Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.09.1988, Side 5

Bæjarins besta - 14.09.1988, Side 5
BÆJARINS BESTA 5 Það hefur varla farið fram hjá neinum, sem eitthvað horfir á sjónvarp eða hlustar á útvarp, að sl. sunnudag fór fram mikið hlaup um allan heim, til styrktar bágstöddum börnum í heimin- um. Á Vestfjörðum var hlaupið á þremur stöðum; ísafirði, Flat- eyri og á Þingeyri. Hlaupið á ísafirði var sérsiakt fyrir þær sakir að þar sá Rauðakrossdeild- in ekki um framkvæmdina. Vegna óviðráðanlegra orsaka, var það ekki mögulegt, og því hljóp þriðji bekkur menntaskól- ans í skarðið. Nemendur gengu í hús, seldu miða, og stóðu fyrir framkvæmdinni í heild sinni. Eins og alls staðar annars staðar í heiminum, tókst vel til á Vestfjörðum, og á ísafirði einum seldust tæplega sex hundruð miðar. Reyndar hlupu ekki jafn margir, en það er giskað á að á annað hundrað manns hafi hlaupið eða gengið hringinn. Meðfylgjandi mynd tók ljós- myndari BB þegar skriðan fór af stað á slaginu þrjú. Vestfjarðamótið í skák 1988 verður haldið í Súðavík 16.-18. september. Þar verður teflt sem hér segir: . föstudaginn 16. sept. kl. 14-18 . föstudaginn 16. sept. kl. 19-23 laugardaginn 17. sept. kl. 9-13 laugardaginn 17. sept. kl. 14-18 sunnudaginn 18. sept. kl. 9-13 sunnudaginn 18. sept. kl. 14-18 Hraðskákmót Vestfjarða er kl. 20 á laugardeginum 17. sept. Flestir sterkustu skákmenn Vestfjarða taka þátt í mótinu. ALLIR VELKOMNIR. EKKERT ÞÁTTTÖKUGJALD. Nánari upplýsingar gefa Guðmundur Halldórsson í síma 3216, og Óskar Elíasson í símum 4964 og 4944. 1. umferð 2. umferð 3. umferð 4. umferð 5. umferð 6. umferð Vestfirðir: Góð þátttaka í Heimshlaupinu ”88 - tæplega sex hundruð miðar seldust á ísafirði

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.