Morgunblaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2020 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Brandon Lewis, ráðherra Norður- Írlandsmála í bresku ríkisstjórninni, sagði í gær í umræðum á breska þinginu að fyrirhugað frumvarp ríkisstjórnarinnar um lagfæringar á Brexit-sáttmálanum bryti í bága við alþjóðalög en einungis við „mjög sér- tækar“ aðstæður. Ummælin vöktu nokkra gagnrýni frá þingmönnum allra flokka og vís- uðu fulltrúar Verkamannaflokksins til orða Margrétar Thatcher, fyrr- verandi forsætisráðherra Íhalds- flokksins, um að Bretar stæðu ávallt við orð sín í samskiptum sínum við önnur ríki. Theresa May, fyrrverandi for- sætisráðherra og þingmaður Íhalds- flokksins, spurði einnig hvernig hægt yrði að treysta Bretum í fram- tíðinni ef þeir breyttu skilmálum samninga sinna eftir á. Frumvarpið „öryggisnet“ Verði frumvarpið að lögum mun það veita breskum stjórnvöldum heimildir til þess að snúa við vissum ákvæðum Brexit-sáttmálans svo- nefnda sem lúta að Norður-Írlandi, og segja stuðningsmenn stjórnvalda breytingarnar nauðsynlegar í ljósi þess að nú er útlit fyrir að ekki muni nást fríverslunarsamningur á milli Breta og Evrópusambandsins. Líkti Lewis frumvarpinu því við öryggisnet, sem eingöngu kæmi til framkvæmda ef nauðsyn væri að koma í veg fyrir að tollamúr myndi rísa á milli Norður-Írlands og hinna þjóðanna í Stóra-Bretlandi, en 4. grein Brexit-sáttmálans kveður á um þau skilyrði sem viðskipti við Norður-Írland þurfa að uppfylla svo að ekki þurfi að loka landamærum þess við Írland. Áttunda viðræðulotan í fríverslun- arviðræðum Breta og Evrópusam- bandsins hófst í gær, en ekki er gert ráð fyrir miklum árangri í henni, þar sem viðræðurnar hafa m.a. strandað á ágreiningi um fiskveiðar. Brjóti í bága við alþjóðalög  Ummæli ráðherra Norður-Írlandsmála gagnrýnd af þingmönnum allra flokka  Frumvarpið sagt nauðsynlegt í ljósi hættunnar á að samkomulag muni ekki nást AFP Brexit Ummæli Brandons Lewis vöktu mikla gagnrýni á þinginu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja fimm svokölluð „sveifluríki“ í vikunni, en nú eru innan við tveir mánuðir þar til for- setakosningarnar fara fram. Trump hélt í gær kosningafundi í Flórída og Norður-Karólínu, og hyggst forsetinn einnig heimsækja Michigan-, Nevada- og Pennsylv- aníuríki í þessari lotu. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að forsetinn sé með lakara fylgi en Joe Biden, frambjóðandi demókrata, í öllum sveifluríkjunum að Flórída undanskildu. Þá nýtur Biden mikils forskots í könnunum á landsvísu, eða sem nemur á bilinu 10-12 prósentustigum. Hefur bilið breikkað nokkuð á ný frá upphafi septembermánaðar eft- ir að dregið hafði saman með fram- bjóðendunum í lok ágúst. BANDARÍKIN AFP Kosningar Donald Trump var vígreifur á leið sinni til Flórídaríkis í gær. Trump heldur til sveifluríkjanna Tveir ástralskir fjölmiðlamenn, Bill Birtles og Michael Smith, sem störfuðu í Kína, kusu að yfirgefa landið í gærmorgun eftir að hafa verið yfirheyrðir af kínverskum stjórnvöldum um samskipti sín við áströlsku fjölmiðlakonuna Cheng Lei, sem var handtekin í síðasta mánuði. Varaði Bandaríkjastjórn við því að aðrir erlendir fjölmiðlar kynnu að verða fyrir svipuðu áreiti af hálfu kínverskra stjórnvalda. KÍNA Ástralskir fjölmiðla- menn flýja land Cheng Lei HRÖKKBRAUÐStjórnvöld í Hvíta-Rússlandi sögðu í gærmorgun að þau hefðu stöðvað stjórnarandstöðuleiðtogann Maríu Kólesníkóvu við landamæri Hvíta- Rússlands og Úkraínu. Sögðu Hvít- Rússar að Kolesníkóva hefði reynt að flýja, en Úkraínumenn sögðu að hún hefði verið handtekin fyrir að hafa neitað að yfirgefa Hvíta-Rúss- land með valdi. Fregnir bárust af því í fyrradag að Kólesníkóva hefði verið gripin á göt- um höfuðborgarinnar Minsk af óein- kennisklæddum mönnum og færð gegn vilja sínum upp í litla rútu. Hún hafði áður heitið því að hún myndi ekki flýja land, líkt og margir af sam- herjum hennar hafa gert. Sögð hafa rifið vegabréf sitt Hvítrússnesk stjórnvöld sögðu málsatvik hafa verið þau að Kólesní- kóva hefði verið handtekin við landa- mærin eftir að henni hefði verið fleygt út úr bíl á ferð. Sögðu Hvít- Rússar að hún hefði verið á ferðinni með tveimur öðrum meðlimum stjórnarandstöðunnar, Anton Rod- nenkov og Ivan Kravtsov. Úkraínsk stjórnvöld sögðu hins vegar að bæði Rodnenkov og Kravt- sov væru komnir til Úkraínu, en að Kólesníkóva hefði „gripið til að- gerða“ til þess að koma í veg fyrir að hún gæti farið yfir landamærin. Sögðu heimildir Interfax-Ukraine fréttastofunnar að Kólesníkóva hefði rifið vegabréf sitt í tvennt til þess að varna því að sér yrði vísað úr landi. Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, sagði í viðtali við rússneska fjölmiðla í gær að Kólesní- kóva hefði reynt að flýja land. Varaði hann einnig við því að ef sér yrði bolað frá völdum myndi Hvíta-Rússland falla og Rússar yrðu „næstir í röðinni“. AFP Hvíta-Rússland María Kólesníkóva var handtekin á landamærunum. Handtekin við landamærin  Hvít-Rússa og Úkraínumenn greinir á Hljómsveitin Rolling Stones opnaði í gær nýja verslun í Carnaby Street í Lundúnum, en þar er hægt að fá alls kyns klæðnað og aðrar vörur sem tengjast hinum síungu „Rollingum“. Mick Jagg- er, söngvari sveitarinnar, var ánægður með staðsetningu búðarinnar, en Carnaby-stræti var á sínum tíma viss miðpunktur í tónlistar- og menningarlífi Lundúna á sjöunda áratugnum, þegar hljómsveitin var upp á sitt besta. AFP Rolling Stones opna nýja búð í „Karnabæ“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.