Morgunblaðið - 01.09.2020, Qupperneq 13
Hjólreiðakeppnin fræga Tour de
France er hafin í Frakklandi og
stendur til 20. september. Hún átti
að fara fram í vor en var þá frestað
vegna kórónuveirufaraldursins.
Það hefur aðeins gerst tvisvar áður
frá því að keppnin byrjaði 1903, og í
bæði skiptin vegna heimsstyrjaldar.
Hjólaleiðirnar eru breytilegar en
þær skiptast í tímakeppnir, fjalla-
leiðir um bæði Alpafjöll og Pýre-
neafjöll og lokakeppni á Champs-
Élysées í París. Nú skiptist keppnin
í 21 dagleið sem samtals eru um
3.500 km að lengd. Keppt er á götu-
hjólum.
Keppnin er nú haldin af Amaury
Sport Organisation sem er hluti af
fjölmiðlasamsteypunni Éditions
Philippe Amaury.
Tour de
France á
fullri ferð
AFP
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2020
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Kína hefur tekið forystu í keppni
ríkja heims um að verða fyrst með
bóluefni gegn kórónuveirunni. Hafa
Kínverjar þegar hafið svokallaða
þriðjastigsprófun. Í umfjöllun Daily
Telegraph um málið kemur fram að
margir vísindamenn hafi hins vegar
áhyggjur af því að bóluefnið sem ver-
ið er að þróa sé ekki nógu gott og
pólitískar ástæður liggi að baki því
hve hratt er gengið fram.
Kínverjar eru svo sannfærðir um
ágæti þessa tilraunaefnis að þeir
hafa nú í meira en mánuð verið að
nota það á ákveðna hópa fólks sem
hætta er talin á að smitist af veirunni
í starfi sínu. Hér er m.a. um að ræða
landamæraverði og fólk sem starfar
fyrir kínversk ríkisfyrirtæki erlend-
is. Stefnt er að því að bólusetja
starfsfólk í flutningagreinum og
þjónustustörfum innan skamms.
Nicholas Thomas, sérfræðingur í
heilbrigðisfræðum og prófessor við
City University í Hong Kong, segir
að með því að bólusetja fólk með efni
sem tilraunum er ekki lokið með, sé
hætta á að verið að skapa falska
vissu um ónæmi. Engin trygging sé
fyrir því að bóluefnið virki í reynd
gegn veirunni. Hætt sé við því að
fólk sem telji sig öruggt eftir bólu-
setningu muni ekki gæta sín í sam-
skiptum við aðra á sama hátt og þeir
sem ekki hafa verið bólusettir. Með
því væri óvart verið að stofna lífi og
heilsu fjölda manns í hættu.
Thomas segir að ástæðan fyrir því
að prófanir á bóluefnum verði að fara
í gegnum öll stigin þrjú sé að þannig
sé hægt að lágmarka áhættu til
skemmri og lengri tíma. Ef bóluefni
sé gefið án þess að þriðjastigstil-
raunum sé lokið sé verið að skapa
mikla hættu.
Upplýsingar þær sem kínversk
stjórnvöld hafa veitt um málið eru
mjög takmarkaðar. Lítið er vitað um
bóluefnið sjálft og þann fjölda sem
hefur verið bólusettur. Hafa ýmsir
áhyggjur af því að stjórnvöld beiti
fólk þvingunum til bólusetningar.
Í vikunni sem leið neituðu stjórn-
völd í Papúa Nýju-Gíneu flugvél frá
Kína um lendingarleyfi, þar sem tal-
ið var að farþegarnir hefðu verið
bólusettir með nýja bóluefninu sem
enn er á tilraunastigi. Óttuðust
stjórnvöld að þessir farþegar sköp-
uðu smithættu í landinu.-
Pólitíski þátturinn í bóluefnismál-
inu í Kína snýr ekki síst að þeirri
gagnrýni sem stjórnvöld þar hafa
orðið fyrir á alþjóðavettvangi á und-
anförnum mánuðum. Hafa þau verið
sökuð um að leyna upplýsingum,
koma fréttum seint á framfæri og
hafa brugðist allt of seint við atburð-
um. Með því að verða fyrstir með
bóluefni á markað telji Kínverjar sig
geta lagfært laskað orðspor og eign-
ast bandamenn á ný.
Í gær höfðu rúmlega 847 þúsund
manns látist af völdum kórónuveir-
unnar, flestir í Bandaríkjunum.
Rúmlega 25 milljónir tilfella hafa
verið skráð víðs vegar um heim.
AFP
Faraldur Um allan heim keppast menn við að finna bóluefni gegn veirunni.
Þriðjastigsprófun hafin í Kína
Kínverjar sagðir komnir lengst í þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni Miklar áhyggjur af því að
pólitísk hentisemi ráði því að bólusetning sé þegar hafin á völdum hópum Getur gefið falska fullvissu
Líklegt er að ekkert verði af kín-
verskri útgáfu bókarinnar Fjármagn
og hugmyndafræði eftir hinn þekkta
franska hagfræðing Thomas Piketty.
Höfundurinn greindi frá þessu í gær
og sagði þá að útgefandinn heimtaði
of miklar úrfellingar úr bókinni sem
kæmu niður á mikilvægum efnisþátt-
um.
Piketty hefur á undanförnum ár-
um orðið stjarna í heimi hagfræðinn-
ar fyrir verk þar sem misskipting
auðs í heiminum og ójafnræði í tekju-
dreifingu er viðfangsefnið. Í nýjustu
bók hans, sem Kínverjar ætluðu að
gefa út, er fjallað um þá miklu aukn-
ingu sem orðið hefur á ójöfnuði um
heim allan á síðustu árum og þar er
enn fremur að finna harða gagnrýni á
auðræðið sem þrífst í skjóli kín-
verska kommúnistaflokksins.
Má ekki fjalla um Kína
„Í stuttu máli sagt vill útgefandinn
taka úr bókinni allar tilvísanir til
Kína nútímans, og sérstaklega fjar-
lægja umfjöllun um ójafnræði og
skort á gagnsæi í landinu. Ég hef
hafnað þessu og sagt þeim að ég
muni aðeins samþykkja útgáfu bók-
arinnar með öllu efninu,“ sagði Pi-
ketty í viðtali við AFP-fréttastofuna í
gær.
Piketty varð heimsfrægur árið
2013 þegar bók hans Fjármagn á 21.
öld kom út. Sú bók var þýdd á kín-
versku án vandræða og seldist þar í
stóru upplagi eins og víða um heim.
Forseti Kína, Xi Jinping, bendir
gjarnan á rannsóknir og rit Pikettys
til að gagnrýna aukið ójafnræði í
Bandaríkjunum og í Evrópu og til að
styðja fullyrðingar sínar um yfir-
burði kínversks samfélags og hag-
kerfis.
Kínverjar vilja
ritskoða Piketty
Ólíklegt að ný bók hans komi út þar
Stjarna Piketty er einn frægasti
hagfræðingur í heimi.
Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is
HAUSTPERLUR
Vefuppboð nr. 496
Karl Kvaran
vefuppboði lýkur 2. september
Karólína Lárusdóttir
Forsýning á verkunum hjá
Fold uppboðshúsi og á vefnum uppbod.is