Morgunblaðið - 01.09.2020, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2020
2. deild kvenna
Álftanes – Grindavík ................................ 2:2
Staðan:
HK 10 8 0 2 35:4 24
Grindavík 10 6 2 2 23:10 20
Fjarð/Hött/Leikn. 9 5 1 3 19:18 16
Hamrarnir 10 4 2 4 15:15 14
Álftanes 8 4 1 3 14:22 13
ÍR 10 2 4 4 21:23 10
Hamar 8 3 1 4 13:21 10
Sindri 9 2 0 7 12:22 6
Fram 10 1 3 6 18:35 6
4. deild karla B
KFR – SR.................................................. 2:2
Staðan:
Kormákur/Hvöt 10 8 1 1 40:8 25
KFR 11 7 3 1 43:13 24
SR 9 5 2 2 25:15 17
Stokkseyri 9 4 2 3 19:15 14
Björninn 10 3 2 5 11:14 11
Álafoss 9 1 1 7 10:29 4
Snæfell 10 0 1 9 7:61 1
NBA-deildin
Utah – Denver .................................. 107:119
Staðan er 3:3.
Dallas – LA Clippers.......................... 97:111
LA Clippers vann einvígið 4:2.
Toronto – Boston................................ 94:112
Staðan er 1:0 fyrir Boston.
Íslandsmeistarar KR í knattspyrnu
mæta eistneska liðinu Flora frá
Tallinn í 2. umferð undankeppni
Evrópudeildarinnar en dregið var í
aðra umferð undankeppninnar í
höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss
í gær.
KR féll úr leik í 1. umferð undan-
keppni Meistaradeildarinnar eftir
6:0-tap gegn Celtic í Glasgow í
Skotlandi 18. ágúst.
KR fór því áfram í 2. umferð und-
ankeppni Evrópudeildarinnar eins
og venjan er en Flora er á toppi úr-
valsdeildarinnar í Eistlandi með 52
stig og hefur 13 stiga forskot á
Paide en í Eistlandi er spiluð þre-
föld umferð í efstu deild.
Flora vann eistnesku úrvalsdeild-
ina með nokkrum yfirburðum á síð-
ustu leiktíð, fékk 90 stig, og hafði
12 stiga forskot á nágranna sína í
Levadia frá Tallinn.
Liðið hefur tólf sinnum orðið
eistneskur meistari og er sigursæl-
asta liðið þar í landi. Þá hefur Flora
átta sinnum orðið bikarmeistari en
Levadia hefur fagnað bikarnum níu
sinnum. bjarnih@mbl.is
Sigursælt lið í
Eistlandi sem
mætir KR
Þjálfarinn Rúnar Kristinsson er á
leið til Eistlands með sína menn.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
KNATTSPYRNA
2. deild karla:
Vogaídýfuv.: Þróttur V. – Njarðvík .....17:30
Framvöllur: Kórdrengir – Kári ...........19:15
3. deild karla:
Vopnafj.: Einherji – Höttur/Huginn ...17:15
Blue-völlurinn: Reynir S – Elliði .........17:30
Þorlákshöfn: Ægir – Sindri ..................17:30
Sauðárkrókur: Tindastóll – Álftanes........19
Kópavogsv.: Augnablik – Vængir J. .........20
2. deild kvenna:
Hertz-völlurinn: ÍR – HK.....................17:30
Í KVÖLD!
FÓTBOLTI
Bjarni Helgason
Kristján Jónsson
„Þetta er auðvitað frábær árangur
hjá frábærum leikmanni,“ sagði
Guðni Bergsson, formaður Knatt-
spyrnusambands Íslands, þegar
Morgunblaðið innti hann eftir við-
brögðum við afreki Söru Bjarkar
Gunnarsdóttur í gær. Sara átti
virkilega góðan leik fyrir Lyon
þegar liðið varð Evrópumeistari
fimmta árið í röð með sigri gegn
Wolfsburg í úrslitaleik Meist-
aradeildarinnar á Anoeta-vellinum
í San Sebastián á Spáni á sunnu-
dag eins fjallað var um í blaðinu í
gær.
„Hún hefur unnið að því mjög öt-
ullega allan sinn feril að ná sínum
markmiðum. Lengra verður ekki
komist með félagsliði en að vinna
Meistaradeildina. Hún á mikið hrós
skilið fyrir að koma inn í sterkasta
félagslið í heimi og standa sig með
slíkum sóma. Hún skoraði mark í
úrslitaleiknum og á vissan hátt
undir erfiðum kringumstæðum
gegn sínum gömlu liðsfélögum.
Hún átti frábæran leik og þetta er
mikil hvatning fyrir okkur öll sem
störfum í fótboltanum. Við getum
verið stolt af henni“
Guðni kom inn á áhugaverðan
punkt varðandi það að Sara er ný-
komin til liðsins. Þrautreyndur at-
vinnumaður eins og Guðni þekkir
að oft getur það tekið tíma fyrir
leikmenn að aðlagast nýju liði og
nýjum samherjum. „Já alla jafna.
Að gera þetta með þessum hætti
held ég að sýni hvers hún er megn-
ug. Það er ekkert auðvelt að koma
inn í þetta firnasterka lið og í
sterkustu félagsliðakeppni í heimi
en hún tók þetta góðum og föstum
tökum. Sara er góð fyrirmynd og
ég veit að margur ungur fótbolta-
maðurinn lítur til hennar.“
Spurður um hvort þetta megi
kalla gleðileg tíðindi fyrir knatt-
spyrnuhreyfinguna á Íslandi á
heldur leiðinlegu ári segir Guðni
það mega til sanns vegar færa. „Já
ég held það. Þetta ástand hefur
tekið á hjá knattspyrnuhreyfing-
unni og samfélaginu öllu. Svona
hlutir gleðja mannsandann og það
er gott að fylgjast með svo jákvæð-
um hlutum. Við erfiðar aðstæður er
margt jákvætt að gerast en það
verður ekki mikið betra en þegar
einn af okkar bestu leikmönnum
vinnur Meistaradeildina. Við sjáum
það ekki á hverju ári og er sérstök
hvatning fyrir okkar yngri iðk-
endur,“ sagði Guðni enn fremur.
Mikill vilji og keppnisskap
„Þetta er auðvitað bara risa-
stórt,“ sagði Ásthildur Helgadóttir,
ein snjallasta landsliðskona Íslands
frá upphafi, í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
„Það er ótrúlega gaman að hún
skuli ná þessum titli og að hún sé
að spila með þessu frábæra liði
Lyon. Þetta sýnir fólki hversu
langt hún er komin og það hefur
verið virkilega gaman að fylgjast
með henni og því hvernig ferill
hennar hefur þróast.“
Hversu mikilvæg er Sara Björk
fyrir ungar knattspyrnukonur hér
á landi?
„Það er ótrúlega mikilvægt fyrir
ungar íslenskar knattspyrnukonur
að eiga svona sterka fyrirmynd
eins og Sara Björk er. Það er líka
frábært fyrir íslenska landsliðið að
eiga svona góðan leikmann og
þetta hefur þess vegna gríðarlega
mikla þýðingu fyrir íslenska knatt-
spyrnu líka,“ benti Ásthildur á.
Sjálf lagði hún skóna á hilluna
árið 2007 en Sara Björk spilaði
sinn fyrsta landsleik stuttu eftir að
Ásthildur hætti.
„Það hefði verið hrikalega gam-
an að spila með henni og við hefð-
um eflaust getað hjálpað hvor
annarri mikið á vellinum. Það
þýðir samt ekki að pæla í því
núna og í dag nýtur maður þess
fyrst og fremst að fylgjast með
henni vaxa og dafna.“
Ásthildur lék með Malmö í Sví-
þjóð frá 2003 til 2007 en Malmö
varð síðar Rosengård og gekk
Sara til liðs við félagið árið 2011.
„Þegar ég var í Malmö á sínum
tíma þá benti ég þeim á Söru og
sagði þeim að fylgjast vel með
henni enda sá maður strax
hversu efnileg hún var. Hún er
ekki bara frábær knattspyrnu-
kona heldur með ótrúlegan kar-
akter, mikinn keppnisvilja og
skap sem drífur hana og aðra í
kringum hana áfram.
Þegar hún kemur til Svíþjóðar
verður hún fljótlega ein mik-
ilvægasta manneskjan í liðinu.
Hún fer svo til Wolfsburg og
heldur áfram að standa sig frá-
bærlega. Fyrir okkur sem þekkja
hana þá kemur árangur hennar
ekki á óvart og það er fyrst og
fremst gaman hversu vel henni
hefur gengið,“ sagði Ásthildur
Helgadóttir.
Hefur lengi stefnt að þessu
Freyr Alexandersson, sem
stýrði Söru í landsliðinu í nokkur
ár, sagði hana hafa verið besta
mann vallarins í úrslitaleiknum.
„Sara var algjörlega frábær í
þessum leik, að mínu mati besti
leikmaður vallarins. Hún kórónaði
svo frábæra frammistöðu með
marki og þetta er risastórt. Mig
langar ekki að bera þetta saman
við eitthvert annað íslenskt
íþróttaafrek þar sem þetta er al-
gjörlega einstakt,“ sagði Freyr en
Freyr var í stúkunni í Úkraínu
þegar Wolfsburg tapaði fyrir
Lyon í úrslitaleik keppninnar
2018.
„Það hefur lengi verið markmið
hjá henni að vinna þennan bikar
og ef hún hefði ekki náð honum er
ég ekki viss um að ég hefði nennt
að hlusta á hana á elliheimilinu
tuða yfir því. Þetta er ofboðslega
gott fyrir bæði hana og allt henn-
ar fólk, sem hefur staðið mjög þétt
við bakið á henni allan hennar fer-
il,“ sagði Freyr Alexandersson.
Umfjöllun tengda Evrópu-
meistaratitli Söru er einnig að
finna á mbl.is/sport.
„Er mikil hvatning
fyrir okkur öll“
Formaður KSÍ segir ekki sjálfgefið að leikmaður stimpli sig jafn hratt inn í
stórlið og Sara gerði Ásthildur ráðlagði Malmö að fylgjast með Söru
AFP
Markaskorarar Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, og Alexandra Popp, landsliðsfyrirliði Þýska-
lands, í skallaeinvígi í úrslitaleiknum í San Sebastian á sunnudagskvöldið, en þær skoruðu báðar í leiknum.
Knattspyrnukonan Berglind
Björg Þorvaldsdóttir er á leið til
franska félagsins Le Havre frá
Breiðabliki. Mun hún gangast
undir læknisskoðun hjá félaginu
næstkomandi fimmtudag. Berg-
lind hefur verið einn fremsti
sóknarmaður Íslands síðustu ár
og skorað 137 mörk í 190 leikjum
í efstu deild. Þá hefur hún skorað
fjögur mörk í 44 A-landsleikjum.
Berglind varð markadrottning
efstu deildar 2018 og 2019 og í
þriðja sæti yfir markahæstu leik-
menn 2017.
Berglind á leið til
Frakklands
Morgunblaðið/Eggert
Markadrottning Berglind Björg er
á leiðinni til Frakklands.
Handknattleiksdeild ÍBV gekk í
gær frá eins árs samningi við
dönsku skyttuna Jonathan Werde-
lin og mun hann leika með liðinu á
komandi tímabili.
Er Werdelin ætlað að fylla það
skarð sem Kristján Örn Krist-
jánsson skilur eftir sig en Kristján
samdi við franska liðið PAUC á
dögunum.
Werdelin lék síðast með Ringsted
í Danmörku. „Við bjóðum Jonathan
velkominn til Eyja og hlökkum til
samstarfsins í vetur,“ segir í yfir-
lýsingu félagsins.
Dönsk skytta til
Vestmannaeyja
Ljósmynd/ÍBV
Skytta Jonathan Werdelin kemur
til Eyjamanna frá Danmörku.