Morgunblaðið - 01.09.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.09.2020, Blaðsíða 11
AFP Nýjung Rafdrifna skemmtiferðaskipið Roald Amundsen siglir frá Tromsö. Tilefnið var ekki gleðilegt því margir um borð veiktust af Covid-19 með alvarlegum afleiðingum. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sá áfangi að Herjólfur getur nú siglt fyrir rafmagni eingöngu á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar er mikilvægt skref í siglingasögu Íslands, að sögn Hjartar Em- ilssonar, skipatæknifræðings og fram- kvæmdastjóra Navis. Ríkisstjórnin ákvað á smíðatíma Herjólfs að skipta um kúrs og eiga möguleika á að láta skipið ganga ein- göngu fyrir rafmagni á aðalsiglingaleiðinni. Nú er búið að koma upp hleðslustöðvum á báðum áfangastöðum og stilla búnaðinn og getur ferjan því notað rafmagn báðar leiðir við siglingar í Landeyjahöfn en und- anfarna mánuði hefur hún gengið fyrir raf- magni aðra leiðina. Hjörtur bendir þó á að ræsa þurfi rafstöðvar um borð til að hlaða inn á rafhlöðurnar ef veður og sjólag eru með þeim hætti að rafmagnið dugi ekki. Hannað fyrir rafmagn Flestallar ferjur í Skandinavíu og Dan- mörku eru hannaðar til að nota rafmagn, ýmist eingöngu eða sem tvíorkuskip. Norð- menn vinna ákveðið eftir þeirri stefnu að rafvæða allar ferjur. Þær eru flestar á styttri leiðum með mun rólegra sjólagi en hægt er að búast við hér. Herjólfur er sagð- ur fyrsta ferjan sem siglir með þriggja megavatta rafhlöðum fyrir opnu hafi. Hefur hönnun og smíði ferjunnar vakið athygli út fyrir landsteinana. Þannig hefur komið fram að Jóhannes Jóhannesson, hönnuður skipsins, fékk Shippax-verðlaunin fyrir hönnun minni ferja, ásamt skipa- smíðastöðinni Crist í Póllandi og Vegagerð- inni sem á skipið. Hluti af rökstuðningi fyr- ir valinu er ákvörðunin um að láta skipið sigla fyrir grænni raforku úr landi. Hjörtur segir að ríkið hafi sýnt gott for- dæmi með þessari ákvörðun. Hann sat í undirbúningshópi fyrir smíði ferjunnar og hefur nú umsjón með skipinu fyrir Vega- gerðina. Hægt að spara 60% olíunnar „Rafmagn kemur meira inn, eftir því sem tæknin þróast,“ segir Hjörtur. Navis hefur hannað 30 tonna rafknúinn fiskibát sem kallaður er Magnea. Hlaðið er inn á raf- hlöður þegar báturinn er í höfn en um borð er einnig ljósavél sem hleður bátinn þegar þörf er á meiri drægni. Hjörtur segir að báturinn geti sparað um 60% orkunnar við venjulega notkun, ýmist með því að ganga eingöngu fyrir rafmagni eða að hluta, eftir því hvað langt er sótt. Hönnunin er tilbúin, að sögn Hjartar, og hægt væri að hefja undirbúning fyrir smíði fyrsta bátsins. Segir hann að einhvern hvata vanti fyrir kaupendur rafknúinna fiskiskipa, sambærilegan og er við raf- væðingu bílaflotans. Notandinn þurfi að njóta þess að velja umhverfisvænni kost. Rafmagn er ekki raunhæfur kostur til að knýja stærri skip. Hins veg- ar bendir Hjörtur á að rafhlöðu- pakki um borð í þeim geti spar- að orku. Hröð þróun sé í tækni til þess. Fyrsta rafdrifna skemmti- ferðaskip heims, norska skipið Roald Amundsen, hóf siglingar á síðasta ári og kom meðal annars við í Reykjavík. Fyrirtækið Hurtigruten sem annast sigl- ingar með farþega með strönd Noregs lét smíða skipið sem er tvíorkuskip (hybrid).  Herjólfur getur siglt eingöngu á rafmagni milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2020 „Við erum farin að nota náttúruöflin aft- ur til að knýja skipin okkar,“ segir Hjört- ur Emilsson um rafvæðingu Herjólfs. Rifjar hann upp að landnámsmenn- irnir hafi notað vindinn þegar þeir komu til landsins, síðan hafi róður á smábát- um tekið við, þá gufuvélin og dís- ilvélin og nú sé hægt að nota ýmsa framtíðarorkugjafa til að knýja skipin. Segir hann að raf- magnið sé mest spennandi fyr- ir Íslendinga því það sé fram- leitt hér en ýmsar aðrar tæknilausnir séu í þróun og geti nýtt aðra orkugjafa til að draga úr notkun olíu. Nefnir ammoníak, vetni og metanól sem dæmi þar um. ORKUSKIPTI Notum náttúru- öflin aftur Hjörtur Emilsson Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Herjólfur Ferjan getur nú alfarið siglt á rafmagni á ferðum sínum á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Hér er skipið á útsiglingu í gær, daginn sem öllum starfsmönnum var sagt upp. Mikilvægur áfangi í siglingasögunni Fulltrúar Samkaupa og Skógrækt- arfélag Íslands skrifuðu í gær undir samstarfssamning um verkefnið Op- inn skógur. Markmiðið með sam- starfinu er að bæta aðstöðu og auka aðgengi á opnum skógræktar- svæðum í alfaraleið og miðla upplýs- ingum og fræðslu um lífríki, náttúru og sögu svo almenningur geti nýtt sér skógana til áningar, útivistar og heilsubótar. Með samningnum er rekstur verkefnisins tryggður á þessu ári og því næsta, auk þess sem unnið verður að kynningu á málinu. „Við leitum stöðugt leiða til að lágmarka umhverfisáhrif af starf- semi okkar til að tryggja að kom- andi kynslóðir fái að njóta fegurðar og þess góða sem umhverfið okkar hefur upp á bjóða,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa. Hún segir samstarf og stuðning við skógræktarfélagið falla vel að umhverfisstefnu Samkaupa enda gegnir félagið mikilvægu hlut- verki í náttúru- og umhverfisvernd. Opnir skógar eru nú sautján tals- ins, þeir eru víða um land og hvar- vetna góð útivistaraðstaða. Unnið verður áfram að þróun og bættu að- gengi þannig að sem flestir lands- menn geti notið þeirra miklu gæða sem felast í skógunum sem eru allir opnir fólki. sbs@mbl.is Samkaup í skógi  Styðja Skógræktarfélag Íslands  Opnir skógar  Útivistarsvæði Ljósmynd/Ragnhildur Freysteinsdóttir. Undirritun Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, til vinstri, og Gunnar Egill Sigurðsson, stjórnandi verslana Samkaupa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.