Morgunblaðið - 01.09.2020, Page 12

Morgunblaðið - 01.09.2020, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2020 Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Þú finnur gæðin! Skoðaðu úrvalið í netverslun isleifur.is BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Landsframleiðslan dróst saman um 9,3% að raungildi á öðrum ársfjórð- ungi, borið saman við sama tímabil fyrra árs. Aldrei, frá því að mælingar hófust 1995, hefur annar eins sam- dráttur mælst en á fjórða fjórðungi ársins 2009 mældist samdrátturinn 8,7%. Höggið sem hagkerfið varð fyrir á fjórðungnum reyndist þó nokkuð minna en Seðlabanki Íslands hafði gert ráð fyrir en nýverið spáði hann því að samdrátturinn yrði 11%. Kraftar sem togast á Gríðarlegur samdráttur í útflutn- ingi, sem einkum má rekja til hruns ferðaþjónustunnar, er meginástæða þess hve hagkerfið skrapp saman á fjórðungnum. Þannig var framlag út- flutningsins til hagvaxtar neikvætt um 15,5%. Á móti vó hins vegar mikill sam- dráttur innflutnings en framlag hans til hagvaxtar var jákvætt um 12,2%. Ræður þar miklu að þörf fyrir aðföng ferðaþjónustustarfsemi þornaði nær alfarið upp og þá stöðvuðust fólks- flutningar héðan að mestu, rétt eins og ferðalög útlendinga til Íslands. Þá var framlag einkaneyslu einnig nei- kvætt um 4,4% og framlag fjármuna- myndunar var einnig neikvætt um 3,6%. Framlag samneyslunnar var hins vegar jákvætt um 0,6%. Í niður- brotnum tölum Hagstofunnar kemur fram að þótt einkaneyslan hafi í heildina dregist saman þá hafi hún aukist á afmörkuðum sviðum, m.a. í neyslu lyfja og annarra lækninga- vara, rafrænni þjónustu og áfengi. Aðrir liðir vógu þó þyngra, m.a. bíla- kaup sem drógust saman um 35% að raungildi miðað við sama tímabil í fyrra. Í samantekt Hagstofunnar er m.a. bent á að heildarfjöldi vinnustunda hafi dregist saman um 11,3% á tíma- bilinu. Segir stofnunin að mælingar á vinnumagni gefi „sterka vísbendingu um framleitt magn vöru og þjónustu til endanlegra nota“. Atvinnuvegafjárfesting dróst sam- an um 17,8% á tímabilinu og fjár- munamyndun í íbúðarhúsnæði dróst saman um 21,3% sem er mesti sam- dráttur sem mælst hefur síðan á 2. ársfjórðungi 2010. Þrátt fyrir sam- dráttinn er umfang byggingarfram- kvæmda vegna íbúðarhúsnæðis enn mikið í sögulegu samhengi, eða sem nemur 5,2% af landsframleiðslu árs- fjórðungsins. Vöruskiptajöfnuður var neikvæður um 9,2 milljarða króna á 2. ársfjórðungi. Vöruútflutningur nam 149,2 milljörðum króna og vöru- innflutningur nam 158,4 milljörðum. Þjónustujöfnuður var jákvæður um 3,7 milljarða en á tímabilinu nam út- flutningur á þjónustu 66,4 milljörðum og innflutningur 62,6 milljörðum. Þannig var samanlagður halli af vöru- og þjónustuviðskiptum 5,4 milljarðar á fjórðungnum, samanbor- ið við 8,7 milljarða króna jákvæðan jöfnuð yfir sama tímabil 2019. Samdráttur á mann 2019 Samhliða nýjum tölum þjóðhags- reikninga fyrir annan ársfjórðung hefur Hagstofan einnig birt tölur sem sýna að landsframleiðsla á mann dróst saman á síðsta ári. Nemur sam- drátturinn 0,3%. Landsframleiðslan jókst að raungildi um 1,9% í fyrra, samanborið við 3,9% 2018. Að teknu tilliti til mannfjölgunar, sem nam 2,2%, reyndist samdráttur eins og að ofan greinir. Mesti mældi samdráttur Breyting á landsframleiðslu á 2. ársfj. 2020 Hlutfallsleg raunbreyting m.v. 2 ársfj. 2019 (árstíðaleiðrétt)* 0% 5% 10% 15% 20% Bretland Spánn Portúgal Frakkland Íítalía ESB-meðaltal Austurríki Þýskaland Bandaríkin Ísland Pólland Svíþjóð Lettland Danmörk Litháen Noregur Finnland -20,4% -18,5% -13,8% -11,7% -9,3% -8,3% -7,4% -5,1% -4,5% * Fyrstu bráðabirgðatölur sem hagstofur viðkomandi ríkja hafa birt á undan- förnum vikum og eru settar fram með fyrirvara um aukna óvissu í niðurstöðum. Heimild: Hagstofa Íslands.  Landsframleiðslan dróst saman um 9,3% á öðrum ársfjórðungi  Minni sam- dráttur en Seðlabankinn spáði nýverið  Útflutningur dróst saman um 15,5% sökum kórónuveirunnar hafi auk- ið smásölu á vörum þess í Bret- landi og á Írlandi. Hins vegar hafi sala til veitingastaða og ann- arra sem selji tilbúnar máltíðir orðið fyrir miklum áhrifum vegna lokana frá miðjum mars- mánuði og fram til loka maímán- aðar. Hins vegar sé sala til þess- ara aðila jafnt og þétt að taka við sér. Bjarni Ármannsson, forstjóri fyrirtækisins, segir að sala hafi tekið við sér á þriðja ársfjórð- ungi. Hins vegar hefur fyrirtækið ákveðið að lækka efri vikmörk afkomuspár sinnar um 1 milljón evra og er nú gert ráð fyrir að hagnaður þess fyrir skatta muni liggja á bilinu 6 til 8 milljónir evra fyrir árið, jafnvirði 1 til 1,3 milljarða króna. Sölutekjur Iceland Seafood Inter- national námu 183,2 milljónum evra á fyrri helmingi ársins, jafn- virði 30,2 milljarða króna, saman- borið við 232,1 milljón evra, jafn- virði 38,3 milljarða króna, yfir sama tímabil í fyrra. Nemur sam- drátturinn því 21%. Hagnaður félagsins eftir skatta nam rúmlega 1,6 milljónum evra, jafnvirði 253 milljóna króna, og dróst saman um 64% frá fyrra ári þegar hann reyndist rúmlega 4,2 milljónir evra. Segir í tilkynningu frá félaginu að breytingar á neysluvenjum Sala Iceland Seafood minnkar um 21%  Hagnaðurinn dregst saman um 64% frá fyrra ári og nemur 253 milljónum Morgunblaðið/Hari Uppgjör Iceland Seafood International skilar hagnaði þrátt fyrir skakkaföll á árinu og erfiðar markaðsaðstæður. Bjarni Ármannsson er forstjóri þess. 1. september 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 137.42 Sterlingspund 182.61 Kanadadalur 105.13 Dönsk króna 21.965 Norsk króna 15.623 Sænsk króna 15.909 Svissn. franki 152.03 Japanskt jen 1.3027 SDR 194.84 Evra 163.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 193.0041 Hrávöruverð Gull 1955.85 ($/únsa) Ál 1762.0 ($/tonn) LME Hráolía 45.1 ($/fatið) Brent Viðskipti ● Fjármálaeftirlitið veitti í gær Kviku banka heimild til þess að sameina eigna- og sjóða- stýringarstarfsemi Kviku í Júpíter rekstrarfélagi. Byggist sam- þykktin á beiðni Kviku og Júpíters sem send var til stofnunarinnar 13. nóvember 2019. Þá sótti Júpíter um heimild til FME þann 11. júní síðastliðinn til að fá starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða. Nú þegar heimildin hefur fengist hef- ur verið ákveðið að breyta nafni Júpí- ters rekstrarfélags í Kviku eignastýr- ingu. Þeir starfsmenn sem störfuðu hjá Kviku við eignastýringu munu flytjast yfir til Kviku eignastýringar sem og þau verkefni sem mynduðu starfsemi eigna- stýringar Kviku. Í kjölfar þessara breyt- inga verður Kvika eignastýring eitt stærsta eigna- og sjóðastýringar- fyrirtæki landsins. Segir í tilkynningu í tengslum við þessar vendingar að hið sameinaða félag muni leggja áherslu á að veita viðskiptavinum breitt þjón- ustuframboð til þess að fjárfesta inn- anlands sem og á erlendum mörk- uðum. Þá verði lögð áhersla á að vera leiðandi í eigna- og sjóðastýringu með langtímahagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Hannes Frímann Hrólfsson er fram- kvæmdastjóri Júpíters rekstrarfélags. Kvika verður Júpíter sem aftur verður Kvika Hannes Frímann Hrólfsson ● Útgerðarfélag Reykjavíkur, stærsti hluthafi Brims hf., hélt lokað útboð á víxlum í tveimur flokkum síðastliðinn föstudag. Alls bárust tilboð fyrir ríflega þrjá milljarða króna frá 15 þátttakendum og ákvað félagið að taka tiboðum fyrir 2.520 milljónir króna. Voru vaxtakjörin í tilboðunum að meðaltali 3,82%. Segir í tilkynningu frá fyrirtækinu að aðstandendur útboðsins séu sérlega ánægðir með þær undirtektir sem félag- ið hafi fengið, ekki síst vegna þeirrar óvissu sem er uppi í alþjóðlegu efna- hagslífi og þess að lítið hafi verið um út- gáfu rekstrarfélaga á óveðtryggðum verðbréfum á síðustu árum. Arctica Finance annaðist útgáfuna fyrir hönd ÚR. Útgerðarfélag Reykjavíkur er ekki að- eins þátttakandi í sjávarútvegi hér á landi heldur einnig í Grænlandi og eru eignir þess metnar á um 440 milljónir evra. Forstjóri þess er Runólfur V. Guð- mundsson en langstærsti hluthafi þess er Guðmundur Kristjánsson. Útgerðarfélag Reykja- víkur sækir fjármögnun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.