Morgunblaðið - 01.09.2020, Page 24

Morgunblaðið - 01.09.2020, Page 24
Á sa Ólafsdóttir fæddist 1. september 1970 í Reykjavík. Hún bjó fyrstu árin í Breiðholti en fluttist svo í Hlíð- arnar. „Fjölskylda mín ferðaðist mikið um Ísland og fastir viðkomu- staðir voru Vatn í Haukadal og Vað við Skjálfandafljót, auk þess sem farið var árlega frá 1977 til 1986 til Danmerkur og dvalið í þrjár til fjór- ar vikur í Høve á Vestur-Sjálandi.“ Ása gekk fyrst í Austurbæjar- skóla og síðar Hlíðaskóla. Árið 1990 lauk hún stúdentsprófi frá Versl- unarskóla Íslands og ári síðar dipl- ómu í frönsku frá Alliance Francaise í París. Ása lauk því næst kandidats- prófi í lögum frá Háskóla Íslands 1996, en hluta námsins var hún í Kaupmannahafnarháskóla. Hún lauk meistaraprófi í lögum LL.M frá Cambridge-háskóla 2000 (Trinity Hall). Ása vann ýmis fjölbreytt sumar- störf, var í sveit, barnapössun og bar út blöð og seldi. Hún vann við garð- yrkjustörf, heimilisþrif og afgreiðslustörf í blómabúðinni Vori og Íslenskum heimilisiðnaði. „Þá var ég ,,ruslakarl“ í nokkur sumur og kenndi börnum íslensku um helgar í skóla sem var starfræktur í tengslum við sendiráðið í París þeg- ar ég bjó þar,“ segir Ása. Fyrst um sinn eftir útskrift starf- aði Ása á lögmannsstofu með Jó- hanni H. Níelssyni hrl., síðar með Guðjóni Ólafi Jónssyni og Eyvindi G. Gunnarssyni undir merkjum JP- lögmanna. Hún fékk málflutnings- leyfi fyrir Hæstarétti 2005, var ráðin í hlutastarf sem lektor við lagadeild Háskóla Íslands 2006 og í fullt starf 2008. Hún hefur verið prófessor við Lagadeild HÍ frá 2018 og deildar- forseti frá 1.7. 2020. Hún tók sér smá hlé frá háskólastarfinu í kjölfar hrunsins. „Ragna Árnadóttir hringdi í mig í byrjun febrúar 2009 og spurði hvort ég gæti aðstoðað sig, en við höfðum áður starfað saman í kærunefnd jafnréttismála. Úr varð að ég var aðstoðarmaður hennar á þessum merkilegu tímum frá byrjun árs 2009 til september 2010. Það var ómetanleg reynsla að ganga til liðs við samhentan og öflugan hóp starfsmanna dómsmálaráðuneyt- isins, sem þurfti nær daglega að tak- ast á við ný og krefjandi verkefni í kjölfar hrunsins.“ Ása hefur skrifað margar fræði- greinar og gefið út bækur á sviði lög- fræði, einkum á sviði fjármunaréttar og réttarfars. Auk þess er hún for- maður óbyggðanefndar, ritstjóri og formaður ritstjórnar Lagasafns, sit- ur í nefnd um dómarastörf og í rétt- arfarsnefnd. Þá hefur hún tekið sæti sem dómari við EFTA-dómstólinn, Hæstarétt Íslands og var settur Landsréttardómari á fyrri hluta árs- ins 2020. Ása var um nokkurra ára skeið í stjórn styrktarsjóðsins Þú getur! sem veitir þunglyndum og þeim sem þjást af geðröskunum námsstyrki, hún situr í fulltrúaráði Hjartavernd- ar og var í stjórn Kraftlyftinga- sambands Íslands. Hún situr nú í framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. „Ég æfði bæði karate og kraftlyftingar og er alþjóðlegur dómari í kraftlyftingum. Þá tekur golfið sinn tíma í góðum fé- lagsskap. Fjölskyldan hefur svo ferðast víða, bæði innanlands og erlendis.“ Fjölskylda Eiginmaður Ásu er Marteinn Breki Helgason, f. 20.8. 1973, sér- fræðingur hjá Arion banka. Þau eru búsett í Vesturbæ Reykjavíkur. Foreldrar Marteins eru hjónin Guð- björg Marteinsdóttir, f. 5.4. 1953, og Helgi Baldursson, f. 3.10. 1948. Þau eru búsett í Reykjavík. Börn Ásu og Marteins eru Hrafn- hildur María, f. 14.11. 2001, nemi við Lagadeild Háskóla Íslands, og Helgi Níels, f. 22.10. 2003, nemi við Menntaskólann í Reykjavík. Bróðir Ásu er Lárus M.K. Ólafs- son, f. 8.2. 1974, lögfræðingur í Reykjavík. Foreldrar Ásu eru hjónin Hrafn- hildur Guðmundsdóttir, f. 18.1. 1947, fyrrverandi sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, og Ólafur Lár- usson, f. 18.3. 1947, fyrrverandi íþróttakennari hjá Reykjavíkur- borg. Þau eru búsett í Garðabæ. Ása Ólafsdóttir, prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands – 50 ára Sinnir félagsstörfum af krafti Kraftlyftingakonan Ása er alþjóð- legur dómari í kraftlyftingum. Í 101-skautbúningi Blæjuna og fald- inn vantar en sjal er komið í staðinn. Fjölskyldan Ása, Marteinn og börn stödd í Everglades í Flórída árið 2019. 24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2020 Útivistarskór SMÁRALIND www.skornir.is • Leður • Vatnsheldir • Vibram sóli Verð 24.995 Stærðir 36-47 Netverslun www.skornir.is Le Florians High 60 ára Bubbi er Akur- eyringur en býr í Kópa- vogi. Hann er prent- smiður að mennt og vinnur í innkaupadeild hjá Íslenskri erfða- greiningu. Bubbi var lengi knattspyrnu- þjálfari. Maki: Lára Ósk Heimisdóttir, f. 1963, bankastarfsmaður. Börn: Birkir, f. 1981, Heimir, f. 1984, og tvíburarnir Björk og Laufey, f. 1989. Barnabörnin eru orðin fjögur. Foreldrar: Björn Ottó Kristinsson, f. 1918, d. 1992, skólastjóri Vélskólans á Akureyri, og Halldóra Gunnlaugsdóttir, f. 1926, d. 1998, húsfreyja á Akureyri. Björn Kristinn Björnsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú átt ekki að vera í neinum vand- ræðum með að inna af hendi þau verkefni sem þér hafa verið falin þótt flókin séu. Ekk- ert má koma þér úr jafnvægi. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú tekur öllu mjög persónulega í dag og því gæti komið til óvenju harkalegra deilna á milli þín og þinna nánustu. Farðu þér því hægt og láttu tímann vinna með þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hafirðu áhyggjur af fjármálunum skaltu leita til ráðgjafa. Bara það að hitta eina manneskju mun opna þér hundrað tækifæri sem stefna þér á spennandi stað. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að líta málin raunsæjum augum þótt margt skemmtilegt geti borið fyrir þegar ævintýragleraugun eru sett upp. Komdu einhverju í verk sem þú hefur frest- að. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Einbeittu þér að þeim verkefnum sem fyrir liggja áður en þú tekur að þér önnur og ný. Vertu varfærinn og vitrænn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú nýtur þess að ræða vonir þínar og framtíðardrauma við vin þinn. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú vilt vera að gera í lífinu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú skalt alls ekki liggja á skoðunum þínum ef eftir þeim er leitað. Hafðu þetta í huga og taktu mark á réttlátri gagnrýni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert auðugur sama hvernig efnahagur þinn er. Leggðu þitt af mörkum með því að sýna skilning og umburðarlyndi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hlustaðu vandlega á það sem aðrir segja. Maður uppgötvar styrk sinn ekki síst þegar krappar beygjur verða á lífs- leiðinni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú tjáir þig fallega í dag, svo fólk ætti að sækjast eftir nærveru þinni. Skoð- aðu hvert mál vandlega áður en þú tekur af- stöðu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Heildarsýn er það sem þú þarft að ná svo enginn misskilningur komi upp milli þín og þinna. Talaðu tæpitungulaust við hvern sem er. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þín bíður eitthvað stórt og spenn- andi. Rómantík er til staðar og samskipti við annað fólk ganga vel fyrir sig. Vinkonurnar Katla María Ómarsdóttir, Petra Guðríður Sigurjónsdóttir, Þóra Kristín Ólafs- dóttir og Kara Eiríksdóttir seldu dót og héldu tom- bólu til styrktar Rauða krossinum. Þær komu með af- raksturinn þann 20. ágúst, heilar 18. 400 krónur, og afhentu Rauða krossi Íslands. Tombóla 40 ára Dagbjört er Akureyringur en býr í Reykjavík. Hún er með BA-gráðu í félags- vísindum frá Háskól- anum á Akureyri og er í diplóma-námi í áfengis- og vímuefna- málum við HÍ. Dagbjört var bæjarfulltrúi á Akureyri 2016-2019. Maki: Þórarinn Magnússon, f. 1981, lagerstjóri hjá Lýsi. Börn: Margrét Birta, f. 2000, Elín Alma, f. 2001, Jón Páll, f. 2005, og Hólmfríður Lilja, f. 2009, Jóhannsbörn. Foreldrar: Margrét Hólmfríður Pálma- dóttir, f. 1957, húsmóðir og Páll Jóhann- esson, f. 1958, vefstjóri hjá Íþróttafélag- inu Þór. Þau eru búsett á Akureyri. Dagbjört Elín Pálsdóttir Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.