Morgunblaðið - 01.09.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.2020, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1. S E P T E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  205. tölublað  108. árgangur  SIRKUSSTJÓR- INN Á UNDAN SINNI SAMTÍÐ HÁLFUR LÍFEYRIR TEKJU- TENGDUR EINSTAKT AFREK Í ÍSLENSKRI ÍÞRÓTTASÖGU NÝ LÖG Í GILDI Í DAG 14 SARA BJÖRK 26HELGI FELIXSON 28 Í sumar hófust framkvæmdir við breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ og eru þær nú langt á veg komnar. Hafa vegagerðarmenn höggvið í bergið við veginn svo að koma megi fyrir hinum breikkaða vegi, en framkvæmdalok eru áætluð á fullveldisdaginn 1. desember næstkomandi og verður um mikla bragarbót að ræða fyrir vegfarendur. Framkvæmdir við Vesturlandsveg langt á veg komnar Morgunblaðið/Eggert  Landsframleiðsla dróst saman um 9,3% að raungildi á öðrum fjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil ársins 2019. Þetta er mesti samdráttur frá upphafi mælinga árið 1995. Gríðarlegur samdráttur var í útflutningi á ársfjórðungnum og má rekja það einkum til hruns ferðaþjónustu. Var framlag útflutn- ings til hagvaxtar metið neikvætt um 15,5% á tímabilinu. Samsvar- andi samdráttur innflutnings var hins vegar metinn jákvæður um 12,2%. Í samantekt Hagstofunnar kem- ur fram að vöruskiptajöfnuður á tímabilinu var neikvæður um 9,2 milljarða króna á tímabilinu, en þjónustujöfnuður jákvæður um 3,7 milljarða. »12 Mesti samdráttur landsframleiðslu frá upphafi mælinga  Stórt svæði á Suðausturlandi er óaðgengilegt sjúkraflugi, en þrjú rútuslys hafa orðið á því svæði á undanförnum þremur árum. Leifur Hallgrímsson, flugrekstrarstjóri Mýflugs, segir í samtali við Morg- unblaðið að þrátt fyrir að þyrlur séu mikilvirk tæki í sjúkraflutn- ingum verði ekki öll verkefni leyst með þeim og því þurfi að fara að huga að því að koma flugvelli á svæðinu í betra horf til að hægt sé að sinna sjúkraflugi þaðan. »6 Þyrlur leysi ekki öll verkefni sjúkraflugs Oddur Þórðarson Sigurður Bogi Sævarsson Hópuppsagnir í ágústmánuði náðu til 285 einstaklinga hjá fjórum fyr- irtækjum sem öll eru innan ferða- þjónustunnar. Isavia sagði á föstu- dag upp 133 starfsmönnum og 62 starfsmönnum Fríhafnarinnar var sagt upp störfum í gær. Þá var einn- ig öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp í gær eða 68 manns. Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir í samtali við Morg- unblaðið að búið sé að lama ferða- þjónustu á Íslandi fram að jólum. Aðgerðir stjórnvalda á landamærum séu nú þegar farin að hafa áhrif á at- vinnugreinina. Fjöldi fólks er án at- vinnu og fyrirtæki leggja upp laup- ana í hrönnum. Engu breyti þó rýmkað verði fyrir komu farþega til landsins á næstunni, skaðinn sé nú þegar skeður. „Ég hef verið skýr með það að bú- ið sé að loka íslenskri ferðaþjónustu eins og hún leggur sig,“ segir Jó- hannes. „Nú er komið í ljós hvers konar áhrif það hefur að þrengja svona að heilli at- vinnugrein. Fyrirtæki standa í uppsögnum og geta ekki ráðið fólkið sitt aftur vegna óvissunnar sem ríkir.“ Óánægjan aldrei meiri Fréttir bárust af því í gær að óánægja með ákvarðanir ríkisstjórn- arinnar í baráttunni gegn efnahags- legum áhrifum kórónuveirufarald- ursins hefði aldrei mælst meiri. Jóhannes Þór tekur undir þetta og segist finna fyrir þessari óánægju meðal þeirra sem starfa innan ferða- þjónustunnar. „Það sem við erum að sjá í dag, bæði þessar uppsagnir og þessi óánægja með aðgerðir stjórnvalda, eru bara beinar afleiðingar af að- gerðum stjórnvalda, sem að mínu mati voru of harkalegar. Þetta hegg- ur auðvitað mest í Suðurnesin þar sem mjög margir hafa lifibrauð sitt af komu erlendra ferðamanna, þó að sjálfsögðu megi ekki gera lítið úr þeim vanda sem fyrirtæki annars staðar á landinu standa frammi fyr- ir,“ segir Jóhannes Þór. Næstu mánaðamót einnig erfið Guðbjörg Kristmundsdóttir, for- maður Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að ástandið sé mjög alvarlegt, en um 1.500 félags- menn hennar eru nú án atvinnu. Seg- ist hún óttast að næstu tvenn mán- aðamót geti líka orðið mjög erfið hvað varðar uppsagnir. Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri í Reykjanesbæ, segir að staðan sé þröng en atvinnuleysi þar mældist um 19% um síðustu mánaðamót. Segir hann brýnt að starfsemi á Keflavíkurflugvelli hefjist aftur sem fyrst, því þar séu flest störfin. Svartur dagur í ferðaþjónustu  285 manns sagt upp í ágúst  Greinin lömuð fram að jólum Jóhannes Þór Skúlason MUppsagnir í ferðaþjónustu »4 Sveitarfélög sem eru að kikna undan hallarekstri hjúkrunarheimila fá engin efnisleg svör frá ríkinu þegar þau krefjast leiðréttingar á dag- gjöldum. Hið minnsta þrjú sveit- arfélög hafa á þessu ári sagt upp samningum við ríkið um þessa þjón- ustu og fleiri eru að íhuga þá leið. Ragnar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar, segir að mikil sam- staða hafi verið um starfsemina þar eins og víða annars staðar og sé það erfið pólitísk ákvörðun og viðkvæm að segja sig frá rekstrinum enda hafi íbúarnir stutt þessa starfsemi með margvíslegum hætti. Það sé þó stað- an sem flestöll sveitarfélög standi frammi fyrir. »10 Hraunbúðir Ríkið gæti þurft að taka við rekstri í Vestmannaeyjum. Mörg íhuga uppsögn  Kikna undan rekstri heimilanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.