Morgunblaðið - 24.08.2020, Page 29

Morgunblaðið - 24.08.2020, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2020 » Listamenn geta ver-ið jafnlitríkir og listaverkin sem þeir skapa og umfjöllunar- efnin fjölbreytileg, allt frá hugvekju yfir í póli- tíska ádeilu. Listin gegnir ólíkum hlutverkum á tímum kófsins AFP Hress Listamaðurinn Grayson Perry stillir sér upp við listaverk sitt „Tomb of the Unknown Craftsman“, eða Grafhýsi óþekkta handverksmannsins, í British Museum í London. Safnið verður opnað á ný 27. ágúst. Í Barselóna Vegglistaverk eftir listamann sem kallar sig TVBoy. Á því sést fyrrum konungur Spánar, Juan Carlos, í líki ferðamanns og heitir verkið „Að ferðast eins og kóngur“. Juan Carlos hefur yfirgef- ið heimaland sitt eftir að upp komst um leyndar bankabækur hans. Bón Kona skokkar fram hjá Metropolitan-safninu í New York sem nú prýðir verk eftir Yoko Ono, Dream Together. Ný rannsókn leiðir í ljós að draga má úr líkum á kórónuveirusmiti ef söngvarar syngja lægra og blást- urshljóðfæraleikarar spila veikar en ella. Einnig ætti að sleppa öllu öskri á sviðum til að minnka vega- lengd þeirra dropa sem koma frá flytjendum. Í frétt breska dagblaðs- ins The Guardian um málið kemur fram að rannsóknarniðurstöðurnar muni mögulega leiða til þess að tón- listar- og sviðslistafólk fái senn að stíga aftur á svið þar í landi. „Þetta snýst ekki um hljóðið sem slíkt, hvort sem sungið er eða talað, heldur um styrkinn,“ segir Jonat- han Reid, prófessor við Háskólann í Bristol og einn meðhöfunda rann- sóknarinnar, sem enn er ekki búið að ritrýna. „Með því að syngja að- eins veikar er hægt að draga úr smithættunni.“ Rannsakendur létu 25 atvinnu- söngvara draga andann, tala, hósta og syngja inn í trekt til að mæla dropamagnið sem frá viðkomandi kom. Rannsóknin leiddi í ljós að því lægri sem söngstyrkurinn var því minna magn dropa barst í loftinu. Declan Costello, háls-, nef- og eyrnalæknir hjá Wexham Park- spítalanum og einn meðhöfunda rannsóknarinnar, bendir á að sýn- ingarrýmið og loftræstingin hafi líka mikið að segja varðandi smit- hættuna. Með öðrum orðum felist minni smithætta í því að syngja í kirkju en að öskra á yfirfullum bar. Oliver Dowden, menningarmála- ráðherra Bretlands, fagnar rann- sókninni og bendir á að yfirvöld séu í nánu samstarfi við vísindafólk landsins til að skipuleggja hvernig best sé að aflétta samkomutak- mörkunum sem haft hafa mikil áhrif á menningarlíf landsins. Minnkar líkur á smiti að syngja lægra AFP Útisvið Anita Rachvelishvili, mezzósópran frá Georgíu, á sviði í Aþenu í júlí. Var danski rithöfundurinn Karen Blixen rasisti? Þessu veltir Elisabeth Nøjgaard, sem í fyrrahaust tók við starfi forstjóra Karen Blixen-safnsins í Rungstedlund, fyrir sér í viðamiklu viðtali við danska dagblaðið Berlingske og segir að safnið verði að geta fjallað einlæglega um dvöl Blixen í Afríku, þar sem hún rak um árabil kaffi- búgarð á nýlendu Breta í Kenía. Nøjgaard segist í viðtal- inu ekki ætla að taka afstöðu til þess hvort Blixen hafi verið haldin kynþáttafordómum og eftirlætur safngest- um að móta sér eigin skoðun. „Mér finnst algjörlega eðlilegt að við upplýsum að lesa má Blixen með marg- víslegum hætti. Okkur ber skylda til að læra af sögunni og fjalla um hana með augum nútímans.“ Var Karen Blixen rasisti? Karen Blixen Félag íslenskra bókaútgefanda (Fíbút) leitar að ein- staklingum á ólíkum aldri, með fjölbreyttan bakgrunn og menntun, til þess að velja athyglisverðustu bækur ársins í dómnefnd Íslensku bókmenntaverðlaunanna. „Laun fyrir nefndarsetu eru kr. 125.000 auk þess sem nefndarmeðlimir fá allar framlagðar bækur í sínum flokki til eignar. Starfstímabilið er frá 10. september til 25. nóvember 2020. Horft er til 2. kafla, 3. gr. stjórnsýslulaga varðandi hæfi dómnefndarfólks sem tengist höfundum eða útgefendum framlagðra verka,“ segir í auglýsingu Fíbút á Facebook-síðu félagsins. Tekið er við skráningu á þeirri sömu síðu til og með 31. ágúst. Fíbút leitar að dómnefndarfólki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.