Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.1989, Síða 16

Bæjarins besta - 21.12.1989, Síða 16
16 BÆJARINS BESTA ford Mercury, argerð 1955. AO sögn Gunnars var það dýr út- gerð hjá þeim Bæringsbræðrum að gera kaggann út á rúntinn. Hann endaði í uppfyllingunni þar sem Orkubúið stendur nú. hætti að vinna klukkan fimm til þess að vera kominn á rúntinn milli fimm og sex. Maður keyrði fram og aftur um Austurveginn öll kvöld. En burtséð frá þessum akstri þarna um Austurveginn þá er rúnturinn á ísafirði dálítið einkennilegt fyrirbæri þegar maður hugsar út í það. Þarna er keyrt fram og til baka, upp og niður öll kvöld. Er þetta ennþá svona?“ ,,Já, það held ég,“ segi ég. „Nema það að núna hefur umferðin við Austurveg snarminnkað af skiljanlegum ástæðum." ,,Já,“ segir hann með end- urminningarljóma í augum. „Beitan er farin núna. En þegar ég var ungur þá var ekkert við að vera nema að fara á rúntinn eða í bíó. En maður var nú líka í skátun- um og fór í útilegur og annað sem tilheyrði í þeim félags- skap. Það var mjög skemmtilegt kompaní.“ Ertu ennþá skáti? „Nei, ég hætti frekar ung- ur. Þegar maður var búinn með Gaggó og fór að líta á stelpurnar þá hætti maður. Þá tók annað við.“ Það er greinilegt að annað tekur við því um leið og hann sleppir orðinu hringir síminn hátt og smellur heyr- ist í segulbandinu mínu. Báðir þessir litlu hversdags- legu atburðir þýða að spjall- inu er lokið. Ég kveð at- hafnamanninn Gunnar Bæringsson með handabandi og hleyp út í bítandi frostið. Texti: Bjarni Brynjólfsson Myndir: Kristinn Ingvarsson Kirkjugarðurinn: Perum stolið af krossunum VIÐ sögðum frá því í síð- asta blaði að peru- þjófarnir væru komnir á kreik og að eigendur jólatrjánna í bænum hefðu ekki undan við að endurnýja í Ijósaseríunum. Nú hefur fjöldi manns haft samband við blaðið og sagt frá því að peruþjófunum sé ekki einu sinni kirkjugarðarnir heilag- ir. Fjölmargir hafa í jólamán- uðinum sett upp Ijósakrossa á leiði ættingja og ástvina í kirkjugarðinum við Hafnar- stræti. Perurnar í krossunum eru mjög eftirsóttar af óprúttn- um perusníkjum og hafa þeir skrúfað perur svo tugum skiptir úr krossunum. Að baki þessu getur varla legið annað en hrein skemmdar- fýsn og það er leitt að þeir sem þetta stunda geta ekki einu sinni borið þá virðingu fyrir hinum látnu að leyfa jólaljósunum á leiðunum að vera í friði. HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.