Morgunblaðið - 01.09.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2020
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - hitataekni.is
Sími 588 6070 - hitataekni@hitataekni.is
Sjálfvirk pottastýring
með snertiskjá og vefviðmóti
POTTASTÝRING
Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is
Við búum til
minningar myndó.isljósmyndastofa
NJÓTUMMINNINGANNA
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sveitarfélög sem eru að kikna undan
hallarekstri hjúkrunarheimila fá eng-
in efnisleg svör frá ríkinu þegar þau
krefjast leiðréttingar á daggjöldum.
Að minnsta kosti þrjú sveitarfélög
hafa á þessu ári sagt upp samningum
við ríkið um þessa þjónustu og fleiri
eru að íhuga þá leið. Svo virðist sem
sveitarfélögin séu að missa trúna á að
ríkið standi við skyldur sínar.
Aðstæður til reksturs hjúkrunar-
heimila eru misjafnar. Almennt er þó
talið að endar nái ekki saman. Það er
að minnsta kosti raunin hjá mörgum
þeirra heimila sem sveitarfélögin
reka. Á það jafnt við um stór sem
smá sveitarfélög.
Tala um nauðungarsamninga
Viðvarandi og vaxandi halli hefur
verið á rekstrinum. Ástandið hefur
versnað á þessu ári vegna aukins
kostnaðar vegna launahækkana og
lægri tekna vegna kórónuveiru-
faraldursins. Undir lok síðasta árs
gerðu samninganefndir Samtaka fyr-
irtækja í velferðarþjónustu og Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga þjón-
ustusamning sem liðlega 40
hjúkrunarheimili gengu inn í. Hann
gildir til loka næsta árs en er með
uppsagnarákvæðum. Samninga-
nefndirnar lýstu því raunar yfir að
þetta væri nauðungarsamningur þar
sem ríkið beitti aflsmun til að ná sínu
fram. Því hafi verið lýst yfir að 216
milljóna króna fjárveiting samkvæmt
fjárlögum 2019 yrði ekki greidd út
nema gengið yrði frá samningum auk
þess sem óljóst hafi verið með hækk-
anir á árinu 2020.
Áður en lengra er haldið er rétt að
geta þess að Garðabær sagði fyrir
nokkrum árum upp samningum við
ríkið um rekstur Ísafoldar en Hrafn-
ista tók yfir reksturinn eftir að þjark
sveitarfélagsins og ríkisins bar ekki
árangur. Þá höfnuðu dómstólar kröfu
Garðabæjar um að ríkið greiddi upp-
safnaðan halla, meðal annars á þeirri
forsendu að ekki var í gildi rekstr-
arsamningur sem skyldaði ríkið til
þess að greiða árlegan hallarekstur.
Þá hafa nokkur sveitarfélög neitað að
gera samninga um rekstur ný-
byggðra hjúkrunarheimila sem þau
höfðu barist fyrir að fá, nema dag-
gjöldin nægðu fyrir kostnaði. Ríkið
rekur þess vegna sjálft heimili á Sel-
tjarnarnesi og Egilsstöðum og víðar.
Langar til að reka heimilin
Heimilt var að segja upp samning-
unum sem gerðir voru í lok síðasta
árs sex mánuðum eftir gildistöku og
sögðu Akureyrarbær, Hornafjarð-
arbær og Vestmannaeyjakaupstaður
samningi upp um leið og það var
unnt. Hætta þessi sveitarfélög
rekstrinum að óbreyttu um áramót
eða í lok janúar. Bæði Hornfirðingar
og Eyjamenn hafa áhuga á að halda
rekstri áfram en þó aðeins gegn því
að fá viðbótargreiðslur til að koma í
veg fyrir hallarekstur en Akureyr-
ingar voru strax ákveðnir að losa sig
út úr þessu vonda sambandi við ríkið.
Heilbrigðisráðuneytið brást við því
með því að tilkynna um yfirtöku Heil-
brigðisstofnunar Norðurlands á
rekstri öldrunarþjónustu Akureyrar-
bæjar. Hin tvö sveitarfélögin og önn-
ur sem hafa verið að krefjast leiðrétt-
inga hafa fengið þau svör að ekki sé
áhugi á viðræðum um málefni heim-
ilanna fyrr en niðurstaða fæst í út-
tekt á rekstrarfyrirkomulagi hjúkr-
unarheimila sem nú mun unnið að.
Matthildur Ásmundardóttir, bæj-
arstjóri í Sveitarfélaginu Hornafirði,
segir að fyrir dyrum standi að hefja
viðræður við Sjúkratryggingar Ís-
lands um það hvernig standa skuli að
yfirfærslu þjónustunnar til ríkisins í
lok janúar.
Rekstur hjúkrunarheimila er aug-
ljóslega hluti af heilbrigðisþjónust-
unni í landinu sem ríkinu ber að sjá
um. Samt er þetta nærþjónusta við
íbúana sem sveitarfélögin vilja
gjarna sinna, ef þau geti gert það án
þess að nota til þess útsvar íbúanna
sem þörf er fyrir í lögbundnum verk-
efnum þeirra. „Okkur langar að gera
þetta og það er erfitt að skilja við
þetta fyrirkomulag en það er ekki
hægt nema rekstrarfé til stofnunar-
innar verði bætt verulega,“ segir
Matthildur.
Störfin eru mikilvæg
„Heimilið er rekið með miklum
halla á hverju ári og hann eykst stöð-
ugt. Greiðslur frá ríkinu standa ekki
undir kostnaði,“ segir Þorbjörg
Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdals-
hrepps sem rekur dvalar- og hjúkr-
unarheimilið Hjallatún í Vík. Hallinn
var 23 milljónir á síðasta ári og stefn-
ir í 30 milljónir í ár. Það er stór biti að
kyngja fyrir fámennt sveitarfélag.
Þorbjörg segir að sveitarstjórn sé
að velta fyrir sér möguleikum í stöð-
unni. „Við viljum halda heimilinu því
það er mikilvægt fyrir okkur. Störfin
átján eru verðmæt fyrir okkur og við
þurfum að verja þau. Við vitum ekki
til hvers það leiðir ef við segjum okk-
ur frá rekstrinum,“ segir Þorbjörg og
bendir á hversu mikilvæg opinber
störf eru í litlu sveitarfélagi þar sem
atvinnulífið er einhæft.
Margét Ýr Sigurgeirsdóttir, hjúkr-
unarforstjóri á hjúkrunarheimilinu
Lundi á Hellu, segir að 14 milljónir
hafi vantað upp á að endar næðu
saman á síðasta ári og nú stefni í enn
meiri halla vegna þess að laun og
annar kostnaður sé að hækka en dag-
gjöldin haldist óbreytt. Hjúkrunar-
heimilið er rekið sem sjálfstæð eining
þótt sveitarfélögin beri í raun ábyrgð
á rekstrinum og hún segir að halla-
rekstur leiði til þess að heimilið safni
skuldum.
Fjarðabyggð rekur tvö hjúkrunarheimili. Halli hefur ver-
ið á rekstrinum í sex ár og stefnir í 50 milljóna króna
halla í ár. Ragnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjúkr-
unarheimila Fjarðabyggðar, segir að bæjarstjórn muni
væntanlega ákveða í þessum mánuði hvort hún haldi
rekstrinum áfram eða segi samningum upp.
Hann segir að mikil samstaða hafi verið um starf-
semina þar eins og víða annars staðar og sé það erfið
pólitísk ákvörðun og viðkvæm að segja sig frá rekstr-
inum enda hafi íbúarnir stutt þessa starfsemin með
margvíslegum hætti. Það sé þó staðan sem flestöll
sveitarfélög standi frammi fyrir. Telur hann líklegt að mörg sveitarfélög
muni elta boltann sem Akureyrarbær sparkaði af stað.
Erfið pólitísk ákvörðun
FJARÐABYGGÐ REKUR TVÖ HJÚKRUNARHEIMILI
Ragnar
Sigurðsson
Eru að missa trúna á ríkið
Viðvarandi og aukinn halli á rekstri hjúkrunarheimila Þrjú sveitarfélög hafa sagt upp samningum
við ríkið og fjölmörg eru að íhuga stöðu sína Flest sveitarfélögin vilja gjarnan annast þjónustuna
Morgunblaðið/Ómar
Garðabær Hrafnista tók við rekstri hjúkrunarheimilisins Ísafoldar eftir að Garðabær sagði sig frá samningi við ríkið eftir deilur um kostnað.
Aldrei hafa færri talið ríkisstjórn-
ina gera hæfilega mikið til að fyr-
irbyggja eða bregðast við nei-
kvæðum efnahagslegum áhrifum
tengdum kórónuveirunni.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í nýjum þjóðarpúlsi Gall-
up, en hringt var í 1.638 manns
dagana 13. til 23. ágúst, til að
kanna viðhorf almennings til ým-
issa þátta sem tengjast faraldr-
inum.
Samkvæmt könnuninni telja
57,8% svarenda að ríkisstjórnin sé
að gera hæfilega mikið, en lægst
hafði hlutfallið áður mælst um
síðustu mánaðamót, þá 58%.
Hæst var hlutfallið í mars, eða
75,1%. Tók það snögga dýfu í
byrjun apríl og fór niður í 58,4%
áður en það tók að glæðast á ný í
sumar og mældist þá hæst 67,5% í
kringum mánaðamótin maí-júní.
Þeim fækkar sem
telja stjórnvöld gera
nóg gegn veirunni