Morgunblaðið - 07.09.2020, Síða 26
ÍSLAND – ENGLAND 0:1
0:1 Raheem Sterling (víti) 90.
MM
Guðlaugur Victor Pálsson
Kári Árnason
M
Hörður Björgvin Magnússon
Sverrir Ingi Ingason
Hjörtur Hermannsson
Albert Guðmundsson
Rautt spjald: Kyle Walker 70., Sverrir
Ingi Ingason 90.
Dómari: Srdan Jovanovic, Serbíu.
Lið Íslands: (4-4-2) Mark: Hannes Þór
Halldórsson. Vörn: Hjörtur Her-
mannsson, Sverrir Ingi Ingason, Kári
Árnason, Hörður Björgvin Magnús-
son. Miðja: Arnór Ingvi Traustason
(Emil Hallfreðsson 76), Birkir Bjarna-
son, Guðlaugur Victor Pálsson, Jón
Dagur Þorsteinsson (Arnór Sigurðs-
son 65). Sókn: Albert Guðmundsson,
Jón Daði Böðvarsson (Hólmbert Aron
Friðjónsson 90).
Lið Englands: (4-3-3) Mark: Jordan
Pickford. Vörn: Kyle Walker, Joe
Gomez, Eric Dier, Kieran Trippier.
Miðja: James Ward-Prowse, Declan
Rice, Phil Foden (Danny Ings 68).
Sókn: Jadon Sancho (Trent Alexander-
Arnold 73), Harry Kane (Mason
Greenwood 78), Raheem Sterling
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2020
Þjóðadeild UEFA
A-deild:
2. riðill:
Ísland – England ...................................... 0:1
Danmörk – Belgía .................................... 0:2
Pepsi Max-deild karla
Fjölnir – Breiðablik.................................. 1:4
Staðan:
Valur 12 9 1 2 28:12 28
Breiðablik 12 7 2 3 28:18 23
Fylkir 13 7 1 5 21:18 22
Stjarnan 11 5 6 0 18:9 21
KR 11 6 2 3 22:15 20
FH 11 6 2 3 22:16 20
Víkingur R. 11 3 5 3 19:18 14
ÍA 12 4 2 6 27:29 14
HK 13 4 2 7 21:28 14
KA 12 1 8 3 9:14 11
Grótta 13 1 3 9 10:27 6
Fjölnir 13 0 4 9 11:32 4
Pepsi Max-deild kvenna
Selfoss – Stjarnan .................................... 2:3
Fylkir – Þór/KA........................................ 4:2
Valur – ÍBV............................................... 4:0
FH – KR.................................................... 4:2
Þróttur R. – Breiðablik............................ 0:4
Staðan:
Valur 12 10 1 1 31:9 31
Breiðablik 11 10 0 1 47:2 30
Fylkir 11 5 4 2 18:16 19
Selfoss 11 5 1 5 15:13 16
ÍBV 12 5 1 6 13:23 16
Stjarnan 12 4 2 6 21:27 14
Þór/KA 12 3 2 7 16:28 11
Þróttur R. 12 2 4 6 17:30 10
FH 12 3 0 9 10:29 9
KR 9 2 1 6 11:22 7
Lengjudeild karla
Þróttur R. – Vestri ................................... 2:1
Leiknir F. – Afturelding .......................... 1:3
Leiknir R. – Fram .................................... 0:1
Víkingur Ó. – Magni................................. 3:2
Staðan:
Fram 14 9 4 1 33:19 31
Leiknir R. 14 8 2 4 33:19 26
Keflavík 12 7 3 2 38:19 24
ÍBV 13 6 6 1 24:15 24
Grindavík 12 5 5 2 26:22 20
Þór 13 6 2 5 25:22 20
Vestri 14 5 4 5 19:20 19
Afturelding 14 4 3 7 28:23 15
Víkingur Ó. 14 4 3 7 19:32 15
Þróttur R. 14 3 2 9 11:27 11
Leiknir F. 14 3 2 9 15:32 11
Magni 14 2 2 10 15:36 8
2. deild karla
Þróttur V. – Völsungur ............................ 3:0
KF – Njarðvík........................................... 2:4
Víðir – Dalvík/Reynir............................... 2:2
Fjarðabyggð – Selfoss ............................. 4:2
ÍR – Kári ................................................... 1:2
Kórdrengir – Haukar............................... 2:1
Staðan:
Kórdrengir 14 9 4 1 28:10 31
Selfoss 14 10 1 3 22:13 31
Njarðvík 14 8 3 3 27:18 27
Þróttur V. 14 7 4 3 23:15 25
Haukar 14 8 0 6 27:20 24
KF 14 7 1 6 27:27 22
Fjarðabyggð 14 6 3 5 22:18 21
Kári 14 5 4 5 22:18 19
ÍR 14 4 1 9 23:27 13
Víðir 15 4 1 10 18:37 13
Dalvík/Reynir 14 2 3 9 17:31 9
Völsungur 15 2 1 12 17:39 7
Lengjudeild kvenna
Tindastóll – Grótta ................................... 4:0
Afturelding – Völsungur.......................... 1:0
ÍA – Keflavík............................................. 0:1
Fjölnir – Augnablik.................................. 2:1
Staðan:
Tindastóll 12 10 1 1 34:5 31
Keflavík 12 8 3 1 32:12 27
Haukar 10 6 2 2 18:9 20
Grótta 12 5 4 3 15:16 19
Afturelding 11 5 3 3 15:13 18
Augnablik 11 3 3 5 15:25 12
ÍA 11 1 6 4 16:19 9
Víkingur R. 11 2 3 6 13:22 9
Fjölnir 12 2 1 9 7:24 7
Völsungur 10 1 0 9 5:25 3
Meistarakeppni karla
Valur – ÍBV........................................... 24:26
Meistarakeppni kvenna
Fram – KA/Þór..................................... 23:30
Knattspyrna
Lengjudeild karla:
Þórsvöllur: Þór – Keflavík ................... 17:30
Grindavíkurvöllur: Grindavík – ÍBV .. 17:30
Lengjudeild kvenna:
Víkingsvöllur: Víkingur R. – Haukar 19:15
3. deild karla:
Fylkisvöllur: Elliði – Ægir ....................... 20
Samsung-völlurinn: KFG – Augnablik.... 20
2. deild kvenna:
Kórinn: HK – Álftanes......................... 19:15
4. deild karla A:
Versalavöllur: Ýmir – GG .................... 17:30
Í KVÖLD!
Í LAUGARDAL
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Ísland var grátlega nálægt því að
ná í stig gegn Englandi er landslið
þjóðanna leiddu saman hesta sína á
Laugardalsvelli í Þjóðadeild karla í
fótbolta á laugardag. Skoraði Ra-
heem Sterling sigurmark úr víti á
lokamínútunni. Wayne Rooney
skoraði úr víti gegn Íslandi á EM í
Frakklandi 2016, en Ísland jafnaði
jafnóðum og skoraði sigurmark
skömmu síðar. Aftur svaraði Ísland
um leið, fékk víti strax í næstu
sókn, en Birkir Bjarnason hitti ekki
markið og þar við sat.
Án sjö lykilmanna
Ísland var án sjö lykilmanna í
leiknum og því engin skömm að
tapa naumlega fyrir gríðarlega
sterku ensku liði, en að tapa leikn-
um á þennan hátt var sérstaklega
svekkjandi. Leikplan Eriks Hamr-
éns og Freys Alexanderssonar var
hársbreidd frá því að ganga full-
komlega upp. Íslenska liðið leyfði
þeim ensku að vera með boltann og
stillti upp þéttri vörn sem Englend-
ingar áttu í erfiðleikum með að
brjóta niður. Átti að treysta á hrað-
ar sóknir og föst leikatriði, svo sem
ekkert nýtt. Svipað upplegg skilaði
okkur inn á tvö stórmót. Liðið sem
komst á og spilaði á stórmótunum
tveimur var hins vegar mun sterk-
ara vegna fjarveru lykilmanna á
laugardag.
Það var vitað mál að ef Ísland
ætlaði að spila blússandi sóknar-
bolta gæti farið afar illa. Sterkara
íslenskt lið tapaði t.a.m. 0:6 fyrir
Sviss á útivelli í sömu keppni fyrir
tveimur árum. Ef litið er á tölfræð-
ina lítur hún ekki sérstaklega vel
út. Ísland var 22 prósent með bolt-
ann gegn 78, átti tvö skot gegn
þrettán, fékk eina hornspyrnu gegn
sjö og gaf 212 sendingar á móti 770
hjá enska liðinu.
Miðað við aðstæður var hins veg-
ar lítið annað í stöðunni en að fara
þessa leið gegn liði sem er með
betri leikmenn í hverri einustu
stöðu. Það verður að spila á styrk-
leikunum og sérstaklega þegar
sterkir póstar eru fjarverandi.
Guðlaugur nýtti tækifærið
Það kemur maður í manns stað
og nokkrir leikmenn nýttu tækifær-
ið vel. Guðlaugur Victor Pálsson
fékk það erfiða hlutverk að fylla
skarðið sem landsliðsfyrirliðinn
sjálfur Aron Einar Gunnarsson
skildi eftir sig á miðjunni og gerði
það gríðarlega vel. Hvað eftir ann-
að stöðvaði hann hættulegar sóknir,
var réttur maður á réttum stað og
lét leikmenn Englendinga finna
fyrir því. Guðlaugur átti stórgott
tímabil í Þýskalandi með Darm-
stadt og er greinilega með sjálfs-
traustið í botni. Aldrei hefur hann
spilað eins vel. Þá er ekki annað
hægt en að hrósa hinum 37 ára
gamla Kára Árnasyni sem bar fyr-
irliðabandið í fjarveru Arons. Kári
hafði hvað eftir annað betur í bar-
áttu við Harry Kane og ekki í
fyrsta skipti. Sverrir Ingi Ingason
átti fínan leik við hliðina á honum
en var óheppinn að fá dæmda á sig
vítaspyrnu og í leiðinni fá sitt ann-
að gula spjald.
Bakverðirnir Hjörtur Her-
mannsson og Hörður Björgvin
Magnússon stóðu fyrir sínu. Hörð-
ur hélt Jadon Sancho, einum efni-
legasta leikmanni Evrópu, algjör-
lega niðri og Hjörtur gerði ágæt-
lega á móti Raheem Sterling. Var
um fyrsta keppnisleik Hjartar að
ræða síðan hann átti afleitan leik
gegn Albaníu í undankeppni EM
fyrir ári og hann sýndi hvað í hon-
um býr. Jón Dagur Þorsteinsson
var í byrjunarliði í fyrsta skipti í
keppnisleik og átti erfiðan dag, eins
og öll sóknarlína Íslands sem fékk
fá færi.
Enn snúnara í Belgíu
Verkefnið sem bíður annað kvöld
er enn snúnara en Ísland mætir
Belgíu ytra klukkan 18:45. Belgía
hefur aðeins tapað tveimur leikjum
síðan 2016 og var annar þeirra í
undanúrslitum HM gegn Frökkum
2018. Belgía er með sitt allra sterk-
asta lið og sat Eden Hazard allan
tímann á bekknum í 2:0-sigrinum á
Dönum á Parken á laugardag. Ís-
land verður án Hannesar Þórs
Halldórssonar, Kára Árnasonar,
Kolbeins Sigþórssonar og Sverris
Ingasonar og því ljóst að þjálfara-
teymið stillir upp nýjum markverði
og miðvörðum. Það verður spenn-
andi að sjá hvort Ögmundur Krist-
insson eða Rúnar Alex Rúnarsson
stendur á milli stanganna í Belgíu,
en það verður væntanlega nóg að
gera hjá þeim sem verður fyrir val-
inu.
Það má búast við að uppleggið
verði svipað; Belgía verður með
boltann og leitar leiða framhjá
þéttri íslenskri vörn. Þá verður
treyst á skyndisóknir og föst leik-
atriði eins og oft áður. Vonandi
gengur það eins vel og gegn Eng-
landi, en þetta skiptið verði það
stöngin inn en ekki út.
Grátlega nálægt stiginu
Hársbreidd frá jafntefli gegn Englandi Sterling skoraði en Birkir klikkaði
Morgunblaðið/Eggert
Tilfinningar Raheem Sterling var öllu kátari en Íslendingarnir eftir víti Birkis Bjarnasonar í blálokin. Sterling
skoraði sjálfur úr víti stuttu áður. Birkir og Arnór Sigurðsson trúa vart sínum eigin augum en Sterling hlær.
Framarar styrktu stöðu sína á toppi
fyrstu deildar karla í knattspyrnu,
Lengjudeildarinnar, með 1:0-sigri á
Leikni úr Reykjavík í uppgjöri
toppliðanna í 16. umferðinni í gær.
Alexander Már Þorláksson skoraði
sigurmark Framara sem nú eru
með 31 stig á toppnum, fimm stig-
um á undan Leikni og sjö á undan
Keflavík sem á tvo leiki til góða.
Þróttur R. komst upp úr fallsæti
með 2:1-heimasigri gegn Vestra.
Víkingur vann 3:2-sigur á Magna
í Ólafsvík og Afturelding vann 3:1
úti gegn Leikni í Fáskrúðsfirði.
Fram vann
toppslaginn
Morgunblaðið/Eggert
Toppslagur Sólon Breki Leifsson
og Albert Hafsteinsson í leiknum.
Ísland dróst í riðil með Portúgal,
Alsír og Marokkó á HM karla í
handbolta sem fram fer í Egypta-
landi í byrjun næsta árs. Eru liðin í
F-riðli. Ísland var í þriðja styrk-
leikaflokki og slapp nokkuð vel
með riðil. Ísland mætti Portúgal á
EM í byrjun árs og hafði þá betur,
28:25. Þrjú efstu lið hvers riðils
fara áfram í milliriðla og fari ís-
lenska liðið áfram mætir það and-
stæðingum úr E-riðli en þar eru
Noregur, Austurríki og Frakkland.
Svo bætist við lið úr undankeppni
Norður-Ameríku og Karíbahafs.
Ísland heppið
með HM-riðil
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
HM Elvar Örn Jónsson í baráttu
gegn Portúgal á EM í janúar.