Morgunblaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2020
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Margt hefur verið að sækja að þér
og nú er tímabært að vinna úr hlutunum.
Þú ert góður og heldur hurðum fyrir fatl-
aða og leiðbeinir týndum sálum.
20. apríl - 20. maí
Naut Aðstoð við að koma á umbótum á
heimilinu stendur þér til boða. Einbeittu
þér að því að vera í frábæru skapi og taka
hlutunum eins og þeir koma.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að segja eitthvað erfitt
við vin. Farðu varlega þannig að þú missir
ekki bæði vin og það sem um er deilt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Samtal við ættingja eða nágranna
hefur jákvæð áhrif á þig. Mundu að átök
leysa engan vanda. Ekkert vex þér í augum
og þú mátt vera ánægður með sjálfan þig
að loknu dagsverki.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú átt sérlega auðvelt með öll sam-
skipti og munt því hugsanlega stofna til
nýrrar vináttu á þessum tíma í lífi þínu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Í dag kemur upp þetta rafmagnaða
augnablik þegar þú skyndilega veist allt
sem þú þarft að vita. Leggðu málin vel nið-
ur fyrir þér áður en þú ákveður þig.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ekki er allt sem sýnist og það er þitt
verk að komast að hinu sanna. Fólk er
tilbúið til að rétta þér hjálparhönd, jafnvel
án þess að þú biðjir um það.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Gleymdu því ekki að tvær
hliðar eru á öllum málum og oft þarf lítið
til að skapa misskilning. Mundu að vera
tillitssamur.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Dagurinn er kjörinn til orku-
ríkra athafna. Hlustaðu vel á þinn innri
mann, því þú býrð sjálfur yfir lausninni.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Til þess að framkvæma hið
ómögulega, þarf manni fyrst að detta í
hug eitthvað óhugsandi. Þú endurheimtir
hlut sem þú taldir glataðan að eilífu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur lagt hart að þér en
munt nú uppskera árangur erfiðis þíns.
Passaðu að ekkert komist upp á milli þín
og elskunnar þinnar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ástin er hafin yfir allar skilgrein-
ingar, algerlega frábær og geggjuð. Veltu
vandamálunum fyrir þér og flýttu þér
hægt í leit að lausn þeirra.
og seldi búðina ákvað Linda að fara í
háskólann og lauk hún BA-prófi í
ensku frá HÍ. Hún reyndi að fá
vinnu við kvikmyndir en var alltaf
sagt að hún yrði að hafa menntun í
faginu. Hún starfaði í tvö ár sem rit-
ari hjá Verslunarmannafélagi Ís-
lands en fór síðan til kvikmynda-
borgarinnar Los Angeles þar sem
hún lauk mastersprófi í búninga-
hönnun frá California Institute of
the Arts.
Linda byrjaði ferilinn úti með því
að vinna við alls konar smærri verk-
efni. „Það er svolítið erfitt að komast
inn í þennan bransa svo þetta er ansi
mikið hark.“ Stella, fyrrverandi yfir-
maður Lindu, bjó í LA og bauð
Lindu að koma með sér til New
Orleans að heimsækja son sinn,
Friðgeir Helgason. Þar tóku örlögin
aftur í taumana, því Linda gjörsam-
lega kolféll fyrir þessari skrautlegu
og skrýtnu borg. „Ég hugsaði með
mér að ef ég fengi ekki vinnu í
bransanum myndi ég bara leggja
tarotspil fyrir túrista.“ Það varð þó
ekki raunin, því þarna hófst ferill
Lindu við bæði kvikmyndir og sjón-
varpsþætti fyrir alvöru og hægt er
að skoða á www.imdb.com langan
feril hennar. Fyrsta stóra myndin
sem Linda vann við var The Firm og
þarna tengdist Linda inn í þá litlu
fjölskyldu sem segja má að kvik-
myndagerðarmenn í New Orleans
séu. Síðan tók hvert verkefnið við af
öðru og hefur Linda unnið með
mörgum þekktum leikurum, eins og
Gene Hackman, Tom Cruise,
George Clooney, Brad Pitt, James
Franco, Gerald Butler, Susan Sar-
andon og Denzel Washington svo
einhverjir séu nefndir. Tim Curry
Linda Garðar, deildarstjóri búningadeilda fyrir sjónvarp og kvikmyndir – 60 ára
Ljósmyndir/Úr einkasafni
Stjörnufans Linda sést hér með leikaranum Gene Hackman við upptökur á kvikmyndinni Runaway Jury frá 2003.
Myndi leggja tarotspil fyrir
túrista ef ég fengi ekki vinnu
New Orleans Hér er Linda í borg-
inni skrautlegu með hundinum
Lukku, sem er sárt saknað.
L
inda Garðar fæddist í Hafn-
arfirði og ólst þar upp og
gekk í Öldutúnsskóla og síð-
ar í menntaskólann Flens-
borg. Hún dvaldi mikið á sumrum í
Munaðarnesi á Ströndum sem barn.
„Ég lærði að synda í sundlauginni á
Krossnesi en þá var ég send í nokkra
daga þangað og gisti í húsi sund-
laugarinnar. Þetta var ótrúleg laug,
alveg niðri í flæðarmálinu og stund-
um gekk sjórinn næstum því yfir
laugina.“ Þegar unglingsaldrinum
var náð vann Linda við ýmis störf og
greinilegt að hún á ættir sínar að
rekja til Strandamanna. „Ég vann í
fiskvinnslu og eitt sumarið aðstoðaði
ég pabba við pípulagnir svo ég get
alveg gert við smá leka,“ segir hún
hlæjandi. Einnig vann Linda eitt
sumar með Páli bróður sínum á bíla-
verkstæði og segist hafa lært mikið
af því. Meðfram menntaskólanáminu
vann Linda sem saumakona í
Karnabæ. Á þessu tímabili muna
kannski margir eftir Lindu úr
hljómsveitinni Q4U, en Linda og
Ellý (Elínborg Halldórsdóttir)
leigðu saman í Grjótaþorpinu í
miðbæ Reykjavíkur ásamt Steinþóri
Stefánssyni, fyrri eiginmanni Lindu.
Það var líka á þessu tímabili sem ör-
lögin höguðu því þannig að Linda
hitti Hrafn Gunnlaugsson, sem var
að gera kvikmyndina Okkar á milli
og réð hann Lindu til að sjá um
pönkbúning fyrir aðalleikkonu
myndarinnar. Þessi tengsl urðu til
þess að Linda var ráðin til að vinna
með Karli Júlíussyni við myndirnar
Hrafninn flýgur og síðar Í skugga
hrafnsins. „Þarna ákvað ég að ég
myndi ekki vinna á saumastofu
meira, og ég fór að vinna í Tískuhúsi
Stellu. Ég var þekkt sem pönkari í
bænum en hélt að það myndi ekki
ganga vel í svona Tískuhúsi og
klæddi mig í eins venjuleg föt og ég
mögulegast gat. Stella (Traustadótt-
ir) réð mig samt því henni fannst ég
skera mig úr hópnum. Þegar Stella
ákvað að flytjast til Bandaríkjanna
Til hamingju með daginn
30 ára Dagrún fædd-
ist á Akureyri, en ólst
upp á Árlandi í Þingeyj-
arsýslu en býr núna á
Akureyri. Hún vinnur
sem öryggisvörður hjá
Securitas og hefur
áhuga á hestamennsku
og handavinnu.
Maki: Jón Þór Sigurðsson, f. 1983, sjó-
maður.
Dætur: Bryndís Helga, f. 2008, Klara
Alexandra, f. 2012 og Andrea Lillý, f.
2016.
Foreldrar: Hrefna Sævarsdóttir, f. 1970,
stuðningsfulltrúi á Akureyri og Hafsteinn
Björnsson, f. 1962, flotaforingi hjá Stræt-
isvögnum Reykjavíkur.
Dagrún Birna
Hafsteinsdóttir
40 ára Haukur Ingi
fæddist í Reykjavík en
býr núna á Höfn í
Hornafirði. Hann rekur
jöklafyrirtækið Glacier
Adventures á Hala í
Suðursveit með eigin-
konu sinni. Hann hef-
ur áhuga á útivist.
Maki: Berglind Steinþórsdóttir, f. 1978,
kennari og ferðamálafræðingur.
Börn: Tómas Nói, f. 2004, Arney, f. 2007
og Steinþór, f. 2013 Hauksbörn.
Foreldrar: Einar Sveinn Ingólfsson, f.
1957, fjármálastjóri lögmannsstofunnar
LEX, og Ingibjörg Hauksdóttir, f. 1957,
ritari á lögmannsstofu. Þau búa í Reykja-
vík.
Haukur Ingi
Einarsson
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is