Morgunblaðið - 24.08.2020, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 24.08.2020, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2020 FÓTBOLTINN Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Skoski framherjinn Steven Lennon var í miklu stuði og skoraði þrennu í 4:0-sigri FH á HK á Kaplakrikavelli í 13. umferð Íslandsmóts karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á laugardaginn. FH-ingar skutu sér upp í þriðja sætið með sigrinum, alla vega tímabundið en bæði Stjarnan og KR eiga leiki til góða. Fyrsta mark Lennons í leiknum var hans 80. í efstu deild á Íslandi og er hann fyrsti erlendi leikmað- urinn til að ná þeim áfanga. Hann er nú 21 marki á undan næsta erlenda markaskorara, Patrick Pedersen Valsmaður er með 61 mark. Með því að bæta við tveimur mörkum er Skotinn svo kominn með 82 mörk alls og dugar það honum til að kom- ast upp í 10. sæti á markalista deild- arinnar frá upphafi. Efstur er Tryggvi Guðmundsson með 131 mark. Þá er Lennon enn betur bú- inn að skipa sér í hóp fremstu markaskorara í Hafnarfirðinum. Þetta var þriðja þrennan hans fyrir FH, aðeins Hörður Magnússon, All- an Borgvardt og Atli Guðnason hafa gert það líka. „HK átti fína spretti í þessum leik en að lokum sýndi FH einstaklings- gæðin. HK er ekki með leikmann sem er næstum því jafn góður og Steven Lennon og að lokum réð Skotinn úrslitunum,“ skrifaði Jó- hann Ingi Hafþórsson meðal annars í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Skotinn er nú með 11 mörk í 11 leikjum og spurning hvort marka- met deildarinnar sé í hættu. Metið er 19 mörk sem fimm leikmenn deila. Pétur Pétursson, ÍA, setti það árið 1978 og síðan hafa Guðmundur Torfason úr Fram (1986), Þórður Guðjónsson úr ÍA (1993), Tryggvi Guðmundsson úr ÍBV (1997) og Andri Rúnar Bjarnason úr Grinda- vík (2017) náð að jafna það. Lið sem eru í basli Skagamenn neituðu að gefast upp á Akureyri í leik KA og ÍA á laug- ardaginn en liðin skildu jöfn, 2:2. Heimamenn komust í tveggja marka forystu og virtust um tíma vera í vænlegri stöðu en þeim tókst ekki að láta kné fylgja kviði. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, virtist vita af hverju. „Það er oft með lið sem eru í basli, þegar hlutirnir eru ekki að ganga þá vantar oft sjálfstraust í mannskapinn og kannski að menn séu rólegri á boltanum. Við eðlilegar aðstæður þá eigum við að sigla þess- um þremur stigum heim,“ sagði Arnar í samtali við Baldvin Kára Magnússon sem gerði leiknum góð skil á mbl.is. Bæði lið eru í neðri hluta deild- arinnar, ÍA er í 7. sæti með 14 stig og KA í 10. sæti með níu stig, þrem- ur stigum fyrir ofan fallsæti. Bæði lið hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Stórveldaslagurinn eftir Það er aðeins einn leikur eftir af 13. umferðinni og er það Reykjavík- urslagur Íslandsmeistara KR og toppliðs Vals í Vesturbænum á mið- vikudaginn. Leiknum þurfti að fresta vegna þess að KR-ingar hafa verið í sóttkví eftir Glasgow-förina í síðustu viku þar sem þeir mættu Celtic í Meistaradeild Evrópu. KR- ingar voru í sérflokki á síðustu leik- tíð og unnu deildina með 14 stiga mun en þessi lið eru Íslandsmeist- arar síðustu þriggja ára. Valsarar eru á toppnum sem stendur, með 22 stig eftir tíu leiki en KR-ingar eru í 5. sæti með 17 stig eftir níu leiki. Steven Lennon skipar sér í hóp þeirra markahæstu  Frammistaða Skotans reið baggamuninn í sigri FH  KA og ÍA í basli Ljósmynd/Þórir Tryggvason Gauragangur Hart barist á Akureyri um helgina. Morgunblaðið/Íris Þrenna Steven Lennon var beinskeyttur gegn HK og lætur hér vaða á markið. Miklar breytingar urðu á leik- mannahópi úrvalsdeildarliðs Hauka í körfuknattleik um helgina. Landsliðsmaðurinn Hjálmar Stef- ánsson hefur ákveðið að leika á Spáni næsta vetur og samdi við Aquimisa Carbajosa eða sama lið og Tómas Þórður Hilmarsson samdi við á dögunum. Liðið leikur í c-deildinni á Spáni. Haukar voru ekki lengi að sækja leikmann í staðinn og nældu í Aust- in Magnús Bracey frá Val í gær. Austin Magnús hefur leikið síðustu fjögur tímabil með Val. Breytingar hjá Haukum Morgunblaðið/Eggert Spánn Hjálmar Stefánsson ætlar að reyna fyrir sér erlendis. Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jóns- son bætti eigið Íslandsmet á Origo- móti FH í frjálsum íþróttum í Kaplakrika í dag er hann kastaði sleggjunni 75,82 metra. Fyrra met Hilmars var 75,26 metrar sem hann setti í Bandaríkj- unum á síðasta ári en hann hefur kastað vel að undanförnu. Hilmar kastaði tvívegis yfir 75 metra í síð- ustu viku en árangur hans um helgina er sá átjandi besti í heim- inum á árinu. Með þessu áframhaldi gæti Hilmar hæglega komist á Ól- ympíuleikana í Tókýó á næsta ári. Hilmar Örn bætti eigið Íslandsmet Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Methafi Hilmar Örn Jónsson er í hörkuformi þessa dagana. NBA-deildin Úrslitakeppni, 1. umferð: Brooklyn – Toronto ............................ 92:117  Staðan er 3:0 fyrir Toronto. Utah – Denver .................................... 124:87  Staðan er 2:1 fyrir Denver. Philadelphia – Boston .........................94:102 Philadelphia – Boston .......................135:133  Boston vann einvígið 4:0 Dallas – LA Clippers........................ 122:130 Dallas – LA Clippers ................(frl.) 135:133  Staðan er 2:2. Orlando – Milwaukee ....................... 107:121  Staðan er 2:1 fyrir Milwaukee. Miami – Indiana................................ 124:115  Staðan er 3:0 fyrir Miami. Oklahoma – Houston........................ 119:107  Staðan er 2:1 fyrir Houston. Portland – LA Lakers...................... 108:116  Staðan er 2:1 fyrir Lakers  KNATTSPYRNA Pepsí Max-deild kvenna: Kaplakriki: FH – Stjarnan .......................18 Origo-völlurinn: Valur – Þróttur R......19:15 Kópavogsvöllur: Breiðablik – Selfoss..19:15 Í KVÖLD! Rússland CSKA Moskva – Rubin Kazan................ 1:2  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með CSKA og Arnór Sigurðsson lék fyrstu 70 mínúturnar. Kasakstan Astana – Okzhetpes................................. 2:0  Rúnar Már Sigurjónsson skoraði og lagði upp mark fyrir Astana. Hvíta-Rússland Neman – BATE Borisov.......................... 0:2  Willum Þór Willumsson kom inn á sem varamaður hjá BATE á 77. mínútu. Slóvakía Dunajska Streda – Spartak Trnava ...... 2:1  Birkir Valur Jónsson var á varamanna- bekk Spartak. Búlgaría Levski Sofia – Tsarsko Selo ................... 0:1  Hólmar Örn Eyjólfsson var ekki í leik- mannahópi Levski Sofia. Danmörk Kolding – Nordsjælland ..........................2:1  Amanda Andradóttir kom inn á hjá Nor- dsjælland á 80. mínútu. Svíþjóð AIK – Helsingborg .................................. 2:0  Kolbeinn Sigþórsson lagði upp mark og lék fyrstu 69 mínúturnar hjá AIK. Malmö – Falkenberg ............................... 2:1  Arnór Ingvi Traustason kom inn á hjá Malmo eftir 59 mínútur. Sirius – Hammarby ................................. 3:1  Aron Jóhannsson kom inn á hjá Hamm- arby á 66. mínútu. Rosengård – Gautaborg ......................... 3:0  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård. Kristianstad – Djurgården..................... 0:1  Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan leikinn með Kristianstad. Sif Atladóttir er í barnsburðarleyfi. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið.  Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Djurgården en Guðbjörg Gunnars- dóttir er í barnsburðarleyfi. Uppsala – Örebro .................................... 1:2  Anna Rakel Pétursdóttir lék fyrri hálf- leikinn með Uppsala. B-deild: AIK – Kalmar ........................................... 3:2  Andrea Thorisson kom inn á hjá Kalmar á 46. mínútu. Mallbacken – Hammarby ....................... 1:1  Kristrún Rut Antonsdóttir lék fyrstu 61 mínútuna hjá Mallbacken. Noregur Aalesund – Haugesund ........................... 1:3  Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði fyr- ir Aalesund, Daníel Leó Grétarsson lék all- an leikinn og Davíð Kristján Ólafsson lék síðari hálfleik. Bodø/Glimt – Start.................................. 6:0  Alfons Sampsted lék allan leikinn hjá Bodø/Glimt.  Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í leikmannahópi Start. Jóhannes Harðarson þjálfar liðið. Mjøndalen – Rosenborg .......................... 0:2  Dagur Dan Þórhallsson kom inn á hjá Mjøndalen á 90. mínútu. Strømsgodset – Viking ........................... 0:2  Ari Leifsson var ekki í leikmannahópi Strømsgodset.  Axel ÓskarAndrésson lék allan leikinn með Viking. Vålerenga – Sandefjord ......................... 2:1  Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn með Vålerenga.  Emil Pálsson lék allan leikinn með Sand- efjord. Viðar Ari Jónsson var ekki í leik- mannahópnum. Lillestrøm – Vålerenga........................... 1:3  Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tím- ann og skoraði fyrir Vålerenga.  FH – HK 4:0 1:0 Steven Lennon 30. 2:0 Þórir Jóhann Helgason 34. 3:0 Steven Lennon 85. 4:0 Steven Lennon 90. MM Steven Lennon (FH) M Gunnar Nielsen (FH) Logi Tómasson (FH) Daníel Hafsteinsson (FH) Jónatan Ingi Jónsson (FH) Eggert Gunnþór Jónsson (FH) Þórir Jóhann Helgason (FH) Birnir Snær Ingason (HK) Ari Sigurpálsson (HK) Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson – 7. Áhorfendur: Ekki heimilað.. KA – ÍA 2:2 1:0 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 29. 2:0 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 48. 2:1 Gísli Laxdal Unnarsson 57. 2:2 Sjálfmark 67. M Guðmundur Steinn Hafsteinsson (KA) Bjarni Aðalsteinsson (KA) Hrannar Björn Steingrímsson (KA) Ívar Örn Árnason (KA) Rodrigo Gomes Matteo (KA) Árni Snær Ólafsson (ÍA) Brynjar Snær Pálsson (ÍA) Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Hlynur Sævar Jónsson (ÍA) Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA) Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 7. Áhorfendur: Ekki heimilað.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.