Morgunblaðið - 01.09.2020, Page 29

Morgunblaðið - 01.09.2020, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2020 Hin árlega verðlaunahátíð MTV- sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku fór fram um helgina og mótaðist framkvæmdin af hinum óvenjulegu aðstæðum vegna kóróuveirufarald- ursins. Komu hinir ýmsu listamenn fram í útsendingunni á MTV, á ótil- greindum stöðum. Tónlistarkonan Lady Gaga var í aðalhlutverki en hún hreppti alls fimm verðlaun. Kom hún fram með sífellt nýjar andlitsgrímur en Lady Gaga var valin listamaður ársins, átti lag ársins, besta kvikmyndatak- an var í myndbandi við lag hennar, hún fékk verðlaun fyrir besta sam- starfið í laginu „Rain on Me“ og þá varð hún fyrst til að hreppa ný verð- laun, Tricon, sem veitt eru fyrir ár- angur á hið minnsta þremur sviðum listrænnar túlkunar. Meðal annarra verðlauna má nefna að The Weeknd áttu besta myndbandið, Taylor Swift var verðlaunuð fyrir bestu leikstjórn á myndbandinu við The Man, „Sa- vage“ með Megan Thee Stallion var valið besta hip-hopið, „On“ með BTS besta poppið og Doja Cat var besti nýi listamaðurinn. Sigursæl Lady Gaga, sem er til hægri, birtist með ólíkar grímur fyrir vitum sér er hún tók við verðlaunum sínum en hún sést hér flytja ásamt Ariana Grande lagið „Rain on Me“ en þær hlutu verðlaun fyrir samstarfið við lagið. Í kastljósi Tónlistarkonan Miley Cyrus var meðal þeirra sem komu fram. AFP Betri tíð Hljómsveitin Black Eyed Peas flutti „I’ve Got A Feeling“, óð til betri daga en heimsbyggðin upplifir nú, og minnti á að líf svartra skipti máli. Lady Gaga með fimm verðlaun Sópransöngkonan og tónskáldið Alexandra Chernyshova, sem hef- ur verið áberandi íslensku tónlist- arlífi á undanförnum árum, varð í fyrsta sæti í alþjóðalegri tón- skáldakeppni í Moskvu sem kennd er við tónskáldið Isaak Dunaj- evskiyi. Verðlaunin fékk hún fyrir 14 lög fyrir rödd og píanó í ís- lensku óperunni „Skáldið og bisk- upsdóttirin“. Óperan fjallar um vináttu Hallgríms Péturssonar og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur og er samin við handrit Guðrúnar Ás- mundsdóttur og við ljóð eftir Hall- grím Pétursson, Rúnar Krist- jánsson, Guðnýju frá Klömbrum, Daða Halldórsson og þjóðvísur frá 13 öld. Óperan var frumsýnd í konsertuppfærslu í Hallgríms- kirkju í Saurbæ í Hvalfirði árið 2014 við góðar undirtektir. Ópera Alexöndru var flutt síð- asta sumar á tónleikum með yfir- skriftina „Russian Souvenir: Intro- ducing Iceland“ í kastala í Pétursborg. Árið 2018 var hún flutt í einum virtasta tónlistarhá- skóla Kænugarðs í Úkraínu, R.Glier-tónlistarháskólanum. Kænugarður er heimabær Alex- öndru og stundaði hún meðal ann- ars nám í þessum skóla en upp- færsla óperunnar tengdist 150 ára afmæli háskólans. Árið 2019 varð Alexandra Chernyshova í 2. sæti í alþjóðlegri tónskáldakeppni í Moskvu fyrir tónsmíði sína á óp- eruballettinum „Ævintýrið um norðurljósin“, en óperan var frum- sýnd á Íslandi í Norðurljósasal Hörpu. Alexandra Chernyshova verðlaunuð í Moskvu Morgunblaðið/RAX Tónskáldið Verðlaunin fékk Alex- andra Chernyshova fyrir lögin í óp- erunni Skáldið og biskupsdóttirin. Á sama tíma og víða hefur þurft að takmarka aðgang almennings að listsýningum hefur verið opnuð í Landakotsskóla samsýning fram- sækinna listamanna undir heitinu Stafróf lífs míns, þræðir og skrítin form. Verkin á sýningunni eru eftir listamennina Hrafnhildi Arn- ardóttur - Shoplifter, Loja Hösk- uldsson, Ýrúrari og þríeykið Stein- unni Mörtu Önnudóttur, Önnu Hrund Másdóttur og Ragnheiði Káradóttur. Í tilkynningu frá Landakotsskóla segir að sýningarstjórar séu Gun- dega Skela og Ingibjörg Jóhanns- dóttir skólastjóri. Í vetur verður listamönnunum boðið að vinna með ákveðnum nemendahópum í skól- anum. Sýningin verður opin út skólaárið, í fyrstu einungis börnum sem eru nemendur skólans og starfsfólki en væntanlega mun al- menningur getað skoðað hana eftir að slakað hefur verið á reglum um fjöldatakmarkanir og aðgengi. Framsæknir listamenn sýna í Landakotsskóla Ljósmynd/Gundega Skela Í skólanum Rýnt í nýtt verk Loja Höskuldssonar, Stafróf lífs míns. Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe í aðalhlutverki. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Tröll 2 (ísl. tal) * Hvolpasveitin (ísl. tal) * My Spy * The Postcard Killings * The Secret : Dare to dream FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna.★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ The Guardian The Times The Telegraph

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.