Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.09.1988, Page 4

Bæjarins besta - 14.09.1988, Page 4
4 BÆJARINS BESTA BÆJARINS BESTA, óháð vikublað á Vest- fjörðum. Útgefandi: H-PRENT sf, Suðurtanga 2, 400 ísafjörður, S 4560. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Blaðamaður: Vigdís Jakobsdóttir. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Rit- stjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Suðurtanga 2, ® 4570 og er svarað allan sólar- hringinn. Setning, umbrot og prentun: H-prent sf, Suður- tanga 2, 400 ísafjörður. RITSTJÓRN Neðstikaupstaður Upp úr því að íslendingar fóru almennt að hafa pcninga milli handa greip þá ómótstæðileg löngun til að afmá fortíðina, þurrka út rnuni og minjar, scm minntu á búskaparhætti forfeðr- anna. Þennan uppskafningshátt nýríkra tileinkaði fjöldinn sér til að undirstrika umskiptin frá torfkofum og timburhjöllum yfir í steinkassa ogglerhallir nútímans. Sem beturfcr höfum við átt ogeigum fólk, sem gerirsérgrein fyrir gildi sögunnar og telur feng að varðveislu gamalla muna og húsa, sem segja meira en mörg orð um daglegt líf og baráttu ís- lensku þjóðarinnargegnum aldir. Um starf. þrautsegju ogelju, sem lagði grunninn að velferðarþjóðfélagi nútímans. Velferð, sem við kunnum ekki að meta og misnotum í ríkum mæli. Þessu fólki cigurn við að þakka stofnun Sögufélags ísfirðinga, 18. janúar 1953. Ári fyrr stofnuðu sýslunefndir Norður- og Vcstur-ísafjarðarsýslna Héraðsskjalasafnið. Sömu aðilarstofn- uðu Byggðasafnið 1955. Ársrit Sögufélags ísfirðinga kom fyrst út 1956. Sögufclagið taldi þá 38 félaga. I dag eru þeir yfir 800. Frá upphafi hefur það verið gæfa nefndra stofnana, að þar hafa verið valdir menn í fyrirrúmi. Friðun Neðstakaupstaðarhúsanna var þarft verk. Endurnýj- un þeirra hefur skilað sér vel á veg þótt mikið verk sé óunnið. Parna er kjarni, sem vcrt er að vinna út frá. Sjóminjasafnið í Turnhúsinu lofargóðu. Mcðal þess sem tæknivæðingin hefur rutt úr vcgi eru gömlu cldsmiðjurnar. Ein slík er þó tilTNeðsta og í svo góðu ástandi að trúlega mætti hefja þar vinnu á morgun. Því er hcr með bcint til viðkomandi aðila, hvort ckki sé rétt að bæta eldsmiðjunni í safnið. Smiðjur af hennar tagi eru ckki á hverju strái. En horfum lengra. Landvinningar í Suðurtanga gefa ýmsa möguleika. Einhverntíma kemur að byggingu safnhúss yfir byggðasafnið. Hvers vegna ekki að ætla því stað í Neðsta? Þang- að mætti li'ka hugsa sér flutning gamalla húsa, sem af skipulags- ástæðum þyrfti að fjarlægja annars staðar. Nýbyggingar í „gömlum þjóðlegum stíl“ kæmu einnig til greina. Við skulum halda áfram endurreisninni í Neðstakaupstað. Þar höfum við möguleika til að tengja fortíðina á lifandi hátt við nútímann hverju sinni. Uppbyggingin er rétt að byrja. Minn- umst árvekni þeirra manna, sem að henni hafa staðið, þegar að því kemur að skipuleggja næsta nágrenni hins endurreista Neðstakaupstaðar. s.h. Félagsstarf aldraðra ísafirði: Þakktr til ferðafélaga ísfirskir þátttakendur í ferða- lagi í Reykjanes dagana 16.- 20. ágúst síðastliðinn senda þakkir til ferðafélaga frá Blönduósi, Skagaströnd, Bolungarvík, Súðavík, Suðureyri, Reykhólum og Selfossi fyrir ánægjulega sam- veru og samvinnu. Einnig sendum við þakkir til þeirra sem styrktu ferðalagið svo sem Kaupfélag fsfirðinga, Gamla bakaríið og bæjarstjórn Bolungarvíkur. Ekki skal síst þakkað starfsfólki hótelsins, Sr. Baldri, Jens í Kaldalóni og bíl- stjóranum okkar Ásgeiri Sig- urðssyni. Hittumst heil á næsta móti aldraðra. f.h. Félagsstarfs aldraðra Málfríður Halldórsdóttir Brids: Yel heppnað Vestfjarðamót Helgina 3.-4. september sl. var haldið Vestfjarðamót í tví- menningsbrids. Mótið var haldið á Laugarbóli í Bjarnafirði við Hólmavík. Þátt tóku 27 pör alls staðar að af Vestfjörðum. Sigurvegararnir höfðu hlotið að lokinni keppni 104 stig. það voru þeir Jóhannes Ó. Bjarna- son og Hermann Sigurðsson frá Þingeyri. í öðru sæti urðu Tálknfirðing- arnir og bræðurnir Geir og Sím- on Viggóssynir. Þeir hlutu 95 stig. Einar V. Kristjansson og Arn- ar Geir Hinriksson frá ísafirði fengu 92 stig, og urðu þar með í þriðja sæti. Kristinn Kristjánsson og Rún- ar Vífilsson urðu í 4. sæti. Fengu 90 stig. Þeir eru frá ísafirði. í 5. sæti höfnuðu svo heima- mennirnir Guðbrandur Björns- son og Jón Stefánsson. Þeir fengu 81 stig. Keppnisstjóri var Vigfús Pálmason. Keppnin fór í alla staði mjög vel fram, og að sögn þeirra sem voru viðstaddir var hún Hólma- vík og Hólmvíkingum til sóma.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.