Morgunblaðið - 07.09.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
- síðan 1986 -
Skútuvogi 6
104 Reykjavík
Sími: 568 67 55
alfaborg.is
Demantsleiðin, nýr vegur milli Kelduhverfis og
Mývatnsöræfa með tengingu við Dettifoss,
Hljóðakletta og fleiri staði, var opnuð formlega í
gær. Þrír ráðherrar, þau Þórdís Kolbrún Reyk-
fjörð Gylfadóttir, Katrín Jakobsdóttir og Sig-
urður Ingi Jóhannsson, klipptu á borða sem
markaði táknræna opnun leiðarinnar, sem er um
60 kílómetrar. Vegurinn verður allur bundinn
slitlagi og aðeins frágangur er eftir.
Miklar vonir eru bundnar við opnun Demants-
hringsins, sagði Arnheiður Jóhannsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, við at-
höfnina í gær. Sú hugmynd að markaðssetja
leiðina og kynna hefði fyrst komið fram fyrir 30
árum og margt hefði gerst á þeim tíma. Opnun
leiðarinnar nú, á óvenjulegum tímum í ferða-
þjónustu, komi sér vel. „Demantshringurinn er
fullkominn fyrir hið nýja ferðafólk, könnuði sem
munu taka sér góðan tíma til að skoða minna
svæði á lengri tíma, öfugt við þá ferðamennsku
sem hefur verið ráðandi hér á landi undanfarinn
áratug, þar sem fólk hefur keyrt hringveginn á
sjö til tíu dögum,“ sagði Arnheiður og bætti við:
„Þetta er vegur sem ekki bara opnar leið
ferðafólks að mikilfenglegustu náttúruperlum
heims heldur er þetta líka leið sem mun tengja
samfélög og efla samstöðu.“ sbs@mbl.is
Tímamót í samgöngumálum og ferðaþjónustu á Norðurlandi
Ljósmynd/Pedromyndir-Axel
Þrjú opnuðu Demantsleiðina við Dettifoss
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Flugið til Eyja hefur verið á mark-
aðsforsendum svo ríkið getur ekki
stigið þarna inn nema með þeim al-
mennu ráðstöfunum sem nú eru í
undirbúningi,“ segir Sigurður Ingi
Jóhannsson samgönguráðherra.
Flugfélagið Ernir fór sl. föstudag
sína síðustu áætlunarferð, í bili að
minnsta kosti, til Vestmannaeyja.
Haft hefur verið eftir Herði Guð-
mundssyni, framkvæmdastjóra
Ernis, að flug til Eyja hafi ekki bor-
ið sig og því hafi verið sjálfhætt.
Ráðstafanir flugfélagsins hafa verið
ræddar af nokkrum þingmönnum
Suðurkjördæmis við bæjaryfirvöld í
Eyjum. Fulltrúar þeirra hafa óskað
eftir samtali við ríkið um málið.
Þrjár ferðir fram og til baka
Á næstu dögum verða kynntar
niðurgreiðslur ríksins í innanlands-
flugi, þar sem íbúar tiltekinna
svæða úti á landi fá allt að þrjár
ferðir fram og til baka á verulega
lægra verði en verið hefur til þessa.
Þetta er „skoska leiðin“ svonefnda,
sem í ár eru eyrnamerktar 200 millj-
ónir króna og ætlaðar 600 milljónir
á því næsta.
„Ég bind miklar vonir við þessar
ráðstafanir í innanlandsfluginu, sem
vonandi gera mögulegt að fljúga aft-
ur til Eyja. Almennt hljóta sam-
göngumál Eyjamanna svo alltaf að
vera mikið í deiglunni; ferja og flug
eru mikilvægar lífæðar staðarins
sem leggur mikið til samfélagsins,“
segir Sigurður Ingi.
Öllu starfsfólki Herjólfs ohf.,
fyrirtækis bæjarins sem stendur að
útgerðinni, var sagt upp í síðustu
viku. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri
í Eyjum, hefur sagt að 400 milljónir
króna þurfi inn í reksturinn svo end-
ar nái saman. Helming þeirrar fjár-
hæðar megi rekja til þess að ríkið
hafi ekki staðið við sínar skuldbind-
ingar í gildandi þjónustusamningi.
Hinar 200 milljónirnar sem vanti
séu tekjutap vegna kórónuveiru-
faraldursins, en farþegaflutningar
og aðrir flutningar með ferjunni eru
mun minni en var.
Þurfa hugsanlega að stokka
upp rekstur Herjólfs
Um Herjólfsmál segir Sigurður
Ingi að mikilvægt sé að Vegagerðin
og Vestmannaeyjabær nái sam-
komulagi í yfirferð og túlkun þjón-
ustusamnings um rekstur Herjólfs.
Niðurstaða þess mun liggja fyrir á
næstu dögum. Samþykkt var að
veita heimild til allt að 260 milljóna
króna vegna Covid, um fjórðungur
hefur verið greiddur. Næstu
greiðslur velti á hve mikill skaðinn
af völdum Covid verður.
Enda þótt starfsfólki sem við ferj-
una starfar hafi verið sagt upp er
áætlun hennar óbreytt; sex ferðir
fram og til baka á degi hverjum.
„Ég veit að fulltrúar Vegagerðar
og Vestmannaeyjabæjar hafa að
undanförnu átt í viðræðum um
Herjólfsmál og væntanlega finnst
lausn. Rekstur Herjólfs er á ábyrgð
Vestmannaeyjabæjar sem þarf
hugsanlega að stokka líka upp í
rekstri ferjunnar,“ segir samgöngu-
ráðherra.
Skoska leiðin auðveldi Eyjaflug
Nýjar ráðstafanir til stuðnings innanlandsflugi verða kynntar í vikunni Herjólfssamningur er í
yfirferð Mikilvægar lífæðar Samgöngumál Vestmannaeyja eru alltaf í deiglunni, segir ráðherra
Allt virðist í hnút í kjaradeilu milli
Norðuráls á Grundartanga og
Verkalýðsfélags Akraness og lítið
þokar í viðræðum. Vilhjálmur Birg-
isson, formaður félagsins, er ómyrk-
ur í máli og segir „það munu aldrei
gerast“ að félagsmenn samþykki
lakari kjarabætur en þær sem lífs-
kjarasamningurinn gerir ráð fyrir.
Samningar hafa verið lausir í níu
mánuði og vinnustöðvun hefur verið
boðuð frá 1. desember nk. Í samtali
við blaðið segir Vilhjálmur að ágrein-
ingurinn snúist um þá skoðun við-
semjanda að í núverandi kröfum
megi finna kjaratengda liði sem
hækki laun starfsmanna umfram það
sem almennt hafi verið samið um, en
því hafnar Vil-
hjálmur með öllu.
Þvert á móti full-
yrðir hann að til-
boð verkalýðs-
félagsins sé í einu
og öllu sniðið að
lífskjarasamn-
ingnum sem Sam-
tök atvinnulífsins
hafi tekið þátt í að
móta og sam-
þykkja.
Aðspurður hvaða ástæður geti
legið að baki meintum skorti á samn-
ingsvilja segir hann að „svo megi
vera að eigendur þessara fyrirtækja
horfi á vinnuaflið með öðrum hætti
en gert er hér á landi“ og bætir við
að tvö fyrirtæki, Norðurál og Rio
Tinto, séu ekki tilbúin að fara „þessa
línu“.
Lokatilboð lagt fram
Verkalýðsfélagið hefur gert loka-
tilboð og gerir Vilhjálmur ekki ráð
fyrir að við því verði hróflað. Næsti
fundur hjá sáttasemjara hefur verið
boðaður 16. september nk. og verða
þeir svo haldnir á hálfsmánaðar-
fresti fram að boðuðu verkfalli.
Hann segir ágreininginn djúpstæð-
an en ekki verði „gefin tomma eftir“ í
þessum viðræðum við Norðurál, sem
nú hafi boltann í hendi sér.
sighvaturb@mbl.is
Djúpstæður ágreiningur í
deilunni á Grundartanga
Skýlaus krafa VLFA um efndir á lífskjarasamningnum
Vilhjálmur
Birgisson
Í aðsendri grein í
Morgunblaðinu í
dag upplýsir Jón
Baldvin Hanni-
balsson, fyrrver-
andi utanríkis-
ráðherra, að
lögmanni sínum
hafi borist ákæra
frá saksóknara
vegna meints
kynferðisbrots á
heimili sínu gagnvart gestkomandi
konu. Sakarefnið segir hann vera að
hafa „strokið utan klæða upp og nið-
ur eftir rassi“ eins og komist er að
orði. Á þetta að hafa gerst í augsýn
eiginkonu Jóns og annarra gesta.
„Hreinn uppspuni,“ segir Jón Bald-
vin í greininni. Bætir við að vitnis-
burður móður konunnar sem fyrir
þessu á að hafa orðið sé ótrúverð-
ugur vegna framburðar hennar í
öðru máli af sama toga gegn sér fyr-
ir margt löngu.
„Þetta er seinasta útspilið í skipu-
lagðri aðför að mannorði mínu og
Bryndísar,“ segir Jón Baldvin, sem
greinir frá því að Bryndís hafi skrif-
að bók um fjölskylduharmleik þeirra
sem settur sé í samhengi við þjóð-
félagslegan veruleika. Bókin er
væntanleg á næstu dögum. »16
Ákærður
fyrir kyn-
ferðisbrot
Jón Baldvin
Hannibalsson
Hreinn uppspuni,
segir Jón Baldvin