Morgunblaðið - 01.09.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
vilja að Strætó ráðist í tilraunaverk-
efni með sjálfkeyrandi strætisvagna.
Í tillögu sem þeir flytja um málið á
fundi borgarstjórnar í dag er lagt til
að skorað verði á stjórn Strætó að
ráðast í verkefnið.
„Rekstur Strætó er þungur og
tíðni ferða er lítil. Það blasir við að
hægt er að fara betur með fjármuni
með því að hefja sjálfkeyrslu, hægt
er að auka tíðni ferða án þess að það
kosti meira,“ segir Eyþór Laxdal
Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í
borgarstjórn.
Hann vekur athygli á því að
mikil þróun sé í sjálfkeyrandi bílum
og borgir í nágrannalöndunum séu
að gera tilraunir með notkun þeirra í
almenningssamgöngum. „Við Ís-
lendingar erum framarlega í
tækninni á ýmsum sviðum. Við eig-
um ekki að vera eftirbátar annarra
varðandi samgöngur,“ segir Eyþór
og getur þess að allar líkur séu á að
sjálfkeyrandi bílar auki öryggi óvar-
inna vegfarenda.
Segir Eyþór að fyrsta skrefið
yrði að fá Strætó til að velja leið til
að gera slíka tilraun. Þá þurfi merk-
ingar á götum að vera í lagi. Bendir
hann á að allir bílar sem nú eru flutt-
ir inn séu hálfsjálfvirkir og þurfi
merkingar ávallt að vera í lagi.
Getur nýst öllum
Spurður hvort tillagan sé mót-
leikur gegn fyrirhugaðri borgarlínu
segir Eyþór að borgarlína sé í und-
irbúningsferli og margt óljóst um
kostnað. Aðrar borgir telji hægt að
nota tækni sem ekki kallar á tuga
milljarða króna fjárfestingu. Í stað
þess að bíða eftir borgarlínu sé sjálf-
keyrslan leið sem geti nýst öllum.
Tilraun verði gerð með
sjálfkeyrandi strætó
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins lögð fram í dag
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Íslandshótel, sem eru stærsta hótel-
keðja landsins, töpuðu ríflega einum
milljarði króna á fyrstu sex mán-
uðum ársins. Þetta má lesa úr
árshlutareikningi fyrirtækisins sem
sendur var til Kauphallar Íslands í
gær. Fyrirtækið er með skráð
skuldabréf á markaði þar. Í fyrra
nam tap félagsins 183,6 milljónum
króna yfir sama tímabil.
Sala á gistingu og veitingum
dróst saman um rúma 2,5 milljarða
og nam 2,1 milljarði króna á tíma-
bilinu. Aðrar tekjur drógust einnig
verulega saman. Námu 120 millj-
ónum en voru 214 milljónir á fyrstu
sex mánuðum ársins 2019.
Rekstrarkostnaður dróst einnig
verulega saman. Vörunotkun nam
tæpum 332 milljónum og dróst sam-
an um 52%. Laun og launatengd
gjöld námu 1,3 milljörðum og dróg-
ust saman um tæp 47% og annar
rekstrarkostnaður nam 576 milljón-
um og dróst saman um tæp 26%.
Fjármagnsgjöld jukust á tímabilinu
og námu 695 milljónum en voru 629
milljónir yfir samanburðartímabilið
í fyrra.
Skuldabréf lenti í uppnámi
Í skýrslu sem Deloitte gerði og er
dagsett í gær er fjallað um hvort Ís-
landshótel rísi undir þeim fjárhags-
legu kvöðum sem á fyrirtækinu
hvíla vegna fyrrgreindra skráðra
skuldabréfa. Þar kemur fram að
lánaþekja fyrirtækisins sé orðin of
þunn miðað við kvaðirnar, þ.e. að
vaxtaberandi skuldir þess séu orðn-
ar meira en sjöfaldur rekstrarhagn-
aður eða EBITDA, sem miðað var
við í skráningarlýsingu skuldabréf-
anna. Hlutfallið, samkvæmt
Deloitte, er komið í 7,9.
Við þessu varð að bregðast og í
skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins
kemur fram að síðastliðinn föstu-
dag, 28. ágúst, hafi skuldabréfa-
eigendur samþykkt breytingar á
skilmálum bréfanna er lúta að þess-
um fjárhagslegu skilyrðum. Sam-
komulagið felur í sér að þeir muni
ekki krefjast gjaldfellingar eða
grípa til annarra samningsbundinna
úrræða gagnvart Íslandshótelum
vegna brota á skilmálunum fram til
30. júní á næsta ári.
Íþaka situr við sinn keip
Íslandshótel hafa ekki greitt
húsaleigu af Fosshótel Reykjavík,
sem er stærsta hótel landsins, frá
því í apríl síðastliðnum en þá var
hótelinu lokað. Þetta kemur fram í
athugasemdum við ársreikning fé-
lagsins. Segir þar enn fremur að
viðræður við leigusala, sem er fé-
lagið Íþaka, sem er í eigu félagsins
Mókolls sem aftur er í eigu Péturs
Guðmundssonar sem oftast er
kenndur við byggingafélagið Eykt,
um lækkun húsaleigu hafi ekki skil-
að árangri. Líkt og fram kom í
Morgunblaðinu í ágúst gerði leigu-
félagið tilraun til þess að ganga á
bankaábyrgð Íslandshótela vegna
vanefnda á leigusamningnum en
hótelkeðjan fékk sett á lögbann á
útgreiðslu bankaábyrgðarinnar
þann 23. júní. Hefur fyrirtækið að
eigin sögn lagt fram réttarstefnu
fyrir dómi til þess að fá lögbannið
staðfest og til lækkunar á leigu-
greiðslum á meðan lokun hótelsins
varir.
Íslandshótel
tapa milljarði
á hálfu ári
Hafa enn ekki náð samkomulagi um
lækkun húsaleigu á Fosshótel Reykjavík
Morgunblaðið/Baldur Arnarson
Hótelturn Íslandshótel reka stærsta
hótel landsins í turninum.
Ekkert nýtt innanlandssmit kórónu-
veirunnar greindist við skimun í
fyrradag. Er það í fyrsta sinn í þrjár
vikur sem ekkert nýtt smit finnst inn-
anlands. Beðið var eftir niðurstöðum
úr mótefnamælingu úr tveimur sýn-
um sem tekin voru á landamærum Ís-
lands.
Virk smit eru nú rúmlega 100 tals-
ins og hafa flestir hinna smituðu verið
í sóttkví við greiningu. Þórólfur
Guðnason sóttvarnalæknir segir þetta
benda til þess að við séum að ná utan
um þann faraldur sem er í gangi hér
innanlands.
Þórólfur sagði í gær á upplýs-
ingafundi almannavarna að hann
vænti þess að hægt yrði að slaka á
takmörkunum vegna kórónu-
veirunnar innanlands bráðlega. Hins
vegar væri mikilvægt að skima áfram
á landamærunum með einhverju móti.
Í máli Þórólfs kom fram að unnið
væri að gerð nýrra tillagna til heil-
brigðisráðherra, en núverandi auglýs-
ing ráðherra vegna sóttvarnaaðgerða
rennur út í næstu viku.
Hann sagðist ekki telja rétt að fara
of geyst í að aflétta þeim takmörk-
unum sem í gildi eru á landamærum
Íslands á meðan aðrar þjóðir séu að
herða reglur. Svo kunni vel að vera að
samfélagið sé tilbúið að fara í svipað
ástand og var í byrjun sumars, en
brýnt sé að fara ekki of hratt í aflétt-
ingu aðgerða.
Þá sagði Þórólfur að í framhaldi af
tilslökunum innanlands væri hægt að
skoða tilslakanir á aðgerðum við
landamærin. Þar væri allt til skoð-
unar, meðal annars að annað fyrir-
komulag yrði fyrir erlenda ferðamenn
en þá sem hafa hér ríkisfang.
14 greinst við seinni skimun
Fjórtán manns hafa greinst með
kórónuveiruna við seinni skimun eftir
komuna til landsins. Þar af hafa þrír
greinst með veiruna við seinni sýna-
töku eftir að nýjar reglur tóku gildi
19. ágúst. Alls hafa um 90 manns
reynst smitaðir á landamærunum frá
upphafi skimunar 15. júní.
Sagði Þórólfur á fundinum í gær að
við gætum verið ánægð með þann ár-
angur sem hefur náðst og að þær að-
gerðir sem gripið hefur verið til skil-
uðu árangri. Þær væru síður en svo
harðari en í mörgum öðrum löndum,
sagði Þórólfur.
Ljósmynd/Almannavarnir
Upplýsingafundur almannavarna Þórólfur Guðnason og Páll Þórhallsson voru meðal þeirra sem sáu um fundinn.
Bráðlega hægt að
slaka á takmörkunum
Ekkert nýtt smit greindist innanlands í fyrradag
Opnað var fyrir netspjall á upp-
lýsingasíðu stjórnvalda um kór-
ónuveirufaraldurinn, covid.is, í
gær, en þeirri nýjung er ætlað
að straumlínulaga upplýsinga-
flæði yfirvalda til almennings.
Þetta kom fram í máli Rögn-
valds Ólafssonar, aðstoðaryfir-
lögregluþjóns almannavarna-
deildar ríkislögreglustjóra, á
upplýsingafundi almannavarna í
gær, en hann sagði að mikið
væri um fyrirspurnir frá ýmsum
aðilum sem bærust í gegnum
tölvupóst, Facebook og fleiri
samskiptaleiðir. Netspjallinu
hefði verið komið upp til að
samræma upplýsingagjöf, en
það verður opið milli kl. 9 og 17
alla virka daga.
Netspjall tek-
ið í notkun
NÝJUNG Á COVID.IS