Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.1989, Síða 20

Bæjarins besta - 21.12.1989, Síða 20
AFLAFRÉTTIR 20 BÆJARINS BESTA ísafjörður: Guðbjartur er á veiðum og er væntanlegur inn á föstu- dag. Hann er svo til búinn með sinn kvóta og er nú að fiska tegundir utan kvóta. Hálfdán í Búð kom inn á föstudag eftir þriggja daga túr'Og landaði 51 tonni af þorski og ýsu. Aflinn fór allur til vinnslu í Norður- tanganum. Orri fór í fimm róðra og landaði samtals 41 tonni. Guðný fór í þrjá róðra og var með um 20 tonn. Júlíus Geirmundsson er á veiðum og er væntanlegur inn á föstudag eða Þorláks- messu. Veiðar hafa gengið vel. Hafdís landaði 29 tonn- um af slægðum þorski eftir fimm róðra. Páll Pálsson landaði á mánudag um það bil 100 tonnum. Aflinn var bland- aður. Sett var í fjóra gám. Páll fer út aftur eftir ára- mót. Guðbjörg komst í mok- fiskirí og landaði á mánu- dag 260 tonnum. Þar af voru um 200 tonn þorskur og 60 tonn ýsa. Sett var í fimm gáma. Guðbjörg fór aftur út á þriðjudagskvöld og kemur inn aftur á föstu- dag eða á Þorláksmessu. Siggi Sveins kom inn á mánudag og landaði rúm 20 tonnum. Rækjutogarinn Hafþór var kominn með um 24 tonn þegar síðast fréttist og er væntanlegur til Akureyr- ar á föstudag þar eð ófært er fyrir Horn vegna íss. Þann 12. desember var gert mánaðarhlé á rækju- vertíðinni og síðustu tvo daga hennar lönduðu 12 bátar 23 tonnum og 372 kg. af rækju á ísafirði. Á ver- tíðinni var alls landað 1050 tonnum og 585 kg. (Súða- vík og Bolungarvík meðtal- in). Kvótinn er 1530 tonn og hefjast veiðar á ný 12. janúar. í byrjun febrúar verður farið í leiðangur á Dröfn og að honum og öðr- um athugunum loknum verður endurskoðað hvort bætt verður við kvótann. Bolungarvík: Heiðrún kom inn á mánudag og landaði 55 tonnum. Aflinn var aðal- lega ýsa. Heiðrún fer út aft- ur eftir áramót. Dagrún er á veiðum og er væntanleg inn á föstu- dag. Hún fer út aftur á milli jóla og nýars. Sólrún er á veiðum og er væntanleg inn til Akureyr- ar á föstudag þar sem ófært er fyrir Horn vegna íss. Júpiter landaði um 600 tonnum af loðnu á sunnu- dag. Hann er kominn til Reykjavíkur og fer ekki út aftur fyrr en eftir áramót. Línubáturinn Ljósfari landaði á mánudag 17 tonnum. Góður afli hefur verið hjá línubátum. í síðustu viku lönduðu fjórir rækjubátar seamtals 6 tonnum og 346 kílóum af rækju hjá íshúsfélagi Bolung- arvíkur. Súðavík: Haffari landaði á föstu- dag 35 tonnum af blönduð- um afla. Bessi kom inn á mánu- dag og landaði um 120 tonnum af ýmsum tegund- um. Bessi fer út aftur út á milli jóla og nýárs. í síðustu viku lönduðu fimm rækjubátar samtals 10 tonnum og 908 kílóum af rækju í Súðavík. Suðureyri: Ingimar Magnússon fór í tvo róðra í síðustu viku og landaði samtals tæpum 9 tonnum af þorski. Elín Þorbjarnardóttir landaði á þriðjudag um 85 tonnum af þorski og ýsu. Elín fer út aftur eftir ára- mót. Sigurvon fór í fimm róðra í síðustu viku og landaði samtals tæplega 54 tonnum af ýsu, þorski og karfa. Flateyri: Línubáturinn Þórunn fór í einn róður í síðustu viku og landaði 5 tonnum. Jónína fór í fimm róðra og landaði 14 tonnum hjá Kambi og 17,4 tonnum hjá Hjálmi. Vfsir fór í fimm róðra og landaði samtals 40 tonnum. Þingeyri: Framnes kom inn til ísa- fjarðar á laugardag og landaði 55,5 tonnum þar og 20 tonnum til Þingeyrar. Aflinn var blandaður. Sléttanes landaði í Hafn- arfirði á sunnudag 110 tonnum af blönduðum afla. 26 tonn fóru á markað en hitt fór til Siglufjarðar með bíl. Línubátarnir hafa ekkert farið á sjó síðustu viku. Tálknafjörður: Vinnslu á afla Tálknfirð- ings eftir síðustu veiðiferð ársins lauk fyrr i vikunni og þá voru keypt nokkur tonn frá Patreksfirði. Vinnu í fiskinum lauk svo á mið- vikudag en engum er sagt upp á Tálknafirði og unnið verður við þrif og málning- arstörf í frystihúsinu fram á Þorláksmessu og á milli há- tíðanna. Línubáturinn María Júlía er nú búin með sinn kvóta. Máni fór í þrjá róðra og landaði samtals 27,4tonn- um. Bíldudalur: Sölvi Bjarnason landaði á þriðjudag 110 tonnum af þorski, ýsu og fleiri tegund- um. Sölvi fer ekki aftur út fyrr en eftir áramót. Patreksfjörður: Brimnes fór í þrjá róðra í síðustu viku og landaði 15,4 tonnum. Þrymur landaði 14. des- ember 39,7 tonnum af þorski eftir sjö daga á veið- um og Vestri 37 tonnum eftir fimm róðra. Andey fór í fimm róðra og var með 35,5 tonn, Tálkni fór í fjóra róðra og landaði samtals 24,7 tonn- um. BB þakkar öllum þeim sem hafa aðstoðað okkur við öflun aflafrétta kærlega fyrir samstarfið á árinu og óskar þeim, sem og lesend- um, gleðilegra jóla. SMÁAUGLÝSINGAR íbúð til leigu Til leigu er tveggja herbergja íbúð í tvíbýlishúsi á besta stað á Eyrinni. íbúðin verður lausfrááramótum. Mánaðar- greiðslur. Upplýsingar í C 4560 eða 4792. Björn. Bæjarins bestu kettlingar Fallegir, vel siðaðir og vel ættaðir kettlingar óska eftir framtíðarheimili hjá sóma- fólki. Kettlingarnir benda Sveinka á að þeir eru tilvalin jólagjöf. Allar frekari upp- lýsingar í CC 7389. Bátur Til sölu er trébátur, 2.5 tonn, 3 Elliðarúllur 12 volta einnig grásleppunet og 8mm blý- teinar. Allt í mjög góðu standi. Upplýsingar í <C 4258 á kvöldin. Sófus. Sófasett o.fl. Til sölu er bastsófasett, 2+1 +1. Hvítir skautar nr. 38 og bleikt stelpuhjól fyrir 5-8 ára. Upplýsingar í <C 4258. Tapað/fundið Svart kvenarmbandsúr fannst á Urðarvegi. Eigandi getur vijað þess í <C 4305. Píanó óskast Óskum eftir að kaupa notað píanó. Uppl. í C 4258. Videoupptökuvél Af sérstökum ástæðum er til sölu RICOH videoupptöku- vél. Upplýsingar í C 3719 eða4400. Jósep. Golfpeysur Til sölu eru golfpeysur, merktar Golfklúbbi ísafjarð- ar. Tilvaldar til jólagjafa. Gott verð. Upplýsingar gefa Ernir í C 3696 og Guðríður í C 3035. Árshátíð bílstjóra Árshátíð bílstjóra verður í Staupasteini 13. janúar nk. Rokkbændur leika fyrir dansi. Nánar auglýst síðar. Nefndin. Leðurkápa Til sölu er svört leðurkápa. Til sýnis í kvenfatadeild Kaupfélags ísfirðinga. Upp- lýsingaríZ? 3025. Nagladekk Til sölu eru 13” nagladekk. Notuð einn vetur, 2000.- kr. pr. stk.Upplýsingarí0 4560 eða 4792. Björn. Endurminningar Gunnars Guðmundssonar frá Hofi Enn eru fáanleg nokkur ein- tök af Endurminningum Gunnars frá Hofi. Fást hjá Vilborgu í C 4560 og 3936 eða Katrínu í <C 8117.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.