Bæjarins besta - 14.09.1988, Blaðsíða 11
BÆJARINS BESTA
11
Kampakátir deildarmeistarar hampa bikarnum.
ísafjörðMr:
BÍ 88 íslandsmeistari í 4. deíld
Fríðrik Bjarnason sæmdur gullmerki KSÍ
dómnefndar var ekki hægt að
gera upp á milli tveggja þar,
þeirra Péturs Jónssonar og
Trausta Hrafnssonar.
Þá voru valdir efnilegustu
leikmenn liðanna. Þau völdu lið-
in sjálf. í kvennaflokki var valin
Kolbrún Kristinsdóttir og í
karlaflokki Örn Torfasoni Ekki
þótti hægt að gera upp á milli
tveggja stráka í 3. flokki sem
efnilegustu leikmenn liðsins, og
hlutu því báðir viðurkenningu.
Það voru þeir Unnar Hermanns-
son og Gunnar Torfason.
Vinsælasta stelpan í kvenna-
flokki var valin Sigrún Sigurðar-
dóttir.
Guðmundur Gíslason.
Að loknu glæsilegu keppnis-
tímabili hjá BI 88 tryggði það sér
nú sl. laugardag Islandsmeist-
aratitilinn í 4. deild. Þá sigraði
liðið Austra frá Eskifirði 2-1.
Þeir sem skoruðu mörk ísfirð-
inga í leiknum voru Haukur
Benediktsson og Guðmundur
Gíslason.
Á laugardagskvöld var loka-
hóf félagsins haldið að Uppsöl-
um.
Þar voru m.a. veitt verðlaun
fyrir besta knattspyrnumann fé-
lagsins í kvenna- og karlaflokki.
Val á þeim var í höndum nefnd-
ar, sem skipuð er fulltrúa gef-
anda verðlauna, einum úr stjórn
og einum manni sem fylgst hefur
grannt með liðinu, sem áhorf-
andi.
Fyrir valinu urðu þau Guð-
mundur Gíslason og Sigrún Sig-
urðardóttir.
Verðlaun voru veitt fyrir besta
leikmann í þriðja fiokk,. Að mati
Markakóngur í meistaraflokki
var Stefán Tryggvason. Hann
skoraði alls 10 mörk á þessu
keppnistímabili. Mestar fram-
farir innan félagsins þótti Fann-
ey Pálsdóttir sýna.
Að loknum verðlaunaafhend-
ingum félagsins, tók Kristján
Jónasson, sem einnig var veislu-
stjóri, til máls. Hann afhenti fyr-
ir hönd K.S.Í. heiðursmerki til
þriggja manna, fyrir vel unnin
störf í þágu knattspyrnunnar á
ísafirði.
Þeir Hans Haraldsson og Pét-
ur Sigurðsson hlutu silfurmerki
K.S.Í., en Friðrik Bjarnason
(Diddi málari), hlaut gullmerki.
Hann er fyrsti Vestfirðingurinn
sem er sæmdur þessu merki.
ATVINNA
Laus er staða aðstoðarmanns átann-
læknastofunni í Bolungarvík.
Vinnutími fyrir hádegi.
Upplýsingar í síma 7520, eftir kl. 20.