Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.1989, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 21.12.1989, Blaðsíða 12
12 BÆJARINS BESTA BB-viðtalið: BB ræðir við Gunnar Bæringsson, framkvæmdastjóra Kreditkorta hf, fyrrverandi trommara í skólahljómsveitinni „Noisemakers44 og vinnuþjark með meiru ÞEGAR ég geng inn á skrifstofu Gunnars Bæringssonar, en hún er staðsett á þriðju hæð inni í horni á byggingunni við Ármúla 26, þá verð ég fyrir dálitlum vonbrigðum. Á móti mér tekur maður, þ.e. Gunnar Bæringsson, sem er yngri en ég hélt hann væri. Röddin í símanum virtist vera eldri. Gunnar er hressilegur maður með svolítið yfirskegg. Ég sting upp á því að við hittumst aftur á heppilegri stað en á skrifstofunni en hann vill endilega Ijúka viðtalinu í snatri. ,,Allt í lagi,“ segi ég, enda er andinn góður þar inni og við báðir í ágætu formi til þess að tala. Hvernig stóð á því að þú lentir hér Gnnnar? „Ja, það eru tíu ár síðan við byrjuðum fyrst að spá í þessi mál en það var árið 1979. Þá þegar var hafin nokkur umræða um kredit- kort hér á landi. í október það sama ár byrjaði ég að vinna hjá Kreditkortum hf og hóf að undirbúa starfsemi fyrirtækisins en fyrirtækið var formlega stofnað í janúar 1980. “ Áttir þú kannski hugmynd- ina að stofnuninni? „Nei, ég átti kannski hug- myndina. Við vorum sex saman sem stofnuðum þetta fyrirtæki og áttum það einir fyrstu tvö árin. Þá seldum við hluta fyrirtækisins til Út- vegsbankans, Verslunar- bankans og Sparisjóðs Vél- stjóra. Þessir aðilar keyptu þrjá fjórðu hluta fyrirtækis- ins en við eigum einn fjórða. Þetta var ægilega erfitt í upp- hafi því við fengum mjög mikinn mótbyr. Allir virtust vera á móti okkur og fannst þessi starfsemi ómöguleg. Við sem stóðum fyrir því að innleiða kreditkort hér á landi vorum álitnir óalandi og óferjandi. Fólk hélt að krítarkortin myndu valda upplausn í þjóðfélaginu og það myndi hreinlega koll- keyra sig ef kreditkortin fengju að halda innreið sína hér. Þetta var talið eitt af því versta sem var verið að inn- leiða. Og þetta hefur verið dálítill barningur í gegnum tíðina en ég held samt að menn vildu ekki missa kreditkortin í dag. 99 Lánið hefur leikið við mig u .Auðvitað er til í dæminu að fólk fari óvarlega með kortin og þá getur farið illa fyrir því. En í rauninni gildir það sama um eldspýtur. Ef maður fer óvarlega með eld- spýtur þá getur hann brennt sig illa og jafnvel brennt ofan af sér þakið.“ Gunnar hlær að þessari líkingu þrátt fyrir málefnið sé alvarlegt. Hann virkar dá- lítið kærulaus á mig í fyrstu en eflaust er hann það ekki. Hann bætir síðan við alvar- legur á svip. ,,Það er eins með þetta og annað. Menn verða að gæta sín á því að fara ekki óvarlega með það.“ Ég hef það á tilfinn- ingunni að þetta sé sú lífs- speki sem hafi reynst honum sjálfum heilladrjúgust í lífinu enda segist hann vera ánægður. Hann lítur til baka yfir farinn veg ævi sinnar og segir án þess að banka í borðið. „Þetta hafa verið góðir tímar. Tíminn og lánið hafa leikið við mig hingað til.“ Petta hefur sem sagt verið gott líf? ,,Já, ég get allavega ekki kvartað," segir hann sposkur á svip. Gunnar er fæddur á ísa- firði árið 1949. Foreldrar hans eru Bæring Jónsson og Guðrún Hasler. Hann á fimm systkini, Georg, Elvar, Hildi, Jón og Henrý. Gunn- ar ólst upp í Tangagötunni en þaríátti fjölskyldan heima þar til hann var tíu ára. „Ég man að það var heilmikið ævintýri fyrir okkur krakk- ana að fara í Salem á sunnu- dögum fyrir hádegi og svo í þrjúbíó eftir hádegi. Maður gckk fyrir þessu alla vikuna. Við systkinin vorum svo heppin að búa við hliðina á henni Millu, sem seldi mið- ana í bíó og vorum þar af leiðandi í klíkunni. Hún sá til þess að við fengum alltaf miða á fremsta bekk uppi. En svo þegar maður fór að cldast þá færði maður sig á aftasta bekk uppi.“ Landkrabbi sem langar á sjóinn Hann fór snemma að vinna fyrir sér eins og gengur og gerist í bæjarfélögum vestur á fjörðum þar sem þörf er fyrir hverja einustu vinnandi hönd. Hann segist hafa prófað að vinna í fiski og einnig sjómennsku. „Ég var á skaki eitt sumar en ein- hvern veginn átti það engan veginn við mig. Svo fór ég einn túr á síld en mér líkaði ekki þetta líf sem sjó- mennskan bauð upp á. En stóra spurningin er hins veg- ar hvort manni myndi líka þetta líf í dag. Þetta er nátt- úrulega mjög ólíkt því sem maður er að fást við,“ segir hann og brosir. Þannig að ef þúfærð leið á þessu þá ferð þú bara á sjó- inn? „Það getur vel farið svo. En þá verð ég að hafa þetta eins og Árni Tryggvason leikari. Ég heyrði viðtal við hann í útvarpinu um daginn. Hann ætlaði að vinna við þetta í ellinni en það er búið að skattleggja þetta svo mik- ið að það er ekki hægt. Mað- ur fæst þá bara við eitthvað annað. Én hver veit nema að ég endi á sjónum.“ Gunnar er sem sagt land- krabbi eins og þeir gerast bestir en eins og allir sjó- menn vita þá langar alla landkrabba á sjóinn. Máln- ingarvinnan átti betur við Gunnar og hann fór að mála þeim Sæmundssonum og lík- aði vel. Eftir Gagnfræða- skólapróf hjá Gústafi Lárus- syni fór hann að vinna í Landsbankanum á ísafirði. Þar vann hann í þrjú ár og fluttist síðan til Akureyrar ásamt eiginkonu sinni Guð- rúnu Arnfinnsdóttur. Þar vann hann sem bókhalds- maður í sjö ár en færði sig þá um set hingað til Reykjavík- ur og varð framkvæmda- ,Að koma Kreditkortum hf í það horl fyrirtækis, stjori eigin Kreditkorta hf. Þú hefur hlotið þína við- skiptamenntun í bankakerf- inu? „Já, í skóla lífsins má segja. Ég hef oft brosað að því í gegnum tíðina að ég sótti um inngöngu í Sam- vinnuskólann eftir að ég lauk gagnfræðaskólaprófi en ég fékk ekki að gerast Fram- sóknarmaður. Kannski sem betur fer.“ Þú hefur ekki þótt líklegur til að vinna neina stórsigra

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.