Morgunblaðið - 01.09.2020, Side 16

Morgunblaðið - 01.09.2020, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2020 Fyrir nokkrum ár- um kom út hjá Sögu- félaginu bókin „Með nótur í farteskinu, er- lendir tónlistarmenn á Íslandi“ eftir Óðin Melsted. Lesandanum verður óhjákvæmilega hugsað til ýmissa þeirra manna, sem koma við sögu í þessu merka riti, sem und- irbúningur þess hefur kallað á ærna vinnu – og á höfund- urinn heiður skilið. Það var happafengur íslenskri þjóð, þegar ágætir tónlistarmenn þýskir stukku að heiman frá sér fyrir ófriði og settust að hjá okkur hér vestur í hafinu. Þeir, sem þá voru að vaxa úr grasi, urðu þar með fyrstu börnin á Fróni til þess að njóta skipulegrar tilsagnar í tón- list. Þetta voru hámenntaðir menn og þar eftir háttvísir; þeir heilsuðu ófrávíkjanlega og kvöddu með handabandi og báðu ævinlega að heilsa. Þótt þeir dr. Heinz Edelstein töl- uðu einlægt móðurmálið sín í milli, þegar fundum bar saman t.d. í Barnamúsíkskólanum, þá var Ró- bert Abraham framúrskarandi ís- lenskumaður. Landar máttu hafa það að hann leiðrétti þá alveg mis- kunnarlaust, ef þeim varð málvilla á munni. Attríbút dr. Róberts (dokt- orsritgerð hans fjallaði um Þorláks- tíðir) var rjúkandi tóbakspípa, sem hann tók helst ekki út úr sér, nema hann mætti til. Aldrei vissi ég hann gengi sig til ljósmyndara, að hann hefði ekki pípuna með á myndinni. Hann var einn fyrstur hérlendra manna til þess að koma sér upp stresstösku. Að sögn var ekkert í töskunni utan Grallarinn, reykjar- pípa til skiptanna, tóbakspungur, pípuhreinsarar, eldspýtustokkur og áhald af málmi, ætlað til þess að troða glóðinni lengra niður í kóng- inn. Faðir dr. Róberts, tónlistarfræð- ingurinn Ottó Abraham í Berlín, átti páfagauk sem hafði absólút heyrn. Ef blístruð var fyrir hann til dæmis byrjunin á Örlaga- sinfóníunni í vitlausri tóntegund, segjum heiltón neðar, þá einfald- lega brjálaðist fuglinn – og var lengi að jafna sig. Hvað skyldi dr. Róbert hafa sagt – sem sjálfur hafði alfullkomið tón- eyra – eða öllu heldur hvað skyldi hann hafa hugsað, þegar hann, sem alla ævi hafði engu öðru sinnt en æðri tónlist, þurfti í guðfræðideild Háskólans að fara að kenna að tóna præfatíuna og pota ögn á orgel ríg- fullorðnum mönnum ofan úr sveit, sem ekki tóku mark á neinu nema hlaðvarpaspekinni heima hjá sér, og að hinu leytinu hálflaglausum, hvarflandi unglingum af götum Reykjavíkur, sem ekkert vissu í sinn haus? Einn fáráður stúdent skrifaði undir handleiðslu dr. Róberts sér- efnisritgerð um kirkju- tónlist og kóklaðist af því tilefni vikulega heim til hans vestur á Dunhaga vetrarlangt. Þar skartaði orgel síra Bjarna Þorsteinssonar í Siglufirði og þar var komumanni unninn góður beini. Að und- irlagi dr. Róberts veitti Háskólinn þessum stúdent að loknu emb- ættisprófi verðlaun „fyrir tónlistrænt framlag til guðfræðideildar“, trú- lega mest fyrir það að hann hafði stundum verið að bera sig að klóra í nóturnar á orgelinu uppi á söng- lofti í háskólakapellunni (kaffistofa núna). Sjálfur hlaut dr. Róbert stúdentastjörnuna 1970, viðurkenn- ingu Stúdenta-akademíu Háskóla Íslands, fyrir afrek á sviði vísinda og fræða og bar öllum saman um það, að hann hefði verið mikið vel að henni kominn. Þegar músíkin var annars vegar var dr. Róbert allra manna kröfu- harðastur við sjálfan sig og aðra. Hann var með afar hýru bragði hversdagslega, og þó gat stundum brostið á ægilegt óveður í heitri lund hans. En fáir hefðu undirbúið stúdentamessurnar 1. desember með jafn mikilli hind og hann, eða þá Skálholtshátíðina. Sinfón- íuhljómsveitin hélt um þessar mundir tónleika sína í Þjóðleikhús- inu og einu sinni var 5. sinfónía Beethovens á efnisskránni. Dr. Ró- bert hikaði ekki við að „slá af“ hið fræga upphaf, vegna þess að hon- um líkaði einhvern veginn ekki flutningurinn, og síðan var bara byrjað aftur; trúlega nálægt því að vera einsdæmi. Á aftasta púlti í sellósveitinni sat drengur milli tekt- ar og tvítugs, lítill fyrir mann að sjá, og varð hnípinn þegar úti var og fólkið tók að klappa; fór strax að sakna þessarar óviðjafnanlegu feg- urðar. Svo flutti hljómsveitin í Há- skólabíó og allir luku upp einum munni um það, að þetta væri nú meiri gasalegi munurinn á hljóm- burði (dálítið eins og talað hefur verið um nýja tónlistarhúsið við höfnina að undanförnu). Þar stjórn- aði dr. Róbert 9. sinfóníu Beetho- vens með þátttöku Söngsveit- arinnar Fílharmóníu. Það var mikil stund og verður löng minning þeirra, sem þar voru nær. Þegar einsöngvararnir sungu „alle Mensc- hen werden Brüder wo dein sanfter Flügel weilt“ óskuðu sumir þess, að tíminn hætti að líða og stæði kyrr. Með nótur í farteskinu Eftir Gunnar Björnsson Gunnar Björnsson » Þetta voru hámennt- aðir menn og þar eftir háttvísir; þeir heilsuðu ófrávíkjanlega og kvöddu með handa- bandi og báðu ævinlega að heilsa. Höfundur er pastor emeritus. 1. bylgjan af kór- ónuveirunni kom upp hér á Íslandi og í Vest- ur-Evrópu í vor og grasseraði veiran með miklum þunga, einkum í apríl. Veiran var svo skæð í þessari 1. bylgju að fjölmargir sjúkling- ar létust á hverjum degi. Þegar verst lét þúsundir. Það sló svo á veiruna í sumar, trú- lega að nokkru vegna takmarkana og samskipta- og samkomubanns en að mati undirritaðs aðallega vegna þess að náttúra veirunnar breyttist. Allt er breytingum undirorpið, ekk- ert stendur í stað og nú með haust- inu, þegar önnur bylgja veirunnar blossar upp, er það með miklu veik- ari hætti en í fyrsta bylgju; veiran er sem betur fer orðin miklum mun veikari; varla svipur hjá sjón. Þegar dauðsföll af völdum CO- VID-19 eru skoðuð, fyrst í 1. bylgj- unni, svo nú í 2. bylgju, lítur dæmið svona út hér og í okkar helstu ná- grannalöndum: Ísland: Hér hefur enginn dáið frá 19. apríl, en 17. mars til 19. apríl lét- ust 10. Enginn eftir það. 0 í 2. bylgju. Noregur: 15. apríl létust 13. Nú, 16. ágúst, lést enginn. 0. Svíþjóð: 8. apríl létust 115. Nú, 16. ágúst, lést enginn. 0. Danmörk: 4. apríl létust 22. Nú, 16. ágúst, lést enginn. 0. Þýskaland: 16. apríl létust 315. Nú, 16. ágúst, lést enginn. 0. Bretland: 20. apríl létust 1.172. Nú, 16. ágúst, lést 1. Hér á Íslandi hafa að meðaltali um 100 manns verið smitaðir síðustu daga og vikur þannig að þeir ættu að vera veikir en eru það ekki. Flestir eru heilbrigðir þó að þeir ættu að vera sjúkir. Hinir smituðu finna vart eða alls ekki fyrir sjúkdóms- einkennum. Þegar þetta er ritað er einn á sjúkrahúsi vegna COVID-19 hér á Íslandi, enginn – núll – á gjörgæslu. Í huga undirritaðs er það með ólíkindum að þríeykið og rík- isstjórnin skuli bregð- ast eins við annarri bylgju og þeirri fyrstu; taka jafnvel enn dýpra í árinni í aðgerðum. Þetta eru gjörólíkir faraldrar, sem eiga nafnið eitt sameig- inlegt en eru í eðli og að styrk nánast eins og svart og hvítt. Því er fyrir undirrit- uðum glórulaust að bregðast eins við þeim báðum, þar sem aðgerðirnar sem beitt er eru mjög íþyngjandi fyrir alla og stórskaðlegar fyrir fólk- ið í landinu; almenning, lífshætti fólks og frelsi svo og atvinnulífið. Svíar mynda með sér háþróað samfélag og eru vísindi og þekking þar á háu stigi. Þegar fyrsta bylgja fór af stað sagði sóttvarnalæknir Svía, Anders Tegnell, að það væri ekki til nein raunveruleg vörn við þessari nýju veiru nema hjarðsmit og hjarðónæmi; náttúrulegt viðnám og mótefni við veirunni. Var stefna hans sú að aðallega skyldi einangra og verja eldri borgara, sem þyldu veiruna verr og væru í meiri hættu, en að öðru leyti skyldi beita hófleg- um einangrunar- og varnarað- gerðum sem leyfðu skipulega út- breiðslu smits, einkum meðal yngra fólks, sem veiran bitnaði síður á, þannig að unnt yrði smám saman að byggja upp hjarðónæmi. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svía, sagði að vernd og viðnám sner- ist um almenna skynsemi; við treyst- um hvert öðru til að auka hreinlæti og gæta okkar eftir föngum til að forðast of öra útbreiðslu, sér- staklega til þeirra sem veikastir eru fyrir, en að öðru leyti vildum við halda í okkar daglega líf eftir föng- um, ekki síst til að tryggja störf, at- vinnulífið, hina efnahagslegu hlið samfélagsins; almenna velferð og framtíðaröryggi. Eftir á að hyggja er ljóst að þessi nálgun Svía gagnvart fyrstu bylgj- unni var ekki sú besta, en í fyrstu bylgju fórust hlutfallslega miklu fleiri í Svíþjóð en í hinum norrænu löndunum og í Þýskalandi. Það virðist hins vegar vera kostur sem skoða verður af fullri alvöru og það í hvelli hvort „sænska aðferðin“ sé ekki einmitt sú eina rétta nú í annarri bylgjunni þegar styrkur veirunnar hefur veikst með afger- andi hætti, flestir veikjast ekki leng- ur af henni og fáir eða engir deyja. Undirritaður er vitaskuld leik- maður á sviði sóttvarna og veiru- fræði en hann telur að baráttan við COVID-19-bylgju tvö snúist ekki um vísindi heldur almenna skynsemi og vel grundaða pólitíska stjórnun. Mitt mat er að ríkisstjórnin eigi nú að losa um höft og hömlur vegna seinni bylgju COVID-19 þannig að strax verði skref tekið til baka í það horf sem var, svo verði létt á skref fyrir skref í samræmi við þróun bylgju 2 þannig að hjarðónæmi auk- ist smám saman þar til bóluefni kemur eða endanleg vernd fæst með hjarðónæmi. Sums staðar í Svíþjóð er hjarð- ónæmi talið vera komið í 40% eftir fyrstu bylgjuna, en ef/þegar 60% nást er þess vænst að veiran sé eða verði sigruð. Í öllu falli ætti að setja Norð- urlönd og Þýskaland samstundis aft- ur á skimunarfrílistann og svo þau lönd þar sem dauðsföll eru komin niður í núll. Fjöldi dauðsfalla er fyrir mér eini rétti mælikvarðinn á styrk og hættu veirunnar – á sama frílista. Eftir Ole Anton Bieltvedt » Í huga undirritaðs er það með ólíkindum að þríeykið og rík- isstjórnin skuli bregðast eins við annarri bylgju og þeirri fyrstu; taka jafnvel enn dýpra í ár- inni Ole Anton Bieltved Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Hvað á að gilda: Hættan af veirunni og dauðsföll eða fjöldi meinlausra smita? Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.