Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.09.1988, Síða 2

Bæjarins besta - 14.09.1988, Síða 2
ísatjöröur: 2 BÆJARINS BESTA - bílþjófnaður, ölvunarakstur, slagsmál og skemmdarverk einkenndu síðastliðna helgi Síðastliðin helgi var mjög eril- söm hjá lögreglunni á ísafirði. Mikill órói var í bænum aðfara- nótt sunnudags og fylltust fanga- geymslur lögreglunnar um tíma. Einnig þurfti lögreglan að hafa afskipti af ölvunarakstri á Þing- eyri og sótti hún ökumanninn þangað. Upp úr hádegi á föstudag fannst gul Lada bifreið í Sunda- höfninni á ísafirði. Bifreiðinni hafði verið ekið í höfnina nóttina áður en fannst ekki fyrr en um hádegisbilið daginn eftir eins og áður sagði. Líklegasta skýringin á því hversu seint hún fannst er sú að mikið flóð var á þessum tíma og sást hún því illa, en um leið og fjaraði út kom hún í ljós. Að sögn Jónasar H. Eyjólfsson- ar yfirlögregluþjóns er málið nú upplýst að fullu. Þar voru að verki unglingspiltar sem stálu bifreiðinni þar sem hún stóð við höfnina. Hófu þeir akstur um Ladabifreiðin kom ekki í ljós fyrr en um hádegi daginn eftir að hún fór í höfnina. ísafjörður: Skipadeild Sambandsins: Hefur reglubundnar siglingar til ísafjarðar - „Erum komnir til að vera“ segir Ari Leifsson hjá skipadeildinni í samtali við BB Skipadeild Sambands ís- lenskra Samvinnufélaga hefur hafið reglubundnar áætlunarsigl- ingar á ísafjörð ásamt öðrum höfnum á ströndinni. Meiningin er að skipið Karola R sem verð- ur í þessum siglingum komi til ísafjarðar á hverjum þriðjudegi og þá á suðurleið. Skipið mun einungis flytja ferskfisk, freð- fisk, rækju og þess háttar vörur. Að sögn Ara Leifssonar hjá skipadeild Sambandsins mun skipið fara frá Reykjavík á fimmtudögum og taka stefnuna norður til Akureyrar. Þó er möguleiki á að koma við á ísa- firði á föstudeginum en ekki er á áætlun að fastsetja það strax. Framtíðin yrði að leiða það í ljós hvort af því yrði. „Ástæðan fyrir því að við komum inn á ísafjörð er fyrst og fremst sú að við teljum að þar sé markaður og við teljum óeðli- legt að það sé bara einn aðili sem þjóni þessum flutningum. Við viljum gefa mönnum fleiri möguleika, því ætlum við að vera á ísafirði á þriðjudögum á meðan Eimskip er á mánudög- um og við vonumst eftir því að fá einhver viðskipti“ sagði Ari. Skipið sem verður í þessum flutningum heitir eins og áður sagði Karola R, og er alveg splunkunýtt þýskt skip. Skipið kom úr skipasmíðastöðinni í júlí síðastliðnum. Karola R er 2500 tonn að stærð og ber 158, 20 feta gáma. Umboðsmaður skipsins á Isafirði er Gunnar Jónsson skipamiðlari. hafnarsvæðið með þeim afleið- ingum að þeir misstu stjórn á bif- reiðinni og lenti hún í sjónum. Tveir unglingspiltar sem í bif- reiðinni voru fóru með henni í sjóinn en björguðu sér út og má telja það mikla mildi að ekki fór verr í þetta skipti. Aðfaranótt sunnudags var mikið annríki hjá lögreglunni. Meðal annars þurfti hún að sækja mann grunaðan um ölvun- arakstur til Þingeyrar auk þess sem mikið róstur var í bænum. Næstkomandi sunnudag flytur lögreglan sig um set í nýja Stjórnsýsluhúsið. Við þann flutning stækkar húsnæði lög- reglunnar um helming en mesta breytingin mun vera sú að þar mun verða aðstaða fyrir gæslu- varðhaldsfanga sem ekki var í gömlu stöðinni. Þá er fangahúsið alveg nýtt og væntanlega fólki bjóðandi eins og Jónas orðaði það. f > dTCMfTHC FERÐASKRIFSTOFA ISAFJARÐARUMBOÐ KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR SfMAR 4111 & 3818 k______________________

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.