Morgunblaðið - 24.08.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.08.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2020 Pepsi Max-deild karla KA – ÍA ..................................................... 2:2 FH – HK ................................................... 4:0 Staðan: Valur 10 7 1 2 22:8 22 Breiðablik 11 6 2 3 24:17 20 FH 11 6 2 3 22:16 20 Stjarnan 9 5 4 0 17:8 19 KR 9 5 2 2 14:9 17 Fylkir 11 5 1 5 17:18 16 ÍA 11 4 2 5 26:25 14 Víkingur R. 11 3 5 3 19:18 14 HK 11 3 2 6 18:27 11 KA 10 1 6 3 8:13 9 Grótta 11 1 3 7 10:22 6 Fjölnir 11 0 4 7 10:26 4 Lengjudeild karla Leiknir F. – Fram ................................... :2:3 Magni – ÍBV.............................................. 0:0 Grindavík – Þór ........................................ 1:0 Afturelding – Keflavík ............................. 2:2 Vestri – Víkingur Ó. ................................. 3:3 Leiknir R. – Þróttur R. ............................ 1:2 Staðan: Keflavík 11 7 3 1 37:14 24 Fram 11 7 3 1 29:17 24 ÍBV 11 6 5 0 23:12 23 Leiknir R. 11 6 2 3 26:17 20 Grindavík 11 4 5 2 24:21 17 Þór 11 5 2 4 21:18 17 Vestri 11 4 4 3 13:15 16 Afturelding 11 3 3 5 22:17 12 Leiknir F. 11 3 1 7 13:26 10 Víkingur Ó. 11 3 1 7 14:28 10 Þróttur R. 11 2 1 8 9:23 7 Magni 11 0 2 9 7:30 2 2. deild karla Fjarðabyggð – Haukar ............................ 2:1 Kórdrengir – Víðir ................................... 3:1 Þróttur V. – Dalvík/Reynir...................... 3:0 Selfoss – Kári............................................ 1:0 Völsungur – Njarðvík .............................. 0:4 KF – ÍR ..................................................... 3:2 Staðan: Kórdrengir 11 8 2 1 24:7 26 Þróttur V. 11 6 4 1 16:9 22 Selfoss 11 7 1 3 18:12 22 Fjarðabyggð 11 6 3 2 20:11 21 Haukar 11 7 0 4 22:14 21 Njarðvík 11 6 2 3 19:13 20 KF 11 6 0 5 20:20 18 Kári 11 4 2 5 17:14 14 ÍR 11 3 1 7 18:21 10 Víðir 12 3 0 9 10:31 9 Dalvík/Reynir 11 1 2 8 11:24 5 Völsungur 12 1 1 10 16:35 4 3. deild karla KV – Höttur/Huginn................................ 3:2 Einherji – Elliði ........................................ 2:1 Tindastóll – Vængir Júpíters .................. 1:5 Sindri – Álftanes....................................... 2:2 Pepsi Max-deild kvenna ÍBV – Þór/KA ........................................... 1:0 Staðan: Breiðablik 9 9 0 0 42:0 27 Valur 9 7 1 1 22:8 22 Fylkir 9 4 4 1 13:12 16 ÍBV 10 5 1 4 13:18 16 Þór/KA 10 3 2 5 14:22 11 Selfoss 8 3 1 4 10:9 10 Stjarnan 9 2 2 5 15:22 8 Þróttur R. 9 1 4 4 14:22 7 KR 8 2 1 5 9:18 7 FH 9 1 0 8 3:24 3 Lengjudeild kvenna Grótta – ÍA................................................ 2:2 Völsungur – Augnablik ............................ 1:2 Keflavík – Tindastóll ................................ 1:2 Staðan: Tindastóll 9 7 1 1 23:5 22 Keflavík 9 6 2 1 26:8 20 Grótta 9 5 3 1 12:7 18 Haukar 9 5 2 2 14:8 17 Afturelding 9 3 3 3 11:12 12 Augnablik 8 3 2 3 11:16 11 ÍA 9 1 6 2 15:14 9 Víkingur R. 9 2 2 5 11:17 8 Fjölnir 9 1 1 7 4:20 4 Völsungur 8 0 0 8 4:24 0 2. deild kvenna Hamrarnir – HK....................................... 0:2 Álftanes – Sindri....................................... 2:1 Meistaradeild Evrópu Úrslitaleikur: Bayern München – París St. Germain ... 1:0 Meistaradeild kvenna 8-liða úrslit: Arsenal París St. Germain .......................1:2  París áfram í undanúrslit. Lyon Bayern München ............................2:1  Lyon áfram í undanúrslit.  Sara Björk Gunnarsdóttir lék síðari hálf- leikinn með Lyon. Frakkland Dijon – Angers ......................................... 0:1  Rúnar Alex Rúnarsson sat á varamanna- bekknum hjá Dijon. B-deild: Rodez – Grenoble .................................... 1:0  Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í leikmannahópi Grenoble. Skotland St. Mirren – Ross County........................ 1:1  Ísak Snær Þorvaldsson var ekki í leik- mannahópi St. Mirren.  FÓTBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Gengi ÍBV í Pepsí Max-deild kvenna í knatt- spyrnu í sumar hefur verið merkilega kafla- skipt. Framan af tapaði liðið fjórum leikjum í röð og virtist sem ÍBV þyrfti að berjast fyrir sæti sínu í deildinni líkt og gerðist í fyrra. Lið- ið tók hins vegar við sér 20. júlí og hefur ekki tapað síðustu fimm leikjum. Raunar hefur liðið unnið fjóra þeirra. Í gær bætti liðið þremur stigum í sarpinn með 1:0 sigri á Þór/KA í Eyj- um. Nú er það svo sem ekki nýtt að lið á lands- byggðinni séu að setja saman leikmannahópinn skömmu fyrir mót og sæki í sig veðrið þegar leikur liðsins hefur slípast til. ÍBV er nú með 16 stig eftir tíu leiki og er liðið með jafn mörg stig og Fylkir sem er í 3. sæti en þessi lið gerðu jafntefli í síðustu viku. ÍBV sleit sig fimm stigum frá Þór/KA með þessum úrslitum því Akureyringar eru með 11 stig í 5. sæti. Sigurmarkið í gær lét bíða eftir sér en kom á 84. mínútu. „Mikið jafnræði var í leiknum og hefði jafn- teflið verið sanngjarnt, það sem skildi á milli var þó skallamark Karlinu Miksone sem reis hæst í teignum og stangaði knöttinn í netið af stuttu færi á elleftu stundu. Fram að því hafði Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Þórs/ KA, gjörsamlega átt vítateig norðankvenna og stangað boltann í burtu í á þriðja tug skipta,“ skrifaði Guðmundur Tómas Sigfússon meðal annars í umfjöllun sinni um viðureignina á mbl.is. Úrslitin eru mjög ólík þeim sem urðu í fyrri leik liðanna á Akureyri hinn 20. júní en þá vann Þór/KA 4:0 í 2. umferð mótsins. Miklar sveiflur hafa verið í leik Þórs/KA ef horft er til úrslita í leikjum liðsins. Liðið hóf mótið með glæsibrag og vann Stjörnuna 4:1 og ÍBV 4:0. En þá kom 6:0 skellur gegn Val og á dögunum tapaði liðið 7:0 fyrir Breiðabliki í Kópavog- inum.  Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving hélt marki ÍBV hreinu í þriðja sinn í deildinni í sumar en hún varð 18 ára fyrr í þessum mán- uði. Hefur hún aðeins fengið á sig eitt mark í síðustu þremur leikjum.  Markið er það fyrsta sem Karlina Miksone skorar á Íslandsmótinu en hún er landsliðs- kona frá Lettlandi. ÍBV sleit sig frá Þór/KA  Gott gengi ÍBV heldur áfram  Fjórir sigrar í síðustu fimm leikjum  Þór/KA byrjaði Íslandsmótið með glæsibrag en hefur ekki tekist að fylgja því eftir Ljósmynd/Þórir Tryggvason Sigur Erfitt er að koma boltanum fram hjá Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving, markverði ÍBV, um þessar mundir en hún hélt markinu hreinu. Skagfirðingar geta gert sér vonir um að eiga knattspyrnulið í efstu deild á næsta ári því Tindastóll er kominn upp í toppsæti Lengjudeild- ar kvenna í eftir 3:1-sigur á Kefla- vík í toppslag í Keflavík í gær. Bandaríski framherjinn Murielle Tiernan gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennur fyrir Tindastól. Natasha Anasi skoraði mark Kefl- víkinga. Með sigrinum fór Tindastóll upp í 22 stig og upp fyrir Keflavík sem er í öðru sæti með 20 stig. Grótta er í þriðja með 18 og Haukar með 17. Tindastóll fór upp í toppsætið Morgunblaðið/Hari Þrenna Murielle Tiernan fór á kost- um hjá Tindastóli í toppslagnum. Sara Björk Gunnarsdóttir er komin í undanúrslit Meistaradeildar Evr- ópu í knattspyrnu með franska lið- inu Lyon eftir 2:1-sigur á Bayern München í 8-liða úrslitunum á Spáni á laugardag. Sara var vara- maður og lék síðari hálfleikinn. Lyon mætir París Saint Germain í rimmu frönsku risanna í undan- úrslitum. París vann 2:1-sigur á Arsenal en Parísarliðið hóf keppn- ina með því að slá út Breiðablik. Wolfsburg, sem Sara lék með áð- ur, er komið í undanúrslit og mætir Barcelona. sport@mbl.is Sara í undan- úrslit með Lyon Morgunblaðið/Eggert Velgengni Sara Björk er komin í undanúrslit með Lyon. Þýska stórveldið Bayern München sigraði í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu en úrslitaleikurinn fór fram í Lissabon í Portúgal í gær. Þar hafði Bayern betur 1:0 gegn frönsku meisturunum í París Saint Germain. Kingsley Coman skoraði sig- urmarkið með skalla á 59. mínútu eftir sendingu frá Josshua Kimmich. Ekki verður annað sagt en að Bæj- arar fóru í gegnum keppnina með stæl og unnu alla ellefu leiki sína. Einhvern tíma hefði það verið talið nær óhugsandi þegar saman koma bestu félagslið álfunnar. Í riðla- keppninni mætti liðið Tottenham Hotspur, Olympiacos og Rauðu stjörnunni frá Belgrað. Í 16-liða úr- slitum var það Chelsea og þegar þráðurinn var aftur tekinn upp í keppninni nú í ágúst vann liðið Barcelona, Lyon og París. Ekki nóg með það heldur völtuðu Bæjarar yfir andstæðinga sína og þegar úrslitin eru skoðuð er engu lík- ara en atvinnumenn hafi mætt áhugamönnum. Í riðlinum vann liðið Tottenham 7:2 og Rauðu stjörnuna 5:0. Chelsea var engin fyrirstaða enda lauk leikjunum 3:0 og 4:1. Yf- irburðasigur Bayern gegn Barcelona 8:2 verður væntanlega lengi í minn- um hafður annars staðar en í Kata- lóníu enda Barcelona eitt af elítul- iðum íþróttarinnar. Í undanúrslitum vann liðið Lyon 3:0. Bayern München sigraði í keppn- inni í sjötta sinn og hefur þá unnið jafn oft og enska liðið Liverpool. Real Madríd hefur unnið oftast eða þrett- án sinnum og AC Mílanó sjö sinnum. Bayern München byrjaði keppn- istímabilið ekki ýkja vel fyrir tæpu ári síðan og virtist ekki eins líklegt til afreka og oft áður. Knattspyrnu- stjórinn Nico Kovac lét af störfum 3. nóvember og við tók Hans-Dieter Flick. Þvílíkur sigur sem frammi- staða liðsins er fyrir hann. kris@mbl.is Bayern vann alla leikina í keppninni AFP Óstöðvandi Bæjarar fögnuðu vel í gærkvöldi og höfðu unnið fyrir því. ÍBV – ÞÓR/KA 1:0 1:0 Karlina Miksone 84. M Olga Sevcova (ÍBV) Ragna Sara Magnúsdóttir (ÍBV) Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV) Hanna Kallmaier (ÍBV) Heiða Ragney Viðarsdóttir (Þór/KA) Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA) Rautt spjald: Engin. Dómari: Bríet Bragadóttir – 3. Áhorfendur: Ekki heimilt.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.