Morgunblaðið - 24.08.2020, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2020
Kveðja frá
mennta-
vísindasviði Há-
skóla Íslands
Dóra S. Bjarnason, prófessor
emerita við menntavísindasvið
Háskóla Íslands, var einstaklega
gáfuð kona, traustur samstarfs-
maður og baráttukona. Við
syrgjum fráfall hennar og mun-
um sakna góðs félaga. Dóra átti
að baki einstaklega farsælan
feril sem fræðikona og frum-
kvöðull á sviði fötlunarfræði og
menntunarfræða. Hún hóf störf
við Kennaraháskóla Íslands,
1971 til 1981, fyrst sem stunda-
kennari, þá lektor og síðar dós-
ent í félagsfræði við sama skóla
1981 til 2004. Dóra varð prófess-
or við KHÍ, síðar menntavís-
indasvið Háskóla Íslands, frá
2004.
Það er magnað að hugsa til
þess hve miklu Dóra fékk áork-
að og mun sagan leiða enn betur
í ljós hve djúp áhrif verk hennar
og starf hefur haft og mun hafa
um ókomna tíð. Rannsóknir
Dóru voru einkum á sviði fé-
lagsfræði menntunar, fötlunar-
fræði og skólastefnunnar skóli
án aðgreiningar. Fræðistörf
hennar mótuðust meðal annars
af reynslu hennar af því að vera
móðir fatlaðs barns, en það að
eignast Benedikt taldi hún ávallt
sína mestu gæfu. Verk Dóru
mótuðust einnig af einstakri
réttlætiskennd hennar og
skarpri sýn á hvernig samfélag-
ið gæti eða ætti að virka. Dóra
áttaði sig á því að menntakerfið
væri grunnurinn að því að vinna
Dóra Sigríður
Bjarnason
✝ Dóra SigríðurBjarnason
fæddist 20. júlí
1947. Hún lést 5.
ágúst 2020.
Útför Dóru
Siggu fór fram 21.
ágúst 2020.
að félagslegu rétt-
læti og virkri þátt-
töku allra. Þar er
grunnurinn lagður,
þar starfa börn og
ungt fólk og læra
að skipuleggja sam-
félagið og móta
leiðir til að leysa úr
áskorunum lífsins.
Framlag Dóru til
þess að búa til
betra samfélag var
ríkulegt. Dóra áttaði sig á mik-
ilvægi þess að skólakerfið þyrfti
að mæta öllum nemendum þar
sem þeir væru staddir, að öll
ættum við sama rétt á gæða-
menntun óháð fötlun eða fé-
lagslegum bakgrunni.
Dóra var einnig virt á alþjóð-
legum vettvangi og átti sterkt
tengslanet víða á erlendri
grundu. Það er því skarð fyrir
skildi á mikilvægu fræðasviði
fötlunar- og menntunarfræða.
Dóra lét formlega af störfum við
Háskóla Íslands þegar hún varð
sjötug árið 2013 en því fór fjarri
að hún legði árar í bát. Dóra
sinnti fræðimennsku fram á
hinsta dag. Hún var einnig frá-
bær rithöfundur og vakti bókin
hennar Brot – konur sem þorðu
sem kom út á síðasta ári mikla
athygli. Dóra las kafla úr bók-
inni fyrir okkur samstarfsfólk
sitt á jólasamkomu menntavís-
indasviðs í desember 2019 og
var það einstök stund.
Það er mikill missir að Dóru
S. Bjarnason. Mestur er missir
Benedikts Hákonar, og fjöl-
skyldu og vina Dóru. Færi ég
honum og öðrum ástvinum hug-
heilar samúðarkveðjur. Megi
minningin um Dóru, þessa öfl-
ugu konu með stóra hjartað og
skarpa hugann, lifa og ylja þeim
sem hana þekktu um ókomin ár.
f. h. Háskóla Íslands,
Kolbrún Þ. Pálsdóttir,
forseti menntavísindasviðs
Háskóla Íslands.
✝ Ellert Gunn-laugsson fædd-
ist á Sauðá í Vatns-
nesi 1. október
1955. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á
Hvammstanga 16.
ágúst 2020.
Foreldrar hann
voru Sigríður Jóns-
dóttir húsfreyja, f.
29. desember 1915,
d. 17. janúar 1999, og Gunn-
laugur Eggertsson, bóndi, f. 7.
júní 1907, d. 2. september 1983.
Systkini Ellerts eru Jón Egg-
ert, f. 13. október 1946, d. 26.
ágúst 2014, Nína Guðrún, f. 9.
janúar 1948, d. 15. júlí 1968,
Þorgeir, f. 20. ágúst 1950,
febrúar 1987, og Stella Guðrún,
f. 14. febrúar 1989, gift Tómasi
Erni Daníelssyni, hann á tvö
börn, Þorgerði Gló og Þórólf
Huga.
Ellert ólst upp við hefðbundin
sveitastörf hjá foreldrum sínum
á Sauðá. Hann gekk í farskóla
að þeirra tíma hætti, barnaskól-
ann í Ásbyrgi og unglinga-
skólann á Hvammstanga. Að
skólagöngu lokinni fór hann að
vinna á búi foreldra sinna sem
hann eignaðist svo 1981 og rak
þar félagsbú með Jóni bróður
sínum í nokkur ár. Ellert var
mikill og góður sauðfjárbóndi
og tók virkan þátt í fé-
lagsstörfum í sveitinni, en þurfti
að bregða búi 2017 vegna veik-
inda.
Útförin fer fram í dag, 24.
ágúst, klukkan 13. Vegna að-
stæðna í þjóðfélaginu er aðeins
nánustu ættingjum og vinum
boðið. Útförinni verður streymt
á slóðinni http://www.sma-
shcast.tv/sigurvald.
Sverrir, f. 13. des-
ember 1953.
Ellert kvæntist
26. apríl 1987 Að-
alheiði Jónsdóttur,
f. 4. mars 1959.
Foreldrar hennar
voru Guðrún Bjarn-
finnsdóttir, f. 1. maí
1923, d. 29. janúar
1989, og Jón Val-
geir Ólafsson, 22.
janúar 1915, d. 3.
desember 2003. Börn Ellerts og
Aðalheiðar eru Sesselja Aníta, f.
12. október 1978, gift Gísla Má
Arnarsyni og eiga þau 3 börn, 1)
Kolbrúnu Erlu, sambýlismaður
Ísak Róbertsson og eiga þau
Bríeti Sunnu, 2) Magneu Ósk og
3) Óskar Smára, Guðni, f. 9.
Ég veit að auðveld ekki alltaf blessuð
ástin er
því svo ótrúlega flókin þessi mannkind
er
Ég er peð í þessu tafli eins og þú
stundum erfitt er að finna von og trú
Ljósið sem nú lýsir augum þínum úr
ljómar eins og sólin eftir svarta skúr
og þú sérð í gegnum sál mér eins og
gler
þar sést vel hvað ég er ástfanginn af þér
Elska þig, elska þig, já elska þig
alveg sama hvernig lífið leikur mig
ég trúi að skrifað sé í skýin hvernig fer
að ást mín hafi alltaf verið ætluð þér
Það er komið sumar, blómin brosa á móti
sól
sjáðu hvernig lifnar yfir öllum, byggð og
ból
og ég finn að ástin sem ég til þín ber
lifnar ung og sterk í hjartanu á mér
Ljósið sem nú lýsir augum þínum úr
ljómar eins og sólin eftir svarta skúr
og þú sérð í gegnum sál mér eins og
gler
þar sést vel hvað ég er ástfanginn af þér
Elska þig, elska þig, já elska þig
alveg sama hvernig lífið leikur mig
ég trúi að skrifað sé í skýin hvernig fer
að ást mín hafi alltaf verið ætluð þér.
(Magnús Eiríksson)
Þín
Heiða.
Þegar ég hugsa um pabba er
það fyrsta sem kemur upp í hug-
ann hversu mikið góðmenni hann
var. Hann mátti ekkert aumt sjá
og var svo umhyggjusamur við
allt og alla. Hann var einstaklega
natinn við öll dýr og var fljótur að
sjá á þeim ef eitthvað var ekki eins
og það átti að vera. Hann fór alltaf
mjúkum höndum um skepnurnar
og var hans búfé öfundsvert af
hans umsjá.
Ég man ekki eftir því að pabbi
hafi sagt styggðaryrði um nokk-
urn og hafði einstaklega létta
lund. Í minningunni var hann nán-
ast alltaf flautandi, brosandi eða
hlæjandi. Hann hafði mikla og
góða nærveru sem allir sóttu í,
ekki síst börn.
Mamma spurði pabba einhvern
tíma að því hvað rómantík væri
fyrir honum. Sennilega ætlaði hún
að fiska upp úr honum eitthvað
ægilega krúttlegt en svarið sem
hún fékk var: „Rómantík er að
vera einn uppi í fjalli og hlusta á
hjartsláttinn í sjálfum sér.“
Kannski var það ekki svarið sem
hún vonaðist eftir en þetta var
mjög lýsandi fyrir hann. Honum
leið hvergi betur en lengst uppi í
fjalli. Í smalamennsku var hann
ótrúlegur. Þindarlaus. Hann fór
alltaf hærra og lengra en allir, allt-
af með hest en teymdi hann oftast
megnið af tímanum. Hann sagði
að það væri óþarfi að þreyta hest-
inn áður en það þyrfti að beita
honum fyrir fé. Honum leiddist
þegar fólk varð æst og reitt í
smalamennsku og sagði að fyrst
og fremst ætti þetta að vera gam-
an.
Ég, eins og pabbi var, er afar
heimakær og var því nánast alltaf
heima eitthvað að bauka með
pabba ef ég var ekki í skólanum.
Ég var heima öll sumur til 18 ára
aldurs og alltaf þegar ég gat eftir
það. Það var aldrei leiðinlegt að
vinna með pabba. Oft voru dag-
arnir langir og strangir og oft
gekk á ýmsu. Ég sá pabba aldrei
skipta skapi. Ég hlakkaði alltaf
mikið til þegar líða fór á sumarið
að fá pabba með mér að þjálfa
hrossin fyrir smalamennsku. Þar
áttum við ómetanlegar stundir í
Vatnsnesfjalli. Pabbi sagði mér
margar sögur og kenndi mér nöfn
á fuglum, plöntum, hólum og hæð-
um. Við fórum líka oft að veiða
saman í ánni og vorum langt fram
í myrkur því við tímdum ekki að
fara heim. Við vorum mjög náin og
miklir vinir. Tengd saman á sál-
inni.
Dugnaðurinn og hugur pabba
til dýranna varð honum svo að
falli. Eftir að hann varð nærri úti
eftir að hafa verið að ná í hross í
fjallið missti hann heilsu. Það fór
fljótlega að halla undan fæti og
hrakaði pabba hratt. Það er það
erfiðasta sem ég hef þurft að horfa
upp á. Í sínum veikindum var
pabbi alltaf kátur, yndislegur og
þakklátur fyrir allt sem var gert
fyrir hann. Þótt hann væri orðinn
mjög mikið veikur var stutt í húm-
orinn og sagði gjarnan „maður
verður að reyna að hafa gaman af
þessu“ og skellihló.
Elsku pabbi minn mikið vildi ég
óska þess að það hefði ekki farið
svona. Ég á aldrei eftir að kynnast
neinum eins og þér. Þú verður
alltaf fyrirmyndin mín og hetjan
mín. Ef einhver segir að ég líkist
þér, þó að það væri bara smá, þá
er það það mesta hrós sem nokkur
maður getur gefið mér.
Takk fyrir allt.
Þín
Stella.
Ellert
Gunnlaugsson
Vert er að minn-
ast mæts vinar og
fyrrverandi sam-
starfsmanns, Þor-
bjarnar Á. Friðrikssonar, sem
er fallinn frá. Honum kynntist
ég haustið 1972 og tókst strax
með okkur góður vinskapur.
Þorbjörn var sérstaklega hug-
myndaríkur og hafði einlægan
áhuga á mörgum málum, sem
mér voru hugleikin.
Á fyrri hluta starfsævi fékkst
Þorbjörn við kennslu. Hann fór
oftast óhefðbundnar leiðir, en
náði góðum árangri engu að síð-
ur. Óhætt er að segja frá því, að
í kennslustundum flutu með
ýmsir fróðleiksmolar, sem virt-
ust við fyrstu sýn í litlum
tengslum við námsefnið. Eftir á
að hyggja kom í ljós, að það
voru einmitt þessir útúrdúrar,
sem vörpuðu ljósi á það, sem
mestu skiptir, enda var Þor-
björn snillingur í öllum sam-
ræðum.
Á ofanverðri ævi sneri Þor-
björn sér að ýmsum öðrum
verkefnum. Hann tók sig upp
og flutti austur fyrir Fjall og
settist að í landi Strandar á
Rangárvöllum, þar sem hann
byggði sér lítið býli, Vörðu.
Meðal annars tók hann sér fyrir
hendur að hanna og smíða sér-
stakan losunarbúnað björgun-
arbáta og að framleiða skotelda
Þorbjörn Ármann
Friðriksson
✝ Þorbjörn Ár-mann Frið-
riksson fæddist 5.
ágúst 1941. Hann
lést 5. ágúst 2020.
Útför Þor-
bjarnar fór fram
21. ágúst 2020.
um tíma. Þá má
ekki gleyma því, að
Þorbjörn tók að
gera járn úr mýra-
rauða eftir aðferð-
um fornmanna.
Hann kom sér upp
aðstöðu til þeirra
hluta vestur í
Ólafsdal, sem um
tíma var aðsetur
nemenda Mennta-
skólans við Tjörn-
ina, síðar Sund. Þar lagði hann
gjörva hönd á margt. Þorbjörn
fékkst einnig við önnur hnýsileg
verkefni, sem mörg hver náðu
því miður ekki lengra en á til-
raunastig, hvað svo sem síðar
kann að verða, ef einhver verð-
ur til að endurvekja hugmyndir
hans.
Þorbjörn var í eðli sínu mikill
„grúskari“ og var einatt að þróa
og prófa furður margar. Á sín-
um yngri árum nam Þorbjörn
efnafræði og kynnti sér sérstak-
lega sprengiefni. Það var ekki
ónýtt fyrir gamlan „sprengju-
fíkil“ að fá að kynnast manni,
sem kunni öll fræði í sambandi
við púður og hvellettur.
Við áttum saman margar
ánægjustundir, aðallega á fyrri
árum. Á leið um Suðurland
renndi ég oftast við hjá Þorbirni
í Vörðu. Fyrir skömmu kom ég
þar í hlað, en hann var ekki
heima. Þá var hann kominn á
sjúkrahús, en það vissi ég ekki
þá.
Þorbjörn hefur nú safnazt til
feðra sinna. Honum fylgir virð-
ing og þakklæti fyrir áratuga
vináttu og frjóar umræður.
Syrgjendum votta ég samúð.
Ágúst H. Bjarnason.
Ég sakna vinar. Þorbjörn Ár-
mann er fjölfróðasti maður sem
ég hef kynnst. Leiðir okkar
lágu saman fyrir tæpum 30 ár-
um. Hér hef ég þann hátt á að
telja upp nokkur hugðarefni
hans.
Þorbjörn eyddi nokkrum
sumrum við rannsóknir á minj-
um um rauðablástur og gaf út
bækling þar um.
Þegar Bretar undirbjuggu
gerð Ermarsundsganga bað
breskt fyrirtæki íslensk yfirvöld
um leyfi til að reyna nýjan risa-
bor og bora jarðgöng gegnum
Reynisfjall, Íslendingum að
kostnaðarlausu. Ekki man ég
hvernig það verkefni barst í
hendur Þorbjarnar, en hann fór
með fulltrúa breska fyrirtækis-
ins að Reynisfjalli.
Þorbjörn hannaði sjálfvirkan
sleppibúnað fyrir björgunar-
báta og er búnaðurinn í all-
mörgum fiskiskipum og í öllum
varðskipunum. Aflgjafi búnað-
arins er sprengiefni, en þau
voru sérgrein Þorbjarnar.
Margt hefur verið skrifað um
mó í íslenskum mýrum. Þor-
björn lagði á ráðin um að nýta
móinn til að framleiða eldsneyti
og sem kolvetnagjafa í efnaiðn-
aði. Niðurstöður hans eru til á
skýrslu. Nýting forða úr síkvik-
um yfirborðslögum er vistvænni
en nýting brennsluefna úr djú-
plögum jarðar.
Þorbjörn var lesinn í sagn-
fræði og sameinaði sagnfræði,
náttúrufræði og glöggan tækni-
legan skilning. Hann hafði af
ýmsu að taka: Sá háttur er í
kvikmyndum heimsins að hafa
fjölda rómverskra hermanna í
rauðum skikkjum. Hvergi
bryddir á gagnrýni sagnfræð-
inga. Þorbjörn staðhæfði að
hernum hefði borið nauðsyn til
að aðeins herforinginn bæri
rauða skikkju – brýnt var að
foringinn væri auðkenndur. Svo
einföld voru þau rök og dæmi-
gerð fyrir Þorbjörn. Hann var
lesinn í Caesari og sagði að þar
væru samhljóða vitnisburðir um
málið. Aðrar heimildir vitna að
einungis auðmenn höfðu ráð á
að skarta purpura.
Þorbjörn var lesinn um sigl-
ingar norrænna manna. Star-
sýnt er mörgum á texta sagn-
fræðinga, um siglingar eftir sól
og stjörnum. Hvernig má það
vera að sigla eftir stjörnum,
þegar engar sjást um hásumar?
Þorbjörn smíðaði húsasnotru til
að mæla sólargang og notaði
tækið til að finna réttar höfuð-
áttir. Hann benti á að tækið
dygði til „að sigla jafnan“ frá
Björgvin að Hvarfi á Græn-
landi. Orðalagið er sótt í
fornritin og vísar til þess að
sigla til vesturs eða austurs. Er
þá sólarhæð jöfn alla siglinga-
leiðina og breiddarbaugnum
haldið.
Vínland staðsetur Þorbjörn á
annan veg en aðrir og byggði á
lýsingum fornrita. Ritin vitna
um „meira jafndægra“ áfanga-
stað, þ.e. um lengd dags og næt-
ur samanborið við norður hér,
hvernig vötn falla eftir áttum,
um útfiri og gróðurfar. Hann
sameinaði hin ýmsu fræði til að
álykta.
Í hugleiðingum við dauða vin-
ar eru hugstæðar ábendingar
hans um heimssýn norrænna
manna. Þar benti Þorbjörn mér
á lýsingu í Konungs skuggsjá
um hnattlaga; „böllótta“ jörð.
Orð Kolbeins Tumasonar „röðla
gramur“ ber að skilja svo að
skáldið viti að sólir séu margar í
veröld allri.
Ég leitaði á náðir Þorbjarnar
vorið 2016 og bjó við hlið hans í
gámi, en inni á gafli um aðstöðu.
Við ræddum málin hvern morg-
un. Ég gantaðist við hann, um
að ég væri vel haldinn í aka-
demíunni.
Ég þakka góða samferð.
Tómas Ísleifsson.
Í dag kveðjum
við ástkæra vin-
konu okkar, Dísu
hans Péturs
frænda, sem kom
inn í líf okkar fyrir um 30 árum.
Með sinni alkunnu væntum-
þykju og einstöku nærveru er
óhætt að segja að hún hafi skap-
að sér sess í hjörtum okkar
allra.
Frá fyrstu kynnum var mikill
samgangur og samband gott
með foreldrum okkar og Dísu og
Pétri, sem svo fylgdi þeim alla
tíð. Eftir að faðir okkar lést árið
1994 tóku þau hjón virkilega vel
og af mikilli ástúð utan um móð-
ur okkar, sem sýndi sig svo vel í
þeim kærleika sem einkenndi
samband þeirra ávallt. Það er
óhætt að segja að þau hjónin
hafi komið sérlega sterk inn með
sinni áþreifanlegu hlýju, sam-
heldni og mikla kærleik á erf-
iðum tímum fyrir okkur fjöl-
skylduna.
Það var í nóvember 2019 sem
Dísa tók mömmu með sér suður,
eins og svo oft áður, en ekki ór-
aði okkur fyrir hvað örlögin
höfðu í huga þá. Dísa ætlaði að
kíkja til læknis en mamma að
kaupa jólagjafir. Elsku Dísa
Þórdís Ósk
Sigurðardóttir
✝ Þórdís Ósk Sig-urðardóttir
fæddist 26. maí
1951. Hún lést 5.
ágúst 2020.
Útförin fór fram
18. ágúst 2020.
fékk þá þær erfiðu
fréttir að fram und-
an væri barátta við
krabbamein. Ekki
lét hún það þó
stoppa sig í því að
styðja okkur í veik-
indum mömmu,
sem greindist líka
með krabbamein
um svipað leyti og
lést skömmu síðar.
Á erfiðum tímum
fyrir fjölskylduna stóðu þau
Dísa og Pétur eins og klettur við
hlið okkar eins og þau höfðu áð-
ur gert.
Við vorum ávallt með þá von í
brjósti að Dísa myndi ná sér,
enda var hún manneskja sem
kvartaði aldrei þótt henni liði
illa. Það eru ekki margir sem
taka slíkum örlögum af meira
æðruleysi en hún, með sinni já-
kvæðni og smitandi glaðværð og
áttum við alls ekki von á að hún
færi svona fljótt.
Elsku Dísa, takk fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir okkur og
móður okkar. Við huggum okkur
við það að nú hittist þið vinkon-
urnar aftur og getið haldið
áfram að tala saman um allt á
milli himins og jarðar og lært
handavinnu hvor af annarri.
Elsku Pétur og fjölskylda,
Guð blessi og styrki ykkur á
þessum erfiðu tímum.
Guð geymi þig elsku Dísa.
Afkomendur
Guðbjargar Stefánsdóttur
og Gunnars Leóssonar.