Morgunblaðið - 01.09.2020, Side 4
Uppsagnir afleiðing
tvöfaldrar skimunar
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Hópuppsagnir í ágústmánuði náðu
til 285 manns og náðu þær til fjög-
urra fyrirtækja, sem öll starfa inn-
an ferðaþjónustunnar. Þá hafa önn-
ur fyrirtæki í geiranum þurft að
draga saman seglin.
Stjórn Herjólfs ohf. tilkynnti í
gær á starfsmannafundi félagsins
að öllum starfsmönnum þess yrði
sagt upp eða 68 manns. Sagði í
fréttatilkynningu félagsins að þetta
væri gert í varúðarskyni þar sem
stjórnin teldi óábyrgt að halda út í
frekari óvissu með rekstur félags-
ins að öllu óbreyttu. Stjórn félags-
ins segir ákvörðunina um að segja
upp öllu starfsfólki sínu vera sárs-
aukafulla.
„Áætluð áhrif vegna kórónu-
veirunnar eru veruleg og ekki ligg-
ur fyrir niðurstaða eða ákvörðun
ríkisins um að bæta í núverandi
þjónustusamning vegna áhrifa á
reksturinn,“ segir í tilkynningunni.
Þá standi vinna yfir við endur-
skoðun á frekari fjárframlögum til
reksturs félagsins þó engin niður-
staða liggi fyrir enn, en þeirri
vinnu verði hraðað eins og kostur
er.
Reksturinn nánast legið niðri
Þá var 62 starfsmönnum Frí-
hafnarinnar sagt upp í gær. Þor-
gerður Þráinsdóttir, framkvæmda-
stjóri Fríhafnarinnar, sagði í
samtali við Morgunblaðið að vegna
fækkunar ferðamanna hingað til
lands hefði rekstur Fríhafnarinnar
nánast legið alfarið niðri.
Síðan kórónuveirufaraldurinn
hófst hefur starfsemi Fríhafnarinn-
ar dregist saman um 75 til 95%
miðað við það sem hann var í eðli-
legu árferði. Fríhöfnin er dóttur-
félag Isavia, en þar var 133 starfs-
mönnum sagt upp á föstudag.
Aðspurð sagði Þorgerður að
ákvörðunin um hópuppsagnir hjá
Fríhöfninni væri alfarið tekin af
hálfu stjórnar Fríhafnarinnar
sjálfrar.
Mun færri pantað ferðir
Öllum hvalaskoðunarbátum á
Akureyri hefur verið lagt fyrir vet-
urinn. Þar var þremur starfsmönn-
um sagt upp sem annars hefðu
haft fullt starf yfir veturinn. Í
samtali við Morgunblaðið sagði
Rannveig Grétarsdóttir, eigandi
hvalaskoðunarfyrirtækisins Hvala-
skoðun Akureyri, að eitthvað hefði
verið um erlenda gesti í júlí og
byrjun ágúst en eftir að tekin var
upp tvöföld skimun á landamær-
unum um miðjan ágúst hefðu mun
færri pantað ferðir.
Hún segir að eitthvað hafi verið
um að Íslendingar færu í ferðir í
byrjun sumars en það hefði minnk-
að eftir því sem leið á. Hún segist
vonast til þess að hægt verði að
ráða aftur það starfsfólk sem sagt
var upp þegar starfsemin hefst að
nýju næsta vor.
Mikil óvissa ríkir í ferðaþjónustu Hvalaskoðun hætt í ár
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Hvalaskoðun Allir hvalaskoðunarbátar á Akureyri liggja nú í höfn.
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2020
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Um 1.500 félagsmenn í Verkalýðs-
og sjómannafélagi Keflavíkur eru nú
án atvinnu. Alls eru um 4.200 manns
í félaginu og því eru um 35% félags-
manna atvinnulausir. „Ástandið er
mjög alvarlegt og ég óttast að stað-
an muni versna verulega á næstunni.
Margir atvinnurekendur hafa sagt
upp fólki að undanförnu, meðal ann-
ars fyrir þessi mánaðamót, ég óttast
að tvenn næstu geti líka orðið mjög
erfið að þesssu leyti,“ segir Guð-
björg Kristmunsdóttir, formaður
VSFK, í samtali við Morgunblaðið.
Syrt hefur í álinn
Mjög hefur syrt í álinn í atvinnu-
málum á Suðurnesjum að und-
anförnu. Fall WOW snemma árs í
fyrra varð til þess að margir misstu
vinnuna og í upphafi þessa árs voru
um 400 manns í VSFK án vinnu.
Þegar áhrifa kórónuveirunnar fór að
gæta varð staðan enn þyngri, svo
sem fyrirtæki í flugi og ferðaþjón-
ustu sem sögðu upp stórum hópum
fólks.
„Einnig hafa vinnuveitendur í
störfum afleiddum frá ferðaþjónust-
unni sagt upp fólki, svo hér eltir
hvað annað,“ segir Guðbjörg.
Við þetta má bæta að Fríhöfnin
ehf., dótturfélag Isavia, sagði upp 62
starfsmönnum í gær. Í tilkynningu
segir að undanfarið hafi stöðugildum
hjá Fríhöfninni fækkað um tæp 60%.
Því miður sé staðan nú þannig að
frekari fækkun starfsfólks sé óhjá-
kvæmileg. Staðan verði þó endur-
metin reglulega en batamerki í
augnablikinu séu fá. Óvissan sé
áfram ríkjandi og útlitið verra en
spáð var þegar veiran vonda fór
fyrst að láta á sér kræla.
Eftir að fólk hefur skráð sig at-
vinnulaust hjá Vinnumálastofnun
segir Guðbjörg að margir komi á
skrifstofu verkalýðsfélagsins til að
kanna stöðu sína og leita ráðgjafar.
Reynt sé eftir föngum að vísa fólki
veginn, svo sem að afla sér aukinnar
þekkingar, en valkostir í þeim efnum
hjá fræðslumiðstöðvum og skólum á
svæðinu hafi verið styrktir.
Úr háflóði í fjöru
„Staðan er þröng. Hér var mikið
að gera fyrir nokkrum misserum og
háflóð ef svo má segja, en nú er
fjara,“ segir Kjartan Már Kjart-
ansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Atvinnuleysi þar mældist um síðustu
mánaðamót um 19% og hefur aukist
síðan, en stórar uppsagnir í fyrir-
tækjum eru í nokkrum tilvikum enn
ekki komnar til framkvæmda. Kjart-
an segir sveitarfélagið hafa átt í við-
ræðum við Vinnumálastofnun um að
rýmka reglur sem gerðu fyrir-
tækjum kleift að taka í vinnu fólk
sem er á atvinnuleysisbótum, þannig
að bæturnar renni þá til vinnuveit-
andans en fólkið fái laun skv. samn-
ingum. Verið sé að skoða þennan
möguleika, en ekki sé ljóst hver út-
koman úr því starfi verði.
„Starfsemi á Keflavíkurflugvelli
þarf að hefjast aftur sem fyrst, því
þar eru störfin flest. Þegar best læt-
ur sogar flugið til sín vinnuaflið. Til
framtíðar litið er stóra verkefnið
samt að gera atvinnutækifæri á
svæðinu fleiri og fjölbreyttari. Þrátt
fyrir góða viðleitni og mikið starf
eru eggin enn í of fáum körfum,“
segir Kjartan Már.
Mikið atvinnuleysi og
óttast að staðan versni
Guðbjörg
Kristmundsdóttir
Kjartan Már
Kjartansson
35% fólks í VSKF eru án atvinnu Egg í of fáum körfum
UPPSAGNIR Í FERÐAÞJÓNUSTU
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Eftir gott sumar á Hótel Hamri
við Borgarnes var rúmlega 20
manns sagt upp í gær. Að auki
runnu út um mánaðamótin ráðn-
ingarsamningar við nokkra sum-
arstarfsmenn. Sigurður Ólafsson,
framkvæmdastjóri á Hamri, segir
að lítið virðist vera framundan og
draga þurfi úr umsvifum næstu
mánuði.
Sigurður segir að Íslendingar
hafi verið hryggjarstykkið í við-
skiptum sumarsins. Frá lokum júlí
og fram yfir miðjan ágúst hafi út-
lendingum fjölgað í hópi viðskipta-
vina, en með auknum höftum hafi
dregið hratt úr komum þeirra.
Samstarf við Icelandair-hótel
„Hér var brjálað að gera frá
miðjum maí og út ágústmánuð og í
kringum helgarnar er vel bókað út
septembermánuð,“ segir Sigurður.
Viðskiptavinir yfir sumartímann
eru að stórum hluta kylfingar, sem
koma í Borgarnes til að leika golf
og dvelja á golfhótelinu þar. Sig-
urður og eiginkona hans, Ragn-
heiður Karen Nielsen, eiga hótelið,
en eru með samstarfssamning við
Icelandair-hótel. Við hótelið er 18
holu golfvöllur, sem nýtur vin-
sælda og er hótelið um leið klúbb-
hús fyrir völlinn.
„Hér hafa verið margir hópar
sem að öllu jöfnu hefðu annars
verið í golfi í öðru landi, en ég
heyri ekki annað en fólki hafi jafn-
vel liðið betur hér. Íslendingar
hafa síðustu ár dvalið hér í aukn-
um mæli og hlutfall þeirra verið
stærra en á flestum öðrum Ice-
landair-hótelum,“ segir Sigurður.
Hann segir að enn sé gert ráð
fyrir að taka á móti hópum, ráð-
stefnum og fundum næstu mánuði
ásamt því að vera með opið um
helgar í vetur. Óljóst sé með hvaða
hætti almenn opnun verði .
Morgunblaðið/Eggert
Gisting og golf Hótel Hamar í Borgarnesi er að hluta til rekið sem golfhótel
og er myndin tekin á golfvellinum á fallegum sumardegi, af flöt 8. brautar.
Yfir 20 sagt upp
á Hótel Hamri
Gott sumar að baki Lítið er fram-
undan Aukin höft drógu úr aðsókn
68
starfsmönnum Herjólfs var sagt
upp í gær.
62
starfsmenn Fríhafnarinnar fengu
uppsagnarbréf í gær.
133
starfsmönnum Isavia var sagt upp í
síðustu viku.
ÞUNG MÁNAÐAMÓT
»