Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.09.1988, Side 10

Bæjarins besta - 14.09.1988, Side 10
10 BÆJARINS BESTA Hverja telur þú kosti þess og galla að frjáls félagssamtök á borð við Hjartavernd reki eigin rannsóknarstöð? „Kostirnir eru þeir helstir, að frjáls félagssamtök áhugamanna hafa oft frumkvæði að því að framkvæma ýmisleg sem hætt er við að gæti dregist ef það væri í höndum hins opinbera. Við höf- um dæmi þess hér á landi. Ég tel ólíklegt að þær rannsóknir sem Hjartavernd hefur staðið fyrir hefðu verið gerðar ef hið opin- bera hefði ráðið ferðinni. Gallarnir eru þeir, að rekstur heilbrigðisþjónustu á vegum einkaaðila er oft æði ótryggur. Petta hefur gert okkur dálítið erfitt fyrir. Við höfum ekki tryggt rekstrarfé frá ári til árs, upphaflega var okkur markaður ákveðinn tekjustofn til tíu ára, hluti af svonefndu tappagjaldi, en hann var tekinn af okkur eftir fimm ár. Síðan höfum við orðið að sækja sérstaklega um fé af fjárlögum á hverju ári. Ríkis- framlagið stendur nú undir um þriðjungi rekstrarkostnaðar. Við höfum einnig aðrar tekjur af happdrætti, styrkjum og öðru slíku. En þetta veldur því að við eigum erfitt með að gera áætlan- ir til lengri tíma. Rannsóknarstöð Hjartavernd- ar er hönnuð fyrir helmingi meiri afköst en við nýtum nú. Petta seinkar óneitanlega rann- sóknum okkar, bæði gagnasöfn- un og úrvinnslu.” Hverjir eru það, sem koma á rannsóknarstöðina og hver ber kostnaðinn? „Stærstur hluti þeirra er hing- að koma, eru kallaðir inn vegna rannsókna okkar og kostnaðinn berum við. Sá hópur er kemur að eigin frumkvæði eða vegna ábendingar frá heimilislækni eða sérfræðings fer þó stækkandi. Áður þurfti tilvísun læknis til að menn kæmu hingað en nú getur hver sem er komið að eigin frumkvæði ef hann telur ástæðu til. Kostnaðinn greiðir viðkom- andi eins og aðra sérfræðings- þjónustu. Það er aðallega fólk milli fertugs og fimmtugs sem kemur að eigin frumkvæði. Á þeim aldri er það farið að hugsa um heilsuna. Fólk á þessum aldri er upptekið af vinnu sinni en finnur oft að afköstin eru að verða minni og líðanin ekki eins góð og áður. Pað hefur einnig sýnt sig að sami aldurshópur skilar sér best í skipulegum rannsóknum okkar. Peir yngri eru tregir til að koma og þeim elstu finnst kannski ekki taka því að vera að velta heilsunni of mikið fyrir sér.” Hafa komið fram upplýsingar í rannsóknum ykkar nú þegar er sýna hver sérstaða íslendinga er þegar litið er til hjarta- og æða- sjúkdóma? „Já, við höfum þegar allmikl- ar upplýsingar úr rannsóknum okkar. Éitt af því sem er sérstakt við íslendinga er að þeir hafa mjög hátt kólestról í blóðinu, en önnur blóðfita, svo sem tríglyseríð, er mjög lág. Á und- anförnum árum hefur hið fyrr- nefnda þó lækkað að meðaltali en það síðarnefnda eitthvað hækkað. Þrátt fyrir að hátt kól- estról í blóði sé þekktur áhættu- þáttur er dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma ekki hærri á íslandi en á hinum Norð- urlöndunum. íbúar þeirra eru með mun lægra kólestrol að meðaltali en við. Reykingar og blóðþrýstingur íslendinga er í meðallagi miðað við aðrar vest- rænar þjóðir”. Hvað með áhættuþáttinn streitu? Eru íslendingar spennt- ari en aðrir? „Streituna er erfitt að mæla. Við reynum það þó með því ein- faldlega að spyrja fólk hvort það finni fyrir streitu, og hvort því þyki störf sín andlega erfið. Svörin benda til að streita fari frekar vaxandi hér á landi en hitt. í kjölfarið fylgja líkamleg streitueinkenni svo sem truflanir frá maga, hár blóðþrýstingur, höfuðverkur og reykingar. í heild virðast þessi einkenni held- ur vera að aukast, en það er þó mismunandi eftir stéttum. Ólaf- ur Ólafsson landlæknir, hefur kannað þetta nánar, og getur svarað þessari spurningu betur.” Hvenær á fólk að fara að gæta hvort það gæti verið með hjarta- eða æðasjúkdóm ? „Ég tel ráðlegt að fólk fari í almennt heilsufarseftirlit hjá sín- um heimilislækni á um það bil tveggja til þriggja ára fresti eftir fertugt. Það sem þarf að mæla er blóðþrýstingur, blóðfita og blóð- sykur. Ef breytingar verða á ein- hverju þessa, finnur fólk það yf- irleitt ekki á líðan sinni, heldur frh. á bls. 15 Frá Hjartavernd: Sum einkenni finnast ekki nema vi: mælingu Dr. Nikulás Sigfússon hefur verið yfirlæknir Rannsóknarstöðv- ar Hjartaverndar frá árinu 1972. Nikulás lauk doktorsprófi frá Háskóla íslands árið 1986, og fjallaði doktorsritgerð hans um háþrýsting í miðaldra körlum samkvæmt rannsóknum Hjarta- verndar. Nikulás hóf störf fyrir Hjartavernd er hann var, ásamt Ólafi Ólafssyni, fyrrverandi yfirlækni Hjartaverndar, nú land- lækni, kvaddur heim frá Svíþjóð til að undirbúa rannsókn þá er verið hefur meginverkefni Rannsóknarstöðvarinnar fram til þessa. Rannsókn þessi er ,,hóprannsókn Hjartaverndar á höfuð- borgarsvæðinu”. Tilgangur hennar er að afla upplýsinga um tíðni hjarta- og æðasjúkdóma og áhættuþátta þeirra. Upplýsing- arnar eru nauðsynlegar til að hægt sé að sinna fræðslu og for- varnarstarfi gegn þessum sjúkdómum, þannig að með rannsókn- inni er verið að framfylgja stefnu Hjartaverndar í verki. Nikulás Sigfússon þekkir starfsemi Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar allt frá upphafi og því liggur beint við að spyrja hann álits á starf- semi stöðvarinnar.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.