Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.09.1988, Síða 20

Bæjarins besta - 14.09.1988, Síða 20
20 BÆJARINS BESTA iMifjóióm: Elísabet Gunnarsdóttir kynnir skipulagshngmyndir - bæjarsjóður hefur ráðið hana til að vinna nokkur verkefni fyrir ísafjarðarkaupstað Eftir átta ára nám hefur ung ísfirsk kona; Elísabet Gunnars- dóttir, nú útskrifast sem ar- kítekt. Elísabet lagði stund á arkí- tektúr fyrst í Skotlandi við Ed- inburgh college of art og síðan í Frakklandi í Ecole d’architec- ture Paris la Villette. Hún er nú komin aftur heim á ísafjörð og ætlar að opna hér teiknistofu. Pessa dagana leitar hún að hentugu húsnæði undir reksturinn. í dag notast hún við, til bráðabirgða, lítið herbergi sem hún hefur á leigu í húsi Brunabótafélags íslands. Elísabet vakti athygli ísfirð- VEFSTOFA GUÐRÚNAR VIGFÚSDÓTTUR HAFNARSTRÆTI 20 SÍMI 3162 Vegna lokunar 25. september eru eftirtaldir hlutir til sölu: ★ Pfaff saumavélíborði ★ Skrifborð ★ Toyota saumavél ★ Vefstólar ★ Toyota overlook vél sem sker ★ Stórvinnuborð ★ Ýfingarvél ★ Innréttingar í verslun. TÓNLISTARSKÓLI ÍSAFJARÐAR TÓNLISTARNEMAR - FORELDRAR Skólasetning Tónlistarskólans fer fram sunnudaginn 18. sept. kl. 17 í sal Grunnskóla ísa- fjarðar. Allir velunnarar skólans velkomnir. Skólastjóri. inga á sér þegar hún kom heim, með því að opna sýningu í Slunkaríki, þar sem hún hefur til sýnis teikningar sem eru hluti lokaverkefnis hennar frá skólan- um í París. Það sem hún sýnir eru hugmyndir hennar að skipu- lagi strandlengjunnar og pollsins við ísafjarðarkaupstað. Sannar- lega áhugavert verkefni, og hug- myndirnar eftir því. Bæjarbúar hafa sýnt hugmyndunum mikinn áhuga og hefur sýningin verið mjög vel sótt. Á fundi bæjarráðs um fjármál 10. ágúst sl. var bæjarstjóra falið að undirbúa ákveðin verkefni sem Elísabet kemur til með að vinna á næstunni fyrir bæjarsjóð ísafjarðar. Þetta er gott tækifæri fyrir nýútskrifaðan arkítekt til að láta til sín taka. Að sögn Elísabetar er hér að- allega um að ræða verkefni sem snúa að deiliskipulagi. En fyrir þá sem ekki vita hvað það er, þá er það smærri eining innan aðal- skipulags. í því felst að skipu- leggja íbúðahverfi, útivistar- svæði o.fl. í þeim dúr. í deiliskipulagi er stuðst við sam- þykkt aðalskipulag. Sýning Elísabetar í Slunkaríki stendur fram á n.k. sunnudag. Glisabet Gunnarsdóttir á sýningu sinni í Slunkaríki. Útgáfa: Tímaritið Þroska hjálp komið út Tímaritið Þroskahjálp, 4. tölublað 1988, er komið út. Meðal efnis í blaðinu er viðtal við þriggja barna móður frá Vestmannaeyjum, en fjölskyld- an bjó um nokkurra ára skeið í Noregi. Rannveig Traustadóttir í Ameríku spjallar við tvær mæður vestan hafs um þátt for- eldra í fræðslu, ráðgjöf og upp- lýsingamiðlun til annarra for- eldra. Elín Stephensen skólasafnskennari ritar athyglis- verða grein um skólasöfn og þroskahefta nemendur. Einnig birtist erindi Jóns Björnssonar félagsmálastjóra á Akureyri, „Skip á leið til Parísar" í þessu tölublaði. Tímaritið Þroskahjálp kemur út sex sinnum á ári. Það er sent áskrifendum og fæst í lausasölu í bókabúðum og blaðsölustöðum víða um land. Áskriftarsíminn er 91-29901.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.