Morgunblaðið - 01.09.2020, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 01.09.2020, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2020 Vatn Það getur verið gott að fá sér vatn að drekka þegar þorstinn sækir að, líkt og þessi fallegi köttur sem sat við rigningarpoll í mestu makindum í gær og naut lífsins í haustveðrinu. Kristinn Magnússon Um áratuga skeið voru bæjarstjórn og síðan borg- arstjórn Reykjavíkur til fyr- irmyndar um lýðræðislegt stjórnvald sem sýndi mikið aðhald í rekstri, lágmarkaði risnu, hélt uppi líflegum en málefnalegum og háttvísum samræðum um málefni borgaranna, tók veigamikl- ar ákvarðanir og lagði sig fram um að upplýsa borg- arbúa og efla áhuga þeirra á málefnum þeirra og ákvörðunum þar að lútandi. Á flótta frá borgarbúum Á þessu hefur orðið dapurleg breyting á síðastliðnum tveimur áratugum. Borg- arfulltrúum hefur fjölgað úr 15 í 23, nefndum borgarinnar hefur fjölgað um- talsvert, skrifræði stóraukist, borg- arstarfsmönnum í stjórnsýslu borg- arinnar fjölgað gífurlega og rekstrarkostnaður og risna rokið upp úr öllu valdi. Pólitík núverandi meirihluta tekur sífellt meira mið af pólitísku pukri og leynimakki. Hún stefnir t.d. staðföst að markmiðum í skipulags- og samgöngu- málum sem hún þorir ekki að kannast við opinberlega. Borgarstjóri og meirihluti hans eru ekki til viðtals við borgarbúa, hvorki með viðtalstímum, á fundum né í fjölmiðlum og þá sjaldan þau koma fram í fjölmiðlum gefa þau oft vísvitandi villandi eða ónógar upplýsingar um stefnu sína. Við þessar aðstæður verða borgarstjórn- arfundir oft langir og þunglamalegir, fara oft í karp um endalaust skrifræði, geril- sneyddir af hreinskilni og markvísi. Skref í rétta átt Af þessum sökum lagði ég fram tillögu í janúar síðastliðnum í forsætisnefnd, fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna, um óund- irbúnar fyrirspurnir á borgarstjórnar- fundum til borgarstjóra og borgarfull- trúa. Henni er ætlað að losa svolítið um fyrirfram ákveð- ið og niðurnjörvað fundar- form og gera borgar- stjórnarfundi þar með skilvirkari, auka upplýs- ingaflæði til borgarfulltrúa og styrkja þannig eftirlits- hlutverk þeirra, ýta undir lýðræðislega umfjöllun borgarfulltrúa og glæða áhuga almennings og fjöl- miðla á borgarmálefnum. Og viti menn: Tillagan var samþykkt í marsmánuði síðastliðnum með breytingum og nánari útfærslu. Sam- kvæmt tillögunni er lagt til að hálftími verði tekinn undir þennan dagskrárlið og að á hverjum fundi verði gert ráð fyrir fimm fyrirspurnum og að jafnaði verði þeim beint til borgarstjóra en heimilt verður einnig að beina fyrirspurnum til borgarfulltrúa fallist þeir á það. Um er að ræða tilraunaverkefni sem standa mun yfir frá fyrsta fundi borgarstjórnar nú eftir sumarleyfi og til ársloka 2020 en þá verður verkefnið metið af forsætisnefnd með tilliti til framtíðaráforma í þessum efnum. Vonandi verður þessi nýbreytni liður í að gera borgarstjórnarfundina skilvirkari og sveigjanlegri, auka upplýsingaflæði, gagnsæi og efla eftirlitshlutverk okkar borgarfulltrúa. Ekki veitir af. Eftir Mörtu Guðjónsdóttur » Vonandi verður þessi nýbreytni liður í að gera borgarstjórnarfundina skil- virkari, auka upplýsinga- flæði og efla eftirlitshlut- verk borgarfulltrúa. Marta Guðjónsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Óundirbúnar fyrir- spurnir – Nýbreytni í borgarstjórn Umræðan í þingsal um mik- ilvægi álfram- leiðslu fyrir ís- lenskt atvinnu- og efnahagslíf hefur verið mjög tak- mörkuð og end- urspeglast oft á tíðum af ósann- girni. Það er þó staðreynd, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að stóriðjan á Íslandi og raforkuframleiðsla hefur byggt mikilvægan grunn undir ís- lenskt efnahagslíf. Sem dæmi má nefna mikilvægi ál- framleiðslunnar í framhaldi af bankahruninu þar sem gjald- eyristekjur af álframleiðslu ásamt vexti í ferðaþjónustu kom okkur Íslendingum á undra- skömmum tíma út úr erfiðri kreppu. Afurðir fyrir 214 milljarða króna Heildargjaldeyristekjur vegna vöru- og þjónustu- viðskipta voru um 1.344 millj- arðar á síðasta ári. Á síðasta ári fluttu íslensku álverin út afurðir fyrir 214 milljarða kr. og stærsti markaður álveranna er Evrópa. Innflutningurinn á Evrópumarkað frá löndum utan markaðarins er tollskyldur upp að 4-7% en sökum aðildar Ís- lands að EES-svæðinu er Ís- land fyrir innan tollamúrana. Á síðasta ári var ársframleiðslan í heiminum rétt yfir 70 milljónir tonna. Yfir helmingur allrar ál- framleiðslu í heiminum í dag fer fram í Kína. Kínverjar fram- leiddu rétt rúmlega 35 milljónir tonna árið 2019 eða um 50% heimsframleiðslunnar. Í því samhengi er rétt að benda á að um aldamótin síðustu var hlutdeild Kína ekki í neinni lík- ingu við það sem við sjáum í dag. Álframleiðslan á Íslandi er í dag um 16% af heildar- útflutningstekjum þjóðarinnar, eins og við þekkjum síðustu árin, og kostnaður álvera á Íslandi í fyrra nam um 91 milljarði innan lands. Það eru beinharðar gjaldeyr- istekjur fyrir íslenskt þjóðarbú. Samkeppnishæfni íslenskrar ál- framleiðslu snýr því einna helst að tveimur þáttum, annars veg- ar að því að Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu og hins vegar að aðgengi að grænni raforku á hagstæðum kjörum. Framleiðsla í erfiðleikum sem öllum er sama um? Í umræðunni, eins og vill oft gerast þegar um orkusækinn iðnað er að ræða, gleymist að huga að því að á bak við fram- leiðsluna er fólk sem dregur lífsviðurværi sitt af því að starfa þar. Árið 2019 voru tæp- lega 1.500 manns sem störfuðu í álverum. Þá voru stöðugildi verktaka innan álvera 435 og starfsmenn í stóriðjuskóla 105. Framleiðsla á áli á þó undir högg að sækja um þessar mundir og íslenskur áliðnaður hefur sjaldan staðið frammi fyr- ir jafn krefjandi markaðs- aðstæðum. Má það rekja m.a. til kórónuveirufaraldursins sem endurspeglast í minnkandi eft- irspurn og uppsöfnun mikilla birgða. Það er auðvitað ljóst að Ísland verður af miklum gjald- eyristekjum þegar PCC hefur tímabundið hætt starfsemi og stóriðjufyrirtæki eins og ISAL starfar ekki á fullum afköstum. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir hlýtur þar af leið- andi að felast í því að treysta samkeppnisstöðu íslensks áliðn- aðar. Ég vil því taka undir orð fjármálaráðherra, Bjarna Bene- diktssonar, um að það er orðið löngu tímabært að fara fram á það í þeirri Evrópusamvinnu sem Ísland er þátttakandi í að staðinn verði vörður um iðn- aðarvöru innan Evrópska efna- hagssvæðisins, sem augljóslega fer fram með mun umhverf- isvænni hætti en sú framleiðsla sem seld er inn á svæðið. Okkar verkefni er að tryggja orku- sæknum iðnaði hér á landi sjálf- bærar rekstrarforsendur. Ég mun því á nýju löggjafarþingi þegar það kemur saman 1. október nk. leggja fram skýrslubeiðni til utanríkis- ráðherra þar sem óskað verður umfjöllunar um stöðu íslenskrar álframleiðslu á Íslandi gagnvart EES-samningnum, auk umfjöll- unar um framleiðslu og sölu á umhverfisvænni iðnaðarvörum innan evrópska efnahagssvæð- isins. Eftir Njál Trausta Friðbertsson » Það er þó stað- reynd að stóriðjan á Íslandi og raf- orkuframleiðsla hefur byggt mikilvægan grunn undir íslenskt efnahagslíf. Njáll Trausti Friðbertsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðaust- urkjördæmi. Hann situr í atvinnuveganefnd og fjár- laganefnd og er varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar. ntf@althingi.is (Ál)iðnaður, ein af grunn- stoðum íslensks efnahagslífs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.