Morgunblaðið - 01.09.2020, Síða 27

Morgunblaðið - 01.09.2020, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2020 Sara Björk Gunnarsdóttir, því- lík íþróttakona. Sara varð á sunnu- dag annar Íslendingurinn til að fagna sigri í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á eftir Eiði Smára Guð- johnsen sem afrekaði það með Barcelona 2009. Ólíkt Eiði þá spilaði Sara í úr- slitaleiknum, en Eiður var allan tímann á varamannabekk Barce- lona sem vann Manchester United í úrslitum í Róm 2009. Sara kom ekki bara við sögu, hún spilaði ekki bara allan leikinn, heldur skoraði hún og var einn allra besti leik- maður vallarins. Sara stal algjörlega senunni á sunnudag. Kom hún inn í byrj- unarlið Lyon í undanúrslitum gegn PSG eftir að hafa setið á bekknum í fyrstu leikjum sínum með franska liðinu. Meiðsli Amandine Henry gerðu það hins vegar að verkum að Sara fékk sæti í byrjunarliðinu og það nýtti hún vægast sagt vel. Landsliðsfyrirliðinn átti stóran þátt í að Lyon stjórnaði ferðinni á miðsvæðinu og þá hjálp- aði hún samherjum sínum að kom- ast í góðar stöður allan leikinn. Leit út eins og hún hefði spilað með Lyon í áraraðir. Sara kunni sitt hlutverk og skilaði því upp á 10. Eftir leik fór hún til gamalla liðsfélaga sinna og vinkvenna í Wolfsburg, hughreysti og knúsaði. Var það afar virðingavert eftir stærsta sigur ferilsins og sýndi Sara að hún er ekki bara mikill sig- urvegari, heldur kann hún líka að vinna. Sara gaf sér tíma til að ræða við Morgunblaðið eftir leik og var einlæg. Það er sama hvert er litið, Sara sló í gegn á öllum sviðum á sunnudag, bæði sem knatt- spyrnukona og sem manneskja. Er hún mögnuð fyrirmynd innan sem utan vallar. Vel gert, Sara. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is lega á hvers vegna það er. Árang- urinn hefur verið mörg ár í vinnslu,“ sagði Hilmar þegar Morg- unblaðið hafði samband við hann og spurði hann út í árangurinn að und- anförnu. Eftir að hafa kastað 77,10 metra í síðustu viku er Hilmar orð- inn ansi líklegur til að komast á Ól- ympíuleikana í Tókýó sem áætlað er að fari fram næsta sumar en áttu að vera á þessu ári. „Algerlega. Lágmarkið fyrir leik- ana er 77,50 metrar en er sett þann- ig upp að um það bil sextán komast inn út á lágmarkið og aðrir sextán komast inn út á stöðu á heimslista. En ég þarf að ná svipuðu kasti aftur á næsta ári þegar tímabilið til að ná lágmarki er í gangi. Ég þarf að eiga sterkt ár á næsta ári og þarf að ná þessu fram fyrr á árinu en gerðist núna. Mín tilfinning er sú að ég eigi hálfan metra eða metra inni í ár en maður veit ekki hvað gerist á næsta ári. En ef mér tækist að vera í kringum 77 eða 78 metrana á næsta ári þá væri það mjög sterkt.“ Hefur tímann fyrir sér Hilmar stefnir vitaskuld að því að komast á næstu Ólympíuleika og ætlar sér að komast í hóp þeirra bestu í greininni á komandi árum. „Mitt markmið hefur alltaf verið að keppa við þá bestu og ná að gera það í nokkur ár. Ég er vongóður um að ná því á næsta ári og þá á ég vonandi tíu góð ár eftir í íþróttinni,“ sagði Hilmar sem er einungis 24 ára en kastarar toppa gjarnan um og eftir þrítugt. Hann stendur vel í heiminum í samanburði við sína jafnaldra. „Í sleggjukastinu toppa menn um þrítugt og jafnvel eldri. Við erum þrír eða fjórir í kringum minn aldur sem erum á meðal tuttugu efstu í heiminum en aðrir eru eldri.“ Nú þegar kórónuveiran hefur gengið yfir heimsbyggðina er erfitt fyrir afreksíþróttafólk að gera áætl- anir fram í tímann. Frjáls- íþróttafólk sem æfir hér á Íslandi reynir til að mynda að komast utan í æfingabúðir á veturna og undirbúa sig fyrir keppnistímabilið í heitara loftslagi. „Já það er svolítið óvissa en ég er nokkuð bjartsýnn. Ég get alla vega æft hér heima eins og ég vil. Síðasta vor æfði ég úti í Slóveníu en veit ekki hvort eða hvenær ég kemst þangað aftur. Kannski get ég gert eitthvað í haust eða næsta vor en maður verður bara að bíða og sjá,“ sagði Hilmar Örn Jónsson í samtali við Morgunblaðið. Margra ára vinna að skila sér hjá Íslandsmethafa  Hilmar Örn hefur tvívegis bætt eigið Íslandsmet að undanförnu  Er alveg við ólympíulágmarkið  Segir andrúmsloftið vera afslappað í sumar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Íslandsmet Hilmar Örn Jónsson hefur verið í gríðarlega góðu formi og slegið Íslandsmetið reglulega síðustu mánuði. Hann ætlar sér á Ólympíuleikana. Hilmar Örn Jónsson » Íslandsmethafi í sleggju- kasti sem keppir fyrir FH. » Fæddist 6. maí árið 1996. » Kastaði 77,10 metra á dög- unum og er alveg við ólympíu- lágmarkið. » Hefur einu sinni sinni keppt á stórmóti fullorðinna. Kastaði þá 71,12 metra á HM í London árið 2017. FRJÁLSAR Kristján Jónsson kris@mbl.is Hilmar Örn Jónsson, Íslands- methafi í sleggjukasti, segir árang- urinn að undanförnu hafa verið að gerjast í langan tíma. Hilmar hefur tekið út miklar framfarir að undan- förnu og bætt Íslandsmetið oftar en einu sinni. „Þetta hefur svo sem verið mörg ár í byggingu og nokkuð sem ég hef stefnt að í mörg ár. Fyrst ekkert stórmót var á dagskrá í ár vegna veirunnar reyni ég bara að hafa gaman af þessu í sumar. Ég æfi eins og ég vil og keppi eins og ég vil. Umhverfið hefur verið skemmti- legt og öðruvísi en vanalega. Það má segja að þetta sé aðeins afslapp- aðra því það er ekki mikið í húfi. Ég taldi að ég gæti kastað svona langt í fyrra en þá gerðist það ekki. Ég vissi að ég gæti náð þessu í sumar og það hefur gengið eftir. Maður getur ekki sett fingurinn nákvæm- Knattspyrnudeild HK hefur gengið frá samningi við ÍR-inginn Ívan Óla Santos. Ívan er aðeins 17 ára gam- all en hann hefur leikið átta leiki með ÍR í 2. deildinni í sumar. Ívan hefur alla tíð leikið með ÍR, alls 34 leiki í deild og bikar, þar sem hann hefur skorað fimm mörk. Þá hefur hann leikið með U16 ára landsliði Íslands og skorað eitt mark í þremur leikjum. Mun Ívan klára tímabilið með ÍR áður en hann fer til HK eftir sum- arið. Samningur Ívans við HK er til þriggja ára. HK-ingar semja við ungan ÍR-ing Ljósmynd/HK Kópavogur Ívan Óli Santos ásamt Brynjari Birni Gunnarssyni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór upp um 74 sæti á heimslistanum í golfi eftir frammistöðu sína á Tip- sport Czech Ladies Open-mótinu í Tékklandi um helgina. Endaði Ólafía í 20. sæti á samtals fimm höggum undir pari. Er Ólafía nú í 841. sæti heimslistans en hún var í 170. sæti listans í janúar 2017. Val- dís Þóra Jónsdóttir er efst Íslend- inga á listanum en hún er í 565. sæti, var Valdís í 299. sæti fyrir tveimur árum. Þá er Íslandsmeist- arinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir í 921. sæti listans. Ólafía flaug upp heimslistann Ljósmynd/seth@golf.is Flug Ólafía Þórunn Kristinsdóttir flaug upp heimslistann í golfi. Valgeir Val- geirsson hjá HK og Valgeir Lund- dal Friðriksson Val voru í gær kallaðir upp í landsliðshóp U21 árs liðs Íslands í fótbolta eftir að Finnur Tómas Pálmason og Daníel Haf- steinsson drógu sig úr hópnum vegna meiðsla. Guðmundur Benediktsson, fyrrver- andi knattspyrnumaður og núverandi sjónvarpsmaður, greindi frá á Twitter. Ísland mætir Svíþjóð á Víkingsvelli í Fossvogi á föstudaginn kemur klukk- an 16:30 í undankeppni EM. Ísland er í þriðja sæti riðilsins með níu stig eftir fimm leiki og Svíþjóð í sætinu fyrir neðan með sex stig eftir fjóra leiki. Ír- land er í toppsætinu með 16 stig eftir sjö leiki. Valgeir Valgeirsson, sem er fæddur árið 2002, hefur skorað fjögur mörk í ellefu leikjum með HK í Pepsi Max- deildinni í sumar. Hefur hann leikið með U16, U17 og U19 ára landslið- unum og skorað tvö mörk í 24 leikjum. Valgeir Lunddal er fæddur árið 2001 og hefur leikið afar vel með Val á leiktíðinni og skorað þrjú mörk í tíu leikjum. Valgeir Lunddal á sex leiki með U16, U17 og U18 ára landsliðum Íslands. Valgeir og Valgeir kall- aðir upp Valgeir Valgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.