Morgunblaðið - 09.09.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2020
www.flugger.is
Mött
Gæðamálning
í öllum litum
Auðvelt
að þrífa
Sigurður Már Jónsson blaðamað-ur ritar pistil á mbl.is sem
hann nefnir Félagsleg yfirboð og
segir þar að eins og annars staðar
á Norðurlöndunum ríki góð sátt
um að reka traust
og öruggt velferð-
arkerfi á Íslandi.
Ágreiningur geti
hins vegar verið um
stærð og útfærslu
velferðarkerfisins.
Hann bendir ámiklar kröfur sem gerðar
eru til velferðarkerfisins og minnir
á að sé velferðarkerfið rekið á lán-
um þá komi að skuldadögum.
Vandanum sé velt yfir á skatt-
greiðendur framtíðarinnar.
Sigurður Már nefnir líka aðsterk tilhneiging sé í sam-
félaginu að telja öll vandamál þess
eðlis að opinberir sjóðir eigi að
koma að lausn þeirra: „Hve oft
byrja ekki fréttir sjónvarpsstöðva
á því að tíunda að þessi eða hinn
eigi við þetta eða hitt að etja og
það sé bara ótrúlegt að það sé ekki
„gjaldfrjálst“ úrræði til staðar. Að
sumu leyti má líkja þessu við um-
ræðu um gjafsókn en sumir virðast
telja að ríkið eigi á öllum tíma að
greiða allan málakostnað þeirra
sem á hverjum tíma telja sig þurfa
að leita til dómstóla. Í upphafi gat
verið um ákveðna sanngirni að
ræða í afmörkuðum tilvikum en
svo taka hin félagslegu yfirboð við
og liður sem þessi getur óhjá-
kvæmilega sogað til sín mikið fjár-
magn. Þetta á við á mörgum svið-
um. Við getum tekið sem dæmi
málefni hælisleitenda og flóttafólks
en þar koma yfirboðin í bylgjum
frá lýðsleikjum hversdagsumræð-
unnar.“
Það er alltaf mikilvægt, en ekkisíst þegar árar sem nú, að
minna á að opinberir sjóðir eru
ekki ótæmandi hít.
Sigurður Már
Jónsson
Félagsleg yfirboð
og lýðsleikjur
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
44. þing Alþýðusambands Íslands
sem standa átti yfir dagana 21. til 23.
október verður með breyttu sniði en
ráðgert var vegna samkomutak-
markana og sóttvarna gegn faraldri
kórónuveirunnar. Í stað þriggja daga
þinghalds hefur miðstjórn ASÍ
ákveðið að eingöngu skuli halda raf-
rænt þing 21. október sem mun sam-
kvæmt dagskrá aðeins standa yfir í
þrjár klukkustundir. Allri málefna-
vinnu sem fram átti að fara á þinginu,
nefndastörfum, umræðum um mál og
afgreiðslu þeirra verður frestað fram
á vor, samkvæmt upplýsingum frá
Höllu Gunnarsdóttur, framkvæmda-
stjóra ASÍ. ,,Við viljum afgreiða það
sem við þurfum að afgreiða núna og
síðan hittumst við til ítarlegri stefnu-
mótunar með vorinu, vonandi, ef lífið
verður orðið betra þá,“ segir Halla.
Um 300 fulltrúar aðildarfélaganna
eiga rétt til setu á þinginu en þeir
munu taka þátt í fundinum með fjar-
fundabúnaði hver frá sínu félags-
svæði.
Þingið á að hefjast með ávörpum
kl. 10 miðvikudaginn 21. október skv.
drögum að dagskrá. Því næst fer
fram kosning í æðstu stöður sam-
bandsins, afgreiða á ársreikninga og
gert er ráð fyrir almennum um-
ræðum í hálfa klukkustund áður en
þinginu verður svo frestað kl. 13. M.a.
á að kjósa forseta og 1. og 2. varafor-
seta ASÍ. Forsetar ASÍ í dag eru
Drífa Snædal forseti ASÍ, Kristján
Þórður Snæbjarnarson formaður
RSÍ er 1. varaforseti og Sólveig Anna
Jónsdóttir formaður Eflingar er 2.
varaforseti eftir að Vilhjálmur Birg-
isson, formaður VLFa, sagði af sér
sem 1. varaforseti ASÍ sl. vor. Ekki
hafa borist tilkynningar um framboð
til forsetaembættanna eftir því sem
næst verður komist. Einnig verður
kosið í miðstjórn rafrænt á þinginu.
omfr@mbl.is
Rafrænt þing í fáar klukkustundir
Þing ASÍ með gjörbreyttu sniði 21. október Málefnavinnu frestað til vors
Icelandair hefur gert samstarfs-
samning við breska flugfélagið easy-
Jet. Með samningnum gerist Ice-
landair aðili að stafrænni bókunar-
þjónustu easyJet, Worldwide by
easyJet.
Með bókunarþjónustunni geta
farþegar sjálfir bókað flug með
easyJet og fjölmörgum samstarfs-
flugfélögum á sjálfvirkan og einfald-
an hátt og þannig aukið möguleika á
tengiflugi til fjölda áfangastaða um
allan heim.
Fram kemur í tilkynningu frá Ice-
landair að gert sé ráð fyrir að þjón-
ustan verði virk á næstu vikum og
þegar markaðsaðstæður leyfa. Þá
munu farþegar geta bókað flug frá
áfangastöðum easyJet í Evrópu og
áfram inn í leiðakerfi Icelandair til
áfangastaða bæði í Evrópu og Norð-
ur-Ameríku.
Icelandair er nú þegar í samstarfi
við önnur flugfélög á borð við SAS,
Finnair og airBaltic í Evrópu og
Jetblue og Alaska Airlines í Banda-
ríkjunum.
Worldwide by easyJet tengir sam-
an yfir fimm þúsund flugleiðir víða
um heim. liljahrund@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Icelandair og easyJet Gert er ráð fyrir að þjónustan virkist á næstu vikum.
Icelandair í sam-
starf við easyJet