
Steinn sér lítið hof ævikvöldsins.
Þau glöddust yfir ungri kynslóð,
syni og tengdadóttur sem tóku
við merkinu, og búskapurinn
blómstrar. En þau héldu áfram að
sinna verkum, ferðast og njóta
lífsins. Steinn fékk allt of fá ár í
litla húsinu en Hulda hefur þar
vakað, prjónað og málað af list
sinni fast að þrjátíu árum. Enn
fremur orti hún vísur og ljóð sem
hún flíkaði ekki. Aldrei féll henni
verk úr hendi. Hún þvoði júgrin
og bar júgurfeiti á spena mjólk-
urkúnna þar til nýja fjósið og ró-
bótinn gerðu hana atvinnulausa,
eins og hún orðaði það.
Eitt sumar starfaði sá er þetta
ritar hjá þeim hjónum. Þau voru
ólík en mjög samtaka og áttu einn
vilja, að láta hlutina ganga, og bú-
skapur þeirra var margverðlaun-
aður og fullyrði ég að á fáum bæj-
um á Íslandi var jafn vel búið og á
Syðri-Bægisá, og svo er enn. Með
mér í vinnumennsku þetta sumar
var fjörmikill strákur, Ari Jóns-
son. Steinn var fljóthuga dugnað-
arforkur, glettinn við okkur
strákana, en Hulda róleg og yfir-
veguð og nærvera hennar góð og
hlý. Þau vöktu bæði yfir velferð
okkar, enda bundu allir vinnu-
menn þeirra tryggð við þau hjón.
Aðeins í eitt skipti urðum við var-
ir við að þeim mislíkaði gjörðir
okkar og athafnaþrá. Það var
þegar ég lét Ara síga í Bægisár-
gljúfrið til að ræna hrafnsungum
og varð að láta hann falla síðustu
metrana, skorti afl til að draga
hann upp. Þetta var glæfraskap-
ur sem þeim hjónum mislíkaði.
Okkur var gert tiltal en öxin og
jörðin sá um hrafnsungana, og
aldrei var minnst á málið framar.
Mig kvöddu þau í lok sumars með
bíltúr á Dalvík og Dagverðareyri
og aldrei gleymi ég þegar þau
stöðvuðu bílinn á fallegum stað
við Fagraskóg, þar sem Eyja-
fjörðurinn skartar sínu fegursta
og Steinn flutti af munni fram ljóð
Davíðs Stefánssonar, Sigling inn
Eyjafjörð.
Þess varð ég var í vist minni að
Hulda bjó yfir dulrænum hæfi-
leikum og vissi gjarnan þegar
menn bar að garði. Þegar mig bar
síðar að heimili hennar sagði hún
jafnan; „ég vissi að þú kæmir í
dag“ eða „mig dreymdi þig í
nótt.“ Svo þegar ég kom eitt sinn
og með mér var í för Jóhannes
Kristjánsson, eftirherman góða,
sagði hún: „Er það rétt sem ég sé
að Orginalinn og Eftirherman
heiðra mig í dag.“ Mikið hlógum
við þegar í stofu hennar sátu
þjóðfrægir menn lífs og liðnir sem
Jóhannes kallaði fram. m.a. Sig-
urbjörn Einarsson biskup, Stein-
grímur Hermannsson, Ólafur
Ragnar Grímsson og að sjálf-
sögðu Halldór Blöndal. Hulda
leysti okkur síðar út með gjöfum,
því fyrir jólin bárust okkur prjón-
aðir vettlingar með nöfnum okk-
ar, og Margrét kona mín fékk
einnig sína vettlinga. „Ástar-
stjarna yfir Hraundranga skín á
bak við ský,“ þannig ómar berg-
mál sögunnar þegar Öxnadæling-
ar kveðja mikilhæfa og göfuga
konu. Blessuð sé minning Huldu
Aðalsteinsdóttur.
Guðni Ágústsson.
Hulda Vordís
Aðalsteinsdóttir
Það er sjaldan á
lífsleiðinni sem mað-
ur kemst í kynni við
jafn stórkostlega
menn eins og hann
Andrés frændi minn var. Ef ein-
hver hefði verið með hlutverkið
„pabbi númer tvö“ þá var það
hann. Ávallt borið mikla virðingu
fyrir honum. Frábært að tala við
hann. Við ræddum mikið saman
um pólitík, viðskipti og annað sem
þér bara kemur ekki við. Ég gæti
setið hérna og sagt endalausar
sögur en vegna þess að það er
ekki nóg pláss þá ætla ég bara að
segja eina. Það er nefnilega þann-
ig að eitt sinn þegar ég kem í
sundlaugina á Eskifirði hitti ég
Adda frænda (hann var tíður
sundgestur). Þá fæ ég þessa (að
ég hélt) frábæru hugmynd að
skora á hann í kappsund. Verandi
tugum kílóa léttari hélt ég að ég
ætti nú ekki í miklum erfiðleikum
með þennan stóra mann. Til að
gera langa sögu stutta þá algjör-
lega jarðaði hann mig. Ég átti
aldrei séns, svo mikið rústaði
hann mér að eftir að hann kláraði
umsamda vegalengd, lá ég á
bakkanum andstuttur og slefandi.
Eftir þessa útreið ákvað ég að
æfa mig skipulega. Ég eyddi
Andrés Elisson
✝ Andrés Elissonfæddist 22.
ágúst 1957. Hann
lést 6. ágúst 2020.
Hann var jarð-
sunginn 21. ágúst
2020.
nokkrum mánuðum
(á laun) í að æfa mig
svo ég gæti nú
bjargað einhverju af
þessu brotna egói
sem varð eftir í
grunnu lauginni. Því
miður næ ég aldrei
að halda „rematch-
ið“ þannig að þú
Addi minn ferð með
sigur af hólmi. Til
hamingju. Við
sjáumst svo í djúpu lauginni
frændi.
Heiðar Högni Guðnason.
Árið 1983 fluttum við fjölskyld-
an inn í nýtt raðhús á Eskifirði við
götuna Brekkubarð, stuttu síðar
flutti í hinn endann önnur fjöl-
skylda sem samanstóð af þeim
Andrési, Svönu og dætrunum
Guðlaugu og Ingunni. Við börnin
höfum kennt okkur við Brekku-
barðsgengið síðan og hefur vin-
áttan milli fjölskyldanna haldist í
gegnum árin þrátt fyrir flutninga,
milli húsa og landshluta.
Í gegnum árin hafa margar
minningar orðið til og eiga þær
eftir að verma hjarta okkar allra
um ókomna tíð. Minnisstæðar eru
ferðirnar milli Eskifjarðar og
Reykjavíkur og aðalsportið var að
fá að fara í heimsókn milli bíla.
Svana spilaði danstónlistina sína
hátt og við stelpurnar dönsuðum í
aftursætinu. Hjónin sköpuðu sér
einnig góðar minningar á ófáum
þorrablótum, í ferðalögum innan-
og utanlands og samverustund-
irnar yfir kaffi og með því. Andrés
var höfuð sinnar fjölskyldu og
passaði hann vel upp á allar sínar
stelpur, honum var umhugað um
okkur öll sem ólumst upp í
Brekkubarðinu og vildi allt fyrir
okkur gera. Hann var stoltur
Eskfirðingur og má sjá mark
hans á firðinum fagra út um allt,
hann lagði t.a.m. grunn að stofnun
sunddeildar Austra þegar dæt-
urnar byrjuðu að stunda sundið af
kappi. Andrés var einstaklega
duglegur og setti hann mikinn
kraft í allt sem hann tók sér fyrir
hendur. Stórt skarð er höggvið í
samfélagið okkar og litlu fjöl-
skylduna úr Brekkubarði 1 við
fráfall hans.
Elsku Andrés, takk fyrir allt,
það er sárt að þurfa að kveðja þig
alltof fljótt en við fjölskyldan í
Ystadal 3 erum þakklát fyrir sam-
veruna og vináttuna við þig og
yndislegu fjölskylduna þína, sem
þarf að horfa á eftir þér. Þín verð-
ur sárt saknað.
Elsku Svana, Ingunn, Guðlaug,
Palli, Lolli og barnabörn, innileg-
ar samúðarkveðjur, það er sárt að
missa og hann var svo stoltur af
ykkur öllum.
Fyrir hönd fjölskyldunnar úr
Ystadal 3,
Benedikt.
Það var haustið 1980 að 10
nemendur sem ætluðu sér að
verða löggiltir rafverktakar byrj-
uðu í tveggja og hálfs árs námi í
Tækniskóla Íslands, einn þeirra
var Andrés Elisson.
Andrés var sjálfsagt einn lit-
ríkasti karakterinn í bekknum,
framtakssamur, djarfur og lá
ekkert á skoðunum sínum, keypti
sér amerískan bíl þegar aðrir
keyptu sér strætókort. Þá þótti
honum skynsemi liggja í því að
sameinast í einkabíl til að komast
í skólann frá Breiðholti. Í slæm-
um vetrarveðrum þá virkaði þetta
gríðarlega vel, einn að austan, og
tveir af Vestfjörðum, skóflur og
keðjur í farteskinu. Með þessum
ráðum vantaði hann aldrei í skól-
ann, hvernig sem viðraði í borg-
inni.
Hann var góður námsmaður,
fylginn sér og duglegur. Andrés
var mannblendinn og alltaf til í
umræður um verkefni líðandi
stundar, framtíðina, stjórnmál og
ekki síst sína heimabyggð. Hann
var mikill Austfirðingur og það
velktist enginn í vafa um það hvar
hann yrði eftir nám.
Hann átti sér draum, að eiga og
reka eigið rafverktakafyrirtæki á
Eskifirði, sínum heimabæ, sá
draumur rættist, var Andrés góð-
ur fagmaður, sótti sér þekkingu
jafnt og þétt og hélt sér vel við í
faginu. Hann ræktaði samband
við nokkra af okkur alla tíð,
hringdi gjarnan og velti upp mál-
efnum tengd vinnu og rekstri og
ekki síður heitum málefnum til
lands og sjávar. Það var ætíð
gleðilegt og ánægjulegt að fá
hann í heimsókn eða heimsækja
hann í sínum heimabæ, sem hann
var ævinlega stoltur af og hafði
mikinn metnað fyrir.
Við bekkjarbræður hans kveðj-
um nú góðan dreng og vottum við
Svönu og fjölskyldu hans okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
F.h. bekkjarbræðra TÍ,
Pétur, Sævar og Sigurður.