Morgunblaðið - 07.09.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.09.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe í aðalhlutverki. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Harry Potter * Tröll 2 (ísl. tal) * Hvolpasveitin (ísl. tal) * The Secret : Dare to dream FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna.★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ The Guardian The Times The Telegraph » Íslenska djassrokk-sveitin Gammar hélt tónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur í ráðhúsinu fyrir helgi. Gammar hafa haldið tónleika víða hér á landi og í Svíþjóð, Skotlandi og víðar um Evrópu. Þrír meðlimir sveitarinnar hafa verið með frá upphafi, þeir Björn Thoroddsen gít- arleikari, Stefán S. Stef- ánsson saxófónleikari og Þórir Baldursson pí- anó- og orgelleikari. Auk þeirra leika í sveit- inni Bjarni Sveinbjörns- son bassaleikari og trommuleikarinn Sigfús Óttarsson. Gammar léku við hvurn sinn fing- ur og gestir gerðu góð- an róm að flutningi djassrokkaranna. Gammar létu gamminn geisa á Jazzhátíð Reykjavíkur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Einbeittir Þórir Baldursson lék á flygil og til hliðar við hann má sjá bassaleikarann Bjarna og trymbilinn Sigfús. Sjóaðir Björn Thoroddsen gítarleikari og Stefán Stefánsson saxófónleikari. Tónleikagestir Elín Ingimundardóttir og Sædís Eva Örvarsdóttir. Átta kvikmyndir munu keppa í Vitranaflokki RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, sem hefst 24. september og er það aðal- keppnisflokkur hátíðarinnar. Í hon- um eru sýndar framsæknar kvik- myndir eftir upprennandi leikstjóra sem tefla fram sinni fyrstu eða ann- arri mynd. Í ár hefur dagskrárstjór- inn Frédéric Boyer valið átta nýjar myndir í flokkinn. Einmana klettur/Lonely Rock Norðurlandafrumsýning á fyrstu kvikmynd argentínska kvikmynda- gerðarmannsins Alejandros Telé- macos Tarrafs í fullri lengd. Í henni segir frá lamadýrahirði og ferðalagi hans til að verja lífsviðurværi sitt. Nótt konunganna/ La Nuit des Rois Leikstjóri myndarinnar, Philippe Lacote, ólst upp í Abidjan á Fíla- beinsströndinni þar sem myndin gerist en sögusvið hennar er La Maca-fangelsið þar sem fangar ráða ríkjum. Segir þar af ungum manni sem er úthlutað hlutverki sögu- manns en samkvæmt reglum fang- elsisins mun hann ekki geta flúið ör- lög sín en reynir hvað hann getur að láta söguna endast til morguns. Skítapleis/Shithouse Bandaríkjamaðurinn Cooper Raiff skrifaði, leikstýrði og klippti myndina sem segir af Alex, einmana fyrsta árs háskólanema sem ákveður að fara í teiti í hið alræmda Skíta- pleis háskólasvæðisins. Þar verður hann hrifinn af stúlku. Svig/Slalom Fyrsta kvikmynd franska leik- stjórans Charléne Favier segir af hinni 15 ára gömlu Lyz sem nýlega hefur hlotið skólavist í eftirsóttum skíðaskóla með það fyrir augum að gerast atvinnuskíðakona. Þar mis- notar einn kennaranna vald sitt gagnvart henni og þykir myndin veita óvenjuraunsæja sýn á kynferð- islegt ofbeldi í keppnisíþróttum. Þetta er ekki jarðarför, þetta er upprisa/This is not a burial, it’s a resurrection Kvikmynd eftir Lemohang Jere- miah Mosese sem er handritshöf- undur, leikstjóri og listamaður frá Lesótó. Í myndinni segir af áttræðu ekkjunni Mantoa sem fer að undir- búa eigin dauðdaga eftir að hafa misst eina eftirlifandi son sinn. Áform hennar um friðsæl ævilok fara á annan veg þegar hún kemst að því að gera eigi uppistöðulón í þorp- inu, sem mun færa kirkjugarðinn á kaf. Hold og blóð/Wildland Kvikmynd eftir hina dönsku Jean- ette Nordahl en í henni er áhorfand- inn látinn kljást við þá áleitnu spurn- ingu hverju hann sé tilbúinn að fórna fyrir fjölskyldu sína. Síðustu vordagarnir/ Last Days of Spring Kvikmynd eftir Þjóðverjann Isa- bel Lamberti. Í henni er sögð saga fjölskyldu sem býr í hinu ólöglega La Cañada Real-hverfi í Madríd og lifir í biðstöðu. Í myndinni er teflt saman raunverulegu umhverfi og fólki í anda heimildarmynda. 200 Metres/200 metrar Kvikmynd eftir palestínska hand- ritshöfundinn og leikstjórann Ameen Nayfeh. Í henni segir frá átakanlegu ferðalagi hins palest- ínska Mustafa, sem býr á vinstri bakkanum, til að sameinast syni sín- um sem liggur á sjúkrahúsi á hægri bakkanum. Myndirnar verða sýndar á vefnum riff.is þar sem hægt verður að kaupa sér miða og allir landsmenn geta því notið dagskrárinnar. Átta kvikmyndir í Vitrunum RIFF  Aðalkeppnisflokkur hátíðarinnar Fangi Úr Nótt konunganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.