Morgunblaðið - 01.09.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2020
FRÉTTASKÝRING
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
„Hvað þarf til að menn einhendi sér í
að laga einn af þessum flugvöllum?“
spyr Leifur Hallgrímsson, flug-
rekstrarstjóri Mýflugs, í kjölfar þess
að sjúkraflugvél var send til Hafnar í
Hornafirði eftir að smárúta með sjö
unglingsdrengjum fór út af veginum
við Skaftafell sl. sunnudag. Ekki
þótti skynsamlegt að aka með þá 130
kílómetra til Hafnar og því voru þeir
fluttir til Reykjavíkur með þyrlum
Landhelgisgæslunnar.
Tvö önnur alvarleg rútuslys hafa
orðið á þessum slóðum síðustu miss-
eri. Í mars 2019 slösuðust fimm af 33
farþegum eftir alvarlegt slys við Hof
í Öræfum og í lok desember 2017
slösuðust 12 og einn lést þegar rúta
með 45 farþegum lenti í árekstri
skammt vestan við Kirkjubæjar-
klaustur.
Spurningar hafa vaknað um að-
gengi sjúkraflugs á Suðausturlandi,
en enginn þjónustaður flugvöllur er
á 450 kílómetra akstursleið á milli
Reykjavíkur og Hafnar.
Þyrlur ekki eina lausnin
Mýflug annast mestan hluta
sjúkraflugs hér á landi á sérútbúinni
flugvél. Leifur segir að þrátt fyrir að
þyrlur séu mikilvirk tæki í sjúkra-
flutningum verði ekki öll verkefni
leyst með þeim. Flugvélar séu á sinn
hátt afkastameiri og fljúgi t.d. á
meiri hraða og við aðrar aðstæður.
Þrátt fyrir að auglýst lendingar-
svæði séu á umræddri leið, segir
Leifur að skrúfuþotur þurfi helst
bundið slitlag til þess að teljast raun-
hæfur kostur, en því sé ekki til að
dreifa. Til að við megi una þurfi um
1.000 metra langa braut, helst með
ljósum og auglýstu aðflugi. Spurður
um þá kosti sem komi til greina segir
hann að í Skaftafelli sé flugvöllur
sem hann „hélt að menn væru sam-
mála um að væri besti kosturinn“.
Þar sé heilsársstarfsemi og allur
búnaður til staðar og því lítill kostn-
aður að koma vellinum í það horf að
geta þjónað sem neyðar- og sjúkra-
flugvöllur á þessu svæði.
Heilsársstarfsemi í Skaftafelli
Jón Grétar Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Atlantsflugs, rekur
útsýnisflug frá Skaftafelli sem hann
segir eina einkarekna flugvöll lands-
ins. Landið er í einkaeigu og þar hef-
ur hann byggt upp myndarlega flug-
og viðhaldsstöð. Hann segist vissu-
lega kannast við þá umræðu að stað-
urinn væri ákjósanlegur og bæði lög-
reglan á Suðurlandi og almanna-
varnir hafi tekið þar þátt og sýnt
málinu stuðning.
Spurður um mikilvægi vallarins
segir Jón að í hvert sinn sem slys
verði hringi Neyðarlínan í hann og
spyr hvort hægt sé að lenda. Þrátt
fyrir að vera með langa braut og
heilsársstarfsemi veigri menn sér
við að lenda skrúfuþotum á malar-
brautinni. „Ég er þeirrar skoðunar
að það sé ekki nóg að hafa Skaftafell
eingöngu,“ segir Matthías Svein-
björnsson, forseti Flugmálafélags
Íslands. Hann segir svæðið sem um
ræðir stórt og þar geti veðuraðstæð-
ur verið gjörólíkar. Því þurfi að huga
að uppbyggingu á fleiri stöðum, s.s.
Kirkjubæjarklaustri og Fagurhóls-
mýri. Matthías tekur undir þau sjón-
armið að í stórum slysum dugi ekki
eingöngu að treysta á þyrlur heldur
þurfi flugvélar að koma við sögu og
þær þurfi betri brautir. Hann bendir
einnig á nauðsyn þess að treysta
flugvelli við Skóga og Vík, sem geti
gegnt mikilvægu hlutverki komi til
Kötlugoss.
Ekki formlega á dagskrá
„Við vitum að þetta er aðkallandi,“
segir Sigrún Björk Jakobsdóttir,
framkvæmdastjóri flugvallasviðs
Isavia, um uppbyggingu flugvalla á
svæðinu. Hún segir ýmsa kosti í
skoðun en enginn sé formlega kom-
inn á verkefnalista og verði líklega
ekki fyrr en næsta vor.
Sigrún segir að Skaftafell hafi ver-
ið til skoðunar en að kostnaður sé
meiri en upphaflega var talið, auk
þess sem völlurinn sé í einkaeigu
sem geri málið snúnara. Þó sé það
ekki útilokað enda „skiptir öryggið
meira máli en eignarhaldið“.
Stórt landsvæði utan þjónustu
Suðausturhorn landsins óaðgengilegt sjúkraflugi Þrjú rútuslys á síðustu misserum Kallað eftir
uppbyggingu flugvalla á svæðinu Bundið slitlag nauðsynlegt fyrir nútímasjúkraflugvélar
Fáir kostir fyrir sjúkra-
flug á Suðausturlandi
» Stór rútuslys orðið á svæð-
inu undanfarin misseri. Tugir
þurft aðhlynningu.
» Engar slitlagðar flugbrautir
frá Höfn í Hornafirði að Bakka í
Landeyjum.
» Þörf á auknum aðbúnaði fyr-
ir nútímalegar sjúkraflugvélar
» Þyrlur mikilvægar en leysa
ekki allar þarfir sjúkraflutn-
inga.
Vestmannaeyjar
Bakki Skógarsandur
Skaftafell
Fagurhólsmýri
Horna-
fjörður
Kirkjubæjarklaustur
Vík
Lendingarstaðir á Suðausturlandi
Kortagrunnur: ops.geirfugl.is
DESEMBER 2017
Rútuslys við Eldhraun
við Kirkjubæjarklaustur
45 farþegar
ÁGÚST 2020
Rútuslys við Skaftafell
7 farþegar
MAÍ 2019
Rútuslys við
Hof í öræfum
32 farþegar
1
1
Auglýst lendingarsvæði
Vellir með slitlagi og brautarljósum
Rútuslys
Ljósmynd/Jón Grétar Sigurðsson
Sjúkraflug Flugvöllurinn í Skaftafelli er einn þeirra kosta sem nefndir hafa
verið í uppbyggingu neyðar- og öryggisvalla á Suðausturlandi.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra, boðar til opins fundar um
Matvælasjóð, miðvikudaginn 2. september
kl 09:00.
Í kjölfarið mun nýstofnaður Matvælasjóður
byrja að taka við umsóknum og Gréta María
Grétarsdóttir, formaður stjórnar, mun halda
kynningu um sjóðinn.
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og
nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla
úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.
Áhersla sjóðsins er á nýsköpun, sjálfbærni,
verðmætasköpun og samkeppnishæfni
íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt.
Markmið Matvælasjóðs er að ná til verkefna á
öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðs-
setningar og hagnýtra rannsókna.
Vegna fjöldatakmarkanna verður fundinum
streymt á vef Stjórnarráðsins
www.stjornarradid.is
Nánari upplýsingar á www.matvælasjóður.is
Kynningarfundur um
Matvælasjóð
Ýmissa grasa kennir í umsögnum til
fjárlaganefndar um frumvarp til fjár-
aukalaga, þar sem fjallað er um rík-
isábyrgð Icelandair. Þannig leggja
Samtök atvinnulífsins og Samtök
ferðaþjónustunnar til að engu verði
breytt í frumvarpinu, en þar er kveð-
ið á um ríkisábyrgð á tæplega 15
milljarða króna láni til Icelandair. Á
sama tíma efast forsvarsmenn flug-
félagsins Play um réttmæti frum-
varpsins og telja verulega áhættu fel-
ast í því fyrir ríkissjóð.
Í sameiginlegri umsögn SA og
SAF segir að hvor tveggja samtökin
styðji frumvarpið þrátt fyrir að þau
hafi „alltaf verið þeirrar skoðunar að
afskipti hins opinbera af atvinnulífinu
megi ekki vera of mikil“. Telja sam-
tökin einnig að með því að ríkið veiti
ábyrgð á láni í stað þess að leggja til
lánsfé sé áhætta skattgreiðenda af
stuðningi við Icelandair lágmörkuð.
Einnig er tekið fram í umsögninni
að Icelandair sé eina íslenska flug-
félagið sem sinni áætlunarflugi með
farþega til og frá landinu og að
reynslan eftir gjaldþrot WOW air
sýni að mjög langan tíma geti tekið að
koma rekstri á legg að nýju eftir
gjaldþrot flugfélags.
Í umsögnum ferðaþjónustufyrir-
tækisins GoNorth ehf. og ferðaþjón-
ustufyrirtækisins Atlantik ehf. kem-
ur fram það sjónarmið að réttara
væri að veita flugfélaginu Icelandair
ehf. ríkisábyrgðina, frekar en móður-
félaginu Icelandair Group hf., þar
sem að óbreyttu myndu félög innan
móðurfélagsins, sem ekki þurfi á rík-
isaðstoð að halda, fá stuðning og for-
skot í samkeppni við önnur fyrirtæki í
ferðaþjónustu.
Stuðningur stuðli að fákeppni
Í umsögn flugfélagsins Play sem
Arnar Már Magnússon, forstjóri
fyrirtækisins, undirritar segir hins
vegar að frumvarpið sé til þess fallið
að raska eðlilegum samkeppnis-
markaði í flugi til og frá Íslandi
næstu fimm árin, og muni það því
gera nýjum aðilum erfiðara fyrir að
fóta sig á þessum markaði.
Einnig segir að stuðningur við einn
aðila fram yfir aðra sé líklegur til að
stuðla að fákeppnismarkaði, og veita
„löskuðum rekstri óverðskuldað
framhaldslíf“.
Þá er það álit Play að aðgerðir
stjórnvalda séu ekki í samræmi við
sambærilegar aðgerðir í öðrum lönd-
um, og að þær brjóti mögulega í bága
við ríkisaðstoðarreglur sem gilda á
EES-svæðinu.
Í umsögn Alþýðusambands Ís-
lands segir að það sé ófrávíkjanleg
krafa ASÍ að íslenskir kjarasamn-
ingar ráði réttindum og skyldum,
réttindi launafólks séu virt og að Ice-
landair virði leikreglur íslensks
vinnumarkaðar.
Þá eigi ríkisstuðningur að vera
háður þeim skilyrðum að félög og
dótturfélög hafi hvorki viðveru né
stundi viðskipti í gegnum skattaskjól
eða lágskattaríki og stjórnvöldum
beri að verja hagsmuni ríkisins í hví-
vetna í gegnum traust veð eða að rík-
ið eignist hlut í félaginu.
SA og SAF styðja ríkis-
ábyrgð en Play er á móti
Umsagnarfrestur um ríkisábyrgð Icelandair rann út í gær
Morgunblaðið/Eggert
Icelandair Ýmissa grasa kennir í
umsögnum um ríkisaðstoð.