Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.1989, Qupperneq 14

Bæjarins besta - 21.12.1989, Qupperneq 14
14 BÆJARINS BESTA þessum bæjarfélögum hvað þetta varðar.“ Ertu svona mikill vinnu- þjarkur að þú leggir á þig bú- ferlaflutninga til þess að hafa eitthvað fyrir stafni? „Ja, það veit ég nú ekki. En ef ég er í vinnu og hefur ekkert að gera þá leiðist mér. Pá er nú betra að vinna bara hálfan daginn. Ég er svona nuddari verð að hafa eitthvað til að nudda við.“ ísafjörður hefur breyst mikið Ferðu alltaf vestur af og til? „Við höfum farið einu sinni á ári og þá förum við yfirleitt í Aðalvík. Og það er alltaf jafn stórkostlegt að koma þangað. Þegar maður var í þessu stressi hérna fyrstu árin - þá vann maður nótt sem nýtan dag 365 daga á ári - og skrapp vestur í Að- alvík var það eins og að fara í þriggja vikna sumarfrí þó maður væri aðeins í nokkra daga. Þarna er ekkert sem getur truflað mann, enginn sími og ekki neitt fjölmið- lagarg nema gamla gufan. Og þar hlustar maður ekki á neitt nema fréttirnar. Þetta er með betri ferðum sem maður fer. Og þegar maður segir útlendingum frá svona stöðum þar sem ekkert og enginn getur truflað mann þá trúa þeir ekki að slíkir staðir séu ennþá til í heimin- um. Annars finnst mér ísa- fjörður hafa breyst mikið,“ segir hann og breytir um- ræðuefninu. „Margir segja að ísafjörður sé skítugur bær en það finnst mér ekki vera. Það hefur lagast mjög mikið á undanförnum árum. Það hefur að vísu margt setið á hakanum mjög lengi en það er eðlilegt í bæjarfélagi þar sem alltaf eru miklar fram- kvæmdir. Annars verð ég að gagnrýna skipulagið dálítið. Það er búið að fylla svo mik- ið upp í bænum að lagið á eyrinni sem var mjög lögu- Iegt er orðið ólögulegt. En fyrir utan það þá er alltaf gaman að koma til ísafjarð- ar. Mér er mjög minnistætt hvað bærinn var fallegur þegar haldið var upp á hund- rað ára afmæli hans árið 1966. Þá var allur bærinn málaður. Ég var þá í máln- ingarvinnunni hjá þeim Sæ- mundssonum ásamt vini mínum Guðmundi Kjartans- syni. Æsingurinn í fólki var orðinn svo mikill að láta mála hjá sér að við höfðum bara tíma til þess að mála framhliðarnar á sumum hús- um. Jón Guðjónsson, bæjar- stjóri, beitti sér þá einnig fyrir heilmiklu malbikunar- átaki í bænum og ég held að hann hafi aldrei verið jafn fallegur og þetta sumar.“ Sumir voru jafnari en aðrir Árið 1980 var greiðslu- kortastarfsemi Kreditkorta hf komin á fullt skrið. Kreditkortafyrirtækin máttu þó aðeins gefa út kort til nota hér innanlands. „Við útveguðum alþjóðleg kort í Danmörku fyrir þá sem höfðu leyfi til þess að nota þau. Það voru ekki allir sem máttu hafa kortin til notkun- ar í útlöndum. Síðan kom heimild árið 1982 fyrir því að við gæfum út alþjóðleg kort til útvalinna og ári síðar var þetta gefið alveg frjálst.“ Hverjir voru þessir út- völdu? Gunnar brosir. „Það voru kaupsýslumenn og þeir sem máttu sín meira í þjóðfélag- inu ef hægt er að segja það. Þeir sem voru jafnari en aðr- ir í þjóðfélaginu. Séra Jón- arnir,“ segir hann. „En þeir urðu að sýna fram á það og koma með uppáskrift frá fyr- irtækjum sínum um það að þeir væru að fara í viðskipta- ferð“ segir Gunnar síðan. „Þá voru leyfin stimpluð hjá Gjaldeyriseftirliti Seðla- bankans. Ég man að það komu oft miðar þar sem Gjaldeyriseftirlitið var að spyrja hvort þessi eða hinn hefði nokkuð að gera með kreditkort og hvort menn væru yfirleitt á leiðinni í við- skiptaferðir. En kreditkortin verða samt ekki almennings- eign fyrr en bankarnir koma inn í þetta með okkur og Visa-ísland byrjar að gefa út kort.“ Þið hafið strax tryggt ykkur einkaleyfi að Eurocard? „Já, við gerðum það haustið 1979. Við byrjuðum náttúrulega á því að leita að fyrirtæki til að hafa umboð fyrir og byrjuðum á því að leita til Ámerican Éxpress en við vorum vissir um að það væri besta fyrirtækið. Ingólfur Guðbrandsson eða Útsýn var með það. Svo fór- um við til Diners Club næst en á endanum komumst við í samband við Eurocard fyrir- tækið, sem var náttúrulega það besta.“ Og þetta hefur gengið ríf- andi vel hjá ykkur síðan mót- byrinn lægði og vindar fóru að blása ykkur í hag? „Já, það má segja það. En þetta hefur samt ekki gengið andskotalaust fyrir sig. Það er mikið búið að ganga á.“ Kreditkortin jafna verslunina Hvað hafið þið að bjóða viðskiptavinum ykkar um- fram önnur greiðslukortafyr- irtœki? „Okkar meginkeppinaut- ur er Visa. Nú það má kannski segja að þetta séu mjög áþekk fyrirtæki hvað þjónustu varðar. Hins vegar erum við með fleiri af- greiðslustaði á heimsvísu og við erum einnig með neyðar- þjónustu sem er opin allan sólarhringinn allan ársins hring. Og sú þjónusta hefur reynst viðskiptavinum okkar mjög vel og hefur verið mik- ið notuð af korthöfum sem eru í vandræðum." Gunnar segir það vera fjarstæðu að greiðslukortin hafi hækkað verðlagið í land- inu. Hann segir þau hafa komið því til leiðar að öll verslun sé nú jafnari þegar litið er á einstaka mánuði. „Kreditkortin hafa valdið því að álagið hjá kaupmönn- um er nú jafnara yfir mánuð- inn. Þegar allir voru með peninga kom fólk og verslaði þegar það fékk útborgað. Nú er álagstímarnir tveir. Um mánaðarmót og eftir átjánda hvers mánaðar. Kaupmenn hafa talað um það að kredit- kortin hafi hækkað vöru- verðið en svo standa þeir sjálfir í þeim stórræðum að lengja þetta tímabil sem við ákváðum að skyldi vera einn mánuður upp í fjörutíu daga eða lengur. Þannig að þetta getur ekki verið rétt hjá þeim.“ Nú hafið þið hjá Kreditk- ortum verið gagnrýndir fyrir það að vera með óútfyllta tryggingarvíxla og bráðum verður lagt fram frumvarp á Alþingi sem á að bantia ykkur að taka þessar tryggingar þriðja aðila. Hvernig lístþér á það? „1 fyrsta lagi er ekki verið að setja lög til þess að við megum ekki gefa út óútfyllta víxla heldur á að banna tryggingar í þessum viðskipt- um hjá öllum kreditkortafyr- irtækjum. En okkur finnst það undarlegt að einn þáttur trygginga sé tekinn út. Það ætti þá að taka allar við- skiptatryggingar fyrir, líka þær sem bankarnir krefjast. Að hætta algjörlega með tryggingar er firra. Við vit- um það að menn eru hér fyr- ir dómstólum fyrir það að hafa sýnt vanrækslu í starfi og einmitt fyrir þá vanrækslu að hafa ekki tekið trygging- ar. Svo eru eintök fyrirtæki í landinu tekin fyrir og cagt við þau'iÞið megið ekki taka tryggingar.u Hver er þá ábyrgur ef viðskiptin ganga upp? Er það forstjórinn eða stjórn fyrirtækisins? Það veit enginn. Tryggingarnar eru nauðsynlegar og það er eðli- legt að menn vilji hafa slíkt við, sérstaklega þegar um nýja viðskiptavini er að ræða. Það er hreinlega ekki hægt að setja svona fáranleg lög. í öðru lagi finnst okkur undarlegt að ráðherra ætli sér að ákveða skiptingu á þjónustugjaldi milli fyrir- tækja og korthafa vegna þess að fyrirtækin eru komin með þennan kostnað inn í verð- lagið. Því hefur meira að segja verið lýst yfir af fram- kvæmdastjóra Kaupmanna- samtakanna að matvöru- verslanir muni ekki lækka vöruverð þó að þetta frum- varp nái fram að ganga.“ Peningalaus framtíð? Hver verður framtíðin í þessum viðskiptum, hœttum við að nota peninga? „Nei, við hættum aldrei

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.