Morgunblaðið - 01.09.2020, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 01.09.2020, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2020 Atvinnuauglýsingar Blaðberar Upplýsingar veitir  í síma  Morgunblaðið óskar eftir blaðbera   k Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Vallholt 5, Akranes, fnr. 210-0132 , þingl. eig. Jörfagrund ehf., gerðar- beiðendur Sóltún ehf. og Akraneskaupstaður, mánudaginn 7. septem- ber nk. kl. 11:00. Deildartún 4, Akranes, fnr. 210-1244 , þingl. eig. Austurstræti 3 ehf., gerðarbeiðendur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Akraneskaup- staður og TM hf., mánudaginn 7. september nk. kl. 11:45. Skagabraut 24, Akranes, fnr. 210-1702 , þingl. eig. Kolbrún Líndal Guðjónsdóttir, gerðarbeiðendur Borgun hf. og Vátryggingafélag Íslands hf. og Akraneskaupstaður og Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., mánudaginn 7. september nk. kl. 11:30. Vesturgata 52, Akranes, fnr. 210-2212 , þingl. eig. Axel Rafn Benedikts- son, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og Arion banki hf. og Orku- veita Reykjavíkur-vatns sf., mánudaginn 7. september nk. kl. 12:15. Háholt 33, Akranes, fnr. 210-1449 , þingl. eig. Vilhjálmur Þór Þrastarson, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og Arion banki hf., mánudaginn 7. september nk. kl. 12:00. Sýslumaðurinn á Vesturlandi 31. ágúst 2020 Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Smíðar, útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Leshringur kl. 11. Handavinnuhópur kl. 12-16. Bíó í matsal kl. 12.50. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, velkomin. S. 411-2600. Bústaðakirkja Það verður opið hús miðvikudaginn 2. september frá kl. 13-16. Við munum gæta fyllsta öryggis og millibils, kaffið góða verður framreitt eins og vant er. Við hlökkum til að sjá ykkur eftir langt hlé, þeir komi sem treysta sér. Kærleikskveðjur Hólmfríður djákni. Fella og Hólakirkja Við byrjum eldri borgara starfið þriðjudaginn 1. september. Kyrrðarstund kl. 12. Við virðum tilmæli frá Landlækni, sótthreinsum hendur og höldum 2ja metra fjarðlægð. Hlökkum til að hitta ykkur. Starfsfólk kirkjunnar Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og spjall kl. 8.50. Skráning á þátttökulista er á skrifstofunni kl. 8.50. Myndalistarhópur MZ kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30. Myndlistarhópurinn Kríur kl. 13-15.30. Síð- degiskaffi kl. 14.30. Við vinnum áfram eftir samfélagssáttmálanum, þvo og spritta hendur, virða 2 metra regluna. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Garðabær Jónshús, félags- og íþróttastarf, s. 512-1501. Opið í Jóns- húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45-15.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónus- rúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Gerðuberg 3-5 Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa. Kl. 9-12 keramik- málun (Grænagróf). Kl. 10-10.20 leikfimi gönguhóps (Sól-stofa). Kl. 10.30 Gönguhópur um hverfið. Kl. 13-16 glervinnustofa með leiðbein- anda (Grænagróf). Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Gönguferð kl. 13.30. Korpúlfar Helgistund kl. 10.30 í Borgum og spjallhópur í listasmiðju kl. 13, virðum 2 metra regluna. Botsía kl. 14 með góðu millibili og smitvörnum. Virðum Samfélagssáttmálan og verndum viðkvæma hópa. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag byrjum við á hópþjálfun milli kl. 10.30-11.15. Bókbandið verður á sínum stað milli kl. 13-17 í smiðju 1. hæðar. Þá hefst söngstund að nýju eftir sumarfrí kl. 13.30 í matsal. Hlökkum til að sjá ykkur á Lindargötu 59! Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í krókn- um kl. 10.30. Pútt á Skólabraut kl. 10.30. Haustdagskrá félagsstarfsins verður borin í hús til allra 60 ára og eldri sp. í þessari viku. Það eru margir dagskrárliðir á bið á meðan við lútum reglum sóttvarnaryfir- valda. Kynnið ykkur dagskrána og reynum að njóta þeirra samveru- stunda sem við getum. Munum 2ja metra regluna, handþvott og sprittun. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Vantar þig pípara? FINNA.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Smá- og raðauglýsingar ✝ Ragnar BragiJóhannesson, bóndi í Ásakoti, fæddist að Kot- strönd í Ölfusi þann 30.9. 1926. Hann lést á sjúkrahúsinu á Selfossi þann 14.8. 2020. Foreldrar hans voru Margrét Halldórsdóttir og Jóhannes Jónsson sem bjuggu að Ásakoti í Bisk- upstungum. Hann ólst þar upp ásamt systrum sínum, þeim Ragnheiði, f. 29. októ- ber 1924, d. 7.3 1924, og Eygló, f. 23. apríl 1932. Ragnar Bragi kvæntist þann 16.12. 1958 Vigdísi Ásu Krist- jánsdóttur frá Ein- holti, f. 18.11. 1932, d. 28.10.2018. Börn þeirra eru Hallveig, f. 1959, Kristján, f. 1960, Hjalti, f. 1966, Margrét, f. 1968, og Jóhannes Arnar, f. 1975. Útför Ragnars Braga var gerð frá Bræðratungukirkju þann 22.8. 2020, að viðstöddu hans nánasta skylduliði. Hversu stór þarf heimur manns að vera? Októbermorgunn og rauðgul sólin gyllir hrímuð strá á túnum og útjörð. Maður og snáði ganga til skemmu, tína timbur og verkfæri í kerru og aka dráttarvél af Ursus-gerð, norð- ur fyrir Dagmálabakka. Grafið hafði verið inn í barð fyrir kart- öflugeymslu sem nú skyldi reisa. Sá eldri sýnir fádæma þolinmæði á meðan sá yngri bjakar við að saga í sundur rafta með bogasög af miklum vilja. Sá yngri er á 10. ári en sá eldri á því 59. Hann er hagur í öllu handverki og miðlar góðlát- lega til snáðans, sem nýtur þess að negla og saga þótt hægt gangi. Veggjagrindur eru smíð- aðar og klæddar bikuðu járni, sperrum komið fyrir og tyrft yf- ir þakklæðningu eftir kúnstar- innar reglum. Bíslag er byggt og hlaðið að með tilskornu torfi. Pabbinn leyfir drengnum að spreyta sig á öllum verkþáttum og er óspar á góð ráð og miðlar þeim af hlýju og nákvæmni. Matglaður handlangarinn gleðst þegar sést til lágvaxinnar konu koma gangandi inn tún með hressingu vafða inn í borð- dúk sem hnýttur er saman á hornunum. Þeir sýna henni hróðugir afrakstur dagsins – snáðinn tindilfættur og óða- mála, en sá eldri yfirvegaður en ekki síður hróðugur. Hver sá sem greinir sína ævi og skoðar í kjölinn, sér fljótt að það eru ekki drekkhlaðnar fjár- hirslur, truflusveppaát eða nas- hyrningaveiðar sem veita manni lífsfyllingu. Ekki endilega skemmtigarðar, tónleikar með stórstjörnum eða sólstrandalíf – sem slík, sem framkalla ljúfar og hlýjar minningar. Heldur er það samvera með góðu og nær- andi fólki sem er lífið sjálft og þá skiptir iðjan minna máli. Þetta vissu mamma og pabbi best allra. Það fór ekki fram hjá neinum sem til þeirra þekktu að þau voru sérstök góðmenni með einstaka nærveru. Þau voru sér- lega natin við að framkalla nota- legar og eftirminnilegar stundir og voru auk þess uppfull af sög- um af sveitungum og vinum, sem allar runnu frá sömu upp- sprettu – uppsprettu notaleg- heita, virðingar og samheldni. Pabbi naut sín hvergi eins vel og með sínu fólki og ef blóðið var jafnvel ögn alkóhólsmitað, þá var „tíðin góð“, eins og hann sagði svo oft. Ótal oft var setið með honum og hlustað á hann segja sögur. Flestar sögurnar höfðum við jafnvel oft heyrt áð- ur, en alltaf var jafn gaman að heyra þær aftur, enda var eins og við værum stödd mitt meðal fjallmanna í eftirsafni, að fikra okkur yfir ísilagða Hvítá á leið- inni á ball að Flúðum, eða að heyja á engjunum – svo ljóslif- andi urðu sögurnar fyrir okkur. Í mínum huga er ekkert eins göfugt og að vera góðmenni og það var pabbi svo sannarlega. Hann var hæglátur og sérlega hagur á orð og verk. Hann var húmoristi, sagnamaður og fljúg- andi hagmæltur, en bruðlaði ekki með sjálfsöryggi. Þau hjónin voru að svo mörgu leyti ólík, en samt var einhver sérstök tenging þeirra á milli og vináttan einstök. Aldrei fóru þau út fyrir landsteinana, enda var fólkið þeirra, þeirra heimur. Stærri þurfti heimurinn ekki að vera. Eftirfarandi vísur sem pabbi samdi til mömmu á mismunandi skeiðum lífsins, lýsa betur en ótal orð hjartalagi þessa öð- lings. Þó að hárin gerist grá og gisni á höfði mínu. Alltaf fæ ég ylinn frá öðlings hjarta þínu. Ef þú hitta myndir mig, mikið yrði ég feginn. Þar sem ljósið leiðir þig í landinu hinumegin. Takk fyrir þig pabbi minn Jóhannes Arnar. Ragnar Bragi Jóhannesson Ég er tólf ára gamall þegar ég ásamt foreldrum og bræðrum flyt í Kol- beinsstaðaheppinn. Þetta var í júní og ég man að það var seinna um sumarið að pabbi minn kom heim eftir að hafa verið að slá tún sem lá að túni sem tilheyrði Snorrastöðum. Andlitið á honum var eitt stórt bros því hann hafði séð heimasætuna á Snorrastöðum vera að snúa heyi, og hún reynst vera rauðhærð með freknur. Þetta þótti pabba vera kjörið fyrir mig að kynnast henni og mögu- leiki að fá nýjan rauðhærðan Magnús Kristjánsson, ég til- kynnti honum það að ég ætlaði aldrei að búa í sveit, aldrei að búa með kýr og aldrei að giftast rauð- hærðri konu. Þeir sem þekkja mig vita að þessar skoðanir hafa eitt- hvað breyst. Nokkrum árum seinna fórum ég og þessi heimasæta að stinga saman nefjum og það er þá sem ég fer að kynnast þeim hjónum Hauki og Ingu. Allt frá byrjun tóku þau mér mjög vel. Eftir að við (ég og heimasætan) menntuðum okkur var ákvörðun tekin um að koma inn í búskapinn með þeim Hauki og Ingu, þetta er um áramót 1991/1992. Vorið 1992 var tekin ákvörðun um að Haukur færi til Noregs að kaupa hús til þess að starta ferðaþjónustu á Haukur Sveinbjörnsson ✝ Haukur Svein-björnsson fæddist 6. febrúar 1932. Hann lést 8. mars 2020. Útför Hauks fór fram 29. ágúst 2020. Snorrastöðum en það hafði lengi verið draumur hans að setja á laggirnar ferðaþjónustu með hestaferðir á Löngu- fjörur, en þá þegar var umferðin orðin talsverð og margir gistu inni hjá Hauki og Ingu, gestristni þeirra hjóna var mjög mikil. Þetta var upphafið að því að ég og heimsætan fórum að byggja upp jörðina ásamt þeim Hauki og Ingu, einnig má ekki gleyma þætti systkina Hauks, sem seldu okkur sinn hlut í annarri Snorra- staða-jörðinni, það verður seint fullþakkað. Barnabörnin voru þeirra ljós og yndi og voru þau frábær afi og amma, gáfu sér alltaf tíma og börnin voru alltaf velkomin til þeirra, sama hvernig stóð á, hvort sem að var að sofa í afa- og ömmu- holu eða að fá herbergi hjá þeim í Borgarnesi þegar þau fóru í menntaskóla. Það eru forréttindi fyrir börn að fá að alast upp með afa og ömmu sér við hlið og leit- uðu þau mikið þangað og var passað upp á að það væri alltaf til Royal-búðingur. Árið 2005 fæðist okkur andvana stúlkubarn sem fékk nafnið Kristín Ósk, þetta var mikið áfall fyrir okkur öll og ekki síður fyrir þau Hauk og Ingu því þarna upplifðu þau aftur hluti sem þau gengu sjálf í gegnum og var ekki unnið úr á þeim tíma. Árið 2007 fæðist svo Friðjón Haukur, þá var Haukur afi mikið stoltur og montinn með nafna sinn. Árið 2007 stíga þau til hliðar og láta okkur yngri hjónunum eftir búskapinn. Það skipti þau miklu máli að skila jörðinni til næstu kynslóðar og fylgust þau alltaf vel með hvernig okkur gengi og eftir að þau fluttu í Borgarnes, þar sem þau áttu góða tíma í nýju um- hverfi, komu þau oft vestur og tóku þátt í tilfallandi verkefnum eftir því sem þau gátu og heilsa leyfði. Og eftir að við byrjuðum að byggja nýtt fjós, haustið 2018, kom Haukur hingað oft og fylgd- ist vel með öllu og sem betur fer lifði hann það að sjá fjósið komast í notkun og var hann mjög hrifinn. Ég veit að daumar hans leituðu líka annað en í búskapinn sem þó varð hans hlutskipti. Haukur var alla tíð mikill félagsmaður og sat í mörgum nefndum og ráðum. Var skoð- anasterkur, vel lesinn og fylgdist vel fréttum og daglegum atburð- um alveg til dánardags. Að lokum við ég þakka fyrir all- ar þær góðu stundir sem við átt- um og einnig það sem þú kenndir mér og leiðsagðir mér með. Kristján Ágúst Magnússon. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.