Morgunblaðið - 07.09.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 07.09.2020, Síða 6
lán. Við það muni skuldir þeirra aukast. Í þriðja lagi sé eðlilegt að ríkið komi að málum með almennum aðgerðum. Þeim mætti úthluta eftir íbúafjölda eða öðrum aðferðum. Með því sé hægt að auka þrótt sveitar- félaganna til að halda uppi þjónustu og auka framkvæmdir. Hann vísar til þess að umræða um stuðning ríkisins við sveitarfélögin sé annars staðar á Norðurlöndun- um. Ríkið sé sá aðili í þessu gang- verki sem hafi greiðastan aðgang að lánsfé á bestu kjörum. Það sé því hagfellt að ríkið hafi þarna hlutverki að gegna. Þarf að bregðast við höggi Í bókun bæjarstjórnar kemur fram að áætlað tekjutap og kostn- Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flug Séð yfir hluta Garðabæjar. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bæjarstjórn Garðabæjar telur að það hafi langvarandi áhrif á alla þjónustu við íbúa og nauðsynlegar framkvæmdir ef efnahagslegum áhrifum af kórónuveirufaraldrinum verði velt yfir á fjárhag sveitarfélaga og mætt þar með stóraukinni lán- töku. Auknar skuldir muni óhjá- kvæmilega hafa í för með sér hag- ræðingu, niðurskurð og skerta getu sveitarfélaga til að sinna lögbundn- um verkefnum. Þess vegna skorar bæjarstjórnin á ríkisstjórnina að bregðast við vanda sveitarfélaganna með almennum aðgerðum. Tillaga þessa efnis sem Almar Guðmundsson og Ingvar Arnarson, fulltrúar úr meirihluta og minnihluta bæj- arstjórnar, fluttu var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar í fyrradag. Almar segir nauðsynlegt að gera þrennt til að bregðast við rekstrarvanda sveitarfélaganna sem fram hefur komið að er í heildina rúmir 30 milljarðar. Það fyrsta eru sértækar aðgerðir til að hjálpa sveit- arfélögum sem orðið hafa fyrir mikl- um búsifjum. Að því hafi verið unnið. Í öðru lagi hafi sveitarfélögin mögu- leika til að hagræða í rekstri og taka aðarauki fyrir Garðabæ vegna af- leiðinga kórónuveirufaraldursins sé 1,3 milljarðar króna á yfirstandandi ári. Almar segir að Garðabær standi ágætlega en þegar svona högg komi þurfi að bregðast við. Til greina komi að draga úr kostnaði og fram- kvæmdum en ekkert hafi verið ákveðið í því efni. Ef taka þurfi lán til rekstursins sé hætt við að getan til fjárfestinga minnki. Garðabær er eitt þeirra sveitar- félaga sem ekki nýta tekjustofna sína til fulls. Spurður hvort til greina komi að hækka útsvar vegna ástandsins segir hann að sú spurn- ing að ríkið komi almennt til skjal- anna sé miklu stærri en rými til hækkunar útsvars eða annarra skatta. Vilja ríkisstuðning við sveitarfélögin  Garðabær vill almennar aðgerðir vegna veirufaraldursins  Ekki megi velta öllu á sveitarfélögin Almar Guðmundsson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2020 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.innlifun.is Ósennilegt má teljast að snjóskafl- inn í Gunnlaugsskarði í Esjunni hverfi í ár. Fönnin fræga er í kvos rétt vestan við Kistufell, blasir við úr Reykjavík og hefur undanhald hennar gjarnan verið mælikvarði margra á hita og veðráttu hvers sumars. Síðasti vetur, 2019-2020, var snjóþungur og hitastig í sumar -0,4 gráðum undir meðaltali síðast- liðinna tíu ára í Reykjavík – auk þess sem sólskinsstundir voru tals- vert færri en að jafnaði er. Áhrifa þess sér stað í Esjunni. „Það var heilmikið eftir af skafl- inum þegar ég gekk upp í Esju- hlíðar um daginn til að kanna stöð- una. Mér þættu því mikil firn ef þessi fönn hyrfi á næstu vikum. Það er enn óvenjumikill snjór til fjalla víða á landinu eftir snjóþung- an vetur, og útlit fyrir nokkrar fyrningar í haust sem fara þá inn í næsta vetur,“ segir Halldór Björnsson, veðurfræðingur á Veð- urstofu Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Í fyrra, haustið 2019, bráðnaði skaflinn í skarðinu, eins og sést á myndinni að ofan, sem var tekin 23. september í Örfirisey. Þaðan er góð sjónlína að borgarfjallinu, sem ber ofurlítið annan svip nú, hvað sem verður. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Snjólaust Sumarið 2019 var gott og þá hvarf skaflinn frægi, eins og sést á þessari mynd sem var tekin 23. september af Granda. Gunnlaugsskarð er í kvosinni til hægri, austarlega í Esjunni. Mikil firn ef fönnin hverfur  Mælikvarði á hita og veðráttu Skafl Snjór í hæstu brúnum við Kistufell á mynd sem var tekin síðastliðinn föstudag, 4. september, frá malarvinnslunni vestanvert í Kollafirði. Starfsemi leitarstöðvar Krabba- meinsfélags Íslands er í uppnámi, en starfsfólk þar telur sig ekki geta sinnt starfi meðan fullyrðingar full- trúa Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um gæðaeftirlit og -skráningu í starfi félagsins eru ekki útskýrðar. Þetta segir í yfirlýsingu frá félag- inu en fulltrúar þess hafa óskað eft- ir útskýringum SÍ vegna þeirra brigða sem nú eru bornar á krabba- meinsleit í leghálsi og brjóstum kvenna sem félagið sinnir. „Ef Krabbameinsfélagið telur ekki rétt að halda starfseminni áfram þá reikna ég með að þau til- kynni yfirvöldum það,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkra- trygginga Íslands. Krabbameinsfélagið birti í gær erindi þar sem óskað er eftir gögn- um um ummæli Tryggva Björns Stefánssonar læknis sem vann á sínum tíma kröfulýsingar fyrir SÍ vegna krabbameinsleitarinnar. Í erindinu segir að ef gögn staðfesti ummælin verði starfsemi leitar- stöðvarinnar hætt strax. Krabbameinsfélagið vill útskýringar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.