Morgunblaðið - 01.09.2020, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Síðustu mánuðihafa skoð-anakannanir
bent ótvírætt til
þess að Trump sitji
aðeins eitt kjör-
tímabil í embætti.
Algengast er að for-
seti njóti mikils for-
skots í baráttunni um endurkjör.
Kannanir hafa vikum saman
sýnt Joe Biden með verulegt for-
skot á Trump. Munurinn hefur
verið miklu meiri en var á milli
þeirra Hillary Clinton.
Stundum er vitnað til að
Trump hafi unnið hana þrátt fyr-
ir velgengni hennar í könnunum.
Munurinn á milli Bidens og
Trumps hefur verið allt að 11-
16% og tiltölulega stöðugur.
Kannanir síðustu daga eru með
öðrum brag. Taka verður fárra
daga könnunum með gát, en
óneitanlega eru sveiflurnar
miklar. Samanteknar kannanir
þrjá daga í röð sýndu Biden enn
með meirihluta, en hann var
kominn niður í 6% á fyrsta degi,
aftur í 6% á þeim næsta og loks
3% á þeim nýjasta. Þótt ekki
megi draga stórkarlalegar álykt-
anir af svo skömmu skeiði, er
það þó afsakanlegra en þegar
horft er til einnar könnunar með
mikið frávik.
En fréttaskýrendur segja
þessar kannanir geta gefið til
kynna að baráttan sé ekki búið
spil fyrir Trump og repúblikana.
En sé þetta í raun upphaf sveiflu
í öndverða átt hverjar gætu ver-
ið helstu skýringar þess? Fyrsta
tilgátan hlyti að vera sú, að mjög
áhættusamt var að flagga fram-
bjóðanda sem
geyma þurfti í fel-
um ofan í kjallara
mánuðum saman og
banna öllum aðgang
að honum sem eru
utan pólitísks safn-
aðar hans. Er þá
ekki einungis verið
að miða við flokksbundna og vel-
viljaða, heldur einungis þá sem
eru með honum innan við grát-
urnar. Í öðru lagi er veiran að
láta undan síga og dánartölur
lækka hratt. Atvinnulífið og
bjartsýni fjárfesta eru komin í
aðra og betri stöðu en áður. Vísi-
tölur sem sýna verð bréfa og
hluta eru miklu bjartari yfir-
litum en þær hafa lengi verið.
Hlutafjárvísitölur eru þannig
komnar í hæstu hæðir á ný og at-
vinnleysi minnkar hratt.
Þá hefur það skaðað demó-
krata mjög að þeir virðast hafa
ýtt beint og óbeint undir „mót-
mæli“ og hafa neitað að fordæma
þau sem skemmdarverk þótt lög-
reglustöðvar, fyrirtæki og versl-
anir standi dag eftir dag í ljósum
logum. Í þeim ríkjum eða borg-
um þar sem demókratar ráða
hafa yfirvöld dregið lappirnar og
neitað að gefa lögreglu eða ríkis-
her fyrirmæli um að stöðva
skemmdarverkin og hafa hafnað
boðum forsetans um að senda
þeim lið til að skakka leikinn!
Demókratar hafa neyðst til að
skrifa nýjan texta á spjöld
Bidens, sem hann les upp eins og
hann hafi ekki lesið fyrri for-
skriftir þar sem hann bar blak af
„mótmælunum“ og sá engin
skemmdarverk.
Vísbendingar sjást
um að staða Trumps
sé að batna. En þær
eru ekki enn fastar í
hendi}
Kúvending?
Sameinuðu þjóð-irnar lýstu yfir
áhyggjum sínum á
laugardaginn, eftir
að fregnir bárust af
því að Fayez al-
Sarraj, forsætisráðherra stjórn-
valda í Líbíu, hefði rekið innan-
ríkisráðherra sinn, Fathi Bas-
haga, fyrir helgi, vegna
spurninga um hver bæri
ábyrgðina á því að vígamenn á
vegum stjórnvalda skutu á frið-
sama mótmælendur í höfuð-
borginni Trípólí.
Ekki er ýkja langt síðan Trí-
pólí-stjórnin, sem nýtur að
nafninu til viðurkenningar al-
þjóðasamfélagsins, rambaði á
barmi falls, þegar hersveitir
stríðsherrans Khalifa Haftar
settust um borgina, en Haftar
nýtur stuðnings ýmissa ríkja,
þeirra á meðal Egyptalands og
Rússlands. Umsátrinu var aflétt
fyrir um þremur mánuðum með
stuðningi tyrkneskra hersveita,
og stefndi í kjölfarið allt í að
átökin í landinu myndu halda
áfram, allt þar til báðir aðilar
lýstu því óvænt yfir að þeir
hygðust gera með sér vopnahlé
og stefna að kosningum.
Ekki leið þó á
löngu áður en báðir
höfðu sakað hinn
um að virða ekki
vopnahléið, og nýj-
ustu vendingar í
Trípólí benda ekki til þess að
þar sé allt með felldu á þessum
viðkvæma tíma. Fyrir utan þær
alvarlegu spurningar sem
vakna, þegar friðsamir mótmæl-
endur eru beittir ofbeldi, hjálp-
ar ekki til að Bashaga þykir
valdamikill í borginni Misrata,
og seta hans í ríkisstjórninni
hefur verið tengd þeim ítökum
sem hann hefur þar. Á sama
tíma hafa samskipti hans og for-
sætisráðherrans hríðversnað á
síðustu dögum og vikum.
Líklega er nú tómt mál að
tala um hið fyrirhugaða vopna-
hlé milli stríðandi fylkinga í
Líbíu, þar sem annar aðilinn
glímir við innbyrðis deilur um
stjórnarstefnuna. Vonir manna
voru svo sem ekki miklar fyrir
enda ristir friðarviljinn grunnt
þrátt fyrir hörmungarástand í
landinu þann tæpa áratug sem
liðinn er frá því að Gaddafí var
steypt af stóli – og var ekki gott
fyrir.
Hörmungarástandið
virðist engan enda
ætla að taka}
Friðarvonin úti í Líbíu?
D
ýpsta kreppa lýðveldissögunnar
er skollin á. Þá ber stjórn-
málamönnum – kjörnum
fulltrúum fólksins í landinu –
heilög skylda til þess að snúa
við öllum steinum svo verja megi félagslega
og fjárhagslega afkomu almennings. Stjórn-
völd verða að hækka grunnframfærslu þeirra
sem haldið er undir fátæktarmörkum ásamt
því að auka möguleika á því að fólk geti bjarg-
að sér sjálft. Til þess verður að nýta öll þau
atvinnutæki og auðlindir sem fyrir eru í land-
inu og mögulegt er að nýta.
Ríkisstjórnin ætlar að veðja á að fleyta
samfélaginu yfir kórónuveirukreppuna með
því að skuldsetja ríkissjóð upp í rjáfur. Eng-
inn veit hve mikil sú skuldsetning verður því við vitum
ekkert hvenær kófinu linnir. Eitt er þó víst að við mun-
um þurfa að greiða skuldirnar. Skuldaklafanum er skellt
á axlir okkar á komandi árum og jafnvel áratugum. Þau
ætla að senda covid-reikninginn á börnin.
Ráðherrar tala um að auka þurfi nýsköpun en nefna
þó ekki í hverju hún skuli fólgin. Eitt er víst að efling ný-
sköpunar er ekki spretthlaup sem virkar strax heldur
langhlaup og þrátt fyrir góðan vilja skilar nýsköpun yf-
irleitt ekki arði fyrr en eftir einhver ár. Við höfum
hvorki tíma né efni á að bíða það lengi eins og staðan er
nú.
Fjármálaráðherra vill sjá okkur spýta í lófana og auka
verðmætasköpun. Við í Flokki fólksins tökum undir það,
en bætum um betur. Við viljum meðal annars
horfa til sjávarútvegsins. Varðandi nýsköpun
sem gæti fljótt skilað miklu mætti nefna veið-
ar á gulldeplu og laxsíld til framleiðslu á
mjöli og lýsi. Einnig þróun á laxeldi í lok-
uðum kerfum í sjó. Svo eru það bolfiskveið-
arnar.
Af hverju má ekki leyfa trillukörlum að
stunda áfram handfæraveiðar í haust þótt
strandveiðitímabilinu sé formlega lokið?
Vafalaust atvinnuskapandi fyrir hundruð.
Þar eru búnar til tekjur sem hríslast um allt
æðakerfi samfélagsins. Sjávarútvegs-
ráðherra hefur fulla heimild til að auka við
veiðarnar, allt sem þarf er hans eigin vilji
sem greinilega skortir hér. Ráðherra virðist
ekki þekkja 3. gr. laga um stjórn fiskveiða, en þar segir:
„Ráðherra er heimilt innan fiskveiðiársins að auka eða
minnka leyfðan heildarafla einstakra botnfisktegunda“.
Nú ríður á að bjarga alþýðufjölskyldum frá örbirgð og
neyð í kreppu með því að nýta auðlind með atvinnutækj-
um og mannauði sem til er í landinu. Stofnmælingar
Hafró eru langt frá heilagur sannleikur. Tölur í þeim
innihalda mikil skekkjumörk. Það sakar ekkert þótt
handfærabátar fái að veiða nokkur þúsund tonn af
þorski. Allt tal um að lög komi í veg fyrir þetta er hjóm
eitt. Lögum má breyta. En kannski er ekki vilji til þess
hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.
Inga Sæland
Pistill
Vilji er allt sem þarf
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Ídag taka gildi breytingar álögum um hálfan ellilífeyrisem samþykktar voru á Al-þingi í vor. Hálfur ellilífeyrir
er nú tekjutengdur en með hærra
frítekjumarki en fullur ellilífeyrir og
háður atvinnuþátttöku umsækjanda.
Þá er ekki lengur gerð krafa um
lágmarksgreiðslur frá lífeyrissjóði,
hvorki vegna hálfs ellilífeyris né
snemmtöku fulls ellilífeyris.
Markmiðið með breytingunum er
að gefa fleiri einstaklingum á ellilíf-
eyrisaldri kost á töku hálfs lífeyris
almannatrygginga á móti hálfri
greiðslu lífeyrissjóðs og auka þar
með möguleikana á sveigjanlegum
starfslokum. Til staðar er sérstök
tímabundin heimild til 1. janúar
2021 fyrir þá lífeyrisþega sem þegar
eru á fullum ellilífeyri til að skipta
yfir á nýja hálfa ellilífeyrinn. Um-
ræddar breytingar hafa ekki áhrif á
réttindi þeirra lífeyrisþega sem þeg-
ar fá greiddan hálfan ellilífeyri.
Sigrún Jónsdóttir, framkvæmda-
stýra hjá Tryggingastofnun, segir
að þeir sem hafa þegar hafið töku
hálfs lífeyris eða sóttu um töku hálfs
lífeyris fyrir gildistöku laganna
muni halda réttindum samkvæmt
þeim reglum sem þá voru í gildi.
Hún segir að fram að þessu hafi 81
einstaklingur nýtt sér heimildina til
töku hálfs ellilífeyris.
Meðan eldri reglurnar voru í gildi
frá ársbyrjun 2018 og fram til gær-
dagsins var hálfur ellilífeyrir óháður
atvinnuþátttöku og jafnframt var
gerð sú krafa að samanlagður hálfur
réttur frá almannatryggingum og
hálfur réttur frá lífeyrissjóðunum
næði að lágmarki fullri upphæð elli-
lífeyris almannatrygginga.
Í tilkynningu sem birt var í gær á
vef Tryggingastofnunar segir að
hálfur ellilífeyrir sé tekjutengdur en
lífeyrisþegar geti haft 325.000 kr. í
tekjur á mánuði án þess að þær hafi
áhrif á greiðslur hálfs ellilífeyris.
Það eru tæpar fjórar milljónir króna
á ári. Fjárhæðin lækkar svo um 45%
af tekjum eftir að því tekjumarki er
náð, uns hann fellur niður. Greiðsla
hálfs ellilífeyris árið 2020 fellur nið-
ur þegar mánaðarlegar tekjur ná
610.321 kr. Upphæð hálfs ellilífeyris
er nú 128.395 kr. á mánuði.
Skilyrði fyrir því að geta tekið sér
hálfan lífeyri eru þríþætt: (1) Að
vera 65 ára eða eldri. Ef valið er að
sækja um hálfan ellilífeyri fyrir 67
ára aldur lækkar sá helmingur sem
tekinn er varanlega. (2) Að sótt hafi
verið um hálfan ellilífeyri í öllum
skyldubundnum atvinnutengdum
lífeyrissjóðum sem heimila greiðslu
hálfs ellilífeyris, bæði innlendum og
erlendum. Ef lífeyrissjóður heimilar
ekki greiðslu hálfs ellilífeyris þarf
TR staðfestingu þess efnis. (3) Að
vera virkur á vinnumarkaði en þó
ekki í meira en hálfu starfi.
Greiðslur hálfs ellilífeyris frá TR
hefjast þegar stofnunin hefur fengið
staðfestingu á að greiðslur hafi haf-
ist hjá þeim lífeyrissjóðum sem
heimila greiðslu hálfs ellilífeyris.
Þeir sem njóta hálfs lífeyris geta
enn fremur átt rétt á hálfri heimilis-
uppbót. Auk þess geta þeir átt rétt á
barnalífeyri, uppbót vegna reksturs
bifreiðar eða öðrum uppbótum ef
skilyrði þeirra greiðslna eru upp-
fyllt. Ávallt er heimilt að skipta af
hálfum ellilífeyri yfir á fullan.
Meðan eldra kerfið var við lýði
gátu launþegar í fullu starfi nýtt sér
hálfan lífeyri. Nú er reglan sú að
starfshlutfall sé ekki hærra en 50%
til að réttur sé til staðar. Litið er á
meðaltal starfshlutfalls umsækjanda
á því tímabili sem sótt er um hálfan
ellilífeyri. Þannig getur umsækjandi
unnið meira en 50% starfshlutfall
suma mánuði og minna starfshlut-
fall aðra mánuði, svo lengi sem með-
altal starfshlutfalls hans á greiðslu-
tímabili hálfs lífeyris fari ekki yfir
50%. Þetta fyrirkomulag á að gefa
einstaklingum með árstíðabundna
atvinnu meira svigrúm til töku elli-
lífeyris.
Fram kemur á vef Trygginga-
stofnunar að hægt er að draga um-
sókn um hálfan ellilífeyri til baka
innan 30 daga eftir að niðurstaða um
réttindi hjá TR liggur fyrir. Þannig
getur fólk metið hvort það vill byrja
að fá greiðslur eða njóta frestunar
og fá þá hækkun á greiðslur. Ef
greiðsla hefur átt sér stað þarf að
endurgreiða TR að fullu ef umsókn
er dregin til baka.
Þegar breytingarnar á lögunum
um hálfan ellilífeyri voru í vinnslu á
Alþingi kom fram í umsögn Trygg-
ingastofnunar að gera mætti ráð
fyrir fjölgun fyrirspurna varðandi
hálfan ellilífeyri og að fleiri myndu
nýta sér úrræðið eftir lagabreyt-
inguna. Fjölga þyrfti starfsmönnum
í svörun fyrirspurna, afgreiðslu um-
sókna og tekjueftirliti. Auk þess
þyrfti að breyta tölvukerfum til
tekjueftirlits. Taldi stofnunin sig
þurfa 18 milljónir króna árlega
vegna þessa og 5 milljónir til að
breyta tölvukerfum. Sigrún Jóns-
dóttir segir að engar hækkanir hafi
hins vegar fengist vegna breyting-
anna.
Nýjar reglur komnar
um hálfan lífeyri
Ljósmynd/Aðsend.
Hálfur lífeyrir Á vef Tryggingastofnunar, tr.is, er að finna allar upplýs-
ingar og leiðbeiningar um töku hálfs lífeyris eftir nýju reglunum.