Morgunblaðið - 01.09.2020, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 01.09.2020, Qupperneq 7
ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, hér þó einkum Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, en líka Sigurð Inga Jóhannsson, Bjarna Benediktsson og Katrínu sjálfa, harðlega, fyrir að standa að, leyfa eða líða það, semvið teljumvera Íslenzki refurinn er ofsóttur með heiftarlegum hætti, án ástæðu eða tilefnis, og litlir yrðlingar (eins og 1-2 mánaða hundshvolpar) drepnir í þúsunda tali, með viðurstyggilegum hætti, oft veiddir í fótaboga í grenjum,dregnirútogbarðirmeð steini til dauða eða skotnir í tætlurmeðhaglabyssu: Íslenzki refurinn, pólarrefurinn, er einstök tegund refs, minni og öðruvísi byggður en rauð- refurinn, og kom hann til Íslands á seinni ísöld. Er hann því fyrsta náttúrulega spendýrið, frumbygginn, hér. Ekki eru nema um 200 pólarrefir á hinum Norðurlöndunum, og eru þeir alfriðaðir, enda engin hætta talin stafa af þeim fyrir umhverfi, lífríki eða búfénað, en pólar- refurinn er lítið dýr, aðeins 3-5 kg. Pólarrefurinn er alæta, lifir á berjum, þangi, dýrahræum í fjöru og á landi, eggjum, hagamúsum og nagdýrum og fuglum. Hefur verið eðilegur hlekkur lífskeðjunnar hér í árþúsundir. Þegar ær voru látnar bera lömb sín úti, voru einhver brögð að því, að refurinn réðist ánýfædd lömb, einkum íharðæri, og fékkhannþá á sig þaðóorð, aðhann væri dýrbítur. Að nokkru þá með réttu. Í um 20 ár hafa bændur, hins vegar, látið ær sínar bera í húsi, og varð það endir þess, að refurinn færi í lömb. Af einhverjum ástæðum hafa ýmsir þó haldið áframaðúthrópa refinn, eins og af gömlumvana, sennilega undir forustu grenjaskyttna og veiðimanna, sem alls fá um 100 milljónir króna, af ríkinu og sveitarfélögunum, fyrir þarflaust og ástæðulaust dráp saklausra og varnarlausra lífvera. Umhverfisstofnun hefur haldið úti víðtækum fyrirspurnum meðal bænda og grenja- og refaskyttna frá 2015, í 5 ár, í gegnum Bændatorgið og Bændablaðið, líka sent regulega fyrirspurnir um skaða af völdum íslenzka refsins til allra sveitarfélaganna, en engar tilkynningar fengið um tjón eða skaða, nú í 5 ár. Allir, sem láta sig dýra-, náttúru- og umhverfisvernd nokkru skipta og er annt um afar fábreytta fánu og flóru landsins, verða að velta því fyrir sér, hvort þeir vilji styrkja þetta fólk til nýrra valda. Það eru kosningar næsta haust. JARÐARVINIR Félagasamtök um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd Ole Anton Bieltvedt, formaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.