Morgunblaðið - 01.09.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.09.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2020 Í dag minnist ég tengdamóður minn- ar, Ragnheiðar Gunnarsdóttur, á af- mælisdegi hennar 1. september, en hún lést 13. apríl sl. Ég kynnt- ist henni fyrir rúmum 40 árum þegar við Ragnheiður, elsta dóttir hennar, felldum hugi saman. Mér var einstaklega vel tekið á heimili hennar og eiginmanns hennar, Braga Hannessonar, en fyrstu ár búskapar okkar bjuggum við í húsi þeirra. Dætur okkar tvær, Ragnheiður og Unnur, áttu alltaf gott athvarf hjá afa sínum og ömmu þar sem dekrað var við þær. Ragnheiður var glæsileg kona, há og grönn, sem var gefinn sér- stakur þokki og háttvísi. Hún var glaðvær og hafði til að bera fág- aða kímnigáfu sem hún hélt alla tíð. Hún var einstök hannyrða- kona, listfeng, bókelsk og unni fagurri tónlist. Heimili þeirra Braga einkenndist af smekkvísi og listfengi. Hún var mikil fjöl- skyldukona og eftirminnilegar eru glæsilegar veislur sem haldn- ar voru í tilefni stórviðburða í fjöl- skyldunni. Ragnheiður og Bragi voru samhent hjón og nutu saman margra áhugamála. Einstakt yndi höfðu þau af að ferðast. Margar ferðir voru farnar vítt og breitt um landið með dætrunum þremur og veiðiferðir í góðra vina hópi. Þau hjónin ferðuðust líka víða er- lendis. Einkum héldu þau mikið upp á England, Skotland og Portúgal og fóru um flest héruð þeirra landa. Eftirminnileg eru ferðalög okkar hjóna með þeim um sveitir Englands og síðar Suð- ur-Þýskalands þegar við bjugg- Ragnheiður Gunnarsdóttir ✝ RagnheiðurGunnarsdóttir fæddist 1. sept- ember 1933. Hún lést 13. apríl 2020. Útför Ragnheið- ar var gerð 24. apr- íl 2020. um þar um tíma. Tengdamóðir mín var mikill listunn- andi. Hún naut þess að hlýða á klassíska tónlist og þau hjónin fóru reglulega á tón- leika í London, eink- um í Royal Festival Hall og Barbican. Hún hafði næmt auga fyrir myndlist og fór mikið á list- sýningar. Sérstaklega hélt hún upp á Ásgrím Jónsson listmálara og síðasta bókin sem hún las var um hann, Ásgrímur Jónsson, Myndir og minningar, eftir Tóm- as Guðmundsson. Hún unni góð- um bókmenntum og las mikið verk íslenskra höfunda, og ekki síður bækur erlendra höfunda frá hinum ýmsu löndum. Ragnheiður hafði næmt auga fyrir fegurð náttúrunnar sem hún kenndi dætrum sínum að meta. Sem barn dvaldi hún ásamt for- eldrum sínum og systkinum í sumarbústað fjölskyldunnar ofan Hólmsár á hverju sumri. Þeirri venju héldu tengdaforeldrar mín- ir áfram þegar dæturnar voru litl- ar, þá ásamt Elísabetu systur Ragnheiðar og fjölskyldu hennar, en þær Elísabet voru mjög sam- rýndar. Eiga börn þeirra systra dýrmætar minningar frá þeim bernskudögum. Seinna átti fjöl- skyldan margar góðar stundir í Skugga, veiðistað við mörk Hvít- ár og Grímsár í Borgarfirði. Síð- ustu 20 árin var annað heimili tengdaforeldra minna í Gnúp- verjahreppi, þar sem þau hafa ræktað myndarlegan skóg. Þar naut Ragnheiður þess að hlusta á fuglasönginn og fylgjast með vexti blóma, runna og trjáa sem stækkuðu ár frá ári og urðu að skógi. Að leiðarlokum kveð ég Ragn- heiði tengdamóður mína með þökk og virðingu. Blessuð sé minning hennar. Bjarni Kristjánsson. ✝ Ragnar ÁsgeirRagnarsson fæddist í Reykja- vík 21. júní 1936. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 13. ágúst 2020. Foreldrar hans voru hjónin Anna Mikkalína Guð- mundsdóttir, f. 16. júní 1909 á Ból- stað í Súðavíkur- hreppi, d. 23. apríl 1993 í Reykjavík, og Ragnar Þorkell Guðmundsson, f. 7. desember 1908 á Ísafirði, d. 19. mars 1969 í Reykjavík. Alsystkini Ragnars Ásgeirs voru: Krist- jana Ragnarsdóttir, f. 24. október 1930 í Reykjavík, d. 6. maí 1990 í Reykjavík, Guð- mundur Ragnarsson, f. 6. jan- úar 1932 í Reykjavík, d. 28. september 2005 í Reykjavík, og Sveinjón Ingvar Ragn- arsson, f. 1. febrúar 1944 í Reykjavík, d. 8. janúar 1993 í Reykjavík. Hálf- bróðir Ragnars, samfeðra er Birg- ir Ragnarsson, f. 13. mars 1949 í Reykjavík. Hinn 28. desem- ber 1957 kvæntist Ragnar Sigur- laugu Helgadótt- ur, f. 3. apríl 1934. Foreldrar hennar voru Helgi Pálsson, f. 14.8. 1896, d. 19.8. 1964, og eiginkona hans Kristín Pétursdóttir, f. 8.1.1900, d. 5.12. 1989. Börn þeirra eru Ragnar Hólm Ragnarsson, f. 19. nóvember 1962, og Sigurlaug Hólm Ragnarsdóttir, f. 1. júní 1964. Barnabörn eru Erna Hólm, Ragna Ragnarsdóttir og Að- alheiður Anna. Útför Ragnars Ásgeirs fór fram í kyrrþey frá Bústaða- kirkju 28. ágúst að ósk hins látna. Hann biður mig að gæta að ormastönginni og bakpokan- um. Hann ætlar upp í foss en ég kemst ekki lengra. Ég leggst í mjúka lyngbrekku og sé hann hverfa fyrir næsta leiti. Það líður og bíður. Brátt fer mér að leiðast. Ég gríp stöngina og labba niður að ánni. Dangla línunni ofan í flúð við bakkann, finn fyrir- stöðu og slöngva laxi á þurrt. Skömmu síðar kemur pabbi og verður eitt sólskinsbros í framan þegar hann sér fisk- inn. Þannig þvældist ég ungur með honum í allar bestu lax- veiðiár Norðausturlands áður en það varð eftirsótt að veiða þar. Þetta var frumstæð út- gerð. Leyfin oftast keypt beint af bændum og tjaldað í tún- fætinum við ána. Síðan var nærst á saxbauta, sviðasultu og öðru góðgæti úr dós. Lax- inn var lagður inn í kaupfélag- ið og oftast komu menn út í plús. Það var í þá daga. Pabbi var af vestfirskum stofnum en alinn upp í Reykjavík. Foreldrar hans skildu þegar hann var ungur og brauðstritið tók við. Hann vann ýmis tilfallandi störf en lærði loks til þjóns. Eitt kvöldið í vinnunni sá hann fal- lega stúlku koma inn úr dyr- unum með vinkonum sínum og sagði við félaga sína: „Þessi stúlka verður konan mín.“ Það gekk eftir. Stúlkan var Sig- urlaug Helgadóttir frá Akur- eyri sem lærði á þeim árum hjúkrun í Reykjavík. Brátt var pabba boðið norður að heimsækja tilvonandi tengdaforeldra sem bjuggu í reisulegu húsi við Spítalaveg 8. Stráknum var strax vel tekið og nú skyldi farið í ofurlitla lysti- reisu austur í Vaglaskóg. Pabba var boðið að keyra. Stundum er sagt að fall sé fararheill og það varð í þessu tilviki því pabbi keyrði fína bílinn afa og ömmu rakleiðis út í skurð. Alla tíð sagði faðir minn að það hafi verið sín mesta gæfa að kynnast móður minni og hennar fólki á Akureyri. Árið 1957 giftu foreldrar mínir sig og héldu skömmu síðar utan; pabbi lærði hótelstjórn í Sviss en mamma fór að vinna í Noregi. Árið 1964 var hann svo ráðinn hótelstjóri á Hótel KEA á Ak- ureyri og þau gátu þar með bú- ið sér framtíðarheimili í þeim góða bæ. Foreldrar mínir fluttu suður á bóginn um 1980. Síðustu árin bjuggu þau í Hafnarfirði og síð- ustu mánuðina á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem mamma býr nú ein. Fyrir bráðum þremur árum fögnuðu þau 60 ára brúðkaups- afmæli. Demantsbrúðkaup. Það segir sitt um ást þeirra hvort á öðru sem var tær og falleg. Það var hjartnæm stund þegar við móðir mín heimsóttum pabba á Landspítalann eftir síðustu stóru aðgerðina sem hann gekkst undir vegna lungna- krabbans. Hann var heimtur úr helju. Mamma settist við rúm hans, laut fram og þau héldust í hendur eins og par í blóma lífs- ins. Augun ljómuðu af ást. Síðustu vikurnar var mjög af honum dregið. Hann talaði um að sig langaði aftur til Akureyr- ar. Tveimur dögum fyrir andlát- ið sagði hann við mig blíðróma í símann: „Æ hvað ég vildi vera kominn til þín, Raggi minn.“ Ég er ævinlega þakklátur fyrir að hafa átt skilningsríkan og góðan föður sem kenndi mér svo margt um heiðarleika, trú- festu og hvernig ber að koma fram við menn og málleysingja. Ragnar Hólm Ragnarsson. Það voru þungbærar fréttir að mágur minn, Ragnar Ásgeir Ragnarsson (Bóbó), væri fallinn frá. Ragnar var mörgum gáfum gæddur; greindur, góður penni, músikalskur, félagslyndur og vel lesinn. Bóbó kom inn í fjölskyldu okkar fyrir rúmum 60 árum þegar hann giftist Sigurlaugu (Silló) Helgadóttur systur minni og var ávallt gleðigjafi og hjálp- samur öllum þeim sem til hans leituðu. Bóbó var góður vinur, fór ekki í manngreinarálit og tók öllum opnum örmum. Heim- ili Silló og Bóbó var alltaf fullt af gestum og þar var gaman að vera og margt rætt. Mér er sérstaklega minnis- stætt hversu góður Bóbó var við móður okkar og hversu góð- ir vinir þau voru. Þau ræddu allt milli himins og jarðar og hlógu mikið enda bæði glaðlynd og jákvæð. Bóbó var gjafmildur maður og hafði alltaf nægan tíma fyrir sína nánustu. Á seinni árum sat hann oft með barnabörnum sín- um og söng með þeim enda var hann einstaklega barngóður maður og studdi við þau með ráðum og dáð. Það var alltaf tilhlökkun hjá okkur Magnúsi að fara í frí til Akureyrar og hitta Silló og Bóbó. Við eigum margar gleði- legar minningar úr Vaglaskógi og góðar stundir úr höfuðstað Norðurlands. Undanfarna mánuði hef ég heimsótt Silló og Bóbó vikulega og fengið að njóta fallegra stunda með þeim. Æðruleysi Bóbós síðustu vikur og mánuði var einstakt og lýsandi fyrir hann og kveð ég góðan vin með sorg í hjarta. Hvíldu í Guðs friði, kæri Bóbó. Björg Helgadóttir. Ragnar Ásgeir Ragnarsson ✝ Erla MaríaSveinbjörns- dóttir fæddist í Reykjavík 3. des- ember 1930. Hún lést 8. mars 2020. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Sigurðardóttir, f. 12. feb. 1886, d. 7. júní 1963, og Sveinbjörn Krist- jánsson, f. 31. okt. 1883, d. 17. sept. 1965. Bræð- ur Erlu voru Ingiberg, f. 19. júní 1907, d. 28. júní 1907, Sigurður, f. 13. nóv. 1908, d. 25. jan. 1999, Sveinbjörn, f. 30. jan. 1911, d. 5. apríl 1912, Óskar, f. 22. ágúst 1915, d. 14. sept. 1997, og Júlíus, f. 8. des. 1921, d. 8. mars 1990. Erla giftist árið 1959 Ingólfi Jónssyni, f. 25.2. 1922, d. 16.5. sonur Júlíusar er Magnús Logi, f. 16.12. 2014, og 3) Sig- ríður, f. 16.5. 1963. Synir Sig- ríðar eru: 1) Ingólfur, f. 4.7. 1984, faðir Þorbergur Sveins- son, f. 11. júlí 1950, d. 12. júní 1997. Sambýliskona Ingólfs er Kristbjörg Gunnarsdóttir, f. 28.10. 1985. Börn þeirra eru Erla María, f. 3.3. 2004, og Þorbergur, f. 2.7. 2008, 2) Haukur, f. 18.9. 1992, unnusta Bryndís Móna Róbertsdóttir, f. 22.3. 1995, faðir Hauks er Hlöðver Jóhannsson, f. 2.4. 1944. Erla vann sína starfsævi við skrifstofustörf í fyrirtæki bróður síns, Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar hf. í Garðabæ. Eftir andlát Ing- ólfs flutti Erla frá Löngufit- inni yfir í Löngumýri í Garða- bæ. Hún bjó síðustu æviárin á Hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ. Vegna aðstæðna í þjóðfélag- inu fór útför Erlu fram í kyrr- þey frá Fossvogskirkju 20. mars 2020 og duftker Erlu var sett niður 25. ágúst 2020. 1987, rennismið. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík en keyptu sér fokhelt hús í Löngufit 11 í Garðabæ þar sem þau bjuggu sér heimili. Börn þeirra eru: 1) Þor- geir, f. 15.3. 1960, 2) Anna, f. 30.10. 1961, maður henn- ar var Árni Mar- geirsson, f. 29.10. 1957, d. 25.6. 1997. Dætur Önnu og Árna eru Ásthildur, f. 7.11. 1984, gift Anders Hatorp, f. 4.7. 1978, og eiga þau þrjá syni, Emil Árna, f. 1.7. 2014, Anton Snæ, f. 1.9. 2015, og August Yl, f. 5.4. 2019; Erla María, f. 20.2. 1991; og Una, f. 16.11. 1992, unnusti Júlíus Fannar Pálsson, f. 19.6. 1993, Móðir mín fæddist að Laugavegi 147 en faðir hennar byggði húsið árið 1927. Hún var stolt af húsinu og talaði oft um það þegar hún leit til baka og rifjaði upp liðna tíð. Móðir hennar, Sigríður amma, var 46 ára gömul þegar mamma fæddist og bræður hennar 3 orðnir unglingar og fullorðnir. Hún var fjögurra ára þegar foreldrar hennar skildu og bjó hún áfram á Laugavegi með Sigríði ömmu sem leigði út herbergi og íbúð- ir sem lífsviðurværi. Amma var skapmikil kona og stjórn- söm. Samskipti mömmu við föður sinn minnkuðu til muna eftir skilnaðinn. Hún hitti hann stöku sinnum en dvaldi aldrei hjá honum. Það var mömmu svo mikill missir að missa Kalla, jafnaldra sinn, nánast uppeldisbróður, en hann var sonur elsta bróður hennar, Sigurðar. Hann fór í botnlangatöku þá þrettán ára gamall og komst aldrei til baka til lífs. Mamma og pabbi bjuggu sér heimili að Löngufit 11 í Garða- bæ og þar var gott að vera með börn enda voru flest hús í götunni full af börnum. Mamma vann úti. Hún saumaði föt og prjónaði á okkur systk- inin í Passap-prjónavélinni sinni. Mér er minnisstætt þeg- ar hún prjónaði á okkur syst- urnar rauðar buxur. Mamma var ægilega ánægð með fald- kantinn á skálmunum sem þótti fallegur en rauðu bux- urnar höfðu langa ísetu sem teygðist á og eftir tveggja daga notkun seig ullarrassinn niður á læri. Þá gyrtum við systurnar okkur í görn og gát- um togað mittisteygjuna upp í handarkrika og hlógum hátt. Einu sinni prjónaði mamma bláar ullarpeysur með hvítu mynstri. Eftir fyrsta þvott runnu litirnir saman. Mamma kvartaði og fékk margar stórar pakkningar af skaðabótagarni í skrítnum litum sem hún notaði í peysur og fleiri buxur. Við mamma gátum enn þá hlegið að þessu síðustu daga hennar á hjúkrunarheimilinu. Það var gap á milli kynslóða í báðum fjölskyldum forelda minna og voru því engar ömm- ur og afar. Þegar ég horfi til baka þá átta ég mig á því að móðir mín bjó við afleiðingar áfalla og hafði skapgerðar- bresti sem sjálfsagt hafa verið líkir einhverju í fari móður hennar. Það gat komið niður á samskiptum og auðvitað mest við þá sem næst henni stóðu. Lífið hélt áfram í Löngufit- inni með sínum sveigjum og beygjum og fettum og brettum. Það gekk á ýmsu. Eftir að pabbi dó endurvakti mamma bílprófið en hún ók aldrei bíl meðan pabbi lifði. Bílprófið tók hún af röggsemi og keyrði nokkra hringi kringum Ísland með vinkonum á næstu árum. Hún tók virkan þátt í starfi eldri borgara og fór í nokkur ferðalög erlendis. Hún undi sér við glerlist og tók upp pensil og var bara nokkuð flinkur málari en landslagsmyndir voru henn- ar uppáhald. Mamma dvaldi á Hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ. Þar leið henni vel síð- ustu æviárin. Það var gott að geta haldið í hönd hennar þegar hún skildi við. Og til mín kemur ljóð Lindu Vilhjálmsdóttur eftir hálfrar aldar blóðuga baráttu við að halda brothættri sjálfs- myndinni innan viðurkenndra skekkjumarka get ég staðhæft að konur af minni tegund eru enn sem fyrr óþekktar stærðir (Linda Vilhjálmsdóttir) Anna Ingólfsdóttir. Erla María Sveinbjörnsdóttir Elsku litla hetjan okkar. Gleði þín, bros, spjöll og knús munu lifa í hjörtum okkar og hugum um ókomna tíð. Þú varst svo mikill gleðigjafi og gladdir ömmu og afa alltaf. Fegurðin er frá þér barst, fullvel þótti sanna, að yndið okkar allra varst, engill meðal manna. Rúnar Árni Ólafsson ✝ Rúnar ÁrniÓlafsson fædd- ist 18. ágúst 2017. Hann lést 31. júlí 2020. Útförin fór fram 19. ágúst 2020. Hlutverk þitt í heimi hér, þú hafðir leyst af hendi. Af þeim sökum eftir þér, Guð englahópa sendi. Sú besta gjöf er gafst þú mér, var gleðisólin bjarta, sem skína skal til heiðurs þér, skært í mínu hjarta. (B.H.) Takk fyrir allar minningarnar, Rúnar Árni. Hvíl í friði, elsku litla gullið okkar, við munum sakna þín og elskum þig. Amma Jónína og afi Óli. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN VÍGLUNDSSON bakarameistari, Hraunbæ 105, áður til heimilis í Vorsabæ 2, lést á Landspítalum í Fossvogi mánudaginn 31. ágúst. Steinunn V. Jónsdóttir Víglundur G. Jónsson Guðbjörg H. Sigurðardóttir Valbjörn J. Jónsson Hafdís Alfreðsdóttir Vilma Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.